Fleiri fréttir Fagna nýju ári með varðeldum Hundruð varðelda loga nú í kínversku borginni Xichang. Yi-þjóðflokkurinn fagnar nú nýju ári og kveður um leið ára og illa anda á brott. 13.8.2012 21:41 Skotárás við háskóla í Texas - þrír látnir Að minnsta kosti þrír eru látnir eftir að maður hóf skothríð í grennd við A&M háskólann í Texas í Bandaríkjunum síðdegis í dag. Einn af þeim látnu er lögregluþjónn samkvæmt New York Times. Mikil hræðsla greip um sig á meðal nemenda á svæðinu þegar maðurinn hóf skothríð við eina af byggingunum. Lögreglumaðurinn sem lést fór inn í hús byssumannsins eftir að tilkynnt var um skothríðina og var hann skotinn eftir að hann fór inn í íbúðina. AP fréttastofan hefur eftir lögreglu að byssumaðurinn hafi verið fluttur á spítala eftir að hafa orðið fyrir skoti en hafi látist af sárum sínum á spítala. 13.8.2012 20:29 Hárprúði borgarstjórinn dansaði við Spice Girls Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, sló heldur betur í gegn á lokaathöfn Ólympíuleikanna í borginni þegar stúlknahljómsveitin Spice Girls steig óvænt á svið. Á myndskeiði sem birt hefur verið á Youtube.com sést borgarstjórinn dansa við lagið Spice Up Your Life en við hlið hans er David Cameron, forsætisráðherra landsins, ásamt eiginkonu sinni Samönthu. 13.8.2012 19:52 Olíurannsóknir gengu framar vonum vegna veðurblíðu Olíurannsóknaleiðangur á Jan Mayen-hryggnum, sem áætlað var að tæki rúma þrjá mánuði, gekk mun betur vegna einmuna veðurblíðu á svæðinu og lauk honum fyrir helgi eftir aðeins liðlega tveggja mánaða útivist. Rannsóknarleiðangurinn nýtti Akureyri sem þjónustumiðstöð og voru þessar myndir teknar þar fyrr í sumar þegar flotinn kom þangað inn til áhafnaskipta og til að sækja sér vistir og aðra þjónustu. 13.8.2012 19:15 Stjórnarslit ekki í kortunum Ríkisstjórnarsamstarfið er ekki í hættu, þrátt fyrir að þrír ráðherrar Vinstri grænna hafi lýst yfir að endurskoða þurfi umsókn að Evrópusambandinu. Þetta er mat fjölmargra stjórnarþingmanna sem fréttastofa ræddi við í dag. 13.8.2012 18:54 "Rothöggið" staðfest á fundi með ríkisstjórninni "Ég verð að segja að rothöggið var staðfest á þessum fundi okkar með fjármálaráðherra í dag,“ segir Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Samtökin funduðu með Oddnýju G. Harðardóttur fjármálaráðherra í dag um skattahækkun á gistinætur á Íslandi. 13.8.2012 18:18 Í vímu undir stýri - en hefur aldrei fengið bílpróf Sautján ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tólf þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík, þrír í Kópavogi og einn í Garðabæ og Hafnarfirði. Fimm voru teknir á laugardag, ellefu á sunnudag og einn aðfaranótt mánudags. Þetta voru þrettán karlar á aldrinum 21-65 ára og fjórar konur, 18-35 ára. Tveir þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og einn hefur aldrei öðlast ökuréttindi. 13.8.2012 17:59 Hvað gerir þetta bláa teip? Ólympíuleikaveislan er nú á enda eftir margar vikur af íþróttaviðburðum af öllum stærðum og gerðum. Það var þó eitt sem var meira áberandi frá síðustu Ólympíuleikum og það eru þessi bláu teip sem íþróttamenn voru með víðsvegar um líkamann. 13.8.2012 17:54 Lækka gatnagerðargjöld um helming Bæjarráð Stykkishólms hefur samþykkt að lækka gatnagerðargjöld um 50% á ákveðnum lóðum. Einnig var samþykkt að fella niður gjald vegna uppfyllingar ákveðinnar lóðar. Ástæðan er sögð sú að skortur sé á íbúðarhúsnæði og rétt sé að hvetja til bygginga. Einnig er talið að aðgerðirnar geti eflt byggingariðnað á svæðinu. Frá þessu er sagt á vef Skessuhorns. 13.8.2012 17:03 Bretar ánægðir með Ólympíuleikana Nýliðnir Ólympíuleikar í Lundúnum eru bestu Ólympíuleikar sögunnar. Þetta segir að minnsta kosti breska blaðið Daily Telegraph sem hefur skoðað fréttaumfjöllun miðla víða að úr heiminum um leikana. 13.8.2012 16:58 Stökkbreytt fiðrildi frá Fukushima Geislavirkni í kjölfar kjarnorkuslyssins í Fukushima í Japan virðist hafa leitt til stökkbreytinga hjá fiðrildum á svæðinu. Vísindamenn segja að fiðrildi á svæðinu hafi öðruvísi fætur, vængi og fálmara. 13.8.2012 16:41 Bíll fluttur með krana af Reykjanesbraut eftir slys Umferðarslys varð á Reykjanesbraut á milli Lækjargötu og Kaplakrika um hálfþrjúleytið í dag. Óljóst er um tildrög og áverka en ein bifreið var flutt af vettvangi með kranabifreið. 13.8.2012 16:30 Lögregla með tuskudýr í vörslu sinni Nokkur fjöldi tuskudýra, sem öll fundust á sama staðnum, er í óskilum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eigandinn getur vitjað þeirra hjá lögreglunni en krafist verður staðfestingar á eignarhaldi. Upplýsingar eru veittar í síma 444-1000 en einnig má senda fyrirspurnir í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is. 13.8.2012 15:48 Dómstólar misnota gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna Lögmaðurinn Ragnar Aðalsteinsson sakar íslenska dómstóla um að mistúlka og misnota heimild til að úrskurða sakborninga í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Í nýjasta tölublaði Úlfljóts, tímarits laganema, skrifar hann grein ásamt lögfræðingnum Fanney Hrund Hilmarsdóttur þar sem íslensk dómaframkvæmd er m.a. borin saman við dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins. 13.8.2012 15:43 Útilokar ekki afsögn vegna sannleiksskýrslunnar Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, segist miður sín yfir því að björgunaraðgerðir hafi tekið of langan tíma þann 22. júlí í fyrra og að Anders Behring Breivik skyldi ekki hafa verið handtekinn fyrr en raunin varð. Þetta sagði hann á blaðamannafundi eftir að sannleiksskýrsla um atburðina var birt í dag. Hann lofar því að styrkja björgunarlið. 13.8.2012 15:31 DUST 514 og EVE tengjast í fyrsta sinn Tölvuleikirnir EVE online og DUST 514 munu tengjast í fyrsta sinn eftir rétt rúma viku. Þá munu spilendur beggja leikjanna geta talað saman, skipulagt árásir og fleira í fyrsta sinn. 13.8.2012 14:42 Ökufantar stungu af Ekið var á tvær kyrrstæðar og mannlausar bifreiðar á bifreiðastæðum í Reykjanesbæ um helgina, önnur þeirra stóð gegnt Hótel Keflavík og hin á Skógarbraut á Ásbrú framan við byggingu 1106, stigagang 2. 13.8.2012 14:12 Mannlaus vagn fékk hvatningarverðlaun Hinsegin daga Vagninn hér til hliðar hlaut hvatningarverðlaun Hinsegin daga 2012. Honum var mannlausum ekið í Gleðigöngunni með þessari einu áletrun "Fyrir vini okkar sem hafa ekki frelsi til að fagna Hinsegin dögum". 13.8.2012 14:04 Rannsókn lokið á máli hrottanna í Breiðholti Lögreglan hefur lokið við rannsókn á máli tveggja manna sem réðust inn á karlmann í Breiðholti fyrr í sumar, sviptu hann frelsi sínu í sex klukkustundir og neyddu hann til að millifæra pening af bankareikningi sínum yfir á þeirra bankareikning. Málið hefur verið sent ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um það hvort mennirnir verði ákærðir eða ekki. Mennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því að þeir voru handteknir. 13.8.2012 13:53 Óttast að sænska leiðin fjölgi HIV smituðum Sænska leiðin nýtist ekki í baráttu gegn vændi og veldur fólki í vændi miklum skaða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. 13.8.2012 13:13 Margir nota grænu hjólin í ljósmyndasamkeppni Nú keppist fólk um að fanga stemninguna á Sumargötum Borgarinnar með linsunni, enda stendur yfir ljósmyndasamkeppni á vegum Reykjavíkurborgar. María Markó, vöruhönnuður, sem stendur fyrir verkefninu segir að fjöldi mynda hafi skilað sér en hvetur fólk til að nýta síðustu dagana og koma sínum myndum að. Keppninni lýkur 19. ágúst. 13.8.2012 12:55 Ólga í VG Svo virðist sem ólga sé komin í raðir Vinstri Grænna eftir að ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttur tóku nýverið undir með Ögmundi Jónassyni um að endurmeta þurfi aðildarferlið. 13.8.2012 12:54 Upplýsingafulltrúi gæti aukið traust á dómskerfið Það stendur dómstólum nær að efla kynningarstarf sitt og reyna að auka trúverðugleika sinn, mögulega með því að gera út upplýsingafulltrúa Hæstaréttar. Þetta segir Sindri M. Stephensen, ritstjóri Úlfljóts, tímarits laganema í stuttu ávarpi fremst í nýjasta tölublaðinu. Þar veltir hann vöngum yfir litlu trausti þjóðarinnar á dómskerfi landsins. 13.8.2012 11:52 Ungir sjálfstæðismenn vilja prófkjör fyrir næstu kosningar Ungir sjálfstæðismenn skora á kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í öllum kjördæmum að halda prófkjör fyrir alþingiskosningarnar næsta vor. Í ályktun sem ungliðarnir sendu frá sér í morgun segir að lýðræði í flokknum hafi verið aukið á ýmsa vegu með breytingum sem gerðar voru á skipulagsreglum flokksins á síðasta landsfundi. Það væri í hrópandi ósamræmi við þá stefnumörkun landsfundar að halda ekki prófkjör enda séu prófkjör lýðræðislegasta leiðin til velja fulltrúa flokksins í kosningum. 13.8.2012 09:43 Missti hníf á fótinn á sér Síðasta vika gekk ekki slysalaust fyrir sig á Suðurlandi í síðustu viku. Til að mynda lenti kona með fingur í hekkklippum og hlaut stóran skurð á fingurinn. Konan fór á slysavakt á heilsugæslunni á Selfossi þar sem nokkur spor voru saumuð í fingurinn. Maður slasaðist á höfði og braut tönn þegar hann datt á andlitið á tjaldsvæðinu í Miðdal. 13.8.2012 11:53 Sjálfboðaliðar leita Sigrid í dag Rúm vika er síðan hin sextán ára gamla Sigrid hvarf sporlaust, steinsnar frá heimili sínu í Ósló. Hennar er nú leitað á alþjóðlegum vettvangi en grunur leikur á að hún hafi verið numin á brott þegar hún var á leið heim til sín aðfaranótt sunnudags. 13.8.2012 11:51 Vetraráætlun Strætó tekur gildi Vetraráætlun Strætó á höfuðborgarsvæðinu tók gildi í gær. Vetraráætlun er því viku fyrr á ferðinni en vanalega og er það liður í að koma til móts við farþega með því að auka tíðni fyrr og ná fram úrbótum á leiðarkerfi farþegum til hagsbóta. 13.8.2012 11:36 Hefði mátt koma í veg fyrir hryðjuverkin Það hefði mátt koma í veg fyrir hryðjuverkin í Noregi þann 22. júlí í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem kynnt var stjórnvöldum þar í landi í dag. Eins og kunnugt er varð fjöldamorðinginn Breivik 77 manns að bana. Skýrslan var birt á Netinu klukkan eitt að norskum tíma eða ellefu að íslenskum tíma. Helsta niðurstaðan er sú að með því að beita öryggisráðstöfunum sem norsk yfirvöld höfðu þegar tileinkað sér hefði verið hægt að koma í veg fyrir hryðjuverkin. 13.8.2012 11:28 Yfir tvö hundruð eyðibýli rannsökuð í sumar Rannsóknarverkefnið Eyðibýli á Íslandi hélt áfram í sumar þegar 231 hús á Vestur- og Norðausturlandi voru rannsökuð. Rannsóknarferðum er nú lokið en rannsóknarteymið vinnur að útgáfu bóka sem eiga að koma út í september. 13.8.2012 10:09 Þriðja tegund manns fundin Rannsóknir á steingervingum frá norðurhluta Kenía benda til þess að fundin sé ný ættkvísl manna sem lifðu í Afríku fyrir um tveimur milljónum ára. Uppgötvunin bendir því til þess að þrjár ótengdar tegundir manna hafi lifað á sama tíma, án vitneskju um hverja aðra. 13.8.2012 00:15 Besta sumar frá upphafi á Hótel Flatey? Sumarið í Hótel Flatey var væntanlega það besta frá upphafi. Þetta segir Sara Sesselja Friðriksdóttir starfsmaður hótelsins á vef Reykhólahrepps. Margvíslegir viðburðir hafa verið á hótelinu í allt sumar, nú síðast tróð hljómsveitin Spaðar þar upp um helgina. 13.8.2012 11:19 Vonar náttúrunnar vegna að tillaga sín verði samþykkt Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður Framsóknarflokksins, vill gera refaveiðar markvissari. Hann segir að í stað þess að vinna að friðun refa og skera alveg niður fjárveitingar til veiðanna hefði verið skynsamlegra að skipuleggja þær betur og gera markvissari. 13.8.2012 10:53 Ekkert spurst til landnámshæna Ekkert hefur enn spurst til 26 landnámshæna, sem stolið var úr hænsnakofa í hesthúsahverfinu við Hópsheiði í Grindavík í fyrrakvöld. Lögreglan, hefur ekki fengið neinar vísbendingar, enn sem komið er, en það ætti að vekja athygli ef einhver hefur skyndilega komið sér upp svo myndarlegum hænsnahópi á einni nóttu. Landnámshænurnar eru líka óvenju skrautlegar á litinn og skera sig úr hvítu hænunum, sem eru ríkjandi hér á landi.- 13.8.2012 10:16 Ómerktur lögreglubíll við hraðamælingar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að vera með ómerktan lögreglubíl við hraðaeftirlit við Breiðagerði í dag. Íbúar við götuna hafa kvartað undan miklum hraðakstri við götuna og hafa íbúar óskað eftir að fleiri hraðahindranir verði settar upp. 13.8.2012 09:56 Rétttrúnaðarkirkjan keypti auglýsinguna Í Fréttablaðinu á laugardag birtist auglýsing undir yfirskriftinni "Ef kristið fólk þegir þá talar Biblían“ Þar var birt tilvitnun í fyrra Korintubréf Biblíunnar. Þau mistök voru gerð við birtingu auglýsingarinnar að krefjast þess ekki að auglýsandinn nafngreindi sig. Kaupandi auglýsingarinnar er Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins á Íslandi, öðru nafni Rússneska rétttrúnaðarkirkjan. Beðist er afsökunar á mistökunum. - bj 13.8.2012 09:15 Starfsfólki sendiráða mismunað Íslenskir starfsmenn erlendra sendiráða njóta ekki sömu kjara og annað launafólk í landinu, skrifar Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 13.8.2012 09:15 Giffords flytur aftur á heimaslóðir Gabrielle Giffords, fyrrverandi þingmaður á bandaríkjaþingi, og eiginmaður hennar flytja aftur til Tucson á næstunni. Giffords hefur búið í Houston í um eitt og hálft ár þar sem hún hefur undirgengist líkams- og talþjálfun. Hún var hætt komin þegar hún var skotin í höfuðið á pólitískri samkomu í byrjun síðasta árs, en Giffords var ein af nítján sem var skotin. Sex manns fórust í árásinni. 13.8.2012 08:48 Simpansi gekk um götur Las Vegas Simpansi, sem ráfaði um götur Las Vegas í síðasta mánuði, eiganda sínum til mikillar armæðu, slap aftur úr búri sínu í gær og á götur borgarinnar. Eigandi simpansans, Timmi De Rosa, sagði í samtali við Associated Press fréttastofuna að einhver óprúttinn aðili hljóti að hafa hleypt honum úr búri sínu. Svo rammgert væri það að hann kæmist ekki þaðan sjálfur. Apinn náðist fljótlega eftir að hann slap úr búri sínu. Hann fær ekki að vera áfram á heimili eiganda sins heldur verður hann sendur í dýragarð í Oregon. 13.8.2012 08:19 Hélt afmælisveislu fyrir helstu stuðningsmenn Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hélt í gær veislu á heimili sínu í Chicago fyrir helstu stuðningsmenn sína til að afla fjár fyrir forsetakosningarnar. Obama, átti afmæli í síðustu viku, og var því um nokkurskonar afmælisveislu að ræða. 75 gestum var boðið í veisluna, en Obama segist hafa þekkt flesta þeirra mjög lengi eða frá því áður en hann eignaðist sín fyrstu jakkaföt. 13.8.2012 08:15 Upplýsingum um Breivik haldið leyndum í 60 ár Stærstur hluti þeirra upplýsinga sem norsk yfirvöld hafa um fjöldamorðingjann Anders Behring Breivik og ástæðurnar að baki morðunum í Ósló og í Útey í fyrra munu ekki birtast almenningi fyrr en eftir sextíu ár. Þetta kemur fram á vef Jyllands Posten í dag. Ný skýrsla um atburðina verður kynnt yfirvöldum í dag og verður haldinn blaðamannafundur í framhaldi af því. Skýrslan lak í fjölmiðla á föstudag, en þar kemur meðal annars fram hörð gagnrýni á viðbrögð lögreglunnar þennan örlagaríka dag. 13.8.2012 08:12 Átta af tólf vilja endurmeta viðræður um ESB Átta af 12 þingmönnum Vinstri grænna vilja endurmeta viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu, samkvæmt könnum sem Morgunblaðið hefur gert um afstöðu þingmanna flokksins til málsins. Eins og fram kom í fréttum um helgina, lýstu tveir ráðherrar flokksins, þær Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir því yfir að endurmeta þyrfti viðræðurnar. Áður hefur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lýst andstöðu sinni við aðild að Evrópusambandinu. 13.8.2012 08:10 Rennsli hefur aukist í laxveiðiám Rennsli hefur stór aukist í laxveiðiám suðvestanlands í rigningunni að undanförnu. Rennslið í Norðurá sexfaldaðist til dæmis um helgina frá því sem það var orðið í þurrkunum og mátti líkja því við flóð um helgina. Við slíkar aðstæður gruggast árnar líka þannig að eitthvað slær á veiðina, en nú eru árnar að jafna sig og binda laxveiðimenn vonir við góða veiði á næstunni, eftir dræma veiði í vatnsleysinu.- 13.8.2012 08:05 Búist við margmenni á Heathrow Um sex þúsund íþróttamenn munu fara um flugstöð sem var sett upp sérstaklega vegna Ólympíuleikana, eftir því sem fram kemur í fréttum Daily Mail í dag. 13.8.2012 08:02 Verður ákærður fyrir að reyna að myrða dætur sínar Karlmaður sem stakk fjögurra ára gamlar tvíburadætur sínar á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn í gær verður ákærður fyrir tvöfalda morðtilraun. Báðar telpurnar særðust alvarlega í árásinni og var á tímabili talið að minnsta kosti önnur þeirra væri í lífshættu. Þær eru núna í öndunarvél en ástand þeirra er stöðugt. Telpurnar höfðu verið með foreldrum sínum á spítalanum um skeið, en önnur þeirra hafði átt við langvarandi veikindi að stríða. Faðirinn hefur ekki verið yfirheyrður og því er ekki vitað hvað honum gekk til með árásinni. 13.8.2012 07:22 Sótti veikan mann á Fagurhólsmýrar Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan erlendan ferðamann til Fagurhólsmýrar síðdegis í gær og flutti hann á Landspítalann. Hann hafði fengið hastarlegan brjótsverk og var kallað eftir aðstoð. Fyrst kom sjúkrabíll á vettvang og ók hann manninum til móts við þyrluna. Hann mun vera á batavegi.- 13.8.2012 07:18 Sjá næstu 50 fréttir
Fagna nýju ári með varðeldum Hundruð varðelda loga nú í kínversku borginni Xichang. Yi-þjóðflokkurinn fagnar nú nýju ári og kveður um leið ára og illa anda á brott. 13.8.2012 21:41
Skotárás við háskóla í Texas - þrír látnir Að minnsta kosti þrír eru látnir eftir að maður hóf skothríð í grennd við A&M háskólann í Texas í Bandaríkjunum síðdegis í dag. Einn af þeim látnu er lögregluþjónn samkvæmt New York Times. Mikil hræðsla greip um sig á meðal nemenda á svæðinu þegar maðurinn hóf skothríð við eina af byggingunum. Lögreglumaðurinn sem lést fór inn í hús byssumannsins eftir að tilkynnt var um skothríðina og var hann skotinn eftir að hann fór inn í íbúðina. AP fréttastofan hefur eftir lögreglu að byssumaðurinn hafi verið fluttur á spítala eftir að hafa orðið fyrir skoti en hafi látist af sárum sínum á spítala. 13.8.2012 20:29
Hárprúði borgarstjórinn dansaði við Spice Girls Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, sló heldur betur í gegn á lokaathöfn Ólympíuleikanna í borginni þegar stúlknahljómsveitin Spice Girls steig óvænt á svið. Á myndskeiði sem birt hefur verið á Youtube.com sést borgarstjórinn dansa við lagið Spice Up Your Life en við hlið hans er David Cameron, forsætisráðherra landsins, ásamt eiginkonu sinni Samönthu. 13.8.2012 19:52
Olíurannsóknir gengu framar vonum vegna veðurblíðu Olíurannsóknaleiðangur á Jan Mayen-hryggnum, sem áætlað var að tæki rúma þrjá mánuði, gekk mun betur vegna einmuna veðurblíðu á svæðinu og lauk honum fyrir helgi eftir aðeins liðlega tveggja mánaða útivist. Rannsóknarleiðangurinn nýtti Akureyri sem þjónustumiðstöð og voru þessar myndir teknar þar fyrr í sumar þegar flotinn kom þangað inn til áhafnaskipta og til að sækja sér vistir og aðra þjónustu. 13.8.2012 19:15
Stjórnarslit ekki í kortunum Ríkisstjórnarsamstarfið er ekki í hættu, þrátt fyrir að þrír ráðherrar Vinstri grænna hafi lýst yfir að endurskoða þurfi umsókn að Evrópusambandinu. Þetta er mat fjölmargra stjórnarþingmanna sem fréttastofa ræddi við í dag. 13.8.2012 18:54
"Rothöggið" staðfest á fundi með ríkisstjórninni "Ég verð að segja að rothöggið var staðfest á þessum fundi okkar með fjármálaráðherra í dag,“ segir Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Samtökin funduðu með Oddnýju G. Harðardóttur fjármálaráðherra í dag um skattahækkun á gistinætur á Íslandi. 13.8.2012 18:18
Í vímu undir stýri - en hefur aldrei fengið bílpróf Sautján ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tólf þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík, þrír í Kópavogi og einn í Garðabæ og Hafnarfirði. Fimm voru teknir á laugardag, ellefu á sunnudag og einn aðfaranótt mánudags. Þetta voru þrettán karlar á aldrinum 21-65 ára og fjórar konur, 18-35 ára. Tveir þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og einn hefur aldrei öðlast ökuréttindi. 13.8.2012 17:59
Hvað gerir þetta bláa teip? Ólympíuleikaveislan er nú á enda eftir margar vikur af íþróttaviðburðum af öllum stærðum og gerðum. Það var þó eitt sem var meira áberandi frá síðustu Ólympíuleikum og það eru þessi bláu teip sem íþróttamenn voru með víðsvegar um líkamann. 13.8.2012 17:54
Lækka gatnagerðargjöld um helming Bæjarráð Stykkishólms hefur samþykkt að lækka gatnagerðargjöld um 50% á ákveðnum lóðum. Einnig var samþykkt að fella niður gjald vegna uppfyllingar ákveðinnar lóðar. Ástæðan er sögð sú að skortur sé á íbúðarhúsnæði og rétt sé að hvetja til bygginga. Einnig er talið að aðgerðirnar geti eflt byggingariðnað á svæðinu. Frá þessu er sagt á vef Skessuhorns. 13.8.2012 17:03
Bretar ánægðir með Ólympíuleikana Nýliðnir Ólympíuleikar í Lundúnum eru bestu Ólympíuleikar sögunnar. Þetta segir að minnsta kosti breska blaðið Daily Telegraph sem hefur skoðað fréttaumfjöllun miðla víða að úr heiminum um leikana. 13.8.2012 16:58
Stökkbreytt fiðrildi frá Fukushima Geislavirkni í kjölfar kjarnorkuslyssins í Fukushima í Japan virðist hafa leitt til stökkbreytinga hjá fiðrildum á svæðinu. Vísindamenn segja að fiðrildi á svæðinu hafi öðruvísi fætur, vængi og fálmara. 13.8.2012 16:41
Bíll fluttur með krana af Reykjanesbraut eftir slys Umferðarslys varð á Reykjanesbraut á milli Lækjargötu og Kaplakrika um hálfþrjúleytið í dag. Óljóst er um tildrög og áverka en ein bifreið var flutt af vettvangi með kranabifreið. 13.8.2012 16:30
Lögregla með tuskudýr í vörslu sinni Nokkur fjöldi tuskudýra, sem öll fundust á sama staðnum, er í óskilum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eigandinn getur vitjað þeirra hjá lögreglunni en krafist verður staðfestingar á eignarhaldi. Upplýsingar eru veittar í síma 444-1000 en einnig má senda fyrirspurnir í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is. 13.8.2012 15:48
Dómstólar misnota gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna Lögmaðurinn Ragnar Aðalsteinsson sakar íslenska dómstóla um að mistúlka og misnota heimild til að úrskurða sakborninga í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Í nýjasta tölublaði Úlfljóts, tímarits laganema, skrifar hann grein ásamt lögfræðingnum Fanney Hrund Hilmarsdóttur þar sem íslensk dómaframkvæmd er m.a. borin saman við dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins. 13.8.2012 15:43
Útilokar ekki afsögn vegna sannleiksskýrslunnar Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, segist miður sín yfir því að björgunaraðgerðir hafi tekið of langan tíma þann 22. júlí í fyrra og að Anders Behring Breivik skyldi ekki hafa verið handtekinn fyrr en raunin varð. Þetta sagði hann á blaðamannafundi eftir að sannleiksskýrsla um atburðina var birt í dag. Hann lofar því að styrkja björgunarlið. 13.8.2012 15:31
DUST 514 og EVE tengjast í fyrsta sinn Tölvuleikirnir EVE online og DUST 514 munu tengjast í fyrsta sinn eftir rétt rúma viku. Þá munu spilendur beggja leikjanna geta talað saman, skipulagt árásir og fleira í fyrsta sinn. 13.8.2012 14:42
Ökufantar stungu af Ekið var á tvær kyrrstæðar og mannlausar bifreiðar á bifreiðastæðum í Reykjanesbæ um helgina, önnur þeirra stóð gegnt Hótel Keflavík og hin á Skógarbraut á Ásbrú framan við byggingu 1106, stigagang 2. 13.8.2012 14:12
Mannlaus vagn fékk hvatningarverðlaun Hinsegin daga Vagninn hér til hliðar hlaut hvatningarverðlaun Hinsegin daga 2012. Honum var mannlausum ekið í Gleðigöngunni með þessari einu áletrun "Fyrir vini okkar sem hafa ekki frelsi til að fagna Hinsegin dögum". 13.8.2012 14:04
Rannsókn lokið á máli hrottanna í Breiðholti Lögreglan hefur lokið við rannsókn á máli tveggja manna sem réðust inn á karlmann í Breiðholti fyrr í sumar, sviptu hann frelsi sínu í sex klukkustundir og neyddu hann til að millifæra pening af bankareikningi sínum yfir á þeirra bankareikning. Málið hefur verið sent ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um það hvort mennirnir verði ákærðir eða ekki. Mennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því að þeir voru handteknir. 13.8.2012 13:53
Óttast að sænska leiðin fjölgi HIV smituðum Sænska leiðin nýtist ekki í baráttu gegn vændi og veldur fólki í vændi miklum skaða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. 13.8.2012 13:13
Margir nota grænu hjólin í ljósmyndasamkeppni Nú keppist fólk um að fanga stemninguna á Sumargötum Borgarinnar með linsunni, enda stendur yfir ljósmyndasamkeppni á vegum Reykjavíkurborgar. María Markó, vöruhönnuður, sem stendur fyrir verkefninu segir að fjöldi mynda hafi skilað sér en hvetur fólk til að nýta síðustu dagana og koma sínum myndum að. Keppninni lýkur 19. ágúst. 13.8.2012 12:55
Ólga í VG Svo virðist sem ólga sé komin í raðir Vinstri Grænna eftir að ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttur tóku nýverið undir með Ögmundi Jónassyni um að endurmeta þurfi aðildarferlið. 13.8.2012 12:54
Upplýsingafulltrúi gæti aukið traust á dómskerfið Það stendur dómstólum nær að efla kynningarstarf sitt og reyna að auka trúverðugleika sinn, mögulega með því að gera út upplýsingafulltrúa Hæstaréttar. Þetta segir Sindri M. Stephensen, ritstjóri Úlfljóts, tímarits laganema í stuttu ávarpi fremst í nýjasta tölublaðinu. Þar veltir hann vöngum yfir litlu trausti þjóðarinnar á dómskerfi landsins. 13.8.2012 11:52
Ungir sjálfstæðismenn vilja prófkjör fyrir næstu kosningar Ungir sjálfstæðismenn skora á kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í öllum kjördæmum að halda prófkjör fyrir alþingiskosningarnar næsta vor. Í ályktun sem ungliðarnir sendu frá sér í morgun segir að lýðræði í flokknum hafi verið aukið á ýmsa vegu með breytingum sem gerðar voru á skipulagsreglum flokksins á síðasta landsfundi. Það væri í hrópandi ósamræmi við þá stefnumörkun landsfundar að halda ekki prófkjör enda séu prófkjör lýðræðislegasta leiðin til velja fulltrúa flokksins í kosningum. 13.8.2012 09:43
Missti hníf á fótinn á sér Síðasta vika gekk ekki slysalaust fyrir sig á Suðurlandi í síðustu viku. Til að mynda lenti kona með fingur í hekkklippum og hlaut stóran skurð á fingurinn. Konan fór á slysavakt á heilsugæslunni á Selfossi þar sem nokkur spor voru saumuð í fingurinn. Maður slasaðist á höfði og braut tönn þegar hann datt á andlitið á tjaldsvæðinu í Miðdal. 13.8.2012 11:53
Sjálfboðaliðar leita Sigrid í dag Rúm vika er síðan hin sextán ára gamla Sigrid hvarf sporlaust, steinsnar frá heimili sínu í Ósló. Hennar er nú leitað á alþjóðlegum vettvangi en grunur leikur á að hún hafi verið numin á brott þegar hún var á leið heim til sín aðfaranótt sunnudags. 13.8.2012 11:51
Vetraráætlun Strætó tekur gildi Vetraráætlun Strætó á höfuðborgarsvæðinu tók gildi í gær. Vetraráætlun er því viku fyrr á ferðinni en vanalega og er það liður í að koma til móts við farþega með því að auka tíðni fyrr og ná fram úrbótum á leiðarkerfi farþegum til hagsbóta. 13.8.2012 11:36
Hefði mátt koma í veg fyrir hryðjuverkin Það hefði mátt koma í veg fyrir hryðjuverkin í Noregi þann 22. júlí í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem kynnt var stjórnvöldum þar í landi í dag. Eins og kunnugt er varð fjöldamorðinginn Breivik 77 manns að bana. Skýrslan var birt á Netinu klukkan eitt að norskum tíma eða ellefu að íslenskum tíma. Helsta niðurstaðan er sú að með því að beita öryggisráðstöfunum sem norsk yfirvöld höfðu þegar tileinkað sér hefði verið hægt að koma í veg fyrir hryðjuverkin. 13.8.2012 11:28
Yfir tvö hundruð eyðibýli rannsökuð í sumar Rannsóknarverkefnið Eyðibýli á Íslandi hélt áfram í sumar þegar 231 hús á Vestur- og Norðausturlandi voru rannsökuð. Rannsóknarferðum er nú lokið en rannsóknarteymið vinnur að útgáfu bóka sem eiga að koma út í september. 13.8.2012 10:09
Þriðja tegund manns fundin Rannsóknir á steingervingum frá norðurhluta Kenía benda til þess að fundin sé ný ættkvísl manna sem lifðu í Afríku fyrir um tveimur milljónum ára. Uppgötvunin bendir því til þess að þrjár ótengdar tegundir manna hafi lifað á sama tíma, án vitneskju um hverja aðra. 13.8.2012 00:15
Besta sumar frá upphafi á Hótel Flatey? Sumarið í Hótel Flatey var væntanlega það besta frá upphafi. Þetta segir Sara Sesselja Friðriksdóttir starfsmaður hótelsins á vef Reykhólahrepps. Margvíslegir viðburðir hafa verið á hótelinu í allt sumar, nú síðast tróð hljómsveitin Spaðar þar upp um helgina. 13.8.2012 11:19
Vonar náttúrunnar vegna að tillaga sín verði samþykkt Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður Framsóknarflokksins, vill gera refaveiðar markvissari. Hann segir að í stað þess að vinna að friðun refa og skera alveg niður fjárveitingar til veiðanna hefði verið skynsamlegra að skipuleggja þær betur og gera markvissari. 13.8.2012 10:53
Ekkert spurst til landnámshæna Ekkert hefur enn spurst til 26 landnámshæna, sem stolið var úr hænsnakofa í hesthúsahverfinu við Hópsheiði í Grindavík í fyrrakvöld. Lögreglan, hefur ekki fengið neinar vísbendingar, enn sem komið er, en það ætti að vekja athygli ef einhver hefur skyndilega komið sér upp svo myndarlegum hænsnahópi á einni nóttu. Landnámshænurnar eru líka óvenju skrautlegar á litinn og skera sig úr hvítu hænunum, sem eru ríkjandi hér á landi.- 13.8.2012 10:16
Ómerktur lögreglubíll við hraðamælingar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að vera með ómerktan lögreglubíl við hraðaeftirlit við Breiðagerði í dag. Íbúar við götuna hafa kvartað undan miklum hraðakstri við götuna og hafa íbúar óskað eftir að fleiri hraðahindranir verði settar upp. 13.8.2012 09:56
Rétttrúnaðarkirkjan keypti auglýsinguna Í Fréttablaðinu á laugardag birtist auglýsing undir yfirskriftinni "Ef kristið fólk þegir þá talar Biblían“ Þar var birt tilvitnun í fyrra Korintubréf Biblíunnar. Þau mistök voru gerð við birtingu auglýsingarinnar að krefjast þess ekki að auglýsandinn nafngreindi sig. Kaupandi auglýsingarinnar er Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins á Íslandi, öðru nafni Rússneska rétttrúnaðarkirkjan. Beðist er afsökunar á mistökunum. - bj 13.8.2012 09:15
Starfsfólki sendiráða mismunað Íslenskir starfsmenn erlendra sendiráða njóta ekki sömu kjara og annað launafólk í landinu, skrifar Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 13.8.2012 09:15
Giffords flytur aftur á heimaslóðir Gabrielle Giffords, fyrrverandi þingmaður á bandaríkjaþingi, og eiginmaður hennar flytja aftur til Tucson á næstunni. Giffords hefur búið í Houston í um eitt og hálft ár þar sem hún hefur undirgengist líkams- og talþjálfun. Hún var hætt komin þegar hún var skotin í höfuðið á pólitískri samkomu í byrjun síðasta árs, en Giffords var ein af nítján sem var skotin. Sex manns fórust í árásinni. 13.8.2012 08:48
Simpansi gekk um götur Las Vegas Simpansi, sem ráfaði um götur Las Vegas í síðasta mánuði, eiganda sínum til mikillar armæðu, slap aftur úr búri sínu í gær og á götur borgarinnar. Eigandi simpansans, Timmi De Rosa, sagði í samtali við Associated Press fréttastofuna að einhver óprúttinn aðili hljóti að hafa hleypt honum úr búri sínu. Svo rammgert væri það að hann kæmist ekki þaðan sjálfur. Apinn náðist fljótlega eftir að hann slap úr búri sínu. Hann fær ekki að vera áfram á heimili eiganda sins heldur verður hann sendur í dýragarð í Oregon. 13.8.2012 08:19
Hélt afmælisveislu fyrir helstu stuðningsmenn Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hélt í gær veislu á heimili sínu í Chicago fyrir helstu stuðningsmenn sína til að afla fjár fyrir forsetakosningarnar. Obama, átti afmæli í síðustu viku, og var því um nokkurskonar afmælisveislu að ræða. 75 gestum var boðið í veisluna, en Obama segist hafa þekkt flesta þeirra mjög lengi eða frá því áður en hann eignaðist sín fyrstu jakkaföt. 13.8.2012 08:15
Upplýsingum um Breivik haldið leyndum í 60 ár Stærstur hluti þeirra upplýsinga sem norsk yfirvöld hafa um fjöldamorðingjann Anders Behring Breivik og ástæðurnar að baki morðunum í Ósló og í Útey í fyrra munu ekki birtast almenningi fyrr en eftir sextíu ár. Þetta kemur fram á vef Jyllands Posten í dag. Ný skýrsla um atburðina verður kynnt yfirvöldum í dag og verður haldinn blaðamannafundur í framhaldi af því. Skýrslan lak í fjölmiðla á föstudag, en þar kemur meðal annars fram hörð gagnrýni á viðbrögð lögreglunnar þennan örlagaríka dag. 13.8.2012 08:12
Átta af tólf vilja endurmeta viðræður um ESB Átta af 12 þingmönnum Vinstri grænna vilja endurmeta viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu, samkvæmt könnum sem Morgunblaðið hefur gert um afstöðu þingmanna flokksins til málsins. Eins og fram kom í fréttum um helgina, lýstu tveir ráðherrar flokksins, þær Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir því yfir að endurmeta þyrfti viðræðurnar. Áður hefur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lýst andstöðu sinni við aðild að Evrópusambandinu. 13.8.2012 08:10
Rennsli hefur aukist í laxveiðiám Rennsli hefur stór aukist í laxveiðiám suðvestanlands í rigningunni að undanförnu. Rennslið í Norðurá sexfaldaðist til dæmis um helgina frá því sem það var orðið í þurrkunum og mátti líkja því við flóð um helgina. Við slíkar aðstæður gruggast árnar líka þannig að eitthvað slær á veiðina, en nú eru árnar að jafna sig og binda laxveiðimenn vonir við góða veiði á næstunni, eftir dræma veiði í vatnsleysinu.- 13.8.2012 08:05
Búist við margmenni á Heathrow Um sex þúsund íþróttamenn munu fara um flugstöð sem var sett upp sérstaklega vegna Ólympíuleikana, eftir því sem fram kemur í fréttum Daily Mail í dag. 13.8.2012 08:02
Verður ákærður fyrir að reyna að myrða dætur sínar Karlmaður sem stakk fjögurra ára gamlar tvíburadætur sínar á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn í gær verður ákærður fyrir tvöfalda morðtilraun. Báðar telpurnar særðust alvarlega í árásinni og var á tímabili talið að minnsta kosti önnur þeirra væri í lífshættu. Þær eru núna í öndunarvél en ástand þeirra er stöðugt. Telpurnar höfðu verið með foreldrum sínum á spítalanum um skeið, en önnur þeirra hafði átt við langvarandi veikindi að stríða. Faðirinn hefur ekki verið yfirheyrður og því er ekki vitað hvað honum gekk til með árásinni. 13.8.2012 07:22
Sótti veikan mann á Fagurhólsmýrar Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan erlendan ferðamann til Fagurhólsmýrar síðdegis í gær og flutti hann á Landspítalann. Hann hafði fengið hastarlegan brjótsverk og var kallað eftir aðstoð. Fyrst kom sjúkrabíll á vettvang og ók hann manninum til móts við þyrluna. Hann mun vera á batavegi.- 13.8.2012 07:18