Sjálfstæðismenn hentu tilraun til uppgjörs við fortíðina "með hlátra sköllum" Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. nóvember 2012 14:35 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Erfiðleikar Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins eru m.a afleiðing þess að sjálfstæðismenn ákváðu á landsfundi að henda endurreisnarskýrslu flokksins, sem var uppgjör við fortíðina, út í hafsauga "með hlátrasköllum" og þá brugðu pólitískir samherjar Bjarna fyrir hann fæti í Icesave-málinu. Þetta er mat Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns flokksins. Sem kunnugt er fékk Bjarni 55 prósenta stuðning í Suðvesturkjördæmi af gildum atkvæðum. Talað var um að sú niðurstaða hefði verið vonbrigði fyrir Bjarna, en slíkt er þó ekki einsdæmi því Bjarni var með tæplega 20 prósenta betri stuðning í eigin kjördæmi en Geir Hallgrímsson, þáverandi formaður flokksins, fékk í prófkjöri í Reykjavík árið 1979. Ekki skal þó dregin fjöður yfir þá staðreynd að á þessum 33 árum hafa formenn flokksins yfirleitt fengið umtalsvert meiri stuðning í prófkjörum í eigin kjördæmum en Bjarni fékk um síðustu helgi. Bjarni hefur sjálfur sagt að niðurstaðan í prófkjörinu um síðustu helgi hafi verið viss vonbrigði og hann hafi verið að vonast eftir betri stuðningi.Bjarni sýndi „raunverulega sáttahæfileika" Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gerir þetta að umtalsefni í vikulegum pistli sínum í helgarblaði Fréttablaðsins.Þorsteinn segir: „Pólitískar rætur vonbrigðanna (Bjarna innsk.blm) virðast þó einkum liggja í tveimur atvikum. Annað er að landsfundur ákvað með hlátra sköllum að henda út í hafsauga endurreisnarskýrslunni sem Geir Haarde lét vinna. Hún var alvöru tilraun til að gera upp við fortíðina og leggja grunn að framtíðarsýn. Það hefur háð nýjum formanni að hafa ekki þá málefnaundirstöðu. Hitt er að ýmsir samherjar formannsins brugðu fyrir hann fæti þegar hann beitti sér fyrir lausn Icesave-málsins. Niðurstaða þess er enn í uppnámi. Einmitt það sýnir að sú varfærnisleið sem formaðurinn vildi var skynsamleg og ábyrg út frá íslenskum hagsmunum. Um leið bar hún vott um raunverulega sáttahæfileika." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorsteinn víkur að því hvernig landsfundur Sjálfstæðisflokksins henti upphaflegum drögum að skýrslu endurreisnarnefndarinnar í ruslið á landsfundi 2009, eftir að Davíð Oddsson hafði óvænt stigið í pontu og sagt skýrsluna „illa skrifað plagg" og sagst sjá eftir trjánum sem hefðu farið í pappírinn sem skýrslan var prentuð á. Í Kögunarhóli hinn 2. janúar 2010 sagði Þorsteinn að viðspyrna Sjálfstæðisflokksins eftir hrunið hefði veikst „eftir að eldur var borinn að endurreisnarskýrslunni á landsfundi." thorbjorn@stod2.is Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Erfiðleikar Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins eru m.a afleiðing þess að sjálfstæðismenn ákváðu á landsfundi að henda endurreisnarskýrslu flokksins, sem var uppgjör við fortíðina, út í hafsauga "með hlátrasköllum" og þá brugðu pólitískir samherjar Bjarna fyrir hann fæti í Icesave-málinu. Þetta er mat Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns flokksins. Sem kunnugt er fékk Bjarni 55 prósenta stuðning í Suðvesturkjördæmi af gildum atkvæðum. Talað var um að sú niðurstaða hefði verið vonbrigði fyrir Bjarna, en slíkt er þó ekki einsdæmi því Bjarni var með tæplega 20 prósenta betri stuðning í eigin kjördæmi en Geir Hallgrímsson, þáverandi formaður flokksins, fékk í prófkjöri í Reykjavík árið 1979. Ekki skal þó dregin fjöður yfir þá staðreynd að á þessum 33 árum hafa formenn flokksins yfirleitt fengið umtalsvert meiri stuðning í prófkjörum í eigin kjördæmum en Bjarni fékk um síðustu helgi. Bjarni hefur sjálfur sagt að niðurstaðan í prófkjörinu um síðustu helgi hafi verið viss vonbrigði og hann hafi verið að vonast eftir betri stuðningi.Bjarni sýndi „raunverulega sáttahæfileika" Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gerir þetta að umtalsefni í vikulegum pistli sínum í helgarblaði Fréttablaðsins.Þorsteinn segir: „Pólitískar rætur vonbrigðanna (Bjarna innsk.blm) virðast þó einkum liggja í tveimur atvikum. Annað er að landsfundur ákvað með hlátra sköllum að henda út í hafsauga endurreisnarskýrslunni sem Geir Haarde lét vinna. Hún var alvöru tilraun til að gera upp við fortíðina og leggja grunn að framtíðarsýn. Það hefur háð nýjum formanni að hafa ekki þá málefnaundirstöðu. Hitt er að ýmsir samherjar formannsins brugðu fyrir hann fæti þegar hann beitti sér fyrir lausn Icesave-málsins. Niðurstaða þess er enn í uppnámi. Einmitt það sýnir að sú varfærnisleið sem formaðurinn vildi var skynsamleg og ábyrg út frá íslenskum hagsmunum. Um leið bar hún vott um raunverulega sáttahæfileika." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorsteinn víkur að því hvernig landsfundur Sjálfstæðisflokksins henti upphaflegum drögum að skýrslu endurreisnarnefndarinnar í ruslið á landsfundi 2009, eftir að Davíð Oddsson hafði óvænt stigið í pontu og sagt skýrsluna „illa skrifað plagg" og sagst sjá eftir trjánum sem hefðu farið í pappírinn sem skýrslan var prentuð á. Í Kögunarhóli hinn 2. janúar 2010 sagði Þorsteinn að viðspyrna Sjálfstæðisflokksins eftir hrunið hefði veikst „eftir að eldur var borinn að endurreisnarskýrslunni á landsfundi." thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira