Fleiri fréttir Íhuguðu að rýma Tókíó Í nýrri óháðri skýrslu um kjarnorkuslysið í japönsku borginni Fukushima segir að yfirvöld hafi alvarlega íhugað að rýma Tókíó, eina stærstu borg heims, þegar ástandið var sem alvarlegast. 28.2.2012 08:38 Vilja brenna sorp í Helguvík Bandaríska sorpeyðingarfyrirtækið Triumvirate Environmental hefur lagt fram kauptilboð í sorpeyðingarstöðina Kölku á Suðurnesjum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hljóðar tilboðið upp á 10 milljónir dala, um 1,25 milljarða króna. Kalka er í eigu sveitarfélaga á Suðurnesjum og hefur átt við mikla fjárhagserfiðleika að stríða á undanförnum árum. Gangi kaupin eftir áformar Triumvirate að flytja úrgang frá Norður-Ameríku til Íslands og brenna í sorpeyðingarstöðunni, sem er staðsett í Helguvík. 28.2.2012 08:30 Oddný segir ákvarðanir ÁTVR í anda laganna "Ég hef ekki séð allar umbúðirnar sem hafnað hefur verið en túlkunin varðandi þær sem ég hef séð finnst mér vera í samræmi við anda laganna og reglugerðina sem gefin var út í kjölfarið." 28.2.2012 08:30 Góð loðnuveiði í gær Góð loðnuveiði var vestur af Sandgerði síðdegis í gær og fram á kvöld, eftir að veður gekk heldur niður. Mörg skip fengu fullfermi og eru nú á leið til löndunar og eru fá skip á miðunum. 28.2.2012 08:20 Kannabis í austurborginni Lögreglan stöðvaði kannabisræktun í þríbýlishúsi í austurborginni í gærkvöldi. Þar voru um það bil 30 kannabisplöntur á byrjunarstigi ræktunar og var eigandinn á staðnum þegar lögreglu bar að. Skýrsla var tekin af honum og telst málið upplýst, en lögreglan lagði hald á plönturnar og búnað til rækturnar. 28.2.2012 08:18 Demókratar styðja Santorum í Michigan Spenna er fyrir forkosningar Repúblikana í Michigan sem fram fara í dag en þeir Mitt Romney og Rick Santorum eru hnífjafnir í skoðanakönnunum. Forkosningar fara einnig fram í Arizona en þar þykir Romney hafa yfirburðastöðu. 28.2.2012 08:14 Kona ógnaði mönnum með hnífi í Laugardal Ölvuð kona tók upp á því að ógna ungum mönnum með hnífi í grennd við sundlaugarnar í Laugardal á ellefta tímanum í gærkvöldi. Kallað var á lögreglu sem handtók hana og sakaði engan. Hnífurinn var vasahnífur, en ekki liggur fyrir hvað konunni gekk til. Hún var vistuð í fangageymslum. 28.2.2012 07:05 Prófessor stefnir alþingismanni Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, hefur stefnt Þór Saari, þingmanni Hreyfingarinnar, fyrir dóm vegna meiðyrða. Ragnar krefur Þór um hálfa milljón króna í miskabætur. 28.2.2012 07:00 Lífeyrissjóðir ósáttir við innleysingu skatts „Það er fljótsagt, þetta fellur í mjög grýttan farveg á meðal lífeyrissjóðanna,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, um hugmyndir Helga Hjörvar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um aðkomu sjóðanna að niðurfærslu verðtryggðra lána. 28.2.2012 06:00 Fátækum börnum fjölgar til muna Hundruð milljóna barna í borgum um víða veröld hafa ekki aðgang að hreinu vatni, heilsugæslu, salernum eða annarri grunnþjónustu. Allra fátækustu börnin búa oft á stórhættulegum svæðum, við skelfilegar aðstæður á sorphaugum eða við hlið lestarteina. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem kemur út í dag. 28.2.2012 05:00 Sprengjumaður í gæsluvarðhald Tæplega þrítugur karlmaður á Suðurnesjum hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að á heimili hans fannst rörasprengja og efni til sprengjugerðar. Maðurinn ógnaði sérsveitarmönnum með hnífi þegar þeir handsömuðu hann. 28.2.2012 04:00 Herða refsiaðgerðir gegn Assad Utanríkisráðherrar ESB ákváðu í gær að herða enn refsiaðgerðir sínar gegn stjórnvöldum í Sýrlandi. Markmiðið er að þrýsta á um að stjórnvöld slaki á klónni í aðgerðum gegn stjórnarandstæðingum í landinu. 28.2.2012 04:00 Dagsektir vegna ókláraðs turns Bæjaryfirvöld í Kópavogi ætla ekki að beita mannvirkjalögum til að annað tveggja láta rífa Norðurturninn við Smáralind eða ljúka við bygginguna. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf. telur það valda því fjárhagstjóni að Norðurturninn sé ókláraður utan í verslunarmiðstöðinni. Eigandi Norðurturnsins er gjaldþrota. Í umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs Kópavogs til bæjarráðs er vitnað til þess að Helgi Birgison skiptastjóri segi viðræður í gangi um framtíð byggingarinnar. 28.2.2012 04:00 158 manns í farbanni hér síðan árið 2007 Alls hafa 158 einstaklingar verið úrskurðaðir í farbann hér á landi síðan árið 2007. Af þeim voru 59 árið 2008 og nú eru 10 manns undir eftirliti hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum: níu karlar og ein kona. Sakborningarnir sem nú er fylgst með eru frá Litháen, Póllandi, Íslandi og Palestínu. 28.2.2012 03:15 Útvarpssendingar mannkyns eiga langt ferðalag fyrir höndum Frá því að ítalski eðlisfræðingurinn Guglielmo Marconi fékk einkaleyfi á þráðlausar skeytasendir árið 1895 hefur mannkynið sent útvarpsbylgjur út í alheiminn. En þrátt fyrir að rúm öld sé liðin frá upphafi útvarpssendinga þá ná þær aðeins yfir brotabrot af Vetrarbrautinni. 27.2.2012 23:00 Sofandi í reykjarkófi Lögregla á Selfossi var kölluð að íbúðarhúsnæði þar í bæ nú undir kvöld. Talsverðan reyk lagði frá íbúðinni. Lögreglumaður fór inn og þar reyndist vera maður sofandi í reykjarkófinu. Maðurinn var vakinn og honum hjálpað út úr húsinu. Ekki reyndist hafa verið eldur í húsinu heldur virðist hafa brunnið við í pottum á eldavél og olli það reyknum. 27.2.2012 22:47 Afmæliskveðja flugmanns túlkuð sem hryðjuverkaárás Flugmaður neyddist til að róa taugaveiklaða farþega eftir að afmæliskveðja hans var misskilin. 27.2.2012 22:30 IKEA birtir leiðbeiningar á YouTube IKEA hefur bænheyrt þá sem þjást af slæmri rýmisskynjun og stofnað sérstaka rás á myndbandasíðunni YouTube. 27.2.2012 22:00 Ómögulegt að gera tilkall til Óskarsverðlauna "Sorrý Ólafur, Jean Dujardin fékk Óskarinn fyrir besta leikinn og Woody Allen fyrir besta handritið. Þú getur hætt að reyna," segir Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og stjórnlagaráðsfulltrúi, um málflutning Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. 27.2.2012 21:42 Angela Merkel fékk óvænta bjórsturtu Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fékk óvænta sturtu þegar taugaveiklaður þjónn hellti fimm bjórum yfir hana í gær. 27.2.2012 21:30 Benedikt XVI mætir á Twitter Nú stendur til að Benedikt XVI páfi fái sinn eigin Twitter reikning. Páfinn mun miðla guðspjöllunum í 140 stöfum. 27.2.2012 21:00 Ólafur Ragnar: Enginn fjárhagslegur ávinningur af því að halda áfram Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segist engan persónulegan, fjárhagslegan ávinning hafa af því að halda áfram sem forseti. Hann hafi verið einlægur þegar hann sagði í nýársávarpi sínu að hann hygðist láta af embætti forseta eftir þetta kjörtímabil. 27.2.2012 20:38 Sarah Palin tilnefnd sem versta leikkona - lék sjálfa sig Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska, hefur verið tilnefnd sem versta leikkona ársins en hún lék sjálfa sig í heimildarmyndinni "The Undefeated.“ 27.2.2012 20:30 Kannað hvort borpöllum verði betur þjónað frá Íslandi Breskt-norskt olíuleitarfélag hefur óskað eftir að norsk stjórnvöld meti hvort hentugra sé að þjónusta olíuborpalla á norska hluta Jan Mayen-svæðisins frá Íslandi eða Jan Mayen. Þrjú ár eru frá því íslensk stjórnvöld buðu fyrst fram Drekasvæðið til olíuvinnslu og fyrir rúmu ári hófu norsk stjórnvöld matsferli með það að markmiði að opna á olíuvinnslu sín megin á Jan Mayen-hryggnum. 27.2.2012 19:04 Eldur borinn að húsi í Hafnarfirði Eldur var borinn að húsvegg á Hverfisgötu í Hafnarfirði nú síðdegis. Slökkviliðsmenn voru strax sendir á staðinn þegar tilkynnt var um eldinn, en þegar þeir voru komnir á staðinn höfðu íbúar í nágrenninu strax brugðist við og slökkt eldinn. Nokkur eldur hafði blossað upp. Hann barst ekki inn í kjallaraíbúð hússins, en skemmdir eru á húsinu að utan. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu virðist sem olía hafi verið borin að húsinu áður en kveikt var í. Þá eru upplýsingar um að Ouitlaws merki hafi verið skrifað á rúðu í einum glugganum á íbúðinni. Þá var slökkviliðið kallað að Laugardalslaug í dag. Heitur pottur hafði lekið í rými sem er undir heita pottinum, þar sem er líkamsræktaraðstaða. Vatnsmagnið sem lak var töluvert og því þurft aðstoð slökkviliðsins við að hreinsa það upp. 27.2.2012 18:41 Ólafur ætlar að ákveða sig í lok vikunnar eða byrjun næstu Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segist þurfa að gera það endanlega upp við sig fljótlega, síðar í þessari viku eða í byrjun næstu viku hvort hann haldi sig við þá ákvörðun sem hann hafi tekið um að láta af embætti forseta eða hvort hann svari því kalli sem birtist í þeim áskorunum sem honum voru birtar í dag. Þetta sagði Ólafur á blaðamannafundi á Bessastöðum í dag. 27.2.2012 17:21 Geir Jón segist ekki vanur að skrökva "Ég var nú bara að svara spurningu sem að mér var beint. Ég er nú vanur því að skrökva ekki og ég svara því sem að mér er rétt," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ummæli hans um að einstakir þingmenn hafi verið í sambandi við mótmælendur í Búsáhaldabyltingunni sem varð aðdragandi þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar lagði upp laupana hafa verið harðlega gagnrýnd. Meðal annars hefur Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, og Álfheiður Ingadóttir, þingmaður flokksins, gagnrýnt þau. 27.2.2012 19:40 Enn óljóst um fyrirætlanir Ólafs Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur tekið við undirskriftum rúmlega 30 þúsund manna þar sem hann er hvattur til að bjóða sig fram að nýju. Guðni Ágústsson fór fyrir hópnum og hélt tölu þar sem hann hvatti Ólaf Ragnar til þess að gefa kost á sér áfram. Ólafur Ragnar þakkaði hlý orð í sinn garð en sagði að hann hefði greint frá fyrirætlunum sínum í nýársávarpi þann 1. janúar. Sagðist hann telja að hann hefði greint frá fyrirætlunum sínum þá eins skýrt og hægt hafi verið. Að þessu sögðu tilkynnti Ólafur að hann ætlaði að fara á nýjan leik í gegnum þessa ákvörðun sína. Hann bauð forsvarsmönnum söfnunarinnar í kaffi og ætlar að ræða við fjölmiðla að þeim fundi loknum. Það er því enn óljóst hvað forsetinn ætlar sér að gera, en skýrist mögulega eftir nokkrar mínútur. 27.2.2012 16:47 Fjörutíu mæður gefa brjóst á Café París - meinlegur misskilningur Rúmlega fjörutíu mæður ætla að hittast á kaffihúsinu Café París í miðborg Reykjavíkur á fimmtudaginn og gefa börnum sínum brjóst. Um er að ræða mótmæli vegna pistils sem Hrafnhildur A. Björnsdóttir ritaði á heimasíðuna Spegll.is en þar lýsti hún því þegar vinkonu hennar var meinað að gefa barni sínu brjóst á veitingastað í Reykjavík. 27.2.2012 16:09 Sigurður Brynjar fundinn Sigurður Brynjar Jensson, piltur á sextánda ári sem lögreglan lýsti eftir í dag, er fundinn. Sigurður er úr Grindavík en hafði dvalið á Háholti í Skagafirði um skeið. 27.2.2012 19:11 Einn látinn eftir skotárás í skóla Einn lést og fjórir særðust í skotárás í grunnskóla í Ohio í Bandaríkjunum fyrr í dag. Vígamaðurinn var samnemandi fórnarlambanna. 27.2.2012 17:28 Steingrímur segir Geir Jón fara með dylgjur Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, kallaði ásakanir Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, dylgjur á þingi í dag. Þar svaraði hann fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um það hvort það væri ekki tilefni til þess að hefja rannsókn á þeim ásökunum Geirs Jóns um að einstakir þingmenn hefðu stýrt mótmælendum gegn lögreglu í búsáhaldabyltingunni í janúar 2009. 27.2.2012 16:31 Höfðabakki opnaður að nýju Þriggja bíla árekstur varð á Höfðabakka við Elliðaárbrúnna nú á fjórða tímanum. Gatan var lokuð um tíma. Að sögn vaktstjóra hjá slökkviliðinu var tækjabíll sendur á vettvang því ekki var hægt að opna einn bílinn sem í árekstrinum lenti. Ökumaður þess bíls var fluttur á slysadeild en meiðsli hans munu ekki vera mjög alvarleg. 27.2.2012 15:33 Fundu sprengjumann á Facebook - ógnaði sérsveit með hníf Rétt tæplega þrítugur karlmaður var handtekinn um miðnætti, en á heimili hans fannst rörasprengja, kindabyssa og efni til sprengjugerðar. Sérsveit ríkislögreglustjórans yfirbugaði manninn eftir að hann ógnaði þeim með hníf. 27.2.2012 10:33 Fjársjóður upp á yfir 60 milljarða kominn heim til Spánar Spænsk herflugvél með 17 tonn af gulli og silfri innanborðs lenti á flugvelli við Madrid um helgina og lauk þar með fimm ára löngu dómsmáli um eignarhaldið á þessum fjársjóð. 27.2.2012 07:50 Miðaldra kona trylltist á slysadeild Kona á miðjum aldri, trylltist á slysadeild Landspítalans í nótt og hótaði starfsfólki og lögreglu með skærum, sem hún hrifsaði úr vasa starfsmanns. 27.2.2012 07:26 Þjóðin sjálf finnur sér forsetaefni Ólafur Ragnar segir að það sé þjóðin sjálf sem finni sér forsetaefni, í samræðum inni á heimilum, á vinnustöðum og heima í héruðum. Það væri ekki hlutverk fjölmiðlanna að finna forsetaframbjóðandann heldur fólksins. Það eru engin dæmi um þess að frambjóðandi lýsi yfir áhuga á framboði og fari svo og leiti sér stuðnings. Það gerist ekki þannig," sagði forsetinn. 27.2.2012 15:49 Fimm hundar útskrifuðust úr lögregluskólanum í dag Fimm hundar útskrifuðust úr lögregluskólanum í dag, þar af þrír fíkniefnaleitarhundar frá lögreglu, einn frá Fangelsismálastofnun og þá útskrifaðist sprengjuleitarhundur hjá sérsveit ríkislögreglustjóra. 27.2.2012 14:50 Byssumaðurinn yfirbugaður Lögreglan hefur handsamað mann sem hóf skothríð í matsal Chardon menntaskólans Ohi í Bandaríkjunum fyrr í dag. Fjórir eru særðir þar af þrír alvarlega. Að sögn fréttastofu CNN fannst maðurinn eftir víðtæka leit á svæðinu. Öðrum skólum í nágrenninu var lokað en um þúsund nemendur sækja Chardon menntaskólann. 27.2.2012 14:41 Tengivagn fullur af diselolíu valt í Borgarhreppi Tengivagn, fullur af díselolíu, valt skammt frá bænum Beigalda í Borgarhreppi, á þjóðvegi eitt nokkra kílómetra norðan við Borgarnes um ellefuleytið í morgun. Á vef Skessuhorns segir að bílstjóra olíuflutningabílsins sakaði ekki þar sem bíllinn hélst á veginum. 27.2.2012 14:40 Forseti Afganistan fordæmir sjálfsmorðsárás Hamid Karzai, forseti Afganistan, fordæmir sjálfsmorðsárásina sem átti sér stað í austurhluta landsins í dag. 27.2.2012 14:15 Lýst eftir Sigurði Brynjari Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Sigurði Brynjari Jenssyni. Sigurður Brynjar sem er fæddur árið 1996 og er búsettur í Grindavík. Sigurður er þrekvaxinn og um 180 sm. að hæð. 27.2.2012 14:13 Skotárás í bandarískum menntaskóla Skotárás var gerð í Chardon menntaskólanum í Ohio í Bandaríkjunum fyrir stundu. Fregnir af málinu eru enn óljósar en sagt er að fjórir séu særðir hið minnsta, þrír alvarlega en einn minna. Þá segja óstaðfestar heimildir að einn byssumaður hafi verið handtekinn en að annar gangi enn laus. Mikill viðbúnaður lögreglu er við skólann. 27.2.2012 13:48 Wikileaks birtir gögn frá Stratfor Uppljóstrunarsíðan Wikileaks hefur hafið birtingu á rúmlega fimm milljón tölvuskeytum frá bandaríska öryggisfyrirtækinu Stratfor. Mikil leynd hvílir yfir fyrirtækinu og eru gögnin sögð varpa ljósi á starfshætti fyrirtækisins. 27.2.2012 13:33 Heldur áfram að taka saman gögn og upplýsingar um búsáhaldabyltinguna "Hann er bara að taka saman gögn og upplýsingar,“ svaraði Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, spurður um skýrslu Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns, sem lét þau umdeildu ummæli falla í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær, að hann hefði það á tilfinningunni að búsáhaldabyltingunni í janúar árið 2009, hafi verið stýrt af þingmönnum sem sátu inni á Alþingi á þeim tíma. 27.2.2012 13:15 Sjá næstu 50 fréttir
Íhuguðu að rýma Tókíó Í nýrri óháðri skýrslu um kjarnorkuslysið í japönsku borginni Fukushima segir að yfirvöld hafi alvarlega íhugað að rýma Tókíó, eina stærstu borg heims, þegar ástandið var sem alvarlegast. 28.2.2012 08:38
Vilja brenna sorp í Helguvík Bandaríska sorpeyðingarfyrirtækið Triumvirate Environmental hefur lagt fram kauptilboð í sorpeyðingarstöðina Kölku á Suðurnesjum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hljóðar tilboðið upp á 10 milljónir dala, um 1,25 milljarða króna. Kalka er í eigu sveitarfélaga á Suðurnesjum og hefur átt við mikla fjárhagserfiðleika að stríða á undanförnum árum. Gangi kaupin eftir áformar Triumvirate að flytja úrgang frá Norður-Ameríku til Íslands og brenna í sorpeyðingarstöðunni, sem er staðsett í Helguvík. 28.2.2012 08:30
Oddný segir ákvarðanir ÁTVR í anda laganna "Ég hef ekki séð allar umbúðirnar sem hafnað hefur verið en túlkunin varðandi þær sem ég hef séð finnst mér vera í samræmi við anda laganna og reglugerðina sem gefin var út í kjölfarið." 28.2.2012 08:30
Góð loðnuveiði í gær Góð loðnuveiði var vestur af Sandgerði síðdegis í gær og fram á kvöld, eftir að veður gekk heldur niður. Mörg skip fengu fullfermi og eru nú á leið til löndunar og eru fá skip á miðunum. 28.2.2012 08:20
Kannabis í austurborginni Lögreglan stöðvaði kannabisræktun í þríbýlishúsi í austurborginni í gærkvöldi. Þar voru um það bil 30 kannabisplöntur á byrjunarstigi ræktunar og var eigandinn á staðnum þegar lögreglu bar að. Skýrsla var tekin af honum og telst málið upplýst, en lögreglan lagði hald á plönturnar og búnað til rækturnar. 28.2.2012 08:18
Demókratar styðja Santorum í Michigan Spenna er fyrir forkosningar Repúblikana í Michigan sem fram fara í dag en þeir Mitt Romney og Rick Santorum eru hnífjafnir í skoðanakönnunum. Forkosningar fara einnig fram í Arizona en þar þykir Romney hafa yfirburðastöðu. 28.2.2012 08:14
Kona ógnaði mönnum með hnífi í Laugardal Ölvuð kona tók upp á því að ógna ungum mönnum með hnífi í grennd við sundlaugarnar í Laugardal á ellefta tímanum í gærkvöldi. Kallað var á lögreglu sem handtók hana og sakaði engan. Hnífurinn var vasahnífur, en ekki liggur fyrir hvað konunni gekk til. Hún var vistuð í fangageymslum. 28.2.2012 07:05
Prófessor stefnir alþingismanni Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, hefur stefnt Þór Saari, þingmanni Hreyfingarinnar, fyrir dóm vegna meiðyrða. Ragnar krefur Þór um hálfa milljón króna í miskabætur. 28.2.2012 07:00
Lífeyrissjóðir ósáttir við innleysingu skatts „Það er fljótsagt, þetta fellur í mjög grýttan farveg á meðal lífeyrissjóðanna,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, um hugmyndir Helga Hjörvar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um aðkomu sjóðanna að niðurfærslu verðtryggðra lána. 28.2.2012 06:00
Fátækum börnum fjölgar til muna Hundruð milljóna barna í borgum um víða veröld hafa ekki aðgang að hreinu vatni, heilsugæslu, salernum eða annarri grunnþjónustu. Allra fátækustu börnin búa oft á stórhættulegum svæðum, við skelfilegar aðstæður á sorphaugum eða við hlið lestarteina. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem kemur út í dag. 28.2.2012 05:00
Sprengjumaður í gæsluvarðhald Tæplega þrítugur karlmaður á Suðurnesjum hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að á heimili hans fannst rörasprengja og efni til sprengjugerðar. Maðurinn ógnaði sérsveitarmönnum með hnífi þegar þeir handsömuðu hann. 28.2.2012 04:00
Herða refsiaðgerðir gegn Assad Utanríkisráðherrar ESB ákváðu í gær að herða enn refsiaðgerðir sínar gegn stjórnvöldum í Sýrlandi. Markmiðið er að þrýsta á um að stjórnvöld slaki á klónni í aðgerðum gegn stjórnarandstæðingum í landinu. 28.2.2012 04:00
Dagsektir vegna ókláraðs turns Bæjaryfirvöld í Kópavogi ætla ekki að beita mannvirkjalögum til að annað tveggja láta rífa Norðurturninn við Smáralind eða ljúka við bygginguna. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf. telur það valda því fjárhagstjóni að Norðurturninn sé ókláraður utan í verslunarmiðstöðinni. Eigandi Norðurturnsins er gjaldþrota. Í umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs Kópavogs til bæjarráðs er vitnað til þess að Helgi Birgison skiptastjóri segi viðræður í gangi um framtíð byggingarinnar. 28.2.2012 04:00
158 manns í farbanni hér síðan árið 2007 Alls hafa 158 einstaklingar verið úrskurðaðir í farbann hér á landi síðan árið 2007. Af þeim voru 59 árið 2008 og nú eru 10 manns undir eftirliti hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum: níu karlar og ein kona. Sakborningarnir sem nú er fylgst með eru frá Litháen, Póllandi, Íslandi og Palestínu. 28.2.2012 03:15
Útvarpssendingar mannkyns eiga langt ferðalag fyrir höndum Frá því að ítalski eðlisfræðingurinn Guglielmo Marconi fékk einkaleyfi á þráðlausar skeytasendir árið 1895 hefur mannkynið sent útvarpsbylgjur út í alheiminn. En þrátt fyrir að rúm öld sé liðin frá upphafi útvarpssendinga þá ná þær aðeins yfir brotabrot af Vetrarbrautinni. 27.2.2012 23:00
Sofandi í reykjarkófi Lögregla á Selfossi var kölluð að íbúðarhúsnæði þar í bæ nú undir kvöld. Talsverðan reyk lagði frá íbúðinni. Lögreglumaður fór inn og þar reyndist vera maður sofandi í reykjarkófinu. Maðurinn var vakinn og honum hjálpað út úr húsinu. Ekki reyndist hafa verið eldur í húsinu heldur virðist hafa brunnið við í pottum á eldavél og olli það reyknum. 27.2.2012 22:47
Afmæliskveðja flugmanns túlkuð sem hryðjuverkaárás Flugmaður neyddist til að róa taugaveiklaða farþega eftir að afmæliskveðja hans var misskilin. 27.2.2012 22:30
IKEA birtir leiðbeiningar á YouTube IKEA hefur bænheyrt þá sem þjást af slæmri rýmisskynjun og stofnað sérstaka rás á myndbandasíðunni YouTube. 27.2.2012 22:00
Ómögulegt að gera tilkall til Óskarsverðlauna "Sorrý Ólafur, Jean Dujardin fékk Óskarinn fyrir besta leikinn og Woody Allen fyrir besta handritið. Þú getur hætt að reyna," segir Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og stjórnlagaráðsfulltrúi, um málflutning Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. 27.2.2012 21:42
Angela Merkel fékk óvænta bjórsturtu Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fékk óvænta sturtu þegar taugaveiklaður þjónn hellti fimm bjórum yfir hana í gær. 27.2.2012 21:30
Benedikt XVI mætir á Twitter Nú stendur til að Benedikt XVI páfi fái sinn eigin Twitter reikning. Páfinn mun miðla guðspjöllunum í 140 stöfum. 27.2.2012 21:00
Ólafur Ragnar: Enginn fjárhagslegur ávinningur af því að halda áfram Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segist engan persónulegan, fjárhagslegan ávinning hafa af því að halda áfram sem forseti. Hann hafi verið einlægur þegar hann sagði í nýársávarpi sínu að hann hygðist láta af embætti forseta eftir þetta kjörtímabil. 27.2.2012 20:38
Sarah Palin tilnefnd sem versta leikkona - lék sjálfa sig Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska, hefur verið tilnefnd sem versta leikkona ársins en hún lék sjálfa sig í heimildarmyndinni "The Undefeated.“ 27.2.2012 20:30
Kannað hvort borpöllum verði betur þjónað frá Íslandi Breskt-norskt olíuleitarfélag hefur óskað eftir að norsk stjórnvöld meti hvort hentugra sé að þjónusta olíuborpalla á norska hluta Jan Mayen-svæðisins frá Íslandi eða Jan Mayen. Þrjú ár eru frá því íslensk stjórnvöld buðu fyrst fram Drekasvæðið til olíuvinnslu og fyrir rúmu ári hófu norsk stjórnvöld matsferli með það að markmiði að opna á olíuvinnslu sín megin á Jan Mayen-hryggnum. 27.2.2012 19:04
Eldur borinn að húsi í Hafnarfirði Eldur var borinn að húsvegg á Hverfisgötu í Hafnarfirði nú síðdegis. Slökkviliðsmenn voru strax sendir á staðinn þegar tilkynnt var um eldinn, en þegar þeir voru komnir á staðinn höfðu íbúar í nágrenninu strax brugðist við og slökkt eldinn. Nokkur eldur hafði blossað upp. Hann barst ekki inn í kjallaraíbúð hússins, en skemmdir eru á húsinu að utan. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu virðist sem olía hafi verið borin að húsinu áður en kveikt var í. Þá eru upplýsingar um að Ouitlaws merki hafi verið skrifað á rúðu í einum glugganum á íbúðinni. Þá var slökkviliðið kallað að Laugardalslaug í dag. Heitur pottur hafði lekið í rými sem er undir heita pottinum, þar sem er líkamsræktaraðstaða. Vatnsmagnið sem lak var töluvert og því þurft aðstoð slökkviliðsins við að hreinsa það upp. 27.2.2012 18:41
Ólafur ætlar að ákveða sig í lok vikunnar eða byrjun næstu Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segist þurfa að gera það endanlega upp við sig fljótlega, síðar í þessari viku eða í byrjun næstu viku hvort hann haldi sig við þá ákvörðun sem hann hafi tekið um að láta af embætti forseta eða hvort hann svari því kalli sem birtist í þeim áskorunum sem honum voru birtar í dag. Þetta sagði Ólafur á blaðamannafundi á Bessastöðum í dag. 27.2.2012 17:21
Geir Jón segist ekki vanur að skrökva "Ég var nú bara að svara spurningu sem að mér var beint. Ég er nú vanur því að skrökva ekki og ég svara því sem að mér er rétt," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ummæli hans um að einstakir þingmenn hafi verið í sambandi við mótmælendur í Búsáhaldabyltingunni sem varð aðdragandi þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar lagði upp laupana hafa verið harðlega gagnrýnd. Meðal annars hefur Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, og Álfheiður Ingadóttir, þingmaður flokksins, gagnrýnt þau. 27.2.2012 19:40
Enn óljóst um fyrirætlanir Ólafs Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur tekið við undirskriftum rúmlega 30 þúsund manna þar sem hann er hvattur til að bjóða sig fram að nýju. Guðni Ágústsson fór fyrir hópnum og hélt tölu þar sem hann hvatti Ólaf Ragnar til þess að gefa kost á sér áfram. Ólafur Ragnar þakkaði hlý orð í sinn garð en sagði að hann hefði greint frá fyrirætlunum sínum í nýársávarpi þann 1. janúar. Sagðist hann telja að hann hefði greint frá fyrirætlunum sínum þá eins skýrt og hægt hafi verið. Að þessu sögðu tilkynnti Ólafur að hann ætlaði að fara á nýjan leik í gegnum þessa ákvörðun sína. Hann bauð forsvarsmönnum söfnunarinnar í kaffi og ætlar að ræða við fjölmiðla að þeim fundi loknum. Það er því enn óljóst hvað forsetinn ætlar sér að gera, en skýrist mögulega eftir nokkrar mínútur. 27.2.2012 16:47
Fjörutíu mæður gefa brjóst á Café París - meinlegur misskilningur Rúmlega fjörutíu mæður ætla að hittast á kaffihúsinu Café París í miðborg Reykjavíkur á fimmtudaginn og gefa börnum sínum brjóst. Um er að ræða mótmæli vegna pistils sem Hrafnhildur A. Björnsdóttir ritaði á heimasíðuna Spegll.is en þar lýsti hún því þegar vinkonu hennar var meinað að gefa barni sínu brjóst á veitingastað í Reykjavík. 27.2.2012 16:09
Sigurður Brynjar fundinn Sigurður Brynjar Jensson, piltur á sextánda ári sem lögreglan lýsti eftir í dag, er fundinn. Sigurður er úr Grindavík en hafði dvalið á Háholti í Skagafirði um skeið. 27.2.2012 19:11
Einn látinn eftir skotárás í skóla Einn lést og fjórir særðust í skotárás í grunnskóla í Ohio í Bandaríkjunum fyrr í dag. Vígamaðurinn var samnemandi fórnarlambanna. 27.2.2012 17:28
Steingrímur segir Geir Jón fara með dylgjur Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, kallaði ásakanir Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, dylgjur á þingi í dag. Þar svaraði hann fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um það hvort það væri ekki tilefni til þess að hefja rannsókn á þeim ásökunum Geirs Jóns um að einstakir þingmenn hefðu stýrt mótmælendum gegn lögreglu í búsáhaldabyltingunni í janúar 2009. 27.2.2012 16:31
Höfðabakki opnaður að nýju Þriggja bíla árekstur varð á Höfðabakka við Elliðaárbrúnna nú á fjórða tímanum. Gatan var lokuð um tíma. Að sögn vaktstjóra hjá slökkviliðinu var tækjabíll sendur á vettvang því ekki var hægt að opna einn bílinn sem í árekstrinum lenti. Ökumaður þess bíls var fluttur á slysadeild en meiðsli hans munu ekki vera mjög alvarleg. 27.2.2012 15:33
Fundu sprengjumann á Facebook - ógnaði sérsveit með hníf Rétt tæplega þrítugur karlmaður var handtekinn um miðnætti, en á heimili hans fannst rörasprengja, kindabyssa og efni til sprengjugerðar. Sérsveit ríkislögreglustjórans yfirbugaði manninn eftir að hann ógnaði þeim með hníf. 27.2.2012 10:33
Fjársjóður upp á yfir 60 milljarða kominn heim til Spánar Spænsk herflugvél með 17 tonn af gulli og silfri innanborðs lenti á flugvelli við Madrid um helgina og lauk þar með fimm ára löngu dómsmáli um eignarhaldið á þessum fjársjóð. 27.2.2012 07:50
Miðaldra kona trylltist á slysadeild Kona á miðjum aldri, trylltist á slysadeild Landspítalans í nótt og hótaði starfsfólki og lögreglu með skærum, sem hún hrifsaði úr vasa starfsmanns. 27.2.2012 07:26
Þjóðin sjálf finnur sér forsetaefni Ólafur Ragnar segir að það sé þjóðin sjálf sem finni sér forsetaefni, í samræðum inni á heimilum, á vinnustöðum og heima í héruðum. Það væri ekki hlutverk fjölmiðlanna að finna forsetaframbjóðandann heldur fólksins. Það eru engin dæmi um þess að frambjóðandi lýsi yfir áhuga á framboði og fari svo og leiti sér stuðnings. Það gerist ekki þannig," sagði forsetinn. 27.2.2012 15:49
Fimm hundar útskrifuðust úr lögregluskólanum í dag Fimm hundar útskrifuðust úr lögregluskólanum í dag, þar af þrír fíkniefnaleitarhundar frá lögreglu, einn frá Fangelsismálastofnun og þá útskrifaðist sprengjuleitarhundur hjá sérsveit ríkislögreglustjóra. 27.2.2012 14:50
Byssumaðurinn yfirbugaður Lögreglan hefur handsamað mann sem hóf skothríð í matsal Chardon menntaskólans Ohi í Bandaríkjunum fyrr í dag. Fjórir eru særðir þar af þrír alvarlega. Að sögn fréttastofu CNN fannst maðurinn eftir víðtæka leit á svæðinu. Öðrum skólum í nágrenninu var lokað en um þúsund nemendur sækja Chardon menntaskólann. 27.2.2012 14:41
Tengivagn fullur af diselolíu valt í Borgarhreppi Tengivagn, fullur af díselolíu, valt skammt frá bænum Beigalda í Borgarhreppi, á þjóðvegi eitt nokkra kílómetra norðan við Borgarnes um ellefuleytið í morgun. Á vef Skessuhorns segir að bílstjóra olíuflutningabílsins sakaði ekki þar sem bíllinn hélst á veginum. 27.2.2012 14:40
Forseti Afganistan fordæmir sjálfsmorðsárás Hamid Karzai, forseti Afganistan, fordæmir sjálfsmorðsárásina sem átti sér stað í austurhluta landsins í dag. 27.2.2012 14:15
Lýst eftir Sigurði Brynjari Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Sigurði Brynjari Jenssyni. Sigurður Brynjar sem er fæddur árið 1996 og er búsettur í Grindavík. Sigurður er þrekvaxinn og um 180 sm. að hæð. 27.2.2012 14:13
Skotárás í bandarískum menntaskóla Skotárás var gerð í Chardon menntaskólanum í Ohio í Bandaríkjunum fyrir stundu. Fregnir af málinu eru enn óljósar en sagt er að fjórir séu særðir hið minnsta, þrír alvarlega en einn minna. Þá segja óstaðfestar heimildir að einn byssumaður hafi verið handtekinn en að annar gangi enn laus. Mikill viðbúnaður lögreglu er við skólann. 27.2.2012 13:48
Wikileaks birtir gögn frá Stratfor Uppljóstrunarsíðan Wikileaks hefur hafið birtingu á rúmlega fimm milljón tölvuskeytum frá bandaríska öryggisfyrirtækinu Stratfor. Mikil leynd hvílir yfir fyrirtækinu og eru gögnin sögð varpa ljósi á starfshætti fyrirtækisins. 27.2.2012 13:33
Heldur áfram að taka saman gögn og upplýsingar um búsáhaldabyltinguna "Hann er bara að taka saman gögn og upplýsingar,“ svaraði Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, spurður um skýrslu Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns, sem lét þau umdeildu ummæli falla í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær, að hann hefði það á tilfinningunni að búsáhaldabyltingunni í janúar árið 2009, hafi verið stýrt af þingmönnum sem sátu inni á Alþingi á þeim tíma. 27.2.2012 13:15