Fleiri fréttir

Störf Karls Vignis hjá Reykjavíkurborg rannsökuð

Karl Vignir Þorsteinsson, sem viðurkennt hefur að níðst á hátt í fimmtíu börnum síðustu áratugi, starfaði um tíma við heimaþjónustu fyrir aldraða hjá Reykjavíkurborg, eða á tímabilinu 1989 til 2002.

Ríkisstjórnin setur sér reglur

Ríkisstjórnin samþykkti í gær nýjar reglur um starfshætti ríkisstjórnar. Reglurnar taka gildi frá 15. janúar næstkomandi, en þær eru settar á grundvelli laga um Stjórnarráð Íslands. Mörgum af þessum reglum hefur ríkisstjórnin unnið eftir um langt skeið án þess þó að þær hafi verið skrifaðar á blað.

Tvöföld ánægja...eða hvað?

Hver sá sem velt hefur fyrir sér hvernig Síamstvíburabíll lítur út getur virt það fyrir sér hér. Þessi tvöfaldi Jeep Wrangler jeppi var settur saman úr tveimur slíkum í Marokkó og er þar staddur. Var það gert fyrir erlendan sendiráðsstarfsmann, en ekki fer sögum af því hvort hann notar bílinn daglega. Það gæti reynst þrautin þyngri því hann er hátt í fjögurra metra breiður og passar því seint á venjulegar götur. Skyldi hann vera með eina vél eða skila vélar beggja bílanna afli til hjólanna? Hvernig skildi vera að stýra honum? Engin svör eru við þessum spurningum en það eitt er víst að góðum torfærueiginleikum Jeep Wrangler bílanna hefur verið fórnað, því þessi kemst ekkert nema á marflötu malbiki. Myndbandið sem hér fylgir er af litlum gæðum en sýnir þó að hægt er að aka bílnum á tveggja akreina götum.

Karl Vignir í tveggja vikna gæsluvarðhald

Karl Vignir Þorsteinsson, sem viðurkennt hefur að hafa brotið á allt að fimmtíu börnum á síðustu áratugum, hefur verið dæmdur í tveggja vikna gæsluvarðhald.

Lýst eftir Sigurði Rósant

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigurði Rósant Júlíussyni sem strauk frá unglingaheimili á Suðurlandi þann 6. janúar síðastliðinn. Hann fékk að fara á þrettándabrennu, en hefur ekki skilað sér til baka.

Tveir lögreglumenn blóðugir eftir árás unglingsstúlku

Tæplega átján ára gömul hefur verið ákærð fyrir að hafa ráðist á lögreglumann á heimili stelpunnar í miðborg Reykjavíkur í apríl 2011, þar sem hann var við skyldustörf. Stelpan kýldi lögreglumanninn í andlitið og hrækti framan í hann. Hún beit svo í handabak hans þannig að það blæddi úr og hann fékk mar.

Facebook segir mistök að hafa ekki fjarlægt mynd af Þórlaugu

Talsmaður Facebook á Norðurlöndum, Jan Frederiksson, viðurkenndi í danska ríkissjónvarpinu síðasta sunnudag að það hefðu verið mistök að fjarlægja ekki mynd af Þórlaugu Ágústsdóttur, sem óprúttinn aðili hafði breytt með þeim hætti að hún virtist vera með áverka eftir ofbeldi.

Of Monsters and Men fær EBBA verðlaunin

EBBA verðlaunin 2013 (European Border Breakers Awards) verða afhent með pomp og pragt á Eurosonic Noorderslag hátíðinni í kvöld, einum af hápunktum tónlistariðnaðarins í Evrópu. Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men er ein þeirra heppnu hljómsveita sem hljóta þessi eftirsóttu verðlaun í ár, en þau eru afhent tíu nýliðum á tónlistarmarkaði sem hafa vakið athygli og náð árangri út fyrir sinn heimamarkað.

Krefjast tveggja vikna varðhalds yfir Karli Vigni

Farið verður fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir Karli Vigni Þorsteinssyni síðar í dag. Þetta er fullyrt á fréttavef RÚV. Karl Vignir er grunaður um að hafa brotið gegn tuga barna á fimmtíu ára tímabili.

Kostnaður vegna geðrofslyfja nemur hundruðum milljóna

Útgjöld Sjúkratrygginga Íslands vegna geðrofslyfja fara lækkandi en samkvæmt upplýsingum fyrir nýliðið ár um notkun þeirra lækkuðu útgjöld um 83 milljónir króna á sex mánaða tímabili. Þennan árangur má rekja til reglugerðarbreytingar sem tók gildi þann 1. júní síðastliðinn. Breytingarnar fólu í sér að Sjúkratryggingar Íslands taka nú einungis þátt í greiðslu hagkvæmustu pakkninga geðrofslyfja.

Nauðgunin ekki framin af hópi manna

Nú þykir ljóst að nauðgun sem tilkynnt var um helgina var ekki framin af hópi manna eins og fyrstu fréttir hermdu. Lögregla telur þó ekki útilokað að annar aðili hafi staðið hjá og horft á árásina án þess að aðhafast.

Karl Vignir gisti fangageymslur í nótt

Það ræðst síðar í dag hvort lögregla krefst gæsluvarðhalds yfir barnaníðingnum Karli Vigni Þorsteinssyni. Skýrslutöku yfir honum er nú lokið í bili að sögn yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Karl Vignir gisti fangageymslur lögreglunnar í nótt og er hann nú enn hjá lögreglu.

Engar léttklæddar takk!

Gestir á komandi bílasýningu í Brussel sem hefst 11. janúar verða að sætta sig við að beina augum sínum aðallega að fallegum bílum, en ekki léttklæddum fljóðum. Stjórnendur sýningarinnar hafa beint þeim tilmælum til sýnenda að starfsstúlkur á sýningarbásum þeirra séu tilhlýðilega klæddar. Ástæða þessa er sú að í fyrra bar nokkuð á lostafullri hegðun sumra gesta sýningarinnar og telja aðstandendur sýningarinnar að kenna megi að hluta um glannalegum klæðnaði stúlknanna. Að baki þessari ákvörðun sýningarhaldara liggja reyndar einnig hressileg skilaboð frá jafnréttismálaráðherra Belgíu þar sem segir að bílasýning sem þessi sé fjölskylduviðburður og það sé engan vegin viðeigandi skilaboð til barna og unglinga að þar vappi um léttklæddar konur.

Kópavogsbær vill kanna möguleikann á frjálsum hugbúnaði

Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, hefur óskað eftir því að forstöðumaður upplýsingatæknideildar bæjarins mæti til næsta fundar, sem verður haldinn á morgun, og ræði um notkun opins hugbúnaðar og möguleikans á því að koma upp slíkum búnaði í tölvum bæjarins.

Segja búfénaði ekkert meint af vegna bilunar í mengunarbúnaði

Búfénaður í grennd við Fjarðarál hefur ekki orðið meint af þrátt fyrir bilun í mengunarvarnarbúnaði álversins í Reyðarfirði, samkvæmt rannsóknum dýralækninum Freydísi Dönu Sigurðardóttur og flúorvöktun Tilraunastöðvar HÍ á Keldum, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Náttúrustofu Austurlands.

Hundrað manns fá vinnu við endurbætur á Leifsstöð

Um það bil hundrað manns, einkum iðnaðarmenn, fá á næstunni vinnu við breytingar og endurbætur í Leifsstöð, sem á að ljúka fyrir háannatímann í sumar. Vel á þriðju milljón farþega fóru um stöðina í fyrra.

Saab fær aukið fjármagn

Hinir núverandi kínversku eigendur Saab hafa gert fjárfestingarsamning við borgina Qingdao. Fjárfestingasjóður í Qingdao borg greiðir með honum 40 milljarða króna, eignast 22% í Saab og byggð verður Saab verksmiðja í borginni. Áform eigenda Saab eru að búa til rafmagnsbíla úr núverandi 9-3 bíl Saab og breyta honum ekki í útliti í fyrstu. Koma fyrstu bílarnir á markað eftir um eitt ár. Qingdao telur að mikill markaður verði fyrir rafmagnsbíla í Kína í nánustu framtíð og stjórnvöld þar greiða götu þess með öllum ráðum og verja til þess miklu fjármagni. Núverandi eigandi Saab er National Electric Vehicle Sweden en stofnandi þess og stærsti eigandi er kínversk-sænskur auðmaður að nafni Kai Johan Jiang. Þetta samkomulag sem tryggir Saab umtalsvert meira fjármagn eykur líkurnar á því að merkið muni lifa og að brátt fari að sjást aftur Saab bílar á götunum.

Þrjú ungmenni beittu Karl Vigni líkamlegu og andlegu ofbeldi heila nótt: Bundu Karl Vigni við stól og píndu

"Við fórum með stráknum upp til karlsins og földum okkur þegar hann opnaði hurðina. Þá stóð hann nakinn með handklæði utan um sig. Þeir fara að tala saman og þá stökkvum við vinur minn á hann, handklæðið dettur af honum og við setjum hann á stól og bindum hann. Hann verður ógeðslega hræddur, strákurinn brjálaðist og sagði honum að staðfesta það sem karlinn hefði gert honum. Hann viðurkenndi allt. Þá verðum við alveg brjáluð og byrjum að lemja hann og rústuðum öllu í íbúðinni hans. Við börðum hann samt ekki illa, það sást ekkert á honum.“

Stjórnarkreppa í uppsiglingu í Venesúela

Stjórnarkreppa er í uppsiglingu í Venesúela eftir að ríkisstjórn landsins tilkynnti í gærkvöld að Hugo Chavez forseti gæti ekki svarið embættiseið á morgun eins og lög kveða á um.

Stór og góð loðna við Langanes

Loðnuskipin landa nú eitt af öðru fyrstu loðnuförmunum og komu tvö skip HB Granda, Faxi RE og Ingunn AK, til Vopnafjarðar í gærmorgun með rúmlega tvö þúsund tonn. Fékkst sá afli aðallega í flottroll á togsvæðinu norður af Langanesi.

Milljón Sýrlendingar svelta

Ein milljón Sýrlendinga er við hungurmörk og hjálparvana eftir 22 mánaða borgarastyrjöld í landinu. Þetta er mat Sameinuðu þjóðanna.

Bjó í gömlu björgunarskipi frá Íslandi

Norðmaðurinn sem féll í skotbardaga við dönsku lögregluna á sunnudagskvöld, Stein Kjetil Fredriksen, var búsettur í gömlu íslensku björgunarskipi, Sigurvin. Skipið hafði hann gert upp og geymdi í skerjagarðinum við Arendal.

"Fáum borgað í platpeningum"

Samfylkingin verður að höfða til miðjunnar og veita Sjálfstæðisflokknum samkeppni um hugmyndir ef hún ætlar að hafa styrk til að mynda jafnaðarstjórn að nýju eftir kosningar, segir Árni Páll Árnason, en hann átti sviðið á síðari framboðsfundi Frjálslyndra jafnaðarmanna. Þá sagði hann baráttuna fyrir nýrri mynt stærstu stéttabaráttu sem hann þekkti.

David Bowie snýr aftur - nýtt lag og myndband

Breski tónlistarmaðurinn David Bowie rauf áralanga þögn sína í gær þegar nýtt lag eftir hann birtist í vefverslun Apple, iTunes. Smáskífan ber heitið „Where Are We Now?" og er af væntanlegri plötu Bowie, „The Next Day."

Fílafjölskylda drepin af veiðiþjófum í Kenía

Heil fílafjölskylda féll fyrir hendi veiðiþjófa í Tsavo þjóðgarðinum Kenía á dögunum. Náttúruverndarsamtök þar í landi segja að ellefu fílar hafi fallið í árásinni. Veiðiþjófarnir voru á höttunum eftir skögultönnum fílanna. Líklegt þykir að fílabeinin hafi verið flutt til Kína en þar eru þau seld dýrum dómum.

Allur að koma til eftir krabbameinsuppskurð og ætlar sér að spila í febrúar

"Ólíkt oft áður þá er enginn heimsendir þó ég nái ekki bikarleiknum í Febrúar.“ Þetta segir Hannes Jón Jónsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og atvinnumaður í Þýskalandi sem var skorinn við krabbameini á þremur stöðum í þvagblöðru í október. Hann fer í lyfjameðferð nú í janúar en segir að líkaminn sé allur að koma til.

Fá úrræði fyrir þá sem þjást af barnagirnd

"Það er hægt að koma í veg fyrir að fólk fremji brot gegn börnum, en það er ekki endilegt hægt að breyta hugsunarferli fólks,“ segir Annar Kristín Newtown, sálfræðingur. Um fátt annað er rætt þessa dagana en brot barnaníðingsins Karls Vignis Þorsteinssonar, sem tíunduð voru Kastljósi Ríkisútvarpsins.

„Samfélagið allt var í afneitun á þessum tíma“

"Ég að við þurfum að hafa í huga það tímabil sem er verið að fjalla um í þessum efnum, það hefur mikið vatn runnið til sjávar á þessum tíma. Það sem kemur við mann í þessum málum eru þessi ítrekuðu brot. Ég ætla rétt að vona að slíkt sé ekki mögulegt í dag. En þáttur Kastljós í gær var góð áminning um það sem getur gerst þegar samfélagið heldur ekki árverkni sinni.“

Stjórnvöld í Suður-Kóreu með ítök í sérleyfi á Drekanum

Ríkisolíufélag Suður-Kóreu er komið í lykilstöðu á Drekasvæðinu, sem stærsti eigandi Faroe Petroleum. Forstjóri Faroe vonast til að koma með borpall á Drekann eftir þrjú til fjögur ár og segir félagið nægilega sterkt til að standa fyrir borunum. Olíufélag sem stofnað var í Færeyjum fyrir fimmtán árum þykir einhverjum kannski ekki líklegt til stórræðanna á Drekasvæðinu en það er engu að síður orðinn handhafi 67 prósenta í stærsta sérleyfi til olíuvinnslu á landgrunni Íslands.

Síminn hjá Stígamótum hefur verið rauðglóandi

Síminn hefur varla stoppað hjá Stígamótum í dag, í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um barnaníðinginn Karl Vigni Þorsteinsson. Sóknarprestur Áskirkjuprestakalls segir að viðurkenning sem veitt var Karli Vigni hafi orkað tvímælis á sínum tíma.

Blindrafélagið rannsakar störf Karl Vignis

Karl Vignir Þorsteinsson, sem viðurkennt hefur að hafa beitt allt að 50 börn kynferðislegu ofbeldi síðustu áratugi, var sjálfboðaliði fyrir Blindrafélagið á tíunda áratug síðustu aldar.

Audi SQ5 – 345 hestöfl

Á bílasýningunni í Detroit sem hefst eftir tvær vikur mun Audi sýna Q5 jepplinginn í S-útfærslu. Að sjálfsögðu er hann knúinn bensínvél, það þýðir ekki að bjóða Bandaríkjamönnum annað. Í Evrópu er hann boðinn með díselvél. Þessi lúxusútgáfa jepplingsins sem þeim vestra býðst er snarpur í meira lagi, enda með 345 hestöfl undir húddinu. Þau koma frá sömu 6 strokka og þriggja lítra vél og finnst í Audi S5 bílnum. Sjálfskiptingin í bílnum er 8 gíra og sendir aflið til allra hjólanna. Hann er ekki nema 5,2 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er takmarkaður við 250 km. S-útgáfan er 3 sentimetrum lægri en venjulegur Q5 og fjöðrunin öll stífari. Hann verður á 20 tommu álfelgum og aðeins boðinn í tveimur litum, svartur og Estoril blár. Efnisnotkun í innanrými einkennist nokkuð af áli og sætin eru úr Nappa leðri og Alcantara efni. Sala bílsins hefst á haustmánuðum.

Grunuð um aðild að fjórum innbrotum

Par, karlmaður og kona, sem var handtekið á fimmtudag eftir innbrot í hús á höfuðborgarsvæðinu mun sæta gæsluvarðhaldi fram á föstudag. Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness vegna málsins í dag.

Sjá næstu 50 fréttir