Fleiri fréttir Ekkert spurst til landnámshæna Ekkert hefur enn spurst til 26 landnámshæna, sem stolið var úr hænsnakofa í hesthúsahverfinu við Hópsheiði í Grindavík í fyrrakvöld. Lögreglan, hefur ekki fengið neinar vísbendingar, enn sem komið er, en það ætti að vekja athygli ef einhver hefur skyndilega komið sér upp svo myndarlegum hænsnahópi á einni nóttu. Landnámshænurnar eru líka óvenju skrautlegar á litinn og skera sig úr hvítu hænunum, sem eru ríkjandi hér á landi.- 13.8.2012 10:16 Ómerktur lögreglubíll við hraðamælingar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að vera með ómerktan lögreglubíl við hraðaeftirlit við Breiðagerði í dag. Íbúar við götuna hafa kvartað undan miklum hraðakstri við götuna og hafa íbúar óskað eftir að fleiri hraðahindranir verði settar upp. 13.8.2012 09:56 Rétttrúnaðarkirkjan keypti auglýsinguna Í Fréttablaðinu á laugardag birtist auglýsing undir yfirskriftinni "Ef kristið fólk þegir þá talar Biblían“ Þar var birt tilvitnun í fyrra Korintubréf Biblíunnar. Þau mistök voru gerð við birtingu auglýsingarinnar að krefjast þess ekki að auglýsandinn nafngreindi sig. Kaupandi auglýsingarinnar er Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins á Íslandi, öðru nafni Rússneska rétttrúnaðarkirkjan. Beðist er afsökunar á mistökunum. - bj 13.8.2012 09:15 Starfsfólki sendiráða mismunað Íslenskir starfsmenn erlendra sendiráða njóta ekki sömu kjara og annað launafólk í landinu, skrifar Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 13.8.2012 09:15 Giffords flytur aftur á heimaslóðir Gabrielle Giffords, fyrrverandi þingmaður á bandaríkjaþingi, og eiginmaður hennar flytja aftur til Tucson á næstunni. Giffords hefur búið í Houston í um eitt og hálft ár þar sem hún hefur undirgengist líkams- og talþjálfun. Hún var hætt komin þegar hún var skotin í höfuðið á pólitískri samkomu í byrjun síðasta árs, en Giffords var ein af nítján sem var skotin. Sex manns fórust í árásinni. 13.8.2012 08:48 Simpansi gekk um götur Las Vegas Simpansi, sem ráfaði um götur Las Vegas í síðasta mánuði, eiganda sínum til mikillar armæðu, slap aftur úr búri sínu í gær og á götur borgarinnar. Eigandi simpansans, Timmi De Rosa, sagði í samtali við Associated Press fréttastofuna að einhver óprúttinn aðili hljóti að hafa hleypt honum úr búri sínu. Svo rammgert væri það að hann kæmist ekki þaðan sjálfur. Apinn náðist fljótlega eftir að hann slap úr búri sínu. Hann fær ekki að vera áfram á heimili eiganda sins heldur verður hann sendur í dýragarð í Oregon. 13.8.2012 08:19 Hélt afmælisveislu fyrir helstu stuðningsmenn Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hélt í gær veislu á heimili sínu í Chicago fyrir helstu stuðningsmenn sína til að afla fjár fyrir forsetakosningarnar. Obama, átti afmæli í síðustu viku, og var því um nokkurskonar afmælisveislu að ræða. 75 gestum var boðið í veisluna, en Obama segist hafa þekkt flesta þeirra mjög lengi eða frá því áður en hann eignaðist sín fyrstu jakkaföt. 13.8.2012 08:15 Upplýsingum um Breivik haldið leyndum í 60 ár Stærstur hluti þeirra upplýsinga sem norsk yfirvöld hafa um fjöldamorðingjann Anders Behring Breivik og ástæðurnar að baki morðunum í Ósló og í Útey í fyrra munu ekki birtast almenningi fyrr en eftir sextíu ár. Þetta kemur fram á vef Jyllands Posten í dag. Ný skýrsla um atburðina verður kynnt yfirvöldum í dag og verður haldinn blaðamannafundur í framhaldi af því. Skýrslan lak í fjölmiðla á föstudag, en þar kemur meðal annars fram hörð gagnrýni á viðbrögð lögreglunnar þennan örlagaríka dag. 13.8.2012 08:12 Átta af tólf vilja endurmeta viðræður um ESB Átta af 12 þingmönnum Vinstri grænna vilja endurmeta viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu, samkvæmt könnum sem Morgunblaðið hefur gert um afstöðu þingmanna flokksins til málsins. Eins og fram kom í fréttum um helgina, lýstu tveir ráðherrar flokksins, þær Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir því yfir að endurmeta þyrfti viðræðurnar. Áður hefur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lýst andstöðu sinni við aðild að Evrópusambandinu. 13.8.2012 08:10 Rennsli hefur aukist í laxveiðiám Rennsli hefur stór aukist í laxveiðiám suðvestanlands í rigningunni að undanförnu. Rennslið í Norðurá sexfaldaðist til dæmis um helgina frá því sem það var orðið í þurrkunum og mátti líkja því við flóð um helgina. Við slíkar aðstæður gruggast árnar líka þannig að eitthvað slær á veiðina, en nú eru árnar að jafna sig og binda laxveiðimenn vonir við góða veiði á næstunni, eftir dræma veiði í vatnsleysinu.- 13.8.2012 08:05 Búist við margmenni á Heathrow Um sex þúsund íþróttamenn munu fara um flugstöð sem var sett upp sérstaklega vegna Ólympíuleikana, eftir því sem fram kemur í fréttum Daily Mail í dag. 13.8.2012 08:02 Verður ákærður fyrir að reyna að myrða dætur sínar Karlmaður sem stakk fjögurra ára gamlar tvíburadætur sínar á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn í gær verður ákærður fyrir tvöfalda morðtilraun. Báðar telpurnar særðust alvarlega í árásinni og var á tímabili talið að minnsta kosti önnur þeirra væri í lífshættu. Þær eru núna í öndunarvél en ástand þeirra er stöðugt. Telpurnar höfðu verið með foreldrum sínum á spítalanum um skeið, en önnur þeirra hafði átt við langvarandi veikindi að stríða. Faðirinn hefur ekki verið yfirheyrður og því er ekki vitað hvað honum gekk til með árásinni. 13.8.2012 07:22 Sótti veikan mann á Fagurhólsmýrar Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan erlendan ferðamann til Fagurhólsmýrar síðdegis í gær og flutti hann á Landspítalann. Hann hafði fengið hastarlegan brjótsverk og var kallað eftir aðstoð. Fyrst kom sjúkrabíll á vettvang og ók hann manninum til móts við þyrluna. Hann mun vera á batavegi.- 13.8.2012 07:18 Krotuðu á veggi Héraðsdóms Reykjavíkur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo menn um þrjúleytið í nótt, þar sem þeir voru að krota á veggi Héraðsdóms Reykjavíkur við Lækjartorg. Engar nánari upplýsingar er að hafa um hvað þeim gekk til, né hvað þeir voru að krota á húsið. 13.8.2012 07:15 Portúgalar sinna loftrýmisgæslu Flugsveit úr flugher portúgalska flughersins er nú á leið hingað til lands til að annast loftrýmisgæslu á vegum Atlantshafsbandalagsins NATO hér á landi næstu vikurnar. 60 til 70 liðsmenn munu koma hingað með sex F-6 herþoturm og dvelja hér fram í september. Þetta er í fyrsta sinn sem Portúgalir senda fugsveit hingað og er hún heldur fámennari en aðrar NATO þjóðir hafa sent hingað. Portúgalarnir eiga ekki von á hernaðarátökum í dvölinni hér, en hafa óskað eftir því við Landhelgsgæsluna að hún smali saman knattspyrnuliði til að keppa við þá, til dægrastyttingar.- 13.8.2012 07:12 Harry mætti með mágkonunni Ólympíuleikunum lauk í Lundúnum í gær með glæsilegri lokaathöfn. Þar komu fram margar af skærustu stjörnum heimsins, eins og The Who, Pet Shop Boys, Muse, Take That, og fleiri. Um áttatíu þúsund manns voru viðstaddir athöfnina. Harry Bretaprins var þar, sem fulltrúi bresku konungsfjölskyldunnar, en hann mætti með Kate Middleton, mágkonu sína upp á arminn. Vilhjálmur bróðir hans og eiginmaður Kate var hins vegar fjarri góðu gamni og sömu sögu er að segja af drottningunni Elísabetu, ömmu þeirra. 13.8.2012 07:02 Rúmlega 40 ára aldursmunur á parinu Auðjöfurinn og fjárfestirinn George Soros fagnaði áttatíu og tveggja ára afmæli um helgina með því að bjóða nánustu vinum og ættingjum til veislu. Í veislunni tilkynntu hann og unnusta hans að þau hyggjast gifta sig. Unnustan heitir Tamiko Bolton, en hún er fjörutíu og tveimur árum yngri en hann. Soros og Bolton hafa verið par frá árinu 2008. Þetta er þriðja hjónaband Soros og annað hjónaband Bolton. 13.8.2012 06:51 Súðavík þarf að bera kostnað af eldunum Súðavíkurhreppur ber allan kostnað af slökkvistarfi í Laugadal í Ísafjarðardjúpi. Þar hafa logað eldar síðan fimmtudaginn 2. ágúst og eru um tíu hektarar lands brunnir og auðnin ein. Hátt í sextíu menn hafa barist við eldana síðan þeirra varð vart. 13.8.2012 06:00 Njála sem mun ná tæpa hundrað metra Sunnlendingar og Húnvetningar hafa nú hafist handa við að koma höfuðritum sínum á refla að hætti evrópskra miðaldamanna. Húnvetningar eru þó lengra á veg komnir með sinn Vatnsdælurefil en ekki er enn búið að stinga nál í Njálurefil þeirra Sunnlendinga. 13.8.2012 04:00 Engin viðbragðsáætlun til staðar ?Slökkviliðin hafa farið í gegnum gríðarlegt lærdómsferli en engin viðbragðsáætlun var til staðar sem hægt var að vinna eftir. Eftir situr mikill lærdómur um það hvernig á að takast á við jarðvegselda.? Meðal annars var notast við haugsugur, þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt og grafinn var skurður til að hamla útbreiðslu eldsins. 13.8.2012 02:00 Dílaskarfi vex ásmegin vestra Dílaskarfur hefur náð góðri fótfestu í Strandabyggð og blómleg byggð þessa tígulega fugls fer nú stækkandi. Fréttavefurinn strandir.is segir frá. Aðalvarpstaðir dílaskarfs eru í Breiðafirði og Faxaflóa og lítið sem ekkert utan þeirra svæða en ekki er vitað um annað dílaskarfsvarp á Ströndum. 13.8.2012 00:00 Stórkostlegum Ólympíuleikum lýkur í kvöld Lokaathöfn Ólympíuleikanna í Lundúnum er hafin. Mikil leynd hvílir yfir athöfninni og hafa skipuleggjendur hennar forðast að gefa upp hvaða listamenn munu koma fram. 12.8.2012 20:25 Sænska leiðin ýtir undir mansal Sænska leiðin hefur orðið til þess að enn erfiðara er að koma fórnarlömbum mansals til bjargar og jafnvel ýtt undir það. Þetta segir Pye Jakobsson, stofnandi hagsmunasamtaka fólks í vændi í Svíþjóð. Hún segir að með því að gera kaupendur vændis að glæpamönnum sé komið í veg fyrir að hægt sé að hægt sé að tilkynna mansal. Slíkar tilkynningar komi annars aðallega frá vændiskaupendum. 12.8.2012 19:00 Rannsókn á Lindsor-málinu komin á skrið hjá sérstökum Kaupþing var að reyna að greiða upp eigin skuldabréf og afstýra falli bankans þegar hundrað sjötíu og ein milljón evra var millifærð til Lúxemborgar til félags sem stjórnendur bankans stýrðu í miðju hruni, sama dag og bankinn fékk stóran hluta neyðarfjár íslenska ríkisins að láni hjá Seðlabanka Íslands. Rannsókn málsins er komin af stað hjá sérstökum saksóknara eftir eins og hálfs árs bið eftir gögnum. 12.8.2012 18:30 Solveig Lára nýr vígslubiskup á Hólum Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir var vígð til embættis vígslubiskups á Hólum í dag. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, sá um vígsluna. Séra Solveig er önnur konan sem tekur biskupsvígslu en frú Agnes hafði áður gegnt embættinu. 12.8.2012 17:51 Cameron ræðir fæðuskort með íþróttamönnum David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, mun funda með stjórnmálamönnum frá Brasilíu, Keníu og Indlandi ásamt nokkrum þekktum íþróttamönnum. 12.8.2012 16:36 Á bleiku skýi á Selfossi Delludagurinn stendur nú yfir á Selfossi en hann er í tengslum við bæjarhátíðina Sumar á Selfossi. Þá sýna ökumenn ýmsa hæfileika sína í nokkrum þrautum. 12.8.2012 15:56 Sigrid enn leitað Lögreglan í Ósló leitar enn hinnar sextán ára gömlu Sigridar Schjetne. Hún hvarf þegar hún var á leiðinni heim til sín fyrir rúmri viku. 12.8.2012 15:04 Fyrsta gifting samkynhneigðra hjá Siðmennt Fyrsta gifting samkynhneigðra sem athafnarstjóri hjá Siðmennt stýrði átti sér stað í gær. Það voru þær Jana Björg Ingadóttir og Jóhanna Kristín Gísladóttir sem giftu sig með persónulegri athöfn og í viðurvist sinna nánustu. 12.8.2012 14:08 Órói við Mýrdalsjökul Nokkur skjálftavirkni hefur verið í og við Mýrdalsjökul í dag. Í morgun varð jarðskjálfti upp á 2.7 stig norður af Goðabungu. Lítill órói hefur verið í Mýrdalsjökli vegna þessa skjálfta og er ekki vitað til þess að leiðni í ám sem renna frá jöklinum hafi aukist. Lítil skjálftavirkni hefur verið í jöklinum síðustu vikur og sýna mælingar að spenna í jarðskorpunni fer minnkandi. 12.8.2012 13:53 Emma Watson furðar sig á dansmenningu Íslendinga Emma Watson, sem er hér á landi til að leika í stórmyndinni Noah, virðist hafa farið út á lífið í gærkvöld. Hún furðar sig á dansmenningu Íslendinga. 12.8.2012 13:05 Fimmtíu þúsund flóttamenn í Tyrklandi Tugþúsundir Sýrlendinga hafa flúið yfir landamærin til Tyrklands og annarra nágrannaríkja frá því stjórnarbylting hófst í Sýrlandi á síðasta ári. Yfirvöld í Tyrklandi áætla að rúmlega fimmtíu þúsund flóttamenn séu nú í landinu. 12.8.2012 12:38 Skiptar skoðanir um Ryan Skiptar skoðanir eru um þá ákvörðun repúblikanans Mitt Romney að tilnefna hinn 42 ára gamla fulltrúardeildarþingmann Paul Ryan sem varaforsetaefni sitt, en Ryan, sem hefur setið 14 ár í fulltrúadeildinni hefur allan sinn feril einbeitt sér að einu máli, fjárlögum bandaríska ríkisins. 12.8.2012 12:00 Arababandalagið frestar fundi Fulltrúar Arababandalagið hafa frestað fundi sínum í Sádí-Arabíu þar sem ræða átti málefni Sýrlands. 12.8.2012 11:30 Barn steig á jarðsprengju Sex ára drengur lét lífið í Bosníu í gær eftir að hafa stigið á jarðsprengju í skógi sem eru um 30 kílómetra norður frá höfuðborg landsins Sarajevó. 12.8.2012 11:00 Íranir hraða smíði kjarnavopns Stjórnvöld í Íran hafa látið hraða vinnu við smíði kjarnaodds, að því er ísraelska dagblaðið Haaretz greindi frá um helgina. Blaðið byggir frétt sína á heimildarmönnum innan úr stjórnkerfi Ísrael og gögnum frá bandarísku leyniþjónustunni. 12.8.2012 10:30 Solveig Lára vígð til embættis vígslubiskups Í dag kl. 14 verður sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígð til embættis vígslubiskups á Hólum. Sr. Solveig Lára er önnur konan sem tekur biskupsvígslu á Íslandi, á eftir biskupi Íslands, frú Agnesi Sigurðardóttur. 12.8.2012 10:30 Melrakkinn þjóðardýr Íslendinga Melrakkasetur Íslands í Súðavík stefnir að því að gera melrakkann að þjóðardýri Íslendinga. Á fréttavefnum BB.is er vitnað í ársskýrslu setursins en þar kemur fram að unnið verði að því leynt og ljóst enda nokkurn veginn í höfn að tófan sé orðin einkennisdýr Vestfjarða. 12.8.2012 09:58 Á þriðja hundrað látnir í Íran Áætlað er að um 250 liggi í valnum eftir tvo snarpa jarðskjálfta sem riðu yfir norðvesturhluta Íran í gær. Yfirvöld telja að um tvö þúsund hafi slasast og að eignatjón sé stórfellt. 12.8.2012 09:12 Hátt í fimm þúsund yfirgefa heimili sín á Kanaríeyjum 4700 íbúar á Kanaríeyjum hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir að skógareldar kviknuðu á Kanaríeyjum fyrir um viku síðan. 12.8.2012 11:30 Lést í Iron Man-keppninni Keppandi í Ironman-keppninni í New York lést í gær eftir að hafa átt í erfiðleikum þegar hann þreytti sund hluta keppninnar í Hudson ánni milli New York-borgar og New Jersey, að því er fréttaveitan Reuters greinir frá. 12.8.2012 11:15 Fíkniefnamál á Fiskideginum mikla Fjölmenni var á Dalvík í gær. Fiskudagurinn mikli fór þar fram og lék veðrið við hátíðargesti. Fjögur fíkniefnamál komu upp í bænum í nótt og var maður tekinn með töluvert magn af alsælu og kókaíni. 12.8.2012 09:56 Róleg nótt í miðbænum Skemmtanahald fór víða fram í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld og nótt vegna Hinsegin daga. Mikill fjöldi fólks var í bænum þrátt fyrir rigningu og rok. 12.8.2012 09:00 Allir fá farsíma á Indlandi Forsætisráðherra Indlands, Manmohan Singh, mun á næstu dögum útdeila farsímum til allra fjölskyldna sem búa undir fátæktarmörkum í landinu. Um er að ræða sex milljón fjölskyldur. 11.8.2012 23:30 Vilja fá ungt fólk til að striplast í meira mæli Nektarstrendur og álíka staðir eru iðulega þéttsetnir af eldra fólki. Forsvarsmenn nektargarðs í Flórída í Bandaríkjunum berjast nú fyrir því að fá ungt fólk til að afklæðast og skemmta sér á adams- og evuklæðunum. 11.8.2012 22:30 Sjá næstu 50 fréttir
Ekkert spurst til landnámshæna Ekkert hefur enn spurst til 26 landnámshæna, sem stolið var úr hænsnakofa í hesthúsahverfinu við Hópsheiði í Grindavík í fyrrakvöld. Lögreglan, hefur ekki fengið neinar vísbendingar, enn sem komið er, en það ætti að vekja athygli ef einhver hefur skyndilega komið sér upp svo myndarlegum hænsnahópi á einni nóttu. Landnámshænurnar eru líka óvenju skrautlegar á litinn og skera sig úr hvítu hænunum, sem eru ríkjandi hér á landi.- 13.8.2012 10:16
Ómerktur lögreglubíll við hraðamælingar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að vera með ómerktan lögreglubíl við hraðaeftirlit við Breiðagerði í dag. Íbúar við götuna hafa kvartað undan miklum hraðakstri við götuna og hafa íbúar óskað eftir að fleiri hraðahindranir verði settar upp. 13.8.2012 09:56
Rétttrúnaðarkirkjan keypti auglýsinguna Í Fréttablaðinu á laugardag birtist auglýsing undir yfirskriftinni "Ef kristið fólk þegir þá talar Biblían“ Þar var birt tilvitnun í fyrra Korintubréf Biblíunnar. Þau mistök voru gerð við birtingu auglýsingarinnar að krefjast þess ekki að auglýsandinn nafngreindi sig. Kaupandi auglýsingarinnar er Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins á Íslandi, öðru nafni Rússneska rétttrúnaðarkirkjan. Beðist er afsökunar á mistökunum. - bj 13.8.2012 09:15
Starfsfólki sendiráða mismunað Íslenskir starfsmenn erlendra sendiráða njóta ekki sömu kjara og annað launafólk í landinu, skrifar Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 13.8.2012 09:15
Giffords flytur aftur á heimaslóðir Gabrielle Giffords, fyrrverandi þingmaður á bandaríkjaþingi, og eiginmaður hennar flytja aftur til Tucson á næstunni. Giffords hefur búið í Houston í um eitt og hálft ár þar sem hún hefur undirgengist líkams- og talþjálfun. Hún var hætt komin þegar hún var skotin í höfuðið á pólitískri samkomu í byrjun síðasta árs, en Giffords var ein af nítján sem var skotin. Sex manns fórust í árásinni. 13.8.2012 08:48
Simpansi gekk um götur Las Vegas Simpansi, sem ráfaði um götur Las Vegas í síðasta mánuði, eiganda sínum til mikillar armæðu, slap aftur úr búri sínu í gær og á götur borgarinnar. Eigandi simpansans, Timmi De Rosa, sagði í samtali við Associated Press fréttastofuna að einhver óprúttinn aðili hljóti að hafa hleypt honum úr búri sínu. Svo rammgert væri það að hann kæmist ekki þaðan sjálfur. Apinn náðist fljótlega eftir að hann slap úr búri sínu. Hann fær ekki að vera áfram á heimili eiganda sins heldur verður hann sendur í dýragarð í Oregon. 13.8.2012 08:19
Hélt afmælisveislu fyrir helstu stuðningsmenn Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hélt í gær veislu á heimili sínu í Chicago fyrir helstu stuðningsmenn sína til að afla fjár fyrir forsetakosningarnar. Obama, átti afmæli í síðustu viku, og var því um nokkurskonar afmælisveislu að ræða. 75 gestum var boðið í veisluna, en Obama segist hafa þekkt flesta þeirra mjög lengi eða frá því áður en hann eignaðist sín fyrstu jakkaföt. 13.8.2012 08:15
Upplýsingum um Breivik haldið leyndum í 60 ár Stærstur hluti þeirra upplýsinga sem norsk yfirvöld hafa um fjöldamorðingjann Anders Behring Breivik og ástæðurnar að baki morðunum í Ósló og í Útey í fyrra munu ekki birtast almenningi fyrr en eftir sextíu ár. Þetta kemur fram á vef Jyllands Posten í dag. Ný skýrsla um atburðina verður kynnt yfirvöldum í dag og verður haldinn blaðamannafundur í framhaldi af því. Skýrslan lak í fjölmiðla á föstudag, en þar kemur meðal annars fram hörð gagnrýni á viðbrögð lögreglunnar þennan örlagaríka dag. 13.8.2012 08:12
Átta af tólf vilja endurmeta viðræður um ESB Átta af 12 þingmönnum Vinstri grænna vilja endurmeta viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu, samkvæmt könnum sem Morgunblaðið hefur gert um afstöðu þingmanna flokksins til málsins. Eins og fram kom í fréttum um helgina, lýstu tveir ráðherrar flokksins, þær Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir því yfir að endurmeta þyrfti viðræðurnar. Áður hefur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lýst andstöðu sinni við aðild að Evrópusambandinu. 13.8.2012 08:10
Rennsli hefur aukist í laxveiðiám Rennsli hefur stór aukist í laxveiðiám suðvestanlands í rigningunni að undanförnu. Rennslið í Norðurá sexfaldaðist til dæmis um helgina frá því sem það var orðið í þurrkunum og mátti líkja því við flóð um helgina. Við slíkar aðstæður gruggast árnar líka þannig að eitthvað slær á veiðina, en nú eru árnar að jafna sig og binda laxveiðimenn vonir við góða veiði á næstunni, eftir dræma veiði í vatnsleysinu.- 13.8.2012 08:05
Búist við margmenni á Heathrow Um sex þúsund íþróttamenn munu fara um flugstöð sem var sett upp sérstaklega vegna Ólympíuleikana, eftir því sem fram kemur í fréttum Daily Mail í dag. 13.8.2012 08:02
Verður ákærður fyrir að reyna að myrða dætur sínar Karlmaður sem stakk fjögurra ára gamlar tvíburadætur sínar á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn í gær verður ákærður fyrir tvöfalda morðtilraun. Báðar telpurnar særðust alvarlega í árásinni og var á tímabili talið að minnsta kosti önnur þeirra væri í lífshættu. Þær eru núna í öndunarvél en ástand þeirra er stöðugt. Telpurnar höfðu verið með foreldrum sínum á spítalanum um skeið, en önnur þeirra hafði átt við langvarandi veikindi að stríða. Faðirinn hefur ekki verið yfirheyrður og því er ekki vitað hvað honum gekk til með árásinni. 13.8.2012 07:22
Sótti veikan mann á Fagurhólsmýrar Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan erlendan ferðamann til Fagurhólsmýrar síðdegis í gær og flutti hann á Landspítalann. Hann hafði fengið hastarlegan brjótsverk og var kallað eftir aðstoð. Fyrst kom sjúkrabíll á vettvang og ók hann manninum til móts við þyrluna. Hann mun vera á batavegi.- 13.8.2012 07:18
Krotuðu á veggi Héraðsdóms Reykjavíkur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo menn um þrjúleytið í nótt, þar sem þeir voru að krota á veggi Héraðsdóms Reykjavíkur við Lækjartorg. Engar nánari upplýsingar er að hafa um hvað þeim gekk til, né hvað þeir voru að krota á húsið. 13.8.2012 07:15
Portúgalar sinna loftrýmisgæslu Flugsveit úr flugher portúgalska flughersins er nú á leið hingað til lands til að annast loftrýmisgæslu á vegum Atlantshafsbandalagsins NATO hér á landi næstu vikurnar. 60 til 70 liðsmenn munu koma hingað með sex F-6 herþoturm og dvelja hér fram í september. Þetta er í fyrsta sinn sem Portúgalir senda fugsveit hingað og er hún heldur fámennari en aðrar NATO þjóðir hafa sent hingað. Portúgalarnir eiga ekki von á hernaðarátökum í dvölinni hér, en hafa óskað eftir því við Landhelgsgæsluna að hún smali saman knattspyrnuliði til að keppa við þá, til dægrastyttingar.- 13.8.2012 07:12
Harry mætti með mágkonunni Ólympíuleikunum lauk í Lundúnum í gær með glæsilegri lokaathöfn. Þar komu fram margar af skærustu stjörnum heimsins, eins og The Who, Pet Shop Boys, Muse, Take That, og fleiri. Um áttatíu þúsund manns voru viðstaddir athöfnina. Harry Bretaprins var þar, sem fulltrúi bresku konungsfjölskyldunnar, en hann mætti með Kate Middleton, mágkonu sína upp á arminn. Vilhjálmur bróðir hans og eiginmaður Kate var hins vegar fjarri góðu gamni og sömu sögu er að segja af drottningunni Elísabetu, ömmu þeirra. 13.8.2012 07:02
Rúmlega 40 ára aldursmunur á parinu Auðjöfurinn og fjárfestirinn George Soros fagnaði áttatíu og tveggja ára afmæli um helgina með því að bjóða nánustu vinum og ættingjum til veislu. Í veislunni tilkynntu hann og unnusta hans að þau hyggjast gifta sig. Unnustan heitir Tamiko Bolton, en hún er fjörutíu og tveimur árum yngri en hann. Soros og Bolton hafa verið par frá árinu 2008. Þetta er þriðja hjónaband Soros og annað hjónaband Bolton. 13.8.2012 06:51
Súðavík þarf að bera kostnað af eldunum Súðavíkurhreppur ber allan kostnað af slökkvistarfi í Laugadal í Ísafjarðardjúpi. Þar hafa logað eldar síðan fimmtudaginn 2. ágúst og eru um tíu hektarar lands brunnir og auðnin ein. Hátt í sextíu menn hafa barist við eldana síðan þeirra varð vart. 13.8.2012 06:00
Njála sem mun ná tæpa hundrað metra Sunnlendingar og Húnvetningar hafa nú hafist handa við að koma höfuðritum sínum á refla að hætti evrópskra miðaldamanna. Húnvetningar eru þó lengra á veg komnir með sinn Vatnsdælurefil en ekki er enn búið að stinga nál í Njálurefil þeirra Sunnlendinga. 13.8.2012 04:00
Engin viðbragðsáætlun til staðar ?Slökkviliðin hafa farið í gegnum gríðarlegt lærdómsferli en engin viðbragðsáætlun var til staðar sem hægt var að vinna eftir. Eftir situr mikill lærdómur um það hvernig á að takast á við jarðvegselda.? Meðal annars var notast við haugsugur, þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt og grafinn var skurður til að hamla útbreiðslu eldsins. 13.8.2012 02:00
Dílaskarfi vex ásmegin vestra Dílaskarfur hefur náð góðri fótfestu í Strandabyggð og blómleg byggð þessa tígulega fugls fer nú stækkandi. Fréttavefurinn strandir.is segir frá. Aðalvarpstaðir dílaskarfs eru í Breiðafirði og Faxaflóa og lítið sem ekkert utan þeirra svæða en ekki er vitað um annað dílaskarfsvarp á Ströndum. 13.8.2012 00:00
Stórkostlegum Ólympíuleikum lýkur í kvöld Lokaathöfn Ólympíuleikanna í Lundúnum er hafin. Mikil leynd hvílir yfir athöfninni og hafa skipuleggjendur hennar forðast að gefa upp hvaða listamenn munu koma fram. 12.8.2012 20:25
Sænska leiðin ýtir undir mansal Sænska leiðin hefur orðið til þess að enn erfiðara er að koma fórnarlömbum mansals til bjargar og jafnvel ýtt undir það. Þetta segir Pye Jakobsson, stofnandi hagsmunasamtaka fólks í vændi í Svíþjóð. Hún segir að með því að gera kaupendur vændis að glæpamönnum sé komið í veg fyrir að hægt sé að hægt sé að tilkynna mansal. Slíkar tilkynningar komi annars aðallega frá vændiskaupendum. 12.8.2012 19:00
Rannsókn á Lindsor-málinu komin á skrið hjá sérstökum Kaupþing var að reyna að greiða upp eigin skuldabréf og afstýra falli bankans þegar hundrað sjötíu og ein milljón evra var millifærð til Lúxemborgar til félags sem stjórnendur bankans stýrðu í miðju hruni, sama dag og bankinn fékk stóran hluta neyðarfjár íslenska ríkisins að láni hjá Seðlabanka Íslands. Rannsókn málsins er komin af stað hjá sérstökum saksóknara eftir eins og hálfs árs bið eftir gögnum. 12.8.2012 18:30
Solveig Lára nýr vígslubiskup á Hólum Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir var vígð til embættis vígslubiskups á Hólum í dag. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, sá um vígsluna. Séra Solveig er önnur konan sem tekur biskupsvígslu en frú Agnes hafði áður gegnt embættinu. 12.8.2012 17:51
Cameron ræðir fæðuskort með íþróttamönnum David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, mun funda með stjórnmálamönnum frá Brasilíu, Keníu og Indlandi ásamt nokkrum þekktum íþróttamönnum. 12.8.2012 16:36
Á bleiku skýi á Selfossi Delludagurinn stendur nú yfir á Selfossi en hann er í tengslum við bæjarhátíðina Sumar á Selfossi. Þá sýna ökumenn ýmsa hæfileika sína í nokkrum þrautum. 12.8.2012 15:56
Sigrid enn leitað Lögreglan í Ósló leitar enn hinnar sextán ára gömlu Sigridar Schjetne. Hún hvarf þegar hún var á leiðinni heim til sín fyrir rúmri viku. 12.8.2012 15:04
Fyrsta gifting samkynhneigðra hjá Siðmennt Fyrsta gifting samkynhneigðra sem athafnarstjóri hjá Siðmennt stýrði átti sér stað í gær. Það voru þær Jana Björg Ingadóttir og Jóhanna Kristín Gísladóttir sem giftu sig með persónulegri athöfn og í viðurvist sinna nánustu. 12.8.2012 14:08
Órói við Mýrdalsjökul Nokkur skjálftavirkni hefur verið í og við Mýrdalsjökul í dag. Í morgun varð jarðskjálfti upp á 2.7 stig norður af Goðabungu. Lítill órói hefur verið í Mýrdalsjökli vegna þessa skjálfta og er ekki vitað til þess að leiðni í ám sem renna frá jöklinum hafi aukist. Lítil skjálftavirkni hefur verið í jöklinum síðustu vikur og sýna mælingar að spenna í jarðskorpunni fer minnkandi. 12.8.2012 13:53
Emma Watson furðar sig á dansmenningu Íslendinga Emma Watson, sem er hér á landi til að leika í stórmyndinni Noah, virðist hafa farið út á lífið í gærkvöld. Hún furðar sig á dansmenningu Íslendinga. 12.8.2012 13:05
Fimmtíu þúsund flóttamenn í Tyrklandi Tugþúsundir Sýrlendinga hafa flúið yfir landamærin til Tyrklands og annarra nágrannaríkja frá því stjórnarbylting hófst í Sýrlandi á síðasta ári. Yfirvöld í Tyrklandi áætla að rúmlega fimmtíu þúsund flóttamenn séu nú í landinu. 12.8.2012 12:38
Skiptar skoðanir um Ryan Skiptar skoðanir eru um þá ákvörðun repúblikanans Mitt Romney að tilnefna hinn 42 ára gamla fulltrúardeildarþingmann Paul Ryan sem varaforsetaefni sitt, en Ryan, sem hefur setið 14 ár í fulltrúadeildinni hefur allan sinn feril einbeitt sér að einu máli, fjárlögum bandaríska ríkisins. 12.8.2012 12:00
Arababandalagið frestar fundi Fulltrúar Arababandalagið hafa frestað fundi sínum í Sádí-Arabíu þar sem ræða átti málefni Sýrlands. 12.8.2012 11:30
Barn steig á jarðsprengju Sex ára drengur lét lífið í Bosníu í gær eftir að hafa stigið á jarðsprengju í skógi sem eru um 30 kílómetra norður frá höfuðborg landsins Sarajevó. 12.8.2012 11:00
Íranir hraða smíði kjarnavopns Stjórnvöld í Íran hafa látið hraða vinnu við smíði kjarnaodds, að því er ísraelska dagblaðið Haaretz greindi frá um helgina. Blaðið byggir frétt sína á heimildarmönnum innan úr stjórnkerfi Ísrael og gögnum frá bandarísku leyniþjónustunni. 12.8.2012 10:30
Solveig Lára vígð til embættis vígslubiskups Í dag kl. 14 verður sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígð til embættis vígslubiskups á Hólum. Sr. Solveig Lára er önnur konan sem tekur biskupsvígslu á Íslandi, á eftir biskupi Íslands, frú Agnesi Sigurðardóttur. 12.8.2012 10:30
Melrakkinn þjóðardýr Íslendinga Melrakkasetur Íslands í Súðavík stefnir að því að gera melrakkann að þjóðardýri Íslendinga. Á fréttavefnum BB.is er vitnað í ársskýrslu setursins en þar kemur fram að unnið verði að því leynt og ljóst enda nokkurn veginn í höfn að tófan sé orðin einkennisdýr Vestfjarða. 12.8.2012 09:58
Á þriðja hundrað látnir í Íran Áætlað er að um 250 liggi í valnum eftir tvo snarpa jarðskjálfta sem riðu yfir norðvesturhluta Íran í gær. Yfirvöld telja að um tvö þúsund hafi slasast og að eignatjón sé stórfellt. 12.8.2012 09:12
Hátt í fimm þúsund yfirgefa heimili sín á Kanaríeyjum 4700 íbúar á Kanaríeyjum hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir að skógareldar kviknuðu á Kanaríeyjum fyrir um viku síðan. 12.8.2012 11:30
Lést í Iron Man-keppninni Keppandi í Ironman-keppninni í New York lést í gær eftir að hafa átt í erfiðleikum þegar hann þreytti sund hluta keppninnar í Hudson ánni milli New York-borgar og New Jersey, að því er fréttaveitan Reuters greinir frá. 12.8.2012 11:15
Fíkniefnamál á Fiskideginum mikla Fjölmenni var á Dalvík í gær. Fiskudagurinn mikli fór þar fram og lék veðrið við hátíðargesti. Fjögur fíkniefnamál komu upp í bænum í nótt og var maður tekinn með töluvert magn af alsælu og kókaíni. 12.8.2012 09:56
Róleg nótt í miðbænum Skemmtanahald fór víða fram í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld og nótt vegna Hinsegin daga. Mikill fjöldi fólks var í bænum þrátt fyrir rigningu og rok. 12.8.2012 09:00
Allir fá farsíma á Indlandi Forsætisráðherra Indlands, Manmohan Singh, mun á næstu dögum útdeila farsímum til allra fjölskyldna sem búa undir fátæktarmörkum í landinu. Um er að ræða sex milljón fjölskyldur. 11.8.2012 23:30
Vilja fá ungt fólk til að striplast í meira mæli Nektarstrendur og álíka staðir eru iðulega þéttsetnir af eldra fólki. Forsvarsmenn nektargarðs í Flórída í Bandaríkjunum berjast nú fyrir því að fá ungt fólk til að afklæðast og skemmta sér á adams- og evuklæðunum. 11.8.2012 22:30