Innlent

Frumvarp til breytinga á stjórnarskipunarlögum útbýtt

Frumvarp til breytinga á stjórnskipunarlögum var útbýtt á Alþingi í dag. Það byggir á vinnu sérfræðingahóps sem fór yfir tillögur stjórnlagaráðs. Tillögurnar voru síðan samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu, 20. október síðastliðinn.

Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, með stuðningi frá Margréti Tryggvadóttur, fulltrúar Hreyfingarinnar, samþykkti tillögu um að leggja frumvarpið fram.

Fyrsta umræða um stjórnskipunarfrumvarpið fer fram á þriðjudaginn næstkomandi.

Ólöf Nordal, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í nefndinni, greiddi atkvæði gegn framlagningu frumvarpsins. Í samtali við Vísi í gær sagði hún að margt væri enn á huldu um heildaráhrif frumvarpsins.

Þá sagði Valgerður Bjarnadóttir að tillögur frumvarpsins hefðu haldist óbreyttar frá því sem var þegar sérfræðinganefnd skilaði þeim af sér. Þingmenn hafi því ekki gert neina breytingar þar á.

Hægt er að nálgast frumvarpið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×