Fá úrræði fyrir þá sem þjást af barnagirnd Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. janúar 2013 22:17 „Það er hægt að koma í veg fyrir að fólk fremji brot gegn börnum, en það er ekki endilegt hægt að breyta hugsunarferli fólks," segir Annar Kristín Newton, sálfræðingur. Um fátt annað er rætt þessa dagana en brot barnaníðingsins Karls Vignis Þorsteinssonar, sem tíunduð voru Kastljósi Ríkisútvarpsins. Karl Vignir hefur viðurkennt að hafa brotið gegn hátt í 50 börnum á síðustu áratugum. Hann hefur aldrei þurft að sæta meðferð vegna barnagirndar. Síðustu ár hefur Anna Kristín komið að meðferðum fyrir einstaklinga sem þjást af barnagirnd og óeðlilegri kynhegðun, í samvinnu við Barnaverndarstofu og aðra sálfræðinga. Anna Kristín segir að hefðbundin meðferð við barnagirnd sé bæði löng og ströng. Þetta sé sérhæfð meðferð sem taki til fjölmargra þátta og þar sé kynferðisþátturinn fyrirferðamikill. „En samhliða slíkri meðferð er mikilvægt að vinna með viðhorf þessara einstaklinga til brotsins og afleiðingum þess, sem og brotaþolans," segir Anna Kristín. „Oft á tíðum eiga þessir einstaklingar erfitt með samskipti, eru félagslega einangraðir eða lokaðir."Anna Kristín segir að þeir sem sækist eftir aðstoð vegna barnagirndar séu oftar en ekki búnir að brjóta af sér. „Það er kannski algengast vegna þess að það eru engin önnur úrræði sem standa til boða. Að minnsta kosti ekki augljós úrræði."Sp. blm. En hvert á þetta fólk að leita? „Það eru nokkrir starfandi sálfræðingar og geðlæknar sem hafa tekið að sér slík mál," segir Annar Kristín en bætir við að slíkri þjónustu sé sannarlega ábótavant. „Það vantar einhvers konar teymi eða hóp sem sinnir tilfellum þar sem um er að einstaklinga sem geta valdið öðrum og sjálfum sér miklum skaða." Hún bendir á að flestir þeir sem dæmdir eru fyrir barnaníð séu undir eftirliti þegar reynslulausn hefst, sem meðal annars fellst í sálfræðilegri meðferð. „Hins vegar, þegar þeim tíma lýkur, þá er í rauninni ekki neitt að gerast. Það er bæði erfitt og dýrt. Sálfræðiaðstoð er ekki niðurgreidd af ríkinu með neinum hætti og við erum hér að tala um meðferð sem er margfalt lengri en flest allar meðferðir."Sp. blm. Hvað getum við gert til að fyrirbyggja brot eins og þessi? „Því eldra sem fólk verður því fastmótaðra verður það og því mun erfiðara verður að ná fram breytingum. Út frá samfélaginu í heild sinni þá er auðvitað mikilvægt fyrir foreldra að vera meðvitaðir og virkir þátttakendur í kynheilbrigði. Að þau ræði við börn sín um hvernig hlutirnir eru — ekki aðeins með tilliti til kynlífs — heldur að þau ræði um heilbrigð samskipti fólks. Ég myndi áætla svo að það væri sjálft kynheilbrigði ungmenna sem sé nauðsynlegt að huga að." Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira
„Það er hægt að koma í veg fyrir að fólk fremji brot gegn börnum, en það er ekki endilegt hægt að breyta hugsunarferli fólks," segir Annar Kristín Newton, sálfræðingur. Um fátt annað er rætt þessa dagana en brot barnaníðingsins Karls Vignis Þorsteinssonar, sem tíunduð voru Kastljósi Ríkisútvarpsins. Karl Vignir hefur viðurkennt að hafa brotið gegn hátt í 50 börnum á síðustu áratugum. Hann hefur aldrei þurft að sæta meðferð vegna barnagirndar. Síðustu ár hefur Anna Kristín komið að meðferðum fyrir einstaklinga sem þjást af barnagirnd og óeðlilegri kynhegðun, í samvinnu við Barnaverndarstofu og aðra sálfræðinga. Anna Kristín segir að hefðbundin meðferð við barnagirnd sé bæði löng og ströng. Þetta sé sérhæfð meðferð sem taki til fjölmargra þátta og þar sé kynferðisþátturinn fyrirferðamikill. „En samhliða slíkri meðferð er mikilvægt að vinna með viðhorf þessara einstaklinga til brotsins og afleiðingum þess, sem og brotaþolans," segir Anna Kristín. „Oft á tíðum eiga þessir einstaklingar erfitt með samskipti, eru félagslega einangraðir eða lokaðir."Anna Kristín segir að þeir sem sækist eftir aðstoð vegna barnagirndar séu oftar en ekki búnir að brjóta af sér. „Það er kannski algengast vegna þess að það eru engin önnur úrræði sem standa til boða. Að minnsta kosti ekki augljós úrræði."Sp. blm. En hvert á þetta fólk að leita? „Það eru nokkrir starfandi sálfræðingar og geðlæknar sem hafa tekið að sér slík mál," segir Annar Kristín en bætir við að slíkri þjónustu sé sannarlega ábótavant. „Það vantar einhvers konar teymi eða hóp sem sinnir tilfellum þar sem um er að einstaklinga sem geta valdið öðrum og sjálfum sér miklum skaða." Hún bendir á að flestir þeir sem dæmdir eru fyrir barnaníð séu undir eftirliti þegar reynslulausn hefst, sem meðal annars fellst í sálfræðilegri meðferð. „Hins vegar, þegar þeim tíma lýkur, þá er í rauninni ekki neitt að gerast. Það er bæði erfitt og dýrt. Sálfræðiaðstoð er ekki niðurgreidd af ríkinu með neinum hætti og við erum hér að tala um meðferð sem er margfalt lengri en flest allar meðferðir."Sp. blm. Hvað getum við gert til að fyrirbyggja brot eins og þessi? „Því eldra sem fólk verður því fastmótaðra verður það og því mun erfiðara verður að ná fram breytingum. Út frá samfélaginu í heild sinni þá er auðvitað mikilvægt fyrir foreldra að vera meðvitaðir og virkir þátttakendur í kynheilbrigði. Að þau ræði við börn sín um hvernig hlutirnir eru — ekki aðeins með tilliti til kynlífs — heldur að þau ræði um heilbrigð samskipti fólks. Ég myndi áætla svo að það væri sjálft kynheilbrigði ungmenna sem sé nauðsynlegt að huga að."
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira