Erlent

Ekki aftur...

Enn á ný stendur mannkynið frammi fyrir ógn úr geimnum.
Enn á ný stendur mannkynið frammi fyrir ógn úr geimnum.
Heimsbyggðin andaði léttar þegar gervihnöttur NASA hrapaði fyrr í vikunni á afskekktum stað í suður-Kyrrahafi. En núna virðist mannkynið þurfa að endurtaka leikinn því þýski gervihnötturinn ROSAT verður í frjálsu falli snemma í nóvember næstkomandi.

Sporbraut gervihnattarins er á milli 53 lengdargráðu norðurs og suðurs. Sem þýðir hættusvæðið teygist milli Kanada og suður-Ameríku og gengur þvert meðfram jörðinni.

Vísindamenn hjá NASA telja að stór hluti ROSAT muni brenna upp í lofthjúpi jarðarinnar en þó sé möguleiki á að allt að 30 stórar einingar úr gervihnettinum muni falla á jörðina. Vísindamennirnir telja möguleikann á einhver verðir var við geimruslið vera 1 á móti 2.000.

Eins og fyrr munu NASA og geimvísindastofnun Þýskalands fylgjast ákaft með þróun mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×