Sjálfstæðismenn hentu tilraun til uppgjörs við fortíðina "með hlátra sköllum" Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. nóvember 2012 14:35 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Erfiðleikar Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins eru m.a afleiðing þess að sjálfstæðismenn ákváðu á landsfundi að henda endurreisnarskýrslu flokksins, sem var uppgjör við fortíðina, út í hafsauga "með hlátrasköllum" og þá brugðu pólitískir samherjar Bjarna fyrir hann fæti í Icesave-málinu. Þetta er mat Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns flokksins. Sem kunnugt er fékk Bjarni 55 prósenta stuðning í Suðvesturkjördæmi af gildum atkvæðum. Talað var um að sú niðurstaða hefði verið vonbrigði fyrir Bjarna, en slíkt er þó ekki einsdæmi því Bjarni var með tæplega 20 prósenta betri stuðning í eigin kjördæmi en Geir Hallgrímsson, þáverandi formaður flokksins, fékk í prófkjöri í Reykjavík árið 1979. Ekki skal þó dregin fjöður yfir þá staðreynd að á þessum 33 árum hafa formenn flokksins yfirleitt fengið umtalsvert meiri stuðning í prófkjörum í eigin kjördæmum en Bjarni fékk um síðustu helgi. Bjarni hefur sjálfur sagt að niðurstaðan í prófkjörinu um síðustu helgi hafi verið viss vonbrigði og hann hafi verið að vonast eftir betri stuðningi.Bjarni sýndi „raunverulega sáttahæfileika" Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gerir þetta að umtalsefni í vikulegum pistli sínum í helgarblaði Fréttablaðsins.Þorsteinn segir: „Pólitískar rætur vonbrigðanna (Bjarna innsk.blm) virðast þó einkum liggja í tveimur atvikum. Annað er að landsfundur ákvað með hlátra sköllum að henda út í hafsauga endurreisnarskýrslunni sem Geir Haarde lét vinna. Hún var alvöru tilraun til að gera upp við fortíðina og leggja grunn að framtíðarsýn. Það hefur háð nýjum formanni að hafa ekki þá málefnaundirstöðu. Hitt er að ýmsir samherjar formannsins brugðu fyrir hann fæti þegar hann beitti sér fyrir lausn Icesave-málsins. Niðurstaða þess er enn í uppnámi. Einmitt það sýnir að sú varfærnisleið sem formaðurinn vildi var skynsamleg og ábyrg út frá íslenskum hagsmunum. Um leið bar hún vott um raunverulega sáttahæfileika." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorsteinn víkur að því hvernig landsfundur Sjálfstæðisflokksins henti upphaflegum drögum að skýrslu endurreisnarnefndarinnar í ruslið á landsfundi 2009, eftir að Davíð Oddsson hafði óvænt stigið í pontu og sagt skýrsluna „illa skrifað plagg" og sagst sjá eftir trjánum sem hefðu farið í pappírinn sem skýrslan var prentuð á. Í Kögunarhóli hinn 2. janúar 2010 sagði Þorsteinn að viðspyrna Sjálfstæðisflokksins eftir hrunið hefði veikst „eftir að eldur var borinn að endurreisnarskýrslunni á landsfundi." thorbjorn@stod2.is Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Erfiðleikar Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins eru m.a afleiðing þess að sjálfstæðismenn ákváðu á landsfundi að henda endurreisnarskýrslu flokksins, sem var uppgjör við fortíðina, út í hafsauga "með hlátrasköllum" og þá brugðu pólitískir samherjar Bjarna fyrir hann fæti í Icesave-málinu. Þetta er mat Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns flokksins. Sem kunnugt er fékk Bjarni 55 prósenta stuðning í Suðvesturkjördæmi af gildum atkvæðum. Talað var um að sú niðurstaða hefði verið vonbrigði fyrir Bjarna, en slíkt er þó ekki einsdæmi því Bjarni var með tæplega 20 prósenta betri stuðning í eigin kjördæmi en Geir Hallgrímsson, þáverandi formaður flokksins, fékk í prófkjöri í Reykjavík árið 1979. Ekki skal þó dregin fjöður yfir þá staðreynd að á þessum 33 árum hafa formenn flokksins yfirleitt fengið umtalsvert meiri stuðning í prófkjörum í eigin kjördæmum en Bjarni fékk um síðustu helgi. Bjarni hefur sjálfur sagt að niðurstaðan í prófkjörinu um síðustu helgi hafi verið viss vonbrigði og hann hafi verið að vonast eftir betri stuðningi.Bjarni sýndi „raunverulega sáttahæfileika" Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gerir þetta að umtalsefni í vikulegum pistli sínum í helgarblaði Fréttablaðsins.Þorsteinn segir: „Pólitískar rætur vonbrigðanna (Bjarna innsk.blm) virðast þó einkum liggja í tveimur atvikum. Annað er að landsfundur ákvað með hlátra sköllum að henda út í hafsauga endurreisnarskýrslunni sem Geir Haarde lét vinna. Hún var alvöru tilraun til að gera upp við fortíðina og leggja grunn að framtíðarsýn. Það hefur háð nýjum formanni að hafa ekki þá málefnaundirstöðu. Hitt er að ýmsir samherjar formannsins brugðu fyrir hann fæti þegar hann beitti sér fyrir lausn Icesave-málsins. Niðurstaða þess er enn í uppnámi. Einmitt það sýnir að sú varfærnisleið sem formaðurinn vildi var skynsamleg og ábyrg út frá íslenskum hagsmunum. Um leið bar hún vott um raunverulega sáttahæfileika." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorsteinn víkur að því hvernig landsfundur Sjálfstæðisflokksins henti upphaflegum drögum að skýrslu endurreisnarnefndarinnar í ruslið á landsfundi 2009, eftir að Davíð Oddsson hafði óvænt stigið í pontu og sagt skýrsluna „illa skrifað plagg" og sagst sjá eftir trjánum sem hefðu farið í pappírinn sem skýrslan var prentuð á. Í Kögunarhóli hinn 2. janúar 2010 sagði Þorsteinn að viðspyrna Sjálfstæðisflokksins eftir hrunið hefði veikst „eftir að eldur var borinn að endurreisnarskýrslunni á landsfundi." thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira