Segir Hönnu Birnu standa fyrir "einföld skilaboð fremur en djúpar rökræður" Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. nóvember 2012 16:15 Hanna Birna Kristjánsdóttir fær hárbeitta gagnrýni frá fyrrum formanni Sjálfstæðisflokksins. Hún mælist samt með langmestan stuðning meðal sjálfstæðismanna fyrir prófkjörið. Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem sækist eftir fyrsta sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, á "enga aðra erfiða fortíð í pólitík en að hafa skilið skuldavanda Orkuveitunnar eftir til úrlausnar fyrir Besta flokkinn“ og stendur fyrir "einföld skilaboð fremur en djúpar rökræður“ að mati Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns flokksins. Þorsteinn fjallar um fyrirhugað prófkjör Sjálfstæðisflokksins í vikulegum pistli sínum í helgarblaði Fréttablaðsins. Þorsteinn segir Illuga Gunnarsson, sem einnig sækist eftir fyrsta sætinu, hafa „gert meir en aðrir þingmenn flokksins í því að brjóta mál til mergjar á hugmyndafræðilegum grundvelli í greinum og fyrirlestrum, hvort heldur er á sviði menntunar eða efnahagsstjórnunar." Þorsteinn segir að Hanna Birna sé algjör andstæða, sem standi „fyrir einföld skilaboð fremur en djúpar rökræður."Á enga erfiða fortíð í stjórnmálum Þetta verður að teljast býsna beitt gagnrýni á frambjóðandann en fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Hönnu Birnu í dag til að fá viðbrögð við greininni. Ekki hefur náðst í hana og þá hefur hún ekki svarað SMS-skilaboðum fréttamanns. Þorsteinn vitnar í Silfur Egils og það mat manna að Hanna Birna standi best að vígi fyrir prófkjörið hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík. „Hún á til að mynda enga aðra erfiða fortíð í pólitík en að hafa skilið skuldavanda Orkuveitunnar eftir til úrlausnar fyrir Besta flokkinn," segir Þorsteinn.Einföld skilaboð að virka „Einföld skilaboð" Hönnu Birnu virðast vera að virka því hún hefur mælst með yfirburðastuðning í skoðanakönnunum. Hún fékk til dæmis 76,2% stuðning meðal sjálfstæðismanna í fyrsta sætið í nýlegri könnun Viðskiptablaðsins. Í þessu samhengi má einnig velta fyrir sér hvort þorri kjósenda kæri sig yfirleitt um annað en einföld skilaboð og skýra stefnu, en e.t.v er fyrrverandi formaðurinn að kalla eftir stefnunni með ummælum sínum. Hanna Birna tillkynnti um ákvörðun sína 14. september sl. Í viðtali við fréttastofu sagði hún þá aðspurð, hvers vegna hún væri að bjóða sig fram: „Ég tel að stærstu verkefnin framundan í íslensku samfélagi séu að tryggja tækifæri sem flestra. Mig langar að leggja mitt af mörkum þar og ég tel að ég geti orðið að liði. Mig langar að innleiða breytingar í stjórnmálin. Ég hef staðið fyrir það í borgarstjórn og ég mun áfram gera það," sagði hún þá. Hún sagði að helsta baráttumál sitt væru bætt vinnubrögð í stjórnmálum. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem sækist eftir fyrsta sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, á "enga aðra erfiða fortíð í pólitík en að hafa skilið skuldavanda Orkuveitunnar eftir til úrlausnar fyrir Besta flokkinn“ og stendur fyrir "einföld skilaboð fremur en djúpar rökræður“ að mati Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns flokksins. Þorsteinn fjallar um fyrirhugað prófkjör Sjálfstæðisflokksins í vikulegum pistli sínum í helgarblaði Fréttablaðsins. Þorsteinn segir Illuga Gunnarsson, sem einnig sækist eftir fyrsta sætinu, hafa „gert meir en aðrir þingmenn flokksins í því að brjóta mál til mergjar á hugmyndafræðilegum grundvelli í greinum og fyrirlestrum, hvort heldur er á sviði menntunar eða efnahagsstjórnunar." Þorsteinn segir að Hanna Birna sé algjör andstæða, sem standi „fyrir einföld skilaboð fremur en djúpar rökræður."Á enga erfiða fortíð í stjórnmálum Þetta verður að teljast býsna beitt gagnrýni á frambjóðandann en fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Hönnu Birnu í dag til að fá viðbrögð við greininni. Ekki hefur náðst í hana og þá hefur hún ekki svarað SMS-skilaboðum fréttamanns. Þorsteinn vitnar í Silfur Egils og það mat manna að Hanna Birna standi best að vígi fyrir prófkjörið hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík. „Hún á til að mynda enga aðra erfiða fortíð í pólitík en að hafa skilið skuldavanda Orkuveitunnar eftir til úrlausnar fyrir Besta flokkinn," segir Þorsteinn.Einföld skilaboð að virka „Einföld skilaboð" Hönnu Birnu virðast vera að virka því hún hefur mælst með yfirburðastuðning í skoðanakönnunum. Hún fékk til dæmis 76,2% stuðning meðal sjálfstæðismanna í fyrsta sætið í nýlegri könnun Viðskiptablaðsins. Í þessu samhengi má einnig velta fyrir sér hvort þorri kjósenda kæri sig yfirleitt um annað en einföld skilaboð og skýra stefnu, en e.t.v er fyrrverandi formaðurinn að kalla eftir stefnunni með ummælum sínum. Hanna Birna tillkynnti um ákvörðun sína 14. september sl. Í viðtali við fréttastofu sagði hún þá aðspurð, hvers vegna hún væri að bjóða sig fram: „Ég tel að stærstu verkefnin framundan í íslensku samfélagi séu að tryggja tækifæri sem flestra. Mig langar að leggja mitt af mörkum þar og ég tel að ég geti orðið að liði. Mig langar að innleiða breytingar í stjórnmálin. Ég hef staðið fyrir það í borgarstjórn og ég mun áfram gera það," sagði hún þá. Hún sagði að helsta baráttumál sitt væru bætt vinnubrögð í stjórnmálum. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira