Innlent

Hvað gerir þetta bláa teip?

Flestir íþróttamenn á Ólympíuleikunum í ár voru með Kinesio-teipið á sér.
Flestir íþróttamenn á Ólympíuleikunum í ár voru með Kinesio-teipið á sér.
Ólympíuleikaveislan er nú á enda eftir margar vikur af íþróttaviðburðum af öllum stærðum og gerðum. Það var þó eitt sem var meira áberandi frá síðustu Ólympíuleikum og það eru þessi bláu teip sem íþróttamenn voru með víðsvegar um líkamann.

Einar Óli Þorvarðarson, sjúkraþjálfari hjá Atla endurhæfingu, ræddi við þáttastjórendur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag um Kinesio-teipið.

„Þetta er til í öllum litum, á skrifstofunni hjá mér er ég með nokkra liti. Í raun og veru upphaflega gert til að losa um þrýsting og verk. Þetta er gert til að lyfta upp húðinni og þannig losa um verkinn," segir Einar Óli.

„Það er hægt að nota gamla góða hvíta teipið, þú bara getur ekki hreyft þig með það. Þetta teip er mun þægilegra, það teygir og er með sama teygjanleika og húðin. Það er betra að hafa þetta á húðinni en hvíta teipið."

Hægt er að hlusta á viðtalið við Einar Óla í meðfylgjandi hljóðbroti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×