Innlent

"Rothöggið" staðfest á fundi með ríkisstjórninni

Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
„Ég verð að segja að rothöggið var staðfest á þessum fundi okkar með fjármálaráðherra í dag," segir Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Samtökin funduðu með Oddnýju G. Harðardóttur fjármálaráðherra í dag um skattahækkun á gistinætur á Íslandi.

„Við sjáum ekki fram á annað en þetta séu fyriráætlanir ríkisstjórnarinnar," sagði Árni í samtali við þáttinn Reykjavík síðdegis í dag. Samtökin höfðu ekki heyrt um skattahækkanirnar nema í fjölmiðlum.

„Hugmyndin er sem sagt að virðisaukaskattur á gistingu, sem er í dag 7 prósent, verði 25,5 prósent. Þessi skattur í rauninni hækkar um 380 prósent, en þarna verður 17 prósent hækkun miðað við það sem er í dag."

Hægt er að hlusta á viðtalið við Árni í meðfylgjandi hljóðbroti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×