Fleiri fréttir

Milljón Sýrlendingar svelta

Ein milljón Sýrlendinga er við hungurmörk og hjálparvana eftir 22 mánaða borgarastyrjöld í landinu. Þetta er mat Sameinuðu þjóðanna.

Bjó í gömlu björgunarskipi frá Íslandi

Norðmaðurinn sem féll í skotbardaga við dönsku lögregluna á sunnudagskvöld, Stein Kjetil Fredriksen, var búsettur í gömlu íslensku björgunarskipi, Sigurvin. Skipið hafði hann gert upp og geymdi í skerjagarðinum við Arendal.

"Fáum borgað í platpeningum"

Samfylkingin verður að höfða til miðjunnar og veita Sjálfstæðisflokknum samkeppni um hugmyndir ef hún ætlar að hafa styrk til að mynda jafnaðarstjórn að nýju eftir kosningar, segir Árni Páll Árnason, en hann átti sviðið á síðari framboðsfundi Frjálslyndra jafnaðarmanna. Þá sagði hann baráttuna fyrir nýrri mynt stærstu stéttabaráttu sem hann þekkti.

David Bowie snýr aftur - nýtt lag og myndband

Breski tónlistarmaðurinn David Bowie rauf áralanga þögn sína í gær þegar nýtt lag eftir hann birtist í vefverslun Apple, iTunes. Smáskífan ber heitið „Where Are We Now?" og er af væntanlegri plötu Bowie, „The Next Day."

Fílafjölskylda drepin af veiðiþjófum í Kenía

Heil fílafjölskylda féll fyrir hendi veiðiþjófa í Tsavo þjóðgarðinum Kenía á dögunum. Náttúruverndarsamtök þar í landi segja að ellefu fílar hafi fallið í árásinni. Veiðiþjófarnir voru á höttunum eftir skögultönnum fílanna. Líklegt þykir að fílabeinin hafi verið flutt til Kína en þar eru þau seld dýrum dómum.

Allur að koma til eftir krabbameinsuppskurð og ætlar sér að spila í febrúar

"Ólíkt oft áður þá er enginn heimsendir þó ég nái ekki bikarleiknum í Febrúar.“ Þetta segir Hannes Jón Jónsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og atvinnumaður í Þýskalandi sem var skorinn við krabbameini á þremur stöðum í þvagblöðru í október. Hann fer í lyfjameðferð nú í janúar en segir að líkaminn sé allur að koma til.

Fá úrræði fyrir þá sem þjást af barnagirnd

"Það er hægt að koma í veg fyrir að fólk fremji brot gegn börnum, en það er ekki endilegt hægt að breyta hugsunarferli fólks,“ segir Annar Kristín Newtown, sálfræðingur. Um fátt annað er rætt þessa dagana en brot barnaníðingsins Karls Vignis Þorsteinssonar, sem tíunduð voru Kastljósi Ríkisútvarpsins.

„Samfélagið allt var í afneitun á þessum tíma“

"Ég að við þurfum að hafa í huga það tímabil sem er verið að fjalla um í þessum efnum, það hefur mikið vatn runnið til sjávar á þessum tíma. Það sem kemur við mann í þessum málum eru þessi ítrekuðu brot. Ég ætla rétt að vona að slíkt sé ekki mögulegt í dag. En þáttur Kastljós í gær var góð áminning um það sem getur gerst þegar samfélagið heldur ekki árverkni sinni.“

Stjórnvöld í Suður-Kóreu með ítök í sérleyfi á Drekanum

Ríkisolíufélag Suður-Kóreu er komið í lykilstöðu á Drekasvæðinu, sem stærsti eigandi Faroe Petroleum. Forstjóri Faroe vonast til að koma með borpall á Drekann eftir þrjú til fjögur ár og segir félagið nægilega sterkt til að standa fyrir borunum. Olíufélag sem stofnað var í Færeyjum fyrir fimmtán árum þykir einhverjum kannski ekki líklegt til stórræðanna á Drekasvæðinu en það er engu að síður orðinn handhafi 67 prósenta í stærsta sérleyfi til olíuvinnslu á landgrunni Íslands.

Síminn hjá Stígamótum hefur verið rauðglóandi

Síminn hefur varla stoppað hjá Stígamótum í dag, í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um barnaníðinginn Karl Vigni Þorsteinsson. Sóknarprestur Áskirkjuprestakalls segir að viðurkenning sem veitt var Karli Vigni hafi orkað tvímælis á sínum tíma.

Blindrafélagið rannsakar störf Karl Vignis

Karl Vignir Þorsteinsson, sem viðurkennt hefur að hafa beitt allt að 50 börn kynferðislegu ofbeldi síðustu áratugi, var sjálfboðaliði fyrir Blindrafélagið á tíunda áratug síðustu aldar.

Audi SQ5 – 345 hestöfl

Á bílasýningunni í Detroit sem hefst eftir tvær vikur mun Audi sýna Q5 jepplinginn í S-útfærslu. Að sjálfsögðu er hann knúinn bensínvél, það þýðir ekki að bjóða Bandaríkjamönnum annað. Í Evrópu er hann boðinn með díselvél. Þessi lúxusútgáfa jepplingsins sem þeim vestra býðst er snarpur í meira lagi, enda með 345 hestöfl undir húddinu. Þau koma frá sömu 6 strokka og þriggja lítra vél og finnst í Audi S5 bílnum. Sjálfskiptingin í bílnum er 8 gíra og sendir aflið til allra hjólanna. Hann er ekki nema 5,2 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er takmarkaður við 250 km. S-útgáfan er 3 sentimetrum lægri en venjulegur Q5 og fjöðrunin öll stífari. Hann verður á 20 tommu álfelgum og aðeins boðinn í tveimur litum, svartur og Estoril blár. Efnisnotkun í innanrými einkennist nokkuð af áli og sætin eru úr Nappa leðri og Alcantara efni. Sala bílsins hefst á haustmánuðum.

Grunuð um aðild að fjórum innbrotum

Par, karlmaður og kona, sem var handtekið á fimmtudag eftir innbrot í hús á höfuðborgarsvæðinu mun sæta gæsluvarðhaldi fram á föstudag. Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness vegna málsins í dag.

Slökkviliðið fór í 25 þúsund útköll

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) sinnti yfir 25 þúsund útköllum á árinu 2012. Þar af voru rúmlega 1.200 útköll vegna slökkviliðs en yfir 24 þúsund útköll vegna sjúkraflutninga, eða í kringum 95% allra útkalla SHS. Heildarfjöldi útkalla jókst um 618 á milli ára.

Þrír af sakborningunum í Delí neita sök

Þrír af fimm mönnum sem grunaðir eru um að hafa rænt, nauðgað og myrt 23 ára gamla konu í Delí á Indlandi munu neita sök. Þetta segir Manohar Lal Sharma í samtali við BBC fréttastofuna. Hann segir að mennirnir, sem heita Mukesh Singh, Akshay Thakur og Ram Singh, eigi rétt á sanngjörnum réttarhöldum. Allir mennirnir fimm voru leiddir fyrir dómara í gær og réttarhöld halda áfram á fimmtudag. Sjötti grunaði maðurinn er einungis sautján ára gamall. Réttað verður yfir honum fyrir unglingadómstól. Verði mennirnir sakfelldir munu þeir hugsanlega hljóta dauðarefsingu.

Um 1,2 milljarðar greiddir úr sjúkrasjóði

VR greiddi um 1,2 milljarða króna úr sjúkrasjóði félagsins á nýliðnu ári. Þetta er það mesta sem greitt hefur verið úr sjóðnum á einu ári. Sjúkradagpeningar voru ríflega helmingur upphæðarinnar og hafa aukist um þriðjung frá árinu 2011. Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, segir þessa aukningu áhyggjuefni en fagnar sterkri stöðu sjóðsins sem geti veitt félagsmönnum öflugan stuðning þegar þörf er á.

Dópuð með börnin í aftursætinu

Kona var stöðvuð við akstur á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld. Hún var undir áhrifum fíkniefna samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Hinn fullkomni kvikmyndatökubíll

Ekkert er ómögulegt í Hollywood og þar er sjaldan sparað. Þegar útbúa skal myndatökubíl sem tekur á ferð er Porsche Panamera af dýrustu gerð fenginn til verksins. Hann hefur þó sýnilega kosti til verksins því bíllinn þarf að vera með mjög öfluga vél, frábæra fjöðrun, gríðargóðar bremsur, vera stór og svo sterkbyggður að hann geti borið þunga myndavélabómu á þakinu. Þá er líka keyptur bíll sem kostar 160.000 dollara eða ríflega 20 milljónir króna. Bíllinn er mattlakkaður svo hann skemmi ekki tökur með endurkasti ljóss. Bíllinn hefur ennfremur verið þannig útbúinn að á skotti hans hefur verið settur myndavélagluggi svo taka megi myndir afturúr bílnum. Svona hlutir gætu bara gerst í henni Hollywood!

Dæmd í 17 ára fangelsi fyrir morðið á syni sínum

Indversk móðir, búsett í Bretlandi, var á dögunum dæmd til 17 ára fangelsvistar fyrir að berja sjö ára son sinn til dauða með spítu. Atvikið átti sér stað í júlí 2010 og kvað móðirin, Sara Ege ástæðuna vera þá að drengnum gekk illa að læra utanbókar texta úr heilagri bók múslima, Kóraninum. Eftir hrottalegt morðið brenndi Sara svo lík sonar síns til að fela sönnunargögnin.

Þefaði af öllum jólapóstinum

Lögregluhundurinn Klettur, sem starfar hjá ríkislögreglustjóra, var fenginn til þess að þefa af öllum jólapóst sem sendur var með flugi frá Keflavíkurflugvelli í desember.

Foreldrar standa vörð við Foldaskóla

Foreldrar barna í Foldaskóla hafa tekið sig saman um að standa umferðarvakt við skólann. Þeir vilja minna ökumenn á umferðarreglurnar og draga úr hættu á slysum.

Nítján ára piltur búinn að kæra hópnauðgun

Nítján ára piltur hefur lagt fram kæru vegna hópnauðgunar sem hann á að hafa orðið fyrir um helgina. Maðurinn hafði samband við lögreglu við tónlistarhúsið Hörpu en ekki er ljóst nákvæmlega hvar árásin á að hafa átt sér stað.

Þriggja strokka BMW

Þýski bílaframleiðandinn BMW mun bráðlega kynna til leiks fyrstu þriggja strokka vél sína. Mun hún birtast fyrst í BMW 1-línunni. Var þessi vél kynnt fyrst í öðrum bíl BMW á bílasýningunni í París í fyrra, Concept Active Tourer tvinnbíl. Vélin smáa hefur 1,5 lítra sprengirými og styðst við forþjöppu. Þrátt fyrir smæð sína skilar þessi vél 175 hestöflum og hendir þessum smáa bíl í hundraðið á 7 sekúndum. Ekki slæmt fyrir þriggja strokka bíl. BMW áformar einnig að smíða 1,2 lítra þriggja strokka vél. Þessi nýja vél BMW hefur fengið framleiðslunafnið B38. Hún er ein af nýrri röð véla sem framleiddar eru undir merkjum Efficient Dynamics, en þar undir eru einnig fjögurra og sex strokka vélar sem notaðar verða í bíla með undirvagni gerða fyrir framhjóladrif og einnig í tvinnbíla sem hlaða má með heimilisrafmagni.

Hreinsun lauk í gærkvöldi

Slökkviliðsmenn á Sauðárkróki luku við hreinsun hafnarsvæðisins um klukkan átta í gærkvöldi, eftir að fimm þúsund lítrar af eitraðri saltsýru láku úr gámageymi þar í fyrrinótt. Miklu af sjó og fersku vatni var dælt fyir mengaða svæðið og síðan var um tonni af vítisóta dreift yfir. Þetta var endurtekð þar til Ph gildi sýndu að efnin voru orðin skaðlaus, samkvæmt kröfum heilbrigðisyfirvalda, og höfðu breyst í salt og vatn. 14 slökkviliðsmenn höfðu þá verið að störfum vegna lekans í hátt í sólarhring. Vinnueftirlitið mun nú rannsaka gáminn og fylgiskjöl hans, en tæring í honum olli lekanum.

Tíu óvinsælustu bílarnir í BNA

Þrátt fyrir að bílar hafi mokselst í Bandaríkjunum á liðnu ári eru ekki allir bílar vinsælir þar vestra. Tekinn hefur verið saman forvitnilegur listi yfir þær 10 bílgerðir sem seldust verst í fyrra. Bílarnir á listanum mega ekki kosta yfir 13 milljónir króna, þeir þurfa að hafa verið í sölu allt árið og framleiðslu þeirra ekki hætt á árinu 2012. Eftirfarandi listi sýnir bílgerðirnar og fjölda seldra bíla: 1. Mitsubishi i-MiEV - 588 2. Mitsubishi Lancer – 702 3. Acura CDX – 772 4. Nissan GTR – 1.188 5. Cadillac Escalade EXT – 1.934 6. Suzuki Equator – 1.966 7. Subaru Tribeca – 2.075 8. Audi TT – 2.226 9. BMW Z4 – 2.751 10. Volvo C30 – 2.827

Hita- og þurrkatíð eykur eldhættuna

Stjórnvöld í Ástralíu óttast fleiri kjarrelda víðar í landinu. Í suðurhluta landsins var í dag spáð roki og allt að 43 stiga hita. Á eynni Tasmaníu hafa yfir hundrað heimili og byggingar orðið eldi að bráð. Í gær var hundrað manns enn saknað.

Snemmbær kynþroski eykur sjúkdómahættu

Eftir því sem stúlkur verða fyrr kynþroska eru meiri líkur á að þær látist af völdum hjarta- og æðasjúkdóma á fullorðinsaldri, samkvæmt nýrri rannsókn. Offita og ofþyngd hafa ekki áhrif. Rannsóknin náði til yfir þúsund íslenskra kvenna.

Umræðan hefur opnað augu foreldra

Viðtölum vegna transmála hjá Samtökunum 78 hefur fjölgað mikið. Unnið er að nýjum verkferlum innan BUGL vegna kynáttunarvanda barna og unglinga.

Fundu kannabisplöntur í bílskúr í Breiðholti

Karlmaður var handtekinn í fjölbýlishúsi í Breiðholti í gærkvöldi, eftir að nokkrar kannabisplöntur fundust í bílskúr hans. Lögregla lagði hald á plönturnar, sem verður eytt, og var manninum sleppt að yfirirheyrslu lokinni.

Mikill viðbúnaður vegna skógarelda í Ástralíu

Mikill viðbúnaður er í suðurhluta Ástralíu vegna mikilla skógar- og sinuelda sem þar hafa geisað. Talið er að dagurinn í dag gæti orðið sé versti í sögu landsins hvað skógarelda varðar.

Allir lýsa sig saklausa af Aurum-ákærunni

Fjórmenningarnir sem ákærðir eru fyrir umboðssvik í Aurum-málinu sögðust saklausir við þingfestingu í gær. Lárus Welding telur óréttlátt að saksóknari ákæri hann fyrir eitt mál í einu en safni ekki upp öllum þeim sem eru til rannsóknar.

Sjá næstu 50 fréttir