Innlent

Sakaður um að nauðga samfanga sínum

Litla Hraun.
Litla Hraun.
Fangi, sem hefur setið inni í fangelsi í nokkur ár, er grunaður um að hafa nauðgað samfanga sínum. Maðurinn hlaut á sínum tíma fjórtán ára fangelsi samkvæmt kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Þar kom fram að maðurinn er grunaður um að hafa byrlað samfanga sínum ólyfjan og komið fram vilja sínum. Maðurinn hefur tvívegis verið sakaður um að hafa nauðgað samföngum sínum.

Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir að það vanti úrræði og aðstöðu til þess að takast á við það þegar kynferðisafbrot kemur upp í fangelsum landsins. Þannig dvelur fanginn nú í fangelsinu á Akureyri en það fangelsi er ekki hugsað sem langtímaúrræði fyrir fanga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×