Innlent

Um 1,2 milljarðar greiddir úr sjúkrasjóði

Stefán Einar Stefánsson segir aukninguna áhyggjuefni.
Stefán Einar Stefánsson segir aukninguna áhyggjuefni.
VR greiddi um 1,2 milljarða króna úr sjúkrasjóði félagsins á nýliðnu ári. Þetta er það mesta sem greitt hefur verið úr sjóðnum á einu ári. Sjúkradagpeningar voru ríflega helmingur upphæðarinnar og hafa aukist um þriðjung frá árinu 2011. Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, segir þessa aukningu áhyggjuefni en fagnar sterkri stöðu sjóðsins sem geti veitt félagsmönnum öflugan stuðning þegar þörf er á.

Dagpeningagreiðslur aukast um þriðjung

Sjúkrasjóður VR veitir félagsmönnum VR fjárhagsaðstoð þegar veikindi eða slys ber að höndum og stuðlar jafnframt að fyrirbyggjandi aðgerðum sem varða starfsöryggi og heilsufar. Sjúkradagpeningar eru iðulega langstærsti hluti greiðslna úr sjóðnum en árið 2012 voru greiddar um 638 milljónir í dagpeninga samanborið við 475 milljónir árið 2011. Aukningin á milli ára er 34%.

Greiðslur úr varasjóði námu rúmlega 450 milljónum á árinu sem er 16% meira en árið áður. Mikill meirihluti umsókna úr varasjóði er vegna heilsueflingar, s.s. forvarna, læknisþjónustu, sjúkraþjálfunar osfr. Tæplega 50 milljónir króna voru greiddar úr sjúkrasjóði í dánarbætur til fjölskyldna félagsmanna sem féllu frá á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×