Fleiri fréttir Segir stjórnarmenn ekki þurfa að segja af sér Magnús L. Sveinsson, stjórnarformaður Eirar, segir að úrsögn Hafsteins Pálssonar úr stjórn félagsins setji ekki þrýsting á aðra stjórnarmenn að gera slíkt hið sama. Afsögn Hafsteins megi rekja til þess að hann njóti ekki lengur trausts þeirra sem tilefndu hann á sínum tíma. 17.11.2012 18:53 Yfir 2400 hafa kosið í Reykjavík Rúmlega 2400 manns höfðu kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík núna klukkan hálfsex. Í Suðurkjördæmi höfðu um 1500 kosið. Tveir etja kappi um 1. sætið í Suðurkjördæmi, en það eru þau Oddný Harðardóttir og Björgvin G. Sigurðsson. 17.11.2012 17:43 Háskóli Íslands fær fúlgur fjár úr erlendum sjóðum „Tekjur Háskóla Íslands úr erlendum sjóðum jukust um 70% frá 2008 til 2011 og námu rúmlega 1.100 milljónum árið 2011," sagði Daði Már Kristófersson, dósent í náttúruauðlindahagfræði, á fjölmennu háskólaþingi sem fór fram í Háskóla Íslands í dag. 17.11.2012 17:23 Segir Hönnu Birnu standa fyrir "einföld skilaboð fremur en djúpar rökræður" Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem sækist eftir fyrsta sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, á "enga aðra erfiða fortíð í pólitík en að hafa skilið skuldavanda Orkuveitunnar eftir til úrlausnar fyrir Besta flokkinn“ og stendur fyrir "einföld skilaboð fremur en djúpar rökræður“ að mati Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns flokksins. 17.11.2012 16:15 Grímuklæddur maður rændi Kaffivagninn Grímuklæddur maður réðst inn á Kaffivagninn á Granda í dag og ógnaði starfsfólki. Hann krafist þess að starfsfólk léti sig hafa pening. Fjöldi fólks var inni á staðnum þegar þetta gerðist. 17.11.2012 16:10 Fórnarlamba umferðarslysa minnst Á morgun verður þeirra minnst sem látist hafa í umferðarslysum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður viðstaddur athöfn við bráðamótttöku Landspítala í Fossvogi. Eeinnig verða tveir aðstandendur sem misst hafa ástvini í umferðarslysum og hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni. 17.11.2012 15:32 Vill að Öryggisráðið grípi inn í vegna deilunnar á Gaza Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ítrekar áhyggjur sínar af stigvaxandi hernaðarátökum á Gaza og fordæmir áframhaldandi árásir Ísraela á Gaza, sem og eldflaugaárásir Hamas-samtakanna á Tel Aviv og Jerúsalem. 17.11.2012 15:22 Sjálfstæðismenn hentu tilraun til uppgjörs við fortíðina "með hlátra sköllum" Erfiðleikar Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins eru m.a afleiðing þess að sjálfstæðismenn ákváðu á landsfundi að henda endurreisnarskýrslu flokksins, sem var uppgjör við fortíðina, út í hafsauga "með hlátrasköllum" og þá brugðu pólitískir samherjar Bjarna fyrir hann fæti í Icesave-málinu. Þetta er mat Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns flokksins. 17.11.2012 14:35 Ætlaði að hefja skotárás á frumsýningu Twilight myndarinnar Karlmaður var handtekinn, grunaður um að hafa undirbúið skotárás á frumsýningu nýju Twilight myndarinnar. Það var móðir mannsins sem hringdi í lögreglu og lét vita af áformum mannsins. Maðurinn, sem er 23 ára, heitir Blaec Lammers, eftir því sem fram kemur á vef Sky. 17.11.2012 14:24 "Sjálfhverfa kynslóðin“ hefur tapað milljörðum Gríðarleg eignartilfærsla hefur orðið frá ungu fólki til gamals fólks á aðeins fimm árum. Þetta segir Karl Sigfússon verkfræðingur í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Hann ritar greinina í tilefni af skrifum Sighvats Björgvinssonar um sjálfhverfu kynslóðina, sem hann kallaði svo. 17.11.2012 13:51 Þjófar kipptu myndavél úr sambandi Olíuþjófar kipptu eftirlitsmyndavél úr sambandi til að geta óáreittir dælt olíu af vörubifreið í Njarðvík í vikunni. Þjófnaðurinn var tilkynntur til lögreglunnar á Suðurnesjum. Ökumaður bifreiðarinnar hafði keypt olíu á hana fyrir fimmtíu þúsund daginn áður. Þegar að var komið lá slanga, sem notuð hafði verið til að dæla olíunni af bifreiðinni, við hlið hennar. Hinir óprúttnu höfðu opnað keðjulás á keðju, sem lokaði svæðinu. Að því búnu óku þeir inn á það og dældu af vörubifreiðinni. 17.11.2012 12:57 Elsti sonur Warrens Buffet vill rækta maís á Íslandi Howard Buffet, elsti sonur Warren Buffet eins ríkasta manns í heimi, kannar nú möguleikann á maísrækt hér á landi. Ef það gengur eftir hefur hann áhuga á að kaupa hér land og hefja jarðrækt Howard er stofnandi Howard G. Buffet góðgerðarsjóðsins sem vinnur að mannúðarmálum víða um heim og hefur meðal annars þau markmið að efla ræktun og matvælaframleiðslu þar sem fátækt er mikil. 17.11.2012 12:19 Meiri sýklar á skurðarbrettinu en klósettsetunni Því hefur lengi verið haldið fram að klósettsetan sé skítugasti staður á heimilinu, en ný rannsókn við háskólann í Arizona sýnir að mun fleiri bakteríur er að finna á skurðarbrettinu í eldhúsinu eða jafnvel á lyklaborðinu á tölvunni. Ástæðan er sú að hrátt kjöt og aðrar matvörur sem verkaðar eru á skurðarbrettinu skilja eftir sig bakteríur eins og saurgerla og fundu vísindamenn yfir tvö hundruð sinnum fleiri bakteríur á brettinu heldur en á klósettsetunni. Vísindamenn segja þetta ef til vill vísbendingu um að einstaklingar ættu að þrífa skurðarbrettin jafn vel ef ekki betur en klósettið. 17.11.2012 11:24 Beindu sprengjum sínum að höfuðstöðvum leiðtoga Hamas Ísraelar beindu í nótt sprengjum sínum að höfuðstöðvum leiðtoga Hamas á Gaza svæðinu og gjöreyðilögðu bygginguna, en þetta er fjórði dagurinn í röð sem Ísraelar gera loftárásir á svæði Palestínu. Að minnsta kosti þrjátíu og átta palestínumenn og þrír ísraelsmenn hafa látist í árásunum síðustu daga. Í gærkvöldi kölluðu Ísraelsmenn út sjötíu og fimm þúsund varaliða í hernum, auk þess sem herinn hefur lokað nokkrum þjóðvegum sem liggja að Gaza og segja fréttaskýrendur þetta vera merki um að Ísraelsmenn séu að undirbúa landhernað á Gaza en þeir segja enga ákvörðun hafa verið tekna um það samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins. 17.11.2012 11:11 Um 1300 búnir að greiða atkvæði Um þrettán hundruð höfðu kosið í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík um klukkan hálf tíu í morgun og um 850 í Suðurkjördæmi. Kosning hefst á kjörstöðum í dag en von á fyrstu tölum í Suðurkjördæmi um klukkan sjö í kvöld og aðeins síðar í Reykjavík. 17.11.2012 09:48 Hátt í þrír milljarðar í vinnumarkaðsúrræði Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um verkefnið Vinna og virkni - átak til atvinnu 2013. Atvinnuleysistryggingasjóður leggur 2,7 milljarða króna til að standa straum af hluta kostnaðar við rúmlega 3000 vinnumarkaðsúrræði fyrir atvinnuleitendur sem hafa fullnýtt eða munu á næstunni fullnýta rétt sinn til atvinnuleysisbóta. 17.11.2012 09:43 Ölvaður ökumaður á áttræðisaldri olli miklu tjóni Umferðarslys varð á gatnamótum Hringbrautar og Nauthólsvegar um hálfsexleytið í gær þegar amerískum sendibíl sem breytt hefur verið í húsbíl, var ekið á miklum hraða vestur Hringbraut. 17.11.2012 09:08 Verður athvarf og sögusafn Veiðikofi Guðmundar frá Miðdal við Stóru-Laxá verður endurgerður í vetur. Sett verður upp lítil sögusýning, auk þess sem veiðimenn fá kærkomna aðstöðu. Var fyrst varðkofi við Ölfusá í seinni heimsstyrjöld. 17.11.2012 09:00 Ætti að vera á hverju ári „Við myndum aldrei læra ensku ef allt væri talsett,“ var meðal þess sem kom fram á málræktarþingi tíundu bekkinga úr Laugalækjarskóla, Langholtsskóla og Réttarholtsskóla, sem komu saman til þings í tilefni af degi íslenskrar tungu í gærmorgun. Fæstum leist vel á þá hugmynd að allt sjónvarpsefni hér á landi væri talsett. 17.11.2012 06:00 Álagsprófa þarf nýju stjórnarskrárdrögin Máta þarf við drög að nýrri stjórnarskrá hver yrðu afdrif mála í nýju umhverfi hennar. Á málþingi sem deildir laga, stjórnsýslu og stjórnmála í öllum háskólum landsins stóðu fyrir í gær kom fram að framkvæma þyrfti „álagspróf“ á stjórnarskrárdrögunum sem leiddu í ljós afleiðingar einstakra ákvæða og verkferla sem drögin gera ráð fyrir, auk þess sem Alþingi þyrfti að taka á pólitískum álitamálum. 17.11.2012 06:00 Hart sótt að Ögmundi í Kraganum Mikið hefur verið um nýskráningar í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði í Suðvesturkjördæmi. Forval fer fram í kjördæminu 24. nóvember, en kjörskrá var lokað á miðnætti á miðvikudag. Til að kjósa í forvalinu þarf að vera skráður félagi í flokknum. 17.11.2012 06:00 Bjór er ekki bara bjór Hann veit meira um bjór en flestir en segist ekki vera neitt sérstaklega vandlátur þegar kemur að því að honum sé boðið upp á einn slíkan, svo framarlega sem það sé bjór sem hann bruggar sjálfur. 16.11.2012 23:09 Bandaríkjamenn hamstra Twinkies Tilkynnt var á dögunum að bandaríska matvælafyrirtækið Hostess myndi leggja upp laupana. Tíðindin hafa skotið mörgum skelk í bringu enda framleiðir fyrirtækið eitt frægasta sætabrauð veraldar, Twinkies. 16.11.2012 22:34 Fjarlægasta vetrarbraut alheimsins Hubble geimsjónaukinn hefur komið auga á fjarlægustu vetrarbraut sem sést hefur í alheimi hingað til. 16.11.2012 21:48 Enginn asni í framboð Íbúar í borginni Guayaquil í Ekvador töluðu fyrir daufum eyrum þegar þeir kröfðust þess að múlasni fengi að taka þátt í þingkosningum í febrúar. 16.11.2012 21:18 Hættustigi lýst yfir á Ísafirði Hættustigi hefur verið lýst yfir á Ísafirði vegna snjóflóðahættu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu þarf að rýma reit 9, sem hluti af Seljalandshlíð. 16.11.2012 20:51 Risavaxnir þríburar slógu heimsmet Sidney, Elliot, og Jenson Deen eru þyngstu þríburar veraldar. Samanlögð þyngd þeirra var tæp 10 kíló við fæðingu og er um heimsmet að ræða í þeim efnum. 16.11.2012 20:31 Fann pabba sinn á Facebook „Fólk á skilið að þekkja uppruna sinn," segir Sigríður Klingenberg sem fékk það staðfest með DNA prófi í síðustu viku að hún hefði verið rangfeðruð. 16.11.2012 20:03 Mögulegt að fjármagnshöftin verði framlengd Þjóðarbúið hefur ekki efni á því að þrotabú Kaupþings og Glitnis greiði kröfuhöfum á of skömmum tíma, segir framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika Seðlabankans. 16.11.2012 19:58 Egill Skallagrímsson hefði kveikt í Landsbankanum "Þetta er bara grín og glens, fyrst og fremst að draga fram skemmtilega hluti varðandi sögurnar. Finna hliðstæður og annað," segir Óttar Guðmundsson, geðlæknir, en hann hefur rýnt í lundafar Þjóðsagnahetjanna síðustu misseri. 16.11.2012 19:02 Of mikil áhersla lögð á málfræðireglur í íslenskukennslu Of mikil áhersla er lögð á málfræðireglur í íslenskukennslu, segir kennslubókahöfundur. Honum finnst engin ástæða til þess að íslenskunám sé leiðinlegt. 16.11.2012 18:52 Frumvarp til breytinga á stjórnarskipunarlögum útbýtt Frumvarp til breytinga á stjórnskipunarlögum var útbýtt á Alþingi í dag. Það byggir á vinnu sérfræðingahóps sem fór yfir tillögur stjórnlagaráðs. Tillögurnar voru síðan samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu, 20. október síðastliðinn. 16.11.2012 18:39 Hannes Pétursson hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar voru veitt við hátíðlega athöfn í Álftanesskóla í dag. Hannes Pétursson, ljóðskáld og rithöfundur, hlaut verðlaunin að þessu sinni. 16.11.2012 18:30 Harður árekstur á Hringbraut Fjórir bílar lentu saman á gatnamótum Hringbrautar og Nauthólsvegar fyrir stuttu. Einn var fluttur á slysadeild. 16.11.2012 18:26 Gámum stolið - leitað að vitnum Í nótt var þremur 40 feta gámum og einum kaffiskúr stolið af vinnusvæði Nesbyggðar á Stapa við Reykjanesbraut. Tveir gámanna eru hvítir að lit og sá þriðji brúnn og hvítur. 16.11.2012 16:47 Nálgunarbann: Hótar að smita fyrrverandi kærustu af alnæmi Hæstiréttur Íslands staðfesti nálgunarbann gegn karlmanni sem hefur verið að ofsækja fyrrverandi kærustu sína vegna ótilgreindrar skuldar sem hann telur hana skulda sér. 16.11.2012 16:41 Vegagerðin varar við snjóflóðahættu í Súðarvíkurhlíð Vegagerðin varar við snjóflóðahættu í Súðavíkurhlíð og eru vegfarendur beðnir um að vera ekki á ferðinni að óþörfu og sýna aðgát. 16.11.2012 16:16 Íslendingar flæktir í stórt fíkniefnamál - Teygir anga sína til Danmerkur Lagt var hald á verulegt magn af fíkniefnum við húsleitir í Kaupmannahöfn í Danmörku, en tveir menn hafa verið úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í þágu rannsóknarinnar, sem er unnin í samvinnu við lögregluliðin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. 16.11.2012 15:26 Fiskikör á ferð og flugi Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gær tilkynning um að fiskikör hefðu fokið á bifreiðar og skemmt þær. Um var að ræða tvær bifreiðar, sem lagt hafði verið á bifreiðastæði við húsnæði Ísfélags Grindavíkur, og urðu þær fyrir körunum. 16.11.2012 15:10 Heppnasti lottó-spilari á Íslandi? - hefur unnið stóra pottinn þrisvar á stuttum tíma Nú hefur hinn vinningshafinn sem vann rúmar 29 milljónir króna í lottóinu á laugardaginn gefið sig fram. Það má með sanni segja að spilarinn sé aldeilis heppinn því þetta er í þriðja skiptið á stuttum tíma sem hann vinnur stóran vinning í lottóinu. 16.11.2012 14:51 Fresta atkvæðagreiðslu um verkbann "Því miður kann verkbann að vera óumflýjanlegt síðar. Ekki verður komist hjá því að endurskoða tekjuskiptinguna á milli útvegsmanna og sjómanna og margföldun veiðigjaldsins er kornið sem fyllti mælinn," segir Adolf. 16.11.2012 14:43 Búið að fjarlægja styttuna af Hermes Búið er að fjarlægja bronsstyttuna af Hermes frá Bríetartúni, sem áður hét Skúlatún. Eins og fram kom fréttum í morgun er ástæða þess að styttan var fjarlægð sú að gulri málningu var hellt yfir verkið og er erfitt að hreinsa hana af án þess að skemma málminn. Í tilkynningu segir að nauðsynlegt sé því að fjarlægja styttuna og alls óvíst hvort og hvenær hægt verður að setja hana upp að nýju. 16.11.2012 14:38 Vatnsendi aftur í dánarbúið - deilur til 44 ára halda áfram Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að jörðin Vatnsendi í Kópavogi teldist til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested. Málið er vægast sagt umdeilt en það er Þorsteinn Hjaltested sem hefur jörðina til umráða í dag. 16.11.2012 14:29 Sungu Lofsönginn á degi íslenskrar tungu Fimm ára gömul börn af leikskólanum Álftaborg sungu Lofsönginn í Kringlubókasafninu í dag. Þetta var gert í tilefni af því að í dag er dagur Jónasar Hallgrímssonar. Góður rómur var gerður að söngnum. "Þau gerðu þetta mjög vel,“ segir Dóra Thoroddsen safnstjóri. Hún bendir líka á að lagið sem börnin sungu sé eitt það allra erfiðasta lag sem hægt er að syngja. 16.11.2012 14:23 Formaður Rósarinnar segist hafa verið blekktur "Við vorum blekkt,“ segir Birgir Dýrfjörð, formaður landsmálafélagsins Rósarinnar, sem er aðildarfélag að Samfylkingunni, en úrskurðarnefnd flokksins úrskurðaði að 350 meðlimir Rósarinnar fá ekki að kjósa í prófkjöri flokksins í Reykjavík sem haldið verður nú um helgina. Prófkjörið hófst á miðnætti og stendur fram á laugardag. 16.11.2012 13:53 Sjá næstu 50 fréttir
Segir stjórnarmenn ekki þurfa að segja af sér Magnús L. Sveinsson, stjórnarformaður Eirar, segir að úrsögn Hafsteins Pálssonar úr stjórn félagsins setji ekki þrýsting á aðra stjórnarmenn að gera slíkt hið sama. Afsögn Hafsteins megi rekja til þess að hann njóti ekki lengur trausts þeirra sem tilefndu hann á sínum tíma. 17.11.2012 18:53
Yfir 2400 hafa kosið í Reykjavík Rúmlega 2400 manns höfðu kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík núna klukkan hálfsex. Í Suðurkjördæmi höfðu um 1500 kosið. Tveir etja kappi um 1. sætið í Suðurkjördæmi, en það eru þau Oddný Harðardóttir og Björgvin G. Sigurðsson. 17.11.2012 17:43
Háskóli Íslands fær fúlgur fjár úr erlendum sjóðum „Tekjur Háskóla Íslands úr erlendum sjóðum jukust um 70% frá 2008 til 2011 og námu rúmlega 1.100 milljónum árið 2011," sagði Daði Már Kristófersson, dósent í náttúruauðlindahagfræði, á fjölmennu háskólaþingi sem fór fram í Háskóla Íslands í dag. 17.11.2012 17:23
Segir Hönnu Birnu standa fyrir "einföld skilaboð fremur en djúpar rökræður" Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem sækist eftir fyrsta sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, á "enga aðra erfiða fortíð í pólitík en að hafa skilið skuldavanda Orkuveitunnar eftir til úrlausnar fyrir Besta flokkinn“ og stendur fyrir "einföld skilaboð fremur en djúpar rökræður“ að mati Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns flokksins. 17.11.2012 16:15
Grímuklæddur maður rændi Kaffivagninn Grímuklæddur maður réðst inn á Kaffivagninn á Granda í dag og ógnaði starfsfólki. Hann krafist þess að starfsfólk léti sig hafa pening. Fjöldi fólks var inni á staðnum þegar þetta gerðist. 17.11.2012 16:10
Fórnarlamba umferðarslysa minnst Á morgun verður þeirra minnst sem látist hafa í umferðarslysum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður viðstaddur athöfn við bráðamótttöku Landspítala í Fossvogi. Eeinnig verða tveir aðstandendur sem misst hafa ástvini í umferðarslysum og hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni. 17.11.2012 15:32
Vill að Öryggisráðið grípi inn í vegna deilunnar á Gaza Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ítrekar áhyggjur sínar af stigvaxandi hernaðarátökum á Gaza og fordæmir áframhaldandi árásir Ísraela á Gaza, sem og eldflaugaárásir Hamas-samtakanna á Tel Aviv og Jerúsalem. 17.11.2012 15:22
Sjálfstæðismenn hentu tilraun til uppgjörs við fortíðina "með hlátra sköllum" Erfiðleikar Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins eru m.a afleiðing þess að sjálfstæðismenn ákváðu á landsfundi að henda endurreisnarskýrslu flokksins, sem var uppgjör við fortíðina, út í hafsauga "með hlátrasköllum" og þá brugðu pólitískir samherjar Bjarna fyrir hann fæti í Icesave-málinu. Þetta er mat Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns flokksins. 17.11.2012 14:35
Ætlaði að hefja skotárás á frumsýningu Twilight myndarinnar Karlmaður var handtekinn, grunaður um að hafa undirbúið skotárás á frumsýningu nýju Twilight myndarinnar. Það var móðir mannsins sem hringdi í lögreglu og lét vita af áformum mannsins. Maðurinn, sem er 23 ára, heitir Blaec Lammers, eftir því sem fram kemur á vef Sky. 17.11.2012 14:24
"Sjálfhverfa kynslóðin“ hefur tapað milljörðum Gríðarleg eignartilfærsla hefur orðið frá ungu fólki til gamals fólks á aðeins fimm árum. Þetta segir Karl Sigfússon verkfræðingur í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Hann ritar greinina í tilefni af skrifum Sighvats Björgvinssonar um sjálfhverfu kynslóðina, sem hann kallaði svo. 17.11.2012 13:51
Þjófar kipptu myndavél úr sambandi Olíuþjófar kipptu eftirlitsmyndavél úr sambandi til að geta óáreittir dælt olíu af vörubifreið í Njarðvík í vikunni. Þjófnaðurinn var tilkynntur til lögreglunnar á Suðurnesjum. Ökumaður bifreiðarinnar hafði keypt olíu á hana fyrir fimmtíu þúsund daginn áður. Þegar að var komið lá slanga, sem notuð hafði verið til að dæla olíunni af bifreiðinni, við hlið hennar. Hinir óprúttnu höfðu opnað keðjulás á keðju, sem lokaði svæðinu. Að því búnu óku þeir inn á það og dældu af vörubifreiðinni. 17.11.2012 12:57
Elsti sonur Warrens Buffet vill rækta maís á Íslandi Howard Buffet, elsti sonur Warren Buffet eins ríkasta manns í heimi, kannar nú möguleikann á maísrækt hér á landi. Ef það gengur eftir hefur hann áhuga á að kaupa hér land og hefja jarðrækt Howard er stofnandi Howard G. Buffet góðgerðarsjóðsins sem vinnur að mannúðarmálum víða um heim og hefur meðal annars þau markmið að efla ræktun og matvælaframleiðslu þar sem fátækt er mikil. 17.11.2012 12:19
Meiri sýklar á skurðarbrettinu en klósettsetunni Því hefur lengi verið haldið fram að klósettsetan sé skítugasti staður á heimilinu, en ný rannsókn við háskólann í Arizona sýnir að mun fleiri bakteríur er að finna á skurðarbrettinu í eldhúsinu eða jafnvel á lyklaborðinu á tölvunni. Ástæðan er sú að hrátt kjöt og aðrar matvörur sem verkaðar eru á skurðarbrettinu skilja eftir sig bakteríur eins og saurgerla og fundu vísindamenn yfir tvö hundruð sinnum fleiri bakteríur á brettinu heldur en á klósettsetunni. Vísindamenn segja þetta ef til vill vísbendingu um að einstaklingar ættu að þrífa skurðarbrettin jafn vel ef ekki betur en klósettið. 17.11.2012 11:24
Beindu sprengjum sínum að höfuðstöðvum leiðtoga Hamas Ísraelar beindu í nótt sprengjum sínum að höfuðstöðvum leiðtoga Hamas á Gaza svæðinu og gjöreyðilögðu bygginguna, en þetta er fjórði dagurinn í röð sem Ísraelar gera loftárásir á svæði Palestínu. Að minnsta kosti þrjátíu og átta palestínumenn og þrír ísraelsmenn hafa látist í árásunum síðustu daga. Í gærkvöldi kölluðu Ísraelsmenn út sjötíu og fimm þúsund varaliða í hernum, auk þess sem herinn hefur lokað nokkrum þjóðvegum sem liggja að Gaza og segja fréttaskýrendur þetta vera merki um að Ísraelsmenn séu að undirbúa landhernað á Gaza en þeir segja enga ákvörðun hafa verið tekna um það samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins. 17.11.2012 11:11
Um 1300 búnir að greiða atkvæði Um þrettán hundruð höfðu kosið í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík um klukkan hálf tíu í morgun og um 850 í Suðurkjördæmi. Kosning hefst á kjörstöðum í dag en von á fyrstu tölum í Suðurkjördæmi um klukkan sjö í kvöld og aðeins síðar í Reykjavík. 17.11.2012 09:48
Hátt í þrír milljarðar í vinnumarkaðsúrræði Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um verkefnið Vinna og virkni - átak til atvinnu 2013. Atvinnuleysistryggingasjóður leggur 2,7 milljarða króna til að standa straum af hluta kostnaðar við rúmlega 3000 vinnumarkaðsúrræði fyrir atvinnuleitendur sem hafa fullnýtt eða munu á næstunni fullnýta rétt sinn til atvinnuleysisbóta. 17.11.2012 09:43
Ölvaður ökumaður á áttræðisaldri olli miklu tjóni Umferðarslys varð á gatnamótum Hringbrautar og Nauthólsvegar um hálfsexleytið í gær þegar amerískum sendibíl sem breytt hefur verið í húsbíl, var ekið á miklum hraða vestur Hringbraut. 17.11.2012 09:08
Verður athvarf og sögusafn Veiðikofi Guðmundar frá Miðdal við Stóru-Laxá verður endurgerður í vetur. Sett verður upp lítil sögusýning, auk þess sem veiðimenn fá kærkomna aðstöðu. Var fyrst varðkofi við Ölfusá í seinni heimsstyrjöld. 17.11.2012 09:00
Ætti að vera á hverju ári „Við myndum aldrei læra ensku ef allt væri talsett,“ var meðal þess sem kom fram á málræktarþingi tíundu bekkinga úr Laugalækjarskóla, Langholtsskóla og Réttarholtsskóla, sem komu saman til þings í tilefni af degi íslenskrar tungu í gærmorgun. Fæstum leist vel á þá hugmynd að allt sjónvarpsefni hér á landi væri talsett. 17.11.2012 06:00
Álagsprófa þarf nýju stjórnarskrárdrögin Máta þarf við drög að nýrri stjórnarskrá hver yrðu afdrif mála í nýju umhverfi hennar. Á málþingi sem deildir laga, stjórnsýslu og stjórnmála í öllum háskólum landsins stóðu fyrir í gær kom fram að framkvæma þyrfti „álagspróf“ á stjórnarskrárdrögunum sem leiddu í ljós afleiðingar einstakra ákvæða og verkferla sem drögin gera ráð fyrir, auk þess sem Alþingi þyrfti að taka á pólitískum álitamálum. 17.11.2012 06:00
Hart sótt að Ögmundi í Kraganum Mikið hefur verið um nýskráningar í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði í Suðvesturkjördæmi. Forval fer fram í kjördæminu 24. nóvember, en kjörskrá var lokað á miðnætti á miðvikudag. Til að kjósa í forvalinu þarf að vera skráður félagi í flokknum. 17.11.2012 06:00
Bjór er ekki bara bjór Hann veit meira um bjór en flestir en segist ekki vera neitt sérstaklega vandlátur þegar kemur að því að honum sé boðið upp á einn slíkan, svo framarlega sem það sé bjór sem hann bruggar sjálfur. 16.11.2012 23:09
Bandaríkjamenn hamstra Twinkies Tilkynnt var á dögunum að bandaríska matvælafyrirtækið Hostess myndi leggja upp laupana. Tíðindin hafa skotið mörgum skelk í bringu enda framleiðir fyrirtækið eitt frægasta sætabrauð veraldar, Twinkies. 16.11.2012 22:34
Fjarlægasta vetrarbraut alheimsins Hubble geimsjónaukinn hefur komið auga á fjarlægustu vetrarbraut sem sést hefur í alheimi hingað til. 16.11.2012 21:48
Enginn asni í framboð Íbúar í borginni Guayaquil í Ekvador töluðu fyrir daufum eyrum þegar þeir kröfðust þess að múlasni fengi að taka þátt í þingkosningum í febrúar. 16.11.2012 21:18
Hættustigi lýst yfir á Ísafirði Hættustigi hefur verið lýst yfir á Ísafirði vegna snjóflóðahættu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu þarf að rýma reit 9, sem hluti af Seljalandshlíð. 16.11.2012 20:51
Risavaxnir þríburar slógu heimsmet Sidney, Elliot, og Jenson Deen eru þyngstu þríburar veraldar. Samanlögð þyngd þeirra var tæp 10 kíló við fæðingu og er um heimsmet að ræða í þeim efnum. 16.11.2012 20:31
Fann pabba sinn á Facebook „Fólk á skilið að þekkja uppruna sinn," segir Sigríður Klingenberg sem fékk það staðfest með DNA prófi í síðustu viku að hún hefði verið rangfeðruð. 16.11.2012 20:03
Mögulegt að fjármagnshöftin verði framlengd Þjóðarbúið hefur ekki efni á því að þrotabú Kaupþings og Glitnis greiði kröfuhöfum á of skömmum tíma, segir framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika Seðlabankans. 16.11.2012 19:58
Egill Skallagrímsson hefði kveikt í Landsbankanum "Þetta er bara grín og glens, fyrst og fremst að draga fram skemmtilega hluti varðandi sögurnar. Finna hliðstæður og annað," segir Óttar Guðmundsson, geðlæknir, en hann hefur rýnt í lundafar Þjóðsagnahetjanna síðustu misseri. 16.11.2012 19:02
Of mikil áhersla lögð á málfræðireglur í íslenskukennslu Of mikil áhersla er lögð á málfræðireglur í íslenskukennslu, segir kennslubókahöfundur. Honum finnst engin ástæða til þess að íslenskunám sé leiðinlegt. 16.11.2012 18:52
Frumvarp til breytinga á stjórnarskipunarlögum útbýtt Frumvarp til breytinga á stjórnskipunarlögum var útbýtt á Alþingi í dag. Það byggir á vinnu sérfræðingahóps sem fór yfir tillögur stjórnlagaráðs. Tillögurnar voru síðan samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu, 20. október síðastliðinn. 16.11.2012 18:39
Hannes Pétursson hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar voru veitt við hátíðlega athöfn í Álftanesskóla í dag. Hannes Pétursson, ljóðskáld og rithöfundur, hlaut verðlaunin að þessu sinni. 16.11.2012 18:30
Harður árekstur á Hringbraut Fjórir bílar lentu saman á gatnamótum Hringbrautar og Nauthólsvegar fyrir stuttu. Einn var fluttur á slysadeild. 16.11.2012 18:26
Gámum stolið - leitað að vitnum Í nótt var þremur 40 feta gámum og einum kaffiskúr stolið af vinnusvæði Nesbyggðar á Stapa við Reykjanesbraut. Tveir gámanna eru hvítir að lit og sá þriðji brúnn og hvítur. 16.11.2012 16:47
Nálgunarbann: Hótar að smita fyrrverandi kærustu af alnæmi Hæstiréttur Íslands staðfesti nálgunarbann gegn karlmanni sem hefur verið að ofsækja fyrrverandi kærustu sína vegna ótilgreindrar skuldar sem hann telur hana skulda sér. 16.11.2012 16:41
Vegagerðin varar við snjóflóðahættu í Súðarvíkurhlíð Vegagerðin varar við snjóflóðahættu í Súðavíkurhlíð og eru vegfarendur beðnir um að vera ekki á ferðinni að óþörfu og sýna aðgát. 16.11.2012 16:16
Íslendingar flæktir í stórt fíkniefnamál - Teygir anga sína til Danmerkur Lagt var hald á verulegt magn af fíkniefnum við húsleitir í Kaupmannahöfn í Danmörku, en tveir menn hafa verið úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í þágu rannsóknarinnar, sem er unnin í samvinnu við lögregluliðin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. 16.11.2012 15:26
Fiskikör á ferð og flugi Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gær tilkynning um að fiskikör hefðu fokið á bifreiðar og skemmt þær. Um var að ræða tvær bifreiðar, sem lagt hafði verið á bifreiðastæði við húsnæði Ísfélags Grindavíkur, og urðu þær fyrir körunum. 16.11.2012 15:10
Heppnasti lottó-spilari á Íslandi? - hefur unnið stóra pottinn þrisvar á stuttum tíma Nú hefur hinn vinningshafinn sem vann rúmar 29 milljónir króna í lottóinu á laugardaginn gefið sig fram. Það má með sanni segja að spilarinn sé aldeilis heppinn því þetta er í þriðja skiptið á stuttum tíma sem hann vinnur stóran vinning í lottóinu. 16.11.2012 14:51
Fresta atkvæðagreiðslu um verkbann "Því miður kann verkbann að vera óumflýjanlegt síðar. Ekki verður komist hjá því að endurskoða tekjuskiptinguna á milli útvegsmanna og sjómanna og margföldun veiðigjaldsins er kornið sem fyllti mælinn," segir Adolf. 16.11.2012 14:43
Búið að fjarlægja styttuna af Hermes Búið er að fjarlægja bronsstyttuna af Hermes frá Bríetartúni, sem áður hét Skúlatún. Eins og fram kom fréttum í morgun er ástæða þess að styttan var fjarlægð sú að gulri málningu var hellt yfir verkið og er erfitt að hreinsa hana af án þess að skemma málminn. Í tilkynningu segir að nauðsynlegt sé því að fjarlægja styttuna og alls óvíst hvort og hvenær hægt verður að setja hana upp að nýju. 16.11.2012 14:38
Vatnsendi aftur í dánarbúið - deilur til 44 ára halda áfram Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að jörðin Vatnsendi í Kópavogi teldist til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested. Málið er vægast sagt umdeilt en það er Þorsteinn Hjaltested sem hefur jörðina til umráða í dag. 16.11.2012 14:29
Sungu Lofsönginn á degi íslenskrar tungu Fimm ára gömul börn af leikskólanum Álftaborg sungu Lofsönginn í Kringlubókasafninu í dag. Þetta var gert í tilefni af því að í dag er dagur Jónasar Hallgrímssonar. Góður rómur var gerður að söngnum. "Þau gerðu þetta mjög vel,“ segir Dóra Thoroddsen safnstjóri. Hún bendir líka á að lagið sem börnin sungu sé eitt það allra erfiðasta lag sem hægt er að syngja. 16.11.2012 14:23
Formaður Rósarinnar segist hafa verið blekktur "Við vorum blekkt,“ segir Birgir Dýrfjörð, formaður landsmálafélagsins Rósarinnar, sem er aðildarfélag að Samfylkingunni, en úrskurðarnefnd flokksins úrskurðaði að 350 meðlimir Rósarinnar fá ekki að kjósa í prófkjöri flokksins í Reykjavík sem haldið verður nú um helgina. Prófkjörið hófst á miðnætti og stendur fram á laugardag. 16.11.2012 13:53