Innlent

Óttast að sænska leiðin fjölgi HIV smituðum

Karen Kjartansdóttir skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Sænska leiðin nýtist ekki í baráttu gegn vændi og veldur fólki í vændi miklum skaða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Skýrslunni er ætlað að varpa ljósi á afleiðingar mismunandi lagasetningar á útbreiðslu HIV veirunnar. Fjallað var um niðurstöður skýrslunnar á ráðstefnu um HIV og alnæmi sem fór fram í bandaríkjunum í júlí. Fernando Henrique Cardoso, fyrrverandi forseti Brasilíu stýrði nefndinni en hún var skipuð fólki víða úr heiminum sem vinnur á málefnum HIV-smitaðra.

Niðustöður skýrsluhöfunda um áhrif lagasetningar sem oft er kölluð sænska leiðin, en hún gerir kaup á vændi ólögleg, er sú að lagasetningi auki hættu á útbreiðslu HIV veirunnar og geri vændisfólk varnarlausara.

Sænska leiðin var fyrst farin í Svíþjóð. Norðmenn og Íslendingar tóku svo upp sambærileg lög fyrir um þremur árum.

Pye Jakobsson, stofnandi hagsmunasamtaka fólks í vændi í Svíþjóð sem fréttastofa ræddi við í gær fullyrti í fréttum að lögin hefðu ýtt undir mansal og skaðaða fólk sem það stundar.

Pye er auk þess verkefnastjóri hjá HIV-samtökunum í Svíþjóð þar sem hún vinnur að forvörnum meðal fólks sem stundar vændi.

Bendir hún á að ný skýrsla Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna hafi í raun gefið tveimur lagasetningum falleinkun þegar kemur að því að sporna gegn útbreiðslu HIV-veirunnar, það er svokallaðri Pepfar leið sem farin hefur verið í Bandaríkjunum og svo sænsku leiðinni.

Þau lög séu líkleg til að auka HIV-smit meðal fólks í vændi þar sem það færi vændið meira inn í undirheimana og dragi úr smokkanotkun, gerir fólk í vændi varnarlausar fyrir hvers kyns ofbeldi.

Í skýrslunni kemur auk þess fram að þrátt fyrir að 2000 menn hafi verið handteknir vegna sænsku leiðarinnar hafi enginn verið fangelsaður enda sé nær ógjörningur að sanna brotið enda líti vændisfólkið ekki á sig sem fórnarlömb glæps eins og lögin gerir ráð fyrir. Það vilji því nær aldrei vitna gegn vændiskaupandanum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×