Fleiri fréttir Hinn fullkomni kvikmyndatökubíll Ekkert er ómögulegt í Hollywood og þar er sjaldan sparað. Þegar útbúa skal myndatökubíl sem tekur á ferð er Porsche Panamera af dýrustu gerð fenginn til verksins. Hann hefur þó sýnilega kosti til verksins því bíllinn þarf að vera með mjög öfluga vél, frábæra fjöðrun, gríðargóðar bremsur, vera stór og svo sterkbyggður að hann geti borið þunga myndavélabómu á þakinu. Þá er líka keyptur bíll sem kostar 160.000 dollara eða ríflega 20 milljónir króna. Bíllinn er mattlakkaður svo hann skemmi ekki tökur með endurkasti ljóss. Bíllinn hefur ennfremur verið þannig útbúinn að á skotti hans hefur verið settur myndavélagluggi svo taka megi myndir afturúr bílnum. Svona hlutir gætu bara gerst í henni Hollywood! 8.1.2013 14:00 Dæmd í 17 ára fangelsi fyrir morðið á syni sínum Indversk móðir, búsett í Bretlandi, var á dögunum dæmd til 17 ára fangelsvistar fyrir að berja sjö ára son sinn til dauða með spítu. Atvikið átti sér stað í júlí 2010 og kvað móðirin, Sara Ege ástæðuna vera þá að drengnum gekk illa að læra utanbókar texta úr heilagri bók múslima, Kóraninum. Eftir hrottalegt morðið brenndi Sara svo lík sonar síns til að fela sönnunargögnin. 8.1.2013 13:56 Þefaði af öllum jólapóstinum Lögregluhundurinn Klettur, sem starfar hjá ríkislögreglustjóra, var fenginn til þess að þefa af öllum jólapóst sem sendur var með flugi frá Keflavíkurflugvelli í desember. 8.1.2013 13:06 Sjá eftir að hafa heiðrað barnaníðing vegna umfjöllunar Kastljóss Í yfirlýsingu frá Áskirkju kemur fram að það hafi verið rangt hjá kirkjunni að veita Karli Vigni Þorsteinssyni viðurkenningu fyrir störf sín í þágu kirkjunnar sem sjálfboðaliði. 8.1.2013 12:48 Foreldrar standa vörð við Foldaskóla Foreldrar barna í Foldaskóla hafa tekið sig saman um að standa umferðarvakt við skólann. Þeir vilja minna ökumenn á umferðarreglurnar og draga úr hættu á slysum. 8.1.2013 11:38 Nítján ára piltur búinn að kæra hópnauðgun Nítján ára piltur hefur lagt fram kæru vegna hópnauðgunar sem hann á að hafa orðið fyrir um helgina. Maðurinn hafði samband við lögreglu við tónlistarhúsið Hörpu en ekki er ljóst nákvæmlega hvar árásin á að hafa átt sér stað. 8.1.2013 11:32 Þriggja strokka BMW Þýski bílaframleiðandinn BMW mun bráðlega kynna til leiks fyrstu þriggja strokka vél sína. Mun hún birtast fyrst í BMW 1-línunni. Var þessi vél kynnt fyrst í öðrum bíl BMW á bílasýningunni í París í fyrra, Concept Active Tourer tvinnbíl. Vélin smáa hefur 1,5 lítra sprengirými og styðst við forþjöppu. Þrátt fyrir smæð sína skilar þessi vél 175 hestöflum og hendir þessum smáa bíl í hundraðið á 7 sekúndum. Ekki slæmt fyrir þriggja strokka bíl. BMW áformar einnig að smíða 1,2 lítra þriggja strokka vél. Þessi nýja vél BMW hefur fengið framleiðslunafnið B38. Hún er ein af nýrri röð véla sem framleiddar eru undir merkjum Efficient Dynamics, en þar undir eru einnig fjögurra og sex strokka vélar sem notaðar verða í bíla með undirvagni gerða fyrir framhjóladrif og einnig í tvinnbíla sem hlaða má með heimilisrafmagni. 8.1.2013 11:31 Hreinsun lauk í gærkvöldi Slökkviliðsmenn á Sauðárkróki luku við hreinsun hafnarsvæðisins um klukkan átta í gærkvöldi, eftir að fimm þúsund lítrar af eitraðri saltsýru láku úr gámageymi þar í fyrrinótt. Miklu af sjó og fersku vatni var dælt fyir mengaða svæðið og síðan var um tonni af vítisóta dreift yfir. Þetta var endurtekð þar til Ph gildi sýndu að efnin voru orðin skaðlaus, samkvæmt kröfum heilbrigðisyfirvalda, og höfðu breyst í salt og vatn. 14 slökkviliðsmenn höfðu þá verið að störfum vegna lekans í hátt í sólarhring. Vinnueftirlitið mun nú rannsaka gáminn og fylgiskjöl hans, en tæring í honum olli lekanum. 8.1.2013 10:52 Dæmdur fyrir að svíkja fé af Magnúsi Ármann - þarf að endurgreiða um 40 milljónir Sextugur karlmaður var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa svikið hátt í fjörtíu milljónir króna út af greiðslukorti í eigu athafnamannsins Magnúsar Ármann. 8.1.2013 10:24 Tíu óvinsælustu bílarnir í BNA Þrátt fyrir að bílar hafi mokselst í Bandaríkjunum á liðnu ári eru ekki allir bílar vinsælir þar vestra. Tekinn hefur verið saman forvitnilegur listi yfir þær 10 bílgerðir sem seldust verst í fyrra. Bílarnir á listanum mega ekki kosta yfir 13 milljónir króna, þeir þurfa að hafa verið í sölu allt árið og framleiðslu þeirra ekki hætt á árinu 2012. Eftirfarandi listi sýnir bílgerðirnar og fjölda seldra bíla: 1. Mitsubishi i-MiEV - 588 2. Mitsubishi Lancer – 702 3. Acura CDX – 772 4. Nissan GTR – 1.188 5. Cadillac Escalade EXT – 1.934 6. Suzuki Equator – 1.966 7. Subaru Tribeca – 2.075 8. Audi TT – 2.226 9. BMW Z4 – 2.751 10. Volvo C30 – 2.827 8.1.2013 10:04 Jón Bjarnason gefur ekki kost á sér í komandi þingkosningum Jón Bjarnason hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á framboðslista VG í Norðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. 8.1.2013 09:21 Reiði vegna giftingar manns á tíræðisaldri og 15 ára stúlku Mikil reiði ríkir í Saudi Arabíu eftir fregnir um að maður á tíræðisaldri hefði giftst 15 ára gamalli unglingsstúlku. 8.1.2013 09:02 Hita- og þurrkatíð eykur eldhættuna Stjórnvöld í Ástralíu óttast fleiri kjarrelda víðar í landinu. Í suðurhluta landsins var í dag spáð roki og allt að 43 stiga hita. Á eynni Tasmaníu hafa yfir hundrað heimili og byggingar orðið eldi að bráð. Í gær var hundrað manns enn saknað. 8.1.2013 08:00 Plánetur af sömu stærð og jörðin eru 17 milljarðar í Vetrarbrautinni Stjörnufræðingar telja nú að alls megi finna 17 milljarða af plánetum í Vetrarbrautinn sem eru á stærð við jörðina. 8.1.2013 07:52 Snemmbær kynþroski eykur sjúkdómahættu Eftir því sem stúlkur verða fyrr kynþroska eru meiri líkur á að þær látist af völdum hjarta- og æðasjúkdóma á fullorðinsaldri, samkvæmt nýrri rannsókn. Offita og ofþyngd hafa ekki áhrif. Rannsóknin náði til yfir þúsund íslenskra kvenna. 8.1.2013 07:00 Umræðan hefur opnað augu foreldra Viðtölum vegna transmála hjá Samtökunum 78 hefur fjölgað mikið. Unnið er að nýjum verkferlum innan BUGL vegna kynáttunarvanda barna og unglinga. 8.1.2013 07:00 Reif alla hliðina úr jeppa eins og að opna sardínudós Stór dráttarbíll með tengivagn rakst á fullri ferð utan í kyrrstæðan og mannlausan jeppa í vegkantinum á þjóðveginum í Hörgárdal í gærkvöldi. 8.1.2013 06:31 Fundu kannabisplöntur í bílskúr í Breiðholti Karlmaður var handtekinn í fjölbýlishúsi í Breiðholti í gærkvöldi, eftir að nokkrar kannabisplöntur fundust í bílskúr hans. Lögregla lagði hald á plönturnar, sem verður eytt, og var manninum sleppt að yfirirheyrslu lokinni. 8.1.2013 06:28 Obama skipar Repúblikana í stöðu varnarmálaráðherra Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur skipað Repúblikanann Chuck Hagel sem varnarmálaráðherra landsins og John Brennan í stöðu forstjóra leyniþjónustunnar CIA. 8.1.2013 06:25 Tveir með áverka eftir líkamsárás í Fákafeni Ráðist var á þrjá unga menn við Fákafen í Reykjavík um klukkan hálf tólf í gærkvöldi og hlutu tveir þeirra áverka í andliti. 8.1.2013 06:23 Mikill viðbúnaður vegna skógarelda í Ástralíu Mikill viðbúnaður er í suðurhluta Ástralíu vegna mikilla skógar- og sinuelda sem þar hafa geisað. Talið er að dagurinn í dag gæti orðið sé versti í sögu landsins hvað skógarelda varðar. 8.1.2013 06:21 Kim Jong-Un á afmæli, öll börn fá sælgæti Kim Jong-Un leiðtogi Norður Kóreu á afmæli í dag. Í tilefni dagsins fá öll börn í landinu undir 10 ára aldrei sælgæti að gjöf. 8.1.2013 06:18 Depardieu fyrir rétt í París vegna ölvunaraksturs Franski leikarinn Gerard Depardieu á að mæta fyrir rétt í París í dag en hann er ákærður fyrir ölvunarakstur. 8.1.2013 06:16 Olíuborpallurinn við Kodiak eyju kominn á flot Tekist hefur að draga strandaðan olíuborpall Shell-olíufélagsins við Kodiak eyju í Alaska aftur flot. 8.1.2013 06:14 Átta börn á BUGL síðustu tvö ár vegna kynáttunarvanda Átta börn og unglingar hafa fengið meðferð á barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) vegna kynáttunarvanda á síðustu tveimur árum. Börnin eru á aldrinum 8 til 17 ára, jafnt af báðum kynjum. 8.1.2013 06:00 Allir lýsa sig saklausa af Aurum-ákærunni Fjórmenningarnir sem ákærðir eru fyrir umboðssvik í Aurum-málinu sögðust saklausir við þingfestingu í gær. Lárus Welding telur óréttlátt að saksóknari ákæri hann fyrir eitt mál í einu en safni ekki upp öllum þeim sem eru til rannsóknar. 8.1.2013 06:00 Leystir út og settir í 25 ára lántökubann Hafnarfjarðarbær kaupir fimmtungshlut Hauka í íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum fyrir 271 milljón króna. Félaginu er bannað að stofna til nýrra skulda næstu 25 ár. Gengu alltof langt, segir formaður bæjarráðs. Mjög mun létta á rekstri Haukanna. 8.1.2013 06:00 Hyggst kæra hópnauðgun í dag Nítján ára piltur leitaði til lögreglu um helgina og tilkynnti um að honum hefði verið nauðgað af hópi karlmanna. Pilturinn var í annarlegu ástandi þegar árásin átti sér stað, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, og gat ekki sagt til um hversu margir árásarmennirnir hefðu verið, að öðru leyti en að þeir hefðu verið fleiri en einn. 8.1.2013 06:00 Bakarar styrkja kaup á nýju ómtæki Landssamband bakarameistara mun afhenda Hjartavernd ágóða af sölu Hjartabrauðsins svokallaða á morgun. 8.1.2013 05:00 Tímasetningin sætir gagnrýni Eric Schmidt, stjórnarformaður Google, vill kynnast efnahagsaðstæðum og samfélagsmiðlum í Norður-Kóreu af eigin raun í einkaheimsókn til landsins, samkvæmt upplýsingum frá sendinefnd hans. 7.1.2013 23:45 Stórfenglegt ár fyrir stjörnuáhugamenn - smástirni og halastörnur Árið sem nú er gengið í garð markar upphaf sannkallaðrar veislu fyrir stjörnuáhugamenn. Tvö smástirni og jafnmargar halastjörnur munu þjóta framhjá jörðinni ár. 7.1.2013 23:20 „Því er haldið fram að ég sé verri en Osama bin Laden" „Því er haldið fram að ég sé verri en Osama bin Laden." Þetta sagði Francesco Schettino, fyrrverandi skipstjóri skemmtiferðaskipsins Costa Concordia sem strandaði undan strönd Toskana á Ítalíu í janúar á síðasta ári. 7.1.2013 22:38 Slökkviliðsmenn og nemendur unnu hetjudáð Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir að slökkviliðsmenn og eldri bekkingar í grunnskóla Siglufjarðar hafi unnið hetjudáð þegar eldur kom upp í samkomuhúsi á þrettándagleði í gær. 7.1.2013 21:50 Karl Vignir braut gegn börnum í hálfa öld - "Ég er búinn að líða mikið fyrir þetta“ Karl Vignis Þorsteinsson, sem hefur að eigin sögn framið tugi kynferðisbrota á síðustu fimm áratugum, hefur aldrei þurft að svara til saka fyrir brotin. Ítarlega var fjallað um mál Karl Vignis í Kastljósi Ríkisútvarpsins í kvöld. 7.1.2013 21:01 Vill að ábyrgðaraðilar skóla verði gerðir ábyrgir fyrir ítrekuðu einelti Eygló Harðardóttir, þingkona, vill að nýjar áherslur verði teknir upp í tengslum við einelti í skólum. Nauðsynlegt sé að snúa sönnunarbyrðinni og gera stjórnendur ábyrga. 7.1.2013 20:22 Svona ná þeir olíunni upp innan átta ára Vinnsluskip, í líkingu við það sem tekið var í notkun á Skarfs-olíusvæðinu undan Norður-Noregi nú um áramótin, þykir líklegasta aðferðin til að vinna olíu og gas af Drekasvæðinu. Forstjóri Faroe-olíufélagsins segir að með slíkri lausn megi hefja olíuvinnsluna eftir sjö til átta ár, eða mun fyrr en með eldri aðferðum. Afhending fyrstu sérleyfanna á föstudag markaði upphaf olíustarfseminnar á Drekasvæðinu og áætlanir beggja leyfishafa gera ráð fyrir að næstu ár verði notuð til hljóðbylgjumælinga. 7.1.2013 18:45 Hagstæð vindátt kom í veg fyrir stórslys á Sauðárkróki Mikil hætta skapaðist á Sauðárkróki í nótt þegar mörg þúsund lítrar af saltsýru láku úr stórum gámageymi á hafnarsvæði bæjarins. Hagstæð vindátt kom í veg fyrir stórslys. 7.1.2013 18:12 Íslendingar ekki feitastir - tíðni hjarta- og æðasjúkdóma minnkar Á síðustu árum hafa víðtækar rannsóknir á heilsufari Íslendinga farið fram. Mælingar síðustu ára sýna fram á að mikill árangur hefur fengist af breyttu mataræði, breyttum lífsstíl og aukinni hreyfingu. 7.1.2013 17:50 Skelfing greip um sig á Allanum Skelfing greip um sig meðal barna og fullorðinna þegar eldur kviknaði í skemmtistaðnum Allanum á Silgufirði á miðri þrettándaskemmtun þar í gærkvöldi. Mildi þykir að sjö ára stúlka, sem var við eldsupptökin, skuli hafa sloppið ómeidd. 7.1.2013 16:39 Varar við því að öfgahyggja skjóti rótum Madeleine Albright, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varar við því að öfgastefnur fái að skjóta rótum í þeirri efnahagskreppu sem nú ríkir í Evrópu. 7.1.2013 16:25 Mega ekki sitja klofvega á mótorhjólum Í Achehéraði í Indónesíu hafa verið tekin upp Sharialög. Með þeim fylgja margsháttar boð og bönn sem oft beinast aðeins að konum. Eitt þeirra er að þegar konur sitja fyrir aftan menn á mótorhjólum mega þær ekki sitja klofvega, heldur eins og þær séu í söðli, líkt og íslenskt kvenfólk gerði lengi á Íslandi. Þar segir ennfremur að kona sem sitji í söðli líti út eins og kona en ef hún sitji klofvega særi hún blygðunarkennd fólks og kvenleg gildi. Sharialögin sem fylgt er eftir með sérstakri Sharia lögreglu bannar einnig þröngar gallabuxur, heimilar að grýta konur sem halda framhjá eiginmönnum sínum og kveður á um að fólk með óviðurkvæmilega klippingu, eins og hanakamb, of sítt hár og annað “óeðli” í hárburði skuli klippt á réttan hátt. Ache er eina hérað Indónesíu sem tekið hefur upp Sharialög. 7.1.2013 16:15 Númer klippt af átta bifreiðum Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum klippt númer af átta bifreiðum. Fimm þeirra höfðu ekki verið færðar til aðalskoðunar á tilsettum tíma og þrjár til viðbótar voru bæði óskoðaðar og ótryggðar. 7.1.2013 14:23 Volt ekið yfir 160 milljónir km á rafmagni Eigendur Chevrolet Volt bíla í Bandaríkjunum hafa ekið yfir 100 milljónir mílna á rafmagni eða 160 milljónir kílómetra samanlagt frá því bíllinn kom á markað fyrir tveimur árum. Að meðaltali gengur Volt fyrir rafmagni 65% aksturstímans og nýtir bensínvélina til að framleiða rafmagn inn á rafgeyminn einungis á lengri leiðum. Á þessu tímabili hafa eigendur Volt sparað um 20 milljónir lítra af bensíni. Reiknað yfir í krónur jafngildir þessi sparnaður tæplega 5 milljörðum króna. Verið er að kynna Chevrolet Volt um þessar mundir hér á landi og hefur Bílabúð Benna, umboðsaðili Chevrolet á Íslandi, fengið fyrstu bílana. Með því að endurhlaða rafgeyminn reglulega komast eigendur Volt alls um 1.449 km leið og geta ekið í um einn og hálfan mánuð á milli þess sem bensíntankurinn er fylltur. Margir hafa hins vegar fljótlega farið yfir þetta meðaltal, þ.á m. Andrew Byrne frá Los Angeles. "Ég kaupi einungis bensín þegar framundan eru lengri ferðir því í öllum daglegum akstri gengur bíllinn fyrir rafmagni,“ segir Byrne. "Síðast ók ég 3.057 km á einni tankfyllingu.“ Samkvæmt útreikningum Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna spara eigendur Volt um 1.370 dollara á ári í eldsneytiskostnað, nálægt 180.000 ÍSK, í samanburði við eigendur hefðbundinna bensínbíla í Bandaríkjunum. Fyrir dæmigerðan ökumann jafngildir sparnaðurinn við notkun Volt innkaupum á matvörum í níu vikur þegar keypt er inn fyrir 151 dollara í hvert sinn, 228 skiptum í bílþvott sem kostar 6 dollara hvert skipti eða 137 bíómiðum sem hver kostar 10 dollara. 7.1.2013 14:11 Flugdólgurinn gæti fengið 6 ára fangelsisdóm Maðurinn sem áreitti farþega um borð í flugvél Icelandair á fimmtudag gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Icelandair hefur tekið ákvörðun um að kæra manninn fyrir að ógna öðrum farþegum og áhöfninni, og þar með öryggi flugsins. 7.1.2013 13:48 Vill gera skóla fjárhagslega ábyrga fyrir einelti Eygló Harðardóttir, Þingmaður Framsóknarflokksins, vill innleiða öfuga sönnunarbyrði í grunnskóla landsins að sænskri fyrirmynd. Það er að segja ef eineltismál kemur upp, og fórnarlamb og aðstandendur kvarta ítrekað undan því, þá þurfi skólayfirvöld að sýna fram á að þeir hafi sannarlega brugðist við kvörtununum. Komi annað í ljós geta þeir orðið skaðabótaskyldir. 7.1.2013 13:31 Sjá næstu 50 fréttir
Hinn fullkomni kvikmyndatökubíll Ekkert er ómögulegt í Hollywood og þar er sjaldan sparað. Þegar útbúa skal myndatökubíl sem tekur á ferð er Porsche Panamera af dýrustu gerð fenginn til verksins. Hann hefur þó sýnilega kosti til verksins því bíllinn þarf að vera með mjög öfluga vél, frábæra fjöðrun, gríðargóðar bremsur, vera stór og svo sterkbyggður að hann geti borið þunga myndavélabómu á þakinu. Þá er líka keyptur bíll sem kostar 160.000 dollara eða ríflega 20 milljónir króna. Bíllinn er mattlakkaður svo hann skemmi ekki tökur með endurkasti ljóss. Bíllinn hefur ennfremur verið þannig útbúinn að á skotti hans hefur verið settur myndavélagluggi svo taka megi myndir afturúr bílnum. Svona hlutir gætu bara gerst í henni Hollywood! 8.1.2013 14:00
Dæmd í 17 ára fangelsi fyrir morðið á syni sínum Indversk móðir, búsett í Bretlandi, var á dögunum dæmd til 17 ára fangelsvistar fyrir að berja sjö ára son sinn til dauða með spítu. Atvikið átti sér stað í júlí 2010 og kvað móðirin, Sara Ege ástæðuna vera þá að drengnum gekk illa að læra utanbókar texta úr heilagri bók múslima, Kóraninum. Eftir hrottalegt morðið brenndi Sara svo lík sonar síns til að fela sönnunargögnin. 8.1.2013 13:56
Þefaði af öllum jólapóstinum Lögregluhundurinn Klettur, sem starfar hjá ríkislögreglustjóra, var fenginn til þess að þefa af öllum jólapóst sem sendur var með flugi frá Keflavíkurflugvelli í desember. 8.1.2013 13:06
Sjá eftir að hafa heiðrað barnaníðing vegna umfjöllunar Kastljóss Í yfirlýsingu frá Áskirkju kemur fram að það hafi verið rangt hjá kirkjunni að veita Karli Vigni Þorsteinssyni viðurkenningu fyrir störf sín í þágu kirkjunnar sem sjálfboðaliði. 8.1.2013 12:48
Foreldrar standa vörð við Foldaskóla Foreldrar barna í Foldaskóla hafa tekið sig saman um að standa umferðarvakt við skólann. Þeir vilja minna ökumenn á umferðarreglurnar og draga úr hættu á slysum. 8.1.2013 11:38
Nítján ára piltur búinn að kæra hópnauðgun Nítján ára piltur hefur lagt fram kæru vegna hópnauðgunar sem hann á að hafa orðið fyrir um helgina. Maðurinn hafði samband við lögreglu við tónlistarhúsið Hörpu en ekki er ljóst nákvæmlega hvar árásin á að hafa átt sér stað. 8.1.2013 11:32
Þriggja strokka BMW Þýski bílaframleiðandinn BMW mun bráðlega kynna til leiks fyrstu þriggja strokka vél sína. Mun hún birtast fyrst í BMW 1-línunni. Var þessi vél kynnt fyrst í öðrum bíl BMW á bílasýningunni í París í fyrra, Concept Active Tourer tvinnbíl. Vélin smáa hefur 1,5 lítra sprengirými og styðst við forþjöppu. Þrátt fyrir smæð sína skilar þessi vél 175 hestöflum og hendir þessum smáa bíl í hundraðið á 7 sekúndum. Ekki slæmt fyrir þriggja strokka bíl. BMW áformar einnig að smíða 1,2 lítra þriggja strokka vél. Þessi nýja vél BMW hefur fengið framleiðslunafnið B38. Hún er ein af nýrri röð véla sem framleiddar eru undir merkjum Efficient Dynamics, en þar undir eru einnig fjögurra og sex strokka vélar sem notaðar verða í bíla með undirvagni gerða fyrir framhjóladrif og einnig í tvinnbíla sem hlaða má með heimilisrafmagni. 8.1.2013 11:31
Hreinsun lauk í gærkvöldi Slökkviliðsmenn á Sauðárkróki luku við hreinsun hafnarsvæðisins um klukkan átta í gærkvöldi, eftir að fimm þúsund lítrar af eitraðri saltsýru láku úr gámageymi þar í fyrrinótt. Miklu af sjó og fersku vatni var dælt fyir mengaða svæðið og síðan var um tonni af vítisóta dreift yfir. Þetta var endurtekð þar til Ph gildi sýndu að efnin voru orðin skaðlaus, samkvæmt kröfum heilbrigðisyfirvalda, og höfðu breyst í salt og vatn. 14 slökkviliðsmenn höfðu þá verið að störfum vegna lekans í hátt í sólarhring. Vinnueftirlitið mun nú rannsaka gáminn og fylgiskjöl hans, en tæring í honum olli lekanum. 8.1.2013 10:52
Dæmdur fyrir að svíkja fé af Magnúsi Ármann - þarf að endurgreiða um 40 milljónir Sextugur karlmaður var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa svikið hátt í fjörtíu milljónir króna út af greiðslukorti í eigu athafnamannsins Magnúsar Ármann. 8.1.2013 10:24
Tíu óvinsælustu bílarnir í BNA Þrátt fyrir að bílar hafi mokselst í Bandaríkjunum á liðnu ári eru ekki allir bílar vinsælir þar vestra. Tekinn hefur verið saman forvitnilegur listi yfir þær 10 bílgerðir sem seldust verst í fyrra. Bílarnir á listanum mega ekki kosta yfir 13 milljónir króna, þeir þurfa að hafa verið í sölu allt árið og framleiðslu þeirra ekki hætt á árinu 2012. Eftirfarandi listi sýnir bílgerðirnar og fjölda seldra bíla: 1. Mitsubishi i-MiEV - 588 2. Mitsubishi Lancer – 702 3. Acura CDX – 772 4. Nissan GTR – 1.188 5. Cadillac Escalade EXT – 1.934 6. Suzuki Equator – 1.966 7. Subaru Tribeca – 2.075 8. Audi TT – 2.226 9. BMW Z4 – 2.751 10. Volvo C30 – 2.827 8.1.2013 10:04
Jón Bjarnason gefur ekki kost á sér í komandi þingkosningum Jón Bjarnason hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á framboðslista VG í Norðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. 8.1.2013 09:21
Reiði vegna giftingar manns á tíræðisaldri og 15 ára stúlku Mikil reiði ríkir í Saudi Arabíu eftir fregnir um að maður á tíræðisaldri hefði giftst 15 ára gamalli unglingsstúlku. 8.1.2013 09:02
Hita- og þurrkatíð eykur eldhættuna Stjórnvöld í Ástralíu óttast fleiri kjarrelda víðar í landinu. Í suðurhluta landsins var í dag spáð roki og allt að 43 stiga hita. Á eynni Tasmaníu hafa yfir hundrað heimili og byggingar orðið eldi að bráð. Í gær var hundrað manns enn saknað. 8.1.2013 08:00
Plánetur af sömu stærð og jörðin eru 17 milljarðar í Vetrarbrautinni Stjörnufræðingar telja nú að alls megi finna 17 milljarða af plánetum í Vetrarbrautinn sem eru á stærð við jörðina. 8.1.2013 07:52
Snemmbær kynþroski eykur sjúkdómahættu Eftir því sem stúlkur verða fyrr kynþroska eru meiri líkur á að þær látist af völdum hjarta- og æðasjúkdóma á fullorðinsaldri, samkvæmt nýrri rannsókn. Offita og ofþyngd hafa ekki áhrif. Rannsóknin náði til yfir þúsund íslenskra kvenna. 8.1.2013 07:00
Umræðan hefur opnað augu foreldra Viðtölum vegna transmála hjá Samtökunum 78 hefur fjölgað mikið. Unnið er að nýjum verkferlum innan BUGL vegna kynáttunarvanda barna og unglinga. 8.1.2013 07:00
Reif alla hliðina úr jeppa eins og að opna sardínudós Stór dráttarbíll með tengivagn rakst á fullri ferð utan í kyrrstæðan og mannlausan jeppa í vegkantinum á þjóðveginum í Hörgárdal í gærkvöldi. 8.1.2013 06:31
Fundu kannabisplöntur í bílskúr í Breiðholti Karlmaður var handtekinn í fjölbýlishúsi í Breiðholti í gærkvöldi, eftir að nokkrar kannabisplöntur fundust í bílskúr hans. Lögregla lagði hald á plönturnar, sem verður eytt, og var manninum sleppt að yfirirheyrslu lokinni. 8.1.2013 06:28
Obama skipar Repúblikana í stöðu varnarmálaráðherra Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur skipað Repúblikanann Chuck Hagel sem varnarmálaráðherra landsins og John Brennan í stöðu forstjóra leyniþjónustunnar CIA. 8.1.2013 06:25
Tveir með áverka eftir líkamsárás í Fákafeni Ráðist var á þrjá unga menn við Fákafen í Reykjavík um klukkan hálf tólf í gærkvöldi og hlutu tveir þeirra áverka í andliti. 8.1.2013 06:23
Mikill viðbúnaður vegna skógarelda í Ástralíu Mikill viðbúnaður er í suðurhluta Ástralíu vegna mikilla skógar- og sinuelda sem þar hafa geisað. Talið er að dagurinn í dag gæti orðið sé versti í sögu landsins hvað skógarelda varðar. 8.1.2013 06:21
Kim Jong-Un á afmæli, öll börn fá sælgæti Kim Jong-Un leiðtogi Norður Kóreu á afmæli í dag. Í tilefni dagsins fá öll börn í landinu undir 10 ára aldrei sælgæti að gjöf. 8.1.2013 06:18
Depardieu fyrir rétt í París vegna ölvunaraksturs Franski leikarinn Gerard Depardieu á að mæta fyrir rétt í París í dag en hann er ákærður fyrir ölvunarakstur. 8.1.2013 06:16
Olíuborpallurinn við Kodiak eyju kominn á flot Tekist hefur að draga strandaðan olíuborpall Shell-olíufélagsins við Kodiak eyju í Alaska aftur flot. 8.1.2013 06:14
Átta börn á BUGL síðustu tvö ár vegna kynáttunarvanda Átta börn og unglingar hafa fengið meðferð á barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) vegna kynáttunarvanda á síðustu tveimur árum. Börnin eru á aldrinum 8 til 17 ára, jafnt af báðum kynjum. 8.1.2013 06:00
Allir lýsa sig saklausa af Aurum-ákærunni Fjórmenningarnir sem ákærðir eru fyrir umboðssvik í Aurum-málinu sögðust saklausir við þingfestingu í gær. Lárus Welding telur óréttlátt að saksóknari ákæri hann fyrir eitt mál í einu en safni ekki upp öllum þeim sem eru til rannsóknar. 8.1.2013 06:00
Leystir út og settir í 25 ára lántökubann Hafnarfjarðarbær kaupir fimmtungshlut Hauka í íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum fyrir 271 milljón króna. Félaginu er bannað að stofna til nýrra skulda næstu 25 ár. Gengu alltof langt, segir formaður bæjarráðs. Mjög mun létta á rekstri Haukanna. 8.1.2013 06:00
Hyggst kæra hópnauðgun í dag Nítján ára piltur leitaði til lögreglu um helgina og tilkynnti um að honum hefði verið nauðgað af hópi karlmanna. Pilturinn var í annarlegu ástandi þegar árásin átti sér stað, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, og gat ekki sagt til um hversu margir árásarmennirnir hefðu verið, að öðru leyti en að þeir hefðu verið fleiri en einn. 8.1.2013 06:00
Bakarar styrkja kaup á nýju ómtæki Landssamband bakarameistara mun afhenda Hjartavernd ágóða af sölu Hjartabrauðsins svokallaða á morgun. 8.1.2013 05:00
Tímasetningin sætir gagnrýni Eric Schmidt, stjórnarformaður Google, vill kynnast efnahagsaðstæðum og samfélagsmiðlum í Norður-Kóreu af eigin raun í einkaheimsókn til landsins, samkvæmt upplýsingum frá sendinefnd hans. 7.1.2013 23:45
Stórfenglegt ár fyrir stjörnuáhugamenn - smástirni og halastörnur Árið sem nú er gengið í garð markar upphaf sannkallaðrar veislu fyrir stjörnuáhugamenn. Tvö smástirni og jafnmargar halastjörnur munu þjóta framhjá jörðinni ár. 7.1.2013 23:20
„Því er haldið fram að ég sé verri en Osama bin Laden" „Því er haldið fram að ég sé verri en Osama bin Laden." Þetta sagði Francesco Schettino, fyrrverandi skipstjóri skemmtiferðaskipsins Costa Concordia sem strandaði undan strönd Toskana á Ítalíu í janúar á síðasta ári. 7.1.2013 22:38
Slökkviliðsmenn og nemendur unnu hetjudáð Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir að slökkviliðsmenn og eldri bekkingar í grunnskóla Siglufjarðar hafi unnið hetjudáð þegar eldur kom upp í samkomuhúsi á þrettándagleði í gær. 7.1.2013 21:50
Karl Vignir braut gegn börnum í hálfa öld - "Ég er búinn að líða mikið fyrir þetta“ Karl Vignis Þorsteinsson, sem hefur að eigin sögn framið tugi kynferðisbrota á síðustu fimm áratugum, hefur aldrei þurft að svara til saka fyrir brotin. Ítarlega var fjallað um mál Karl Vignis í Kastljósi Ríkisútvarpsins í kvöld. 7.1.2013 21:01
Vill að ábyrgðaraðilar skóla verði gerðir ábyrgir fyrir ítrekuðu einelti Eygló Harðardóttir, þingkona, vill að nýjar áherslur verði teknir upp í tengslum við einelti í skólum. Nauðsynlegt sé að snúa sönnunarbyrðinni og gera stjórnendur ábyrga. 7.1.2013 20:22
Svona ná þeir olíunni upp innan átta ára Vinnsluskip, í líkingu við það sem tekið var í notkun á Skarfs-olíusvæðinu undan Norður-Noregi nú um áramótin, þykir líklegasta aðferðin til að vinna olíu og gas af Drekasvæðinu. Forstjóri Faroe-olíufélagsins segir að með slíkri lausn megi hefja olíuvinnsluna eftir sjö til átta ár, eða mun fyrr en með eldri aðferðum. Afhending fyrstu sérleyfanna á föstudag markaði upphaf olíustarfseminnar á Drekasvæðinu og áætlanir beggja leyfishafa gera ráð fyrir að næstu ár verði notuð til hljóðbylgjumælinga. 7.1.2013 18:45
Hagstæð vindátt kom í veg fyrir stórslys á Sauðárkróki Mikil hætta skapaðist á Sauðárkróki í nótt þegar mörg þúsund lítrar af saltsýru láku úr stórum gámageymi á hafnarsvæði bæjarins. Hagstæð vindátt kom í veg fyrir stórslys. 7.1.2013 18:12
Íslendingar ekki feitastir - tíðni hjarta- og æðasjúkdóma minnkar Á síðustu árum hafa víðtækar rannsóknir á heilsufari Íslendinga farið fram. Mælingar síðustu ára sýna fram á að mikill árangur hefur fengist af breyttu mataræði, breyttum lífsstíl og aukinni hreyfingu. 7.1.2013 17:50
Skelfing greip um sig á Allanum Skelfing greip um sig meðal barna og fullorðinna þegar eldur kviknaði í skemmtistaðnum Allanum á Silgufirði á miðri þrettándaskemmtun þar í gærkvöldi. Mildi þykir að sjö ára stúlka, sem var við eldsupptökin, skuli hafa sloppið ómeidd. 7.1.2013 16:39
Varar við því að öfgahyggja skjóti rótum Madeleine Albright, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varar við því að öfgastefnur fái að skjóta rótum í þeirri efnahagskreppu sem nú ríkir í Evrópu. 7.1.2013 16:25
Mega ekki sitja klofvega á mótorhjólum Í Achehéraði í Indónesíu hafa verið tekin upp Sharialög. Með þeim fylgja margsháttar boð og bönn sem oft beinast aðeins að konum. Eitt þeirra er að þegar konur sitja fyrir aftan menn á mótorhjólum mega þær ekki sitja klofvega, heldur eins og þær séu í söðli, líkt og íslenskt kvenfólk gerði lengi á Íslandi. Þar segir ennfremur að kona sem sitji í söðli líti út eins og kona en ef hún sitji klofvega særi hún blygðunarkennd fólks og kvenleg gildi. Sharialögin sem fylgt er eftir með sérstakri Sharia lögreglu bannar einnig þröngar gallabuxur, heimilar að grýta konur sem halda framhjá eiginmönnum sínum og kveður á um að fólk með óviðurkvæmilega klippingu, eins og hanakamb, of sítt hár og annað “óeðli” í hárburði skuli klippt á réttan hátt. Ache er eina hérað Indónesíu sem tekið hefur upp Sharialög. 7.1.2013 16:15
Númer klippt af átta bifreiðum Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum klippt númer af átta bifreiðum. Fimm þeirra höfðu ekki verið færðar til aðalskoðunar á tilsettum tíma og þrjár til viðbótar voru bæði óskoðaðar og ótryggðar. 7.1.2013 14:23
Volt ekið yfir 160 milljónir km á rafmagni Eigendur Chevrolet Volt bíla í Bandaríkjunum hafa ekið yfir 100 milljónir mílna á rafmagni eða 160 milljónir kílómetra samanlagt frá því bíllinn kom á markað fyrir tveimur árum. Að meðaltali gengur Volt fyrir rafmagni 65% aksturstímans og nýtir bensínvélina til að framleiða rafmagn inn á rafgeyminn einungis á lengri leiðum. Á þessu tímabili hafa eigendur Volt sparað um 20 milljónir lítra af bensíni. Reiknað yfir í krónur jafngildir þessi sparnaður tæplega 5 milljörðum króna. Verið er að kynna Chevrolet Volt um þessar mundir hér á landi og hefur Bílabúð Benna, umboðsaðili Chevrolet á Íslandi, fengið fyrstu bílana. Með því að endurhlaða rafgeyminn reglulega komast eigendur Volt alls um 1.449 km leið og geta ekið í um einn og hálfan mánuð á milli þess sem bensíntankurinn er fylltur. Margir hafa hins vegar fljótlega farið yfir þetta meðaltal, þ.á m. Andrew Byrne frá Los Angeles. "Ég kaupi einungis bensín þegar framundan eru lengri ferðir því í öllum daglegum akstri gengur bíllinn fyrir rafmagni,“ segir Byrne. "Síðast ók ég 3.057 km á einni tankfyllingu.“ Samkvæmt útreikningum Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna spara eigendur Volt um 1.370 dollara á ári í eldsneytiskostnað, nálægt 180.000 ÍSK, í samanburði við eigendur hefðbundinna bensínbíla í Bandaríkjunum. Fyrir dæmigerðan ökumann jafngildir sparnaðurinn við notkun Volt innkaupum á matvörum í níu vikur þegar keypt er inn fyrir 151 dollara í hvert sinn, 228 skiptum í bílþvott sem kostar 6 dollara hvert skipti eða 137 bíómiðum sem hver kostar 10 dollara. 7.1.2013 14:11
Flugdólgurinn gæti fengið 6 ára fangelsisdóm Maðurinn sem áreitti farþega um borð í flugvél Icelandair á fimmtudag gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Icelandair hefur tekið ákvörðun um að kæra manninn fyrir að ógna öðrum farþegum og áhöfninni, og þar með öryggi flugsins. 7.1.2013 13:48
Vill gera skóla fjárhagslega ábyrga fyrir einelti Eygló Harðardóttir, Þingmaður Framsóknarflokksins, vill innleiða öfuga sönnunarbyrði í grunnskóla landsins að sænskri fyrirmynd. Það er að segja ef eineltismál kemur upp, og fórnarlamb og aðstandendur kvarta ítrekað undan því, þá þurfi skólayfirvöld að sýna fram á að þeir hafi sannarlega brugðist við kvörtununum. Komi annað í ljós geta þeir orðið skaðabótaskyldir. 7.1.2013 13:31