Erlent

Telur sig barnabarn Munchs

Frægasta verk Edvards Munch. Eva Mudocci mun hafa setið fyrir hjá listmálaranum í öðru verki og í kjölfarið hófu þau ástarsamband.
Frægasta verk Edvards Munch. Eva Mudocci mun hafa setið fyrir hjá listmálaranum í öðru verki og í kjölfarið hófu þau ástarsamband. nordicphotos/afp
72 ára gömul bandarísk nunna fer líklega í DNA-próf á næstunni til að sannreyna hvort hún sé barnabarn listamannsins Edvards Munch. Norska ríkisútvarpið greindi frá þessu.

Hingað til hefur verið talið að Munch hafi verið barnlaus, en að sögn nunnunnar Janet Weber var henni greint frá því að móðir hennar og tvíburasystir hennar hefðu verið dætur hans. Honum hafi hins vegar aldrei verið greint frá því. Weber hefur fengið Sally Epstein sérfræðing til liðs við sig og segir Epstein ljóst að Munch hafi átt í sambandi við ömmu Weber, tónlistarkonuna Evu Mudocci, árið áður en hún eignaðist tvíburadæturnar. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×