Fleiri fréttir Cameron setur stórmörkuðum afarkost David Cameron, forsætis ráðherra Bretlands, íhugar nú löggjöf til að stemma stigum við mikilli notkun almennings á plastpokum. Cameron hefur sett stórmörkuðum afarkost og hótar aðgerðum reyni verslanir ekki að minnka plastpoka notkun. Fyrr á árinu var skipulagt átak til að koma í veg fyrir frekari aukningu en aukning varð samt sem áður. Cameron segir þetta vera óásættanlegt og að aðgerðir séu væntanlegar. 29.9.2011 11:43 Vilja endurskrifa fiskveiðistjórnunarfrumvarpið fyrir ráðherra Formaður og varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþingis hafa lýst sig reiðubúna til þess að skrifa frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu upp að nýju í umboði ráðherra. Segja þær fordæmi fyrir þessu, meðal annars við smíði frumvarpa í stjórnarráðin. 29.9.2011 11:20 Kína áætlar að skjóta Tiangong-1 á sporbraut Á komandi vikum mun Kína skjóta Tiangong-1 geimvísindastöðinni á sporbraut um jörðina. Geimstöðin mun svífa í 300-400 kílómetra fjarlægð frá yfirborði jarðar. Í fyrstu mun stöðin vera mannlaus en áætlað er að fyrstu geimfararnir, kallaðir yuhangyuans, muni sækja stöðin heim á næsta ári. Tveir til þrír geimfara munu búa í stöðinni, tvær vikur í senn. Geimstöðin mun bera vitni um hæfni kínverja til að byggja vel útbúna geimstöð sem auðveldlega getur keppt við alþjóðlegu geimstöðina ISS. 29.9.2011 11:00 Almenningur virðist sáttur við tillögur Obama um aukaskatt á ríka Ný könnun gefur til kynna að meirihluti Bandaríkjamanna séu sammála því að skattleggja beri milljónamæringa meira en gert hefur verið. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur mætt mikilli andstöðu á meðal Repúblikana á þingi við þær hugmyndir að hækka skatt á heimilum þar sem tekjurnar nema einni milljón dollara, króna eða meira á ári, sem jafngildir 118 milljónum íslenskra króna. 29.9.2011 10:56 Al-Qaeda gagnrýni Ahmadinejad Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, lýsti því yfir á fundi Sameinuðu þjóðanna að hann teldi hryðuverkjaárásirnar 11. september vera ráðgátu. Núna hafa hryðuverkasamtökin Al-Qaeda skrifað Ahmadinejad opinbert bréf og birt það í ensku mælandi málgagni sínu, Inspire. Þar biðja samtökin forsetann um að gleyma þessum hugmyndum sínum um árásirnar. Í greininni spyr Al-Qaeda hvers vegna yfirvöld í Íran telji árásirnar vera ráðgátu þegar sú trú sé þvert á öll rök og skynsemi. Al-Qaeda segist hafa verið keppinautur Írans um að vinna hug og hjörtu múslima um allann heim. Þegar augljóst væri að Al-Qaeda hefði haft betur þá sé það eina ráð Írans að grípa til samsæriskenninga. 29.9.2011 10:39 Sextíu manna franskt tökulið á Reykhólum Um sextíu manna lið leikara, og kvikmyndatökufólks er þessa dagana við tökur á frönsku myndinni Le saveur du palais. Það er kvikmynd í fullri lengd, eftir því sem fram kemur á vef Reykhólasveitar en aðalhlutverk leikur Catherine Frot. Upptökurnar fara fram við höfnina á Stað á Reykjanesi og hvílir mikil leynd yfir því verki. Öryggisverðir sjá til þess að engir óviðkomandi komi nálægt tökusvæðinu og myndatökur eru bannaðar. Skip með pramma í eftirdragi kom í Reykhólahöfn í gær með leikmyndina sem notuð er. Gert er ráð fyrir að um tuttugu Íslendingar úr Leikfélaginu Skugga leiki smáhlutverk. 29.9.2011 10:12 Ofbeldi í Mexíkó Ritstjóri mexíkóska fréttamiðilsins Primera Hora, María Elizabeth Macías, fannst hálshöggvin í almenningsgarði. Höfuð hennar fannst nokkrum metrum frá, sitjandi á steinstalli. Atvikið fylgir í kjölfarið á öðrum svipuðum morðum sem eiturlyfjagengi hafa framið til að þagga niður í fréttamiðlum í Mexíkó. Hjá höfði Macías fannst handskrifaður miði sem útskýrði ástæður morðsins ásamt því að vara aðra blaðamenn við. Einnig eru notendur samskiptamiðla varaðir við en Macías var afkastamikill bloggari. Macías er fjórða blaðakonan sem hefur verið myrtur á þessu ári. 29.9.2011 10:11 Silvio hefur yfir litlu að gleðjast á afmælisdaginn Silvio Berlusconi er 75 ára gamall í dag en hefur þó yfir litlu að gleðjast. Ítalía stríðir við mikinn efnahagsvanda og nær daglega koma fram kröfur um afsögn forsætisráðherrans litríka. Hann á fjögur dómsmál yfir höfði sér og fleiri munu vera á leiðinni auk þess sem smáatriðum úr einkalífi hans er vandlega lýst í fjölmiðlum dag eftir dag. 29.9.2011 09:53 Nesat mættur til Hong Kong Fellibylurinn Nesat sem gekk yfir Filippseyjar í vikunni gengur nú yfir Hong Kong. Skólum og fyrirtækjum hefur verið lokað í borginni en miklar rigningar fylgja óveðrinu. Þá er kauphöllin í borginni einnig lokuð. 29.9.2011 09:40 Fæddist með tvö andlit Læknar á sjúkrahúsinu í bænum Rawalpindi í Pakistan vinna nú að því að bjarga lífi ungabarns sem fæddist með tvö andlit á dögunum. 29.9.2011 09:23 Borgarísjakinn strandaði undir Stigahlíð Borgarísjakinn, sem hefur verið á reki út af Ísafjarðardjúpi síðustu daga og myndir voru af í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi, er strandaður undir Stigahlíð við sunnanvert Ísafjarðardjúp. 29.9.2011 09:03 Lögreglumenn fara í kröfugöngu klukkan tvö Lögreglumenn hafa boðað til kröfugöngu til þess að mótmæla kjörum sínum. Safnast verður saman við lögreglustöðina á Hverfisgötu klukkan tvö og þaðan gengið fylktu liði að fjármálaráðuneytinu. 29.9.2011 08:19 Merkel stendur í ströngu Angela Merkel Þýskalandskanslari stendur frammi fyrir þolraun í dag þegar þýskir þingmenn greiða atkvæði um hvort styrkja eigi björgunarsjóð Evrópusambandsins. 29.9.2011 07:16 Brotist inn í þrjú fyrirtæki Brotist var inn í þrjú fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu í nótt, eitt í Höfðahverfi, annað í Smáranum og það þriðja í Árbæjarhverfi. Þjófarnir komust undan í öllum tilvikum og eru ófundnir, en lögregla rannsakar nú hverju var stolið á hverjum stað. Að örðu leiti var rólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, líkt og víðast annarsstaðar á landinu. 29.9.2011 07:15 Afturkallar dóm yfir konu sem átti að hýða fyrir að aka bíl Abdullah konungur Sádí Arabíu hefur beitt neitunarvaldi sínu og ógilt dóm sem féll í landinu á dögunum en þá var kona dæmd til þess að verða húðstrýkt sex sinnum vegna þess að hún gerðist brotleg við lög með því að keyra bíl. 29.9.2011 07:11 Tugir bjóðast til að gefa 16 ára pilti nýra Tugir Íslendinga hafa boðist til að gefa sextán ára dreng nýra úr sér eftir að amma hans sendi út neyðarkall á Facebook. Drengurinn, Sævar Ingi, berst við bandvefssjúkdóm sem heitir Alport-syndrome og þarf á nýrnaígræðslu að halda. 29.9.2011 06:30 Áfram auglýst eftir vændi á netsíðum Eftirspurn eftir vændi hér á landi er mikil, þrátt fyrir að slíkt hafi verið gert ólöglegt með öllu árið 2009. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra athvarfs Stígamóta fyrir þolendur vændis og mansals, segir afar einfalt að nálgast auglýsingar á hinum ýmsu stefnumótasíðum þar sem óskað er eftir að kaupa vændi. 29.9.2011 06:00 Fjölmiðlar ekki rannsakendur Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir engan vafa leika á því að í tilteknum auglýsingum um nuddþjónustu sem birst hafa meðal smáauglýsinga í Fréttablaðinu sé í raun verið að auglýsa vændi. Til rannsóknar sé hvort um milligöngu um vændi sé að ræða. 29.9.2011 06:00 Mótmæla frekari niðurskurði Stjórn Læknaráðs Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir að frekari skerðing á fjárframlögum til stofnunarinnar muni leiða til skertrar grunnþjónustu á Suðurlandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér í gær. 29.9.2011 05:45 Innkaup löggæslustofnana skoðuð í ráðuneytinu Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra varar við því að menn hrapi að ályktunum í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um innkaup löggæslustofnana. Málið sé til skoðunar í ráðuneytinu. 29.9.2011 05:30 Fjórðungur 15 ára drengja getur ekki lesið sér til gagns Fjórðungur 15 ára drengja, eða 23,2 prósent, í grunnskólum Reykjavíkur getur ekki lesið sér til gagns. Það er þrefalt hærra hlutfall en meðal stúlkna, sem er um níu prósent. Þessi hópur nær ekki hæfnisþrepi tvö í lesskimunarprófum, sem þýðir meðal annars að þeir skilja í sumum tilvikum ekki megininntak lesins texta og sjá ekki tengsl efnis á ólíkum stöðum eða getað mótað sér skoðun á upplýsingum. 29.9.2011 05:00 Telja línur í Veiðivötn umhverfismatsskyldar „Við mælumst eindregið til þess að þessi framkvæmd fari í umhverfismat,“ segir Hilmar J. Malmquist, stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Íslands, um áætlaða lagningu raflínu og ljósleiðara frá Vatnsfelli í Veiðivötn og Snjóöldu. 29.9.2011 05:00 Taser-tækin fækka meiðslum Rétt notkun á Taser-byssum er jafn hættulítil eða hættuminni en aðrir valkostir við valdbeitingu lögreglu. Hún hefur ótvíræða kosti við að fækka meiðslum á lögreglumönnum, sem og brotamönnum. 29.9.2011 05:00 Skylda okkar að vinna í Útsvari „Ég ætlast til þess að fólk vinni keppnina,“ segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í Kópavogi, sem leggur mikla áherslu á sigur bæjarins í spurningakeppninni Útsvari í Ríkissjónvarpinu. 29.9.2011 04:45 Liðsmenn Árnesgengisins ákærðir fyrir vopnað rán Ríkissaksóknari hefur ákært tvo síbrotamenn fyrir að færa mann nauðugan á heimili hans og ræna hann þar. Ein kona er ákærð fyrir hlutdeild í ráninu. Annar mannanna játaði sök en hinn tók sér frest. Konan neitaði. 29.9.2011 04:00 Gunnar Rúnar mætti ekki fyrir dóm í gær Gunnar Rúnar Sigurþórsson mætti ekki fyrir dóm þegar málflutningur í máli hans fór fram í Hæstarétti í gær. 29.9.2011 04:00 Flott viðurkenning segir bæjarstjóri Stykkishólmur fékk á þriðjudag verðlaun frá Evrópusambandinu (ESB) sem einn af 21 afburðaáfangastöðum ferðamanna í Evrópu. 29.9.2011 04:00 Þjóðbúningur á tískutvíæringi „Ég ákvað að taka fyrir faldbúninginn og karlbúninginn og sjá hvernig þessir heilögu íslensku búningar koma út í táknrænum amerískum efnum, það er í gallaefni og köflóttu hefðbundnu efni,“ segir Ragna Fróða hönnuður, sem bregður á leik með íslenska þjóðbúninginn á Norræna tískutvíæringnum í Seattle á morgun. 29.9.2011 04:00 Nærri 400 kvartanir borist í ár Kvörtunum til umboðsmanns Alþingis hefur fjölgað verulega á árinu. Embættið hefur fengið fleiri kvartanir það sem af er ári en allt árið í fyrra, en þá bárust um 370 kvartanir. 29.9.2011 03:45 Mikilvægt að sátt náist í kjaradeilu Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir mikilvægt að kjaradeila lögreglumanna verði sett í ferli sem leiði til sáttar. Það verði hins vegar ekki gert á einu andartaki. 29.9.2011 03:15 Fær ekki vinnu eftir háskólanám Aldrei hefur gengið eins illa fyrir nýútskrifaða háskólanema í Danmörku að fá vinnu. Þetta kom fram í frétt MetroXpressen í gær. 29.9.2011 03:00 Innbrotspar var dæmt í fangelsi Kona á þrítugsaldri og karlmaður á fertugsaldri hafa verið dæmd fyrir fjölmörg þjófnaðarbrot. Hann skal sæta fangelsi í sex mánuði en hún var fékk sextíu daga skilorðsbundið fangelsi. 29.9.2011 02:00 Egyptar kjósa innan mánaðar Þingkosningar verða haldnar í Egyptalandi 28. nóvember, þær fyrstu síðan Hosni Mubarak var steypt af stóli snemma þessa árs. 29.9.2011 01:30 Boðar kosningar eftir mánuð Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, hefur tilkynnt að kosningar verði haldnar 29. október. 29.9.2011 01:00 Aflífuð vegna giktarvanda Pokarottan Heidi var aflífuð í dýragarðinum í Leipzig í Þýskalandi í gær. Heidi vakti mikla athygli í lok síðasta árs vegna sérstaks útlits, en hún var rangeygð. 29.9.2011 00:00 Verður jarðaður ásamt Doritos snakkflögum Maðurinn sem fann upp Doritos snakkið, Arch West, lést þann 20. september síðastliðinn. Samkvæmt fréttavef Reuters voru líkamsleifar hans brenndar en útförin fer fram næsta laugardag. 28.9.2011 21:57 Maðurinn fundinn Búið er að finna mann sem leitað var í Reykjadal skammt frá Hveragerði. Maðurinn týndist fyrr í dag en björgunarsveitir Slysavarnafélags Landsbjargar á Suðurlandi fundu manninn skömmu fyrir ellefu í kvöld. Maðurinn er heill á húfi. 28.9.2011 23:34 Manns leitað í Reykjadal Nú stendur yfir leit að manni sem saknað er í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði. Allar björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi, sem og hundateymi, hafa verið kallaðar út þar sem maðurinn er illa búinn og ekki kunnugur staðháttum. 28.9.2011 22:01 Lambið Jack heldur að það sé fjárhundur - reynir stundum að gelta Breska lambið Jack er ekki eins of flest sauðfé. Hann heldur nefnilega að hann sé fjárhundur. Jack fæddist fyrir hálfu ári síðan. Þegar hann fæddist var hann lítill og veikburða þannig fjölskyldan á bóndabænum, þau Alison Sinstadt og sambýlismaður hennar, Simon Sherwin, ákváðu að taka lambið inn á heimilið og hlúa að því. 28.9.2011 21:30 Öllu starfsfólki Kringlubíós sagt upp „Það er verið að semja upp á nýtt,“ segir Alfreð Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, en fyrirtækið sagði upp öllu starfsfólki Kringlubíós í dag. Þar starfa 30 manns. 28.9.2011 21:00 Sextán ára piltur myrtur af vampíru-söfnuði Átján ára stúlka sagði í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina WBBH-TV að hún væri vampíra og hefði oft drukkið blóð úr unnusta sínum. Stúlkan, sem heitir Stephanie Pistey, hefur verið ákærð fyrir að lokka sextán ára gamlan dreng inn á heimili í Flórída í júlí síðastliðnum, þar sem hann var laminn til bana af fjórum félögum stúlkunnar. 28.9.2011 20:30 Þór væntanlegur eftir mánuð Nýja varðskipið Þór lagði af stað heim frá skipasmíðastöð í Síle í dag. Leiðin liggur upp með Suður-Ameríku, gegnum Panamaskurðinn, upp til Boston og þaðan til Halifax í Kanada en skipið er væntanleg hingað til lands eftir mánuð. 28.9.2011 19:11 Óeirðasveit lögreglunnar óstarfhæf Óeirðasveit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er óstarfhæf eftir að yfirgnæfandi meirihluti sveitarmanna ákvað að segja sig úr sveitinni síðdegis í dag. Áhyggjuefni segir innanríkisráðherra. 28.9.2011 19:00 Hefur áhyggjur af vaxandi einelti á Suðurnesjum Framkvæmdarstjóri Olweusar-áætlunarinnar á Íslandi hefur áhyggjur af vaxandi einelti á suðurnesjum og kallaði meðal annars fræðslustjóra á sinn fund í vor. Hann segir þó mikla faglega vinnu hafa farið í gang í grunnskólanum í Sandgerði, eftir að ellefu ára drengur sem var fórnarlamb eineltis svipti sig lífi. 28.9.2011 20:00 Sprengingar trufluðu ekki arnarvarp - sumarbústaðir meiri ógn en vegir Haförn kom upp unga á miðju framkvæmdasvæði á Barðaströnd í fyrrasumar á sama tíma og sprengingar stóðu sem hæst nálægt hreiðrinu. Forstöðumaður Náttúrufræðistofu Vestfjarða segir erni ekki hræðast bíla jafnmikið og gangandi fólk. Sumarbústaðir séu mun verri á arnarsvæðum heldur en vegir. 28.9.2011 19:30 Sjá næstu 50 fréttir
Cameron setur stórmörkuðum afarkost David Cameron, forsætis ráðherra Bretlands, íhugar nú löggjöf til að stemma stigum við mikilli notkun almennings á plastpokum. Cameron hefur sett stórmörkuðum afarkost og hótar aðgerðum reyni verslanir ekki að minnka plastpoka notkun. Fyrr á árinu var skipulagt átak til að koma í veg fyrir frekari aukningu en aukning varð samt sem áður. Cameron segir þetta vera óásættanlegt og að aðgerðir séu væntanlegar. 29.9.2011 11:43
Vilja endurskrifa fiskveiðistjórnunarfrumvarpið fyrir ráðherra Formaður og varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþingis hafa lýst sig reiðubúna til þess að skrifa frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu upp að nýju í umboði ráðherra. Segja þær fordæmi fyrir þessu, meðal annars við smíði frumvarpa í stjórnarráðin. 29.9.2011 11:20
Kína áætlar að skjóta Tiangong-1 á sporbraut Á komandi vikum mun Kína skjóta Tiangong-1 geimvísindastöðinni á sporbraut um jörðina. Geimstöðin mun svífa í 300-400 kílómetra fjarlægð frá yfirborði jarðar. Í fyrstu mun stöðin vera mannlaus en áætlað er að fyrstu geimfararnir, kallaðir yuhangyuans, muni sækja stöðin heim á næsta ári. Tveir til þrír geimfara munu búa í stöðinni, tvær vikur í senn. Geimstöðin mun bera vitni um hæfni kínverja til að byggja vel útbúna geimstöð sem auðveldlega getur keppt við alþjóðlegu geimstöðina ISS. 29.9.2011 11:00
Almenningur virðist sáttur við tillögur Obama um aukaskatt á ríka Ný könnun gefur til kynna að meirihluti Bandaríkjamanna séu sammála því að skattleggja beri milljónamæringa meira en gert hefur verið. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur mætt mikilli andstöðu á meðal Repúblikana á þingi við þær hugmyndir að hækka skatt á heimilum þar sem tekjurnar nema einni milljón dollara, króna eða meira á ári, sem jafngildir 118 milljónum íslenskra króna. 29.9.2011 10:56
Al-Qaeda gagnrýni Ahmadinejad Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, lýsti því yfir á fundi Sameinuðu þjóðanna að hann teldi hryðuverkjaárásirnar 11. september vera ráðgátu. Núna hafa hryðuverkasamtökin Al-Qaeda skrifað Ahmadinejad opinbert bréf og birt það í ensku mælandi málgagni sínu, Inspire. Þar biðja samtökin forsetann um að gleyma þessum hugmyndum sínum um árásirnar. Í greininni spyr Al-Qaeda hvers vegna yfirvöld í Íran telji árásirnar vera ráðgátu þegar sú trú sé þvert á öll rök og skynsemi. Al-Qaeda segist hafa verið keppinautur Írans um að vinna hug og hjörtu múslima um allann heim. Þegar augljóst væri að Al-Qaeda hefði haft betur þá sé það eina ráð Írans að grípa til samsæriskenninga. 29.9.2011 10:39
Sextíu manna franskt tökulið á Reykhólum Um sextíu manna lið leikara, og kvikmyndatökufólks er þessa dagana við tökur á frönsku myndinni Le saveur du palais. Það er kvikmynd í fullri lengd, eftir því sem fram kemur á vef Reykhólasveitar en aðalhlutverk leikur Catherine Frot. Upptökurnar fara fram við höfnina á Stað á Reykjanesi og hvílir mikil leynd yfir því verki. Öryggisverðir sjá til þess að engir óviðkomandi komi nálægt tökusvæðinu og myndatökur eru bannaðar. Skip með pramma í eftirdragi kom í Reykhólahöfn í gær með leikmyndina sem notuð er. Gert er ráð fyrir að um tuttugu Íslendingar úr Leikfélaginu Skugga leiki smáhlutverk. 29.9.2011 10:12
Ofbeldi í Mexíkó Ritstjóri mexíkóska fréttamiðilsins Primera Hora, María Elizabeth Macías, fannst hálshöggvin í almenningsgarði. Höfuð hennar fannst nokkrum metrum frá, sitjandi á steinstalli. Atvikið fylgir í kjölfarið á öðrum svipuðum morðum sem eiturlyfjagengi hafa framið til að þagga niður í fréttamiðlum í Mexíkó. Hjá höfði Macías fannst handskrifaður miði sem útskýrði ástæður morðsins ásamt því að vara aðra blaðamenn við. Einnig eru notendur samskiptamiðla varaðir við en Macías var afkastamikill bloggari. Macías er fjórða blaðakonan sem hefur verið myrtur á þessu ári. 29.9.2011 10:11
Silvio hefur yfir litlu að gleðjast á afmælisdaginn Silvio Berlusconi er 75 ára gamall í dag en hefur þó yfir litlu að gleðjast. Ítalía stríðir við mikinn efnahagsvanda og nær daglega koma fram kröfur um afsögn forsætisráðherrans litríka. Hann á fjögur dómsmál yfir höfði sér og fleiri munu vera á leiðinni auk þess sem smáatriðum úr einkalífi hans er vandlega lýst í fjölmiðlum dag eftir dag. 29.9.2011 09:53
Nesat mættur til Hong Kong Fellibylurinn Nesat sem gekk yfir Filippseyjar í vikunni gengur nú yfir Hong Kong. Skólum og fyrirtækjum hefur verið lokað í borginni en miklar rigningar fylgja óveðrinu. Þá er kauphöllin í borginni einnig lokuð. 29.9.2011 09:40
Fæddist með tvö andlit Læknar á sjúkrahúsinu í bænum Rawalpindi í Pakistan vinna nú að því að bjarga lífi ungabarns sem fæddist með tvö andlit á dögunum. 29.9.2011 09:23
Borgarísjakinn strandaði undir Stigahlíð Borgarísjakinn, sem hefur verið á reki út af Ísafjarðardjúpi síðustu daga og myndir voru af í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi, er strandaður undir Stigahlíð við sunnanvert Ísafjarðardjúp. 29.9.2011 09:03
Lögreglumenn fara í kröfugöngu klukkan tvö Lögreglumenn hafa boðað til kröfugöngu til þess að mótmæla kjörum sínum. Safnast verður saman við lögreglustöðina á Hverfisgötu klukkan tvö og þaðan gengið fylktu liði að fjármálaráðuneytinu. 29.9.2011 08:19
Merkel stendur í ströngu Angela Merkel Þýskalandskanslari stendur frammi fyrir þolraun í dag þegar þýskir þingmenn greiða atkvæði um hvort styrkja eigi björgunarsjóð Evrópusambandsins. 29.9.2011 07:16
Brotist inn í þrjú fyrirtæki Brotist var inn í þrjú fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu í nótt, eitt í Höfðahverfi, annað í Smáranum og það þriðja í Árbæjarhverfi. Þjófarnir komust undan í öllum tilvikum og eru ófundnir, en lögregla rannsakar nú hverju var stolið á hverjum stað. Að örðu leiti var rólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, líkt og víðast annarsstaðar á landinu. 29.9.2011 07:15
Afturkallar dóm yfir konu sem átti að hýða fyrir að aka bíl Abdullah konungur Sádí Arabíu hefur beitt neitunarvaldi sínu og ógilt dóm sem féll í landinu á dögunum en þá var kona dæmd til þess að verða húðstrýkt sex sinnum vegna þess að hún gerðist brotleg við lög með því að keyra bíl. 29.9.2011 07:11
Tugir bjóðast til að gefa 16 ára pilti nýra Tugir Íslendinga hafa boðist til að gefa sextán ára dreng nýra úr sér eftir að amma hans sendi út neyðarkall á Facebook. Drengurinn, Sævar Ingi, berst við bandvefssjúkdóm sem heitir Alport-syndrome og þarf á nýrnaígræðslu að halda. 29.9.2011 06:30
Áfram auglýst eftir vændi á netsíðum Eftirspurn eftir vændi hér á landi er mikil, þrátt fyrir að slíkt hafi verið gert ólöglegt með öllu árið 2009. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra athvarfs Stígamóta fyrir þolendur vændis og mansals, segir afar einfalt að nálgast auglýsingar á hinum ýmsu stefnumótasíðum þar sem óskað er eftir að kaupa vændi. 29.9.2011 06:00
Fjölmiðlar ekki rannsakendur Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir engan vafa leika á því að í tilteknum auglýsingum um nuddþjónustu sem birst hafa meðal smáauglýsinga í Fréttablaðinu sé í raun verið að auglýsa vændi. Til rannsóknar sé hvort um milligöngu um vændi sé að ræða. 29.9.2011 06:00
Mótmæla frekari niðurskurði Stjórn Læknaráðs Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir að frekari skerðing á fjárframlögum til stofnunarinnar muni leiða til skertrar grunnþjónustu á Suðurlandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér í gær. 29.9.2011 05:45
Innkaup löggæslustofnana skoðuð í ráðuneytinu Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra varar við því að menn hrapi að ályktunum í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um innkaup löggæslustofnana. Málið sé til skoðunar í ráðuneytinu. 29.9.2011 05:30
Fjórðungur 15 ára drengja getur ekki lesið sér til gagns Fjórðungur 15 ára drengja, eða 23,2 prósent, í grunnskólum Reykjavíkur getur ekki lesið sér til gagns. Það er þrefalt hærra hlutfall en meðal stúlkna, sem er um níu prósent. Þessi hópur nær ekki hæfnisþrepi tvö í lesskimunarprófum, sem þýðir meðal annars að þeir skilja í sumum tilvikum ekki megininntak lesins texta og sjá ekki tengsl efnis á ólíkum stöðum eða getað mótað sér skoðun á upplýsingum. 29.9.2011 05:00
Telja línur í Veiðivötn umhverfismatsskyldar „Við mælumst eindregið til þess að þessi framkvæmd fari í umhverfismat,“ segir Hilmar J. Malmquist, stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Íslands, um áætlaða lagningu raflínu og ljósleiðara frá Vatnsfelli í Veiðivötn og Snjóöldu. 29.9.2011 05:00
Taser-tækin fækka meiðslum Rétt notkun á Taser-byssum er jafn hættulítil eða hættuminni en aðrir valkostir við valdbeitingu lögreglu. Hún hefur ótvíræða kosti við að fækka meiðslum á lögreglumönnum, sem og brotamönnum. 29.9.2011 05:00
Skylda okkar að vinna í Útsvari „Ég ætlast til þess að fólk vinni keppnina,“ segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í Kópavogi, sem leggur mikla áherslu á sigur bæjarins í spurningakeppninni Útsvari í Ríkissjónvarpinu. 29.9.2011 04:45
Liðsmenn Árnesgengisins ákærðir fyrir vopnað rán Ríkissaksóknari hefur ákært tvo síbrotamenn fyrir að færa mann nauðugan á heimili hans og ræna hann þar. Ein kona er ákærð fyrir hlutdeild í ráninu. Annar mannanna játaði sök en hinn tók sér frest. Konan neitaði. 29.9.2011 04:00
Gunnar Rúnar mætti ekki fyrir dóm í gær Gunnar Rúnar Sigurþórsson mætti ekki fyrir dóm þegar málflutningur í máli hans fór fram í Hæstarétti í gær. 29.9.2011 04:00
Flott viðurkenning segir bæjarstjóri Stykkishólmur fékk á þriðjudag verðlaun frá Evrópusambandinu (ESB) sem einn af 21 afburðaáfangastöðum ferðamanna í Evrópu. 29.9.2011 04:00
Þjóðbúningur á tískutvíæringi „Ég ákvað að taka fyrir faldbúninginn og karlbúninginn og sjá hvernig þessir heilögu íslensku búningar koma út í táknrænum amerískum efnum, það er í gallaefni og köflóttu hefðbundnu efni,“ segir Ragna Fróða hönnuður, sem bregður á leik með íslenska þjóðbúninginn á Norræna tískutvíæringnum í Seattle á morgun. 29.9.2011 04:00
Nærri 400 kvartanir borist í ár Kvörtunum til umboðsmanns Alþingis hefur fjölgað verulega á árinu. Embættið hefur fengið fleiri kvartanir það sem af er ári en allt árið í fyrra, en þá bárust um 370 kvartanir. 29.9.2011 03:45
Mikilvægt að sátt náist í kjaradeilu Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir mikilvægt að kjaradeila lögreglumanna verði sett í ferli sem leiði til sáttar. Það verði hins vegar ekki gert á einu andartaki. 29.9.2011 03:15
Fær ekki vinnu eftir háskólanám Aldrei hefur gengið eins illa fyrir nýútskrifaða háskólanema í Danmörku að fá vinnu. Þetta kom fram í frétt MetroXpressen í gær. 29.9.2011 03:00
Innbrotspar var dæmt í fangelsi Kona á þrítugsaldri og karlmaður á fertugsaldri hafa verið dæmd fyrir fjölmörg þjófnaðarbrot. Hann skal sæta fangelsi í sex mánuði en hún var fékk sextíu daga skilorðsbundið fangelsi. 29.9.2011 02:00
Egyptar kjósa innan mánaðar Þingkosningar verða haldnar í Egyptalandi 28. nóvember, þær fyrstu síðan Hosni Mubarak var steypt af stóli snemma þessa árs. 29.9.2011 01:30
Boðar kosningar eftir mánuð Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, hefur tilkynnt að kosningar verði haldnar 29. október. 29.9.2011 01:00
Aflífuð vegna giktarvanda Pokarottan Heidi var aflífuð í dýragarðinum í Leipzig í Þýskalandi í gær. Heidi vakti mikla athygli í lok síðasta árs vegna sérstaks útlits, en hún var rangeygð. 29.9.2011 00:00
Verður jarðaður ásamt Doritos snakkflögum Maðurinn sem fann upp Doritos snakkið, Arch West, lést þann 20. september síðastliðinn. Samkvæmt fréttavef Reuters voru líkamsleifar hans brenndar en útförin fer fram næsta laugardag. 28.9.2011 21:57
Maðurinn fundinn Búið er að finna mann sem leitað var í Reykjadal skammt frá Hveragerði. Maðurinn týndist fyrr í dag en björgunarsveitir Slysavarnafélags Landsbjargar á Suðurlandi fundu manninn skömmu fyrir ellefu í kvöld. Maðurinn er heill á húfi. 28.9.2011 23:34
Manns leitað í Reykjadal Nú stendur yfir leit að manni sem saknað er í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði. Allar björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi, sem og hundateymi, hafa verið kallaðar út þar sem maðurinn er illa búinn og ekki kunnugur staðháttum. 28.9.2011 22:01
Lambið Jack heldur að það sé fjárhundur - reynir stundum að gelta Breska lambið Jack er ekki eins of flest sauðfé. Hann heldur nefnilega að hann sé fjárhundur. Jack fæddist fyrir hálfu ári síðan. Þegar hann fæddist var hann lítill og veikburða þannig fjölskyldan á bóndabænum, þau Alison Sinstadt og sambýlismaður hennar, Simon Sherwin, ákváðu að taka lambið inn á heimilið og hlúa að því. 28.9.2011 21:30
Öllu starfsfólki Kringlubíós sagt upp „Það er verið að semja upp á nýtt,“ segir Alfreð Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, en fyrirtækið sagði upp öllu starfsfólki Kringlubíós í dag. Þar starfa 30 manns. 28.9.2011 21:00
Sextán ára piltur myrtur af vampíru-söfnuði Átján ára stúlka sagði í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina WBBH-TV að hún væri vampíra og hefði oft drukkið blóð úr unnusta sínum. Stúlkan, sem heitir Stephanie Pistey, hefur verið ákærð fyrir að lokka sextán ára gamlan dreng inn á heimili í Flórída í júlí síðastliðnum, þar sem hann var laminn til bana af fjórum félögum stúlkunnar. 28.9.2011 20:30
Þór væntanlegur eftir mánuð Nýja varðskipið Þór lagði af stað heim frá skipasmíðastöð í Síle í dag. Leiðin liggur upp með Suður-Ameríku, gegnum Panamaskurðinn, upp til Boston og þaðan til Halifax í Kanada en skipið er væntanleg hingað til lands eftir mánuð. 28.9.2011 19:11
Óeirðasveit lögreglunnar óstarfhæf Óeirðasveit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er óstarfhæf eftir að yfirgnæfandi meirihluti sveitarmanna ákvað að segja sig úr sveitinni síðdegis í dag. Áhyggjuefni segir innanríkisráðherra. 28.9.2011 19:00
Hefur áhyggjur af vaxandi einelti á Suðurnesjum Framkvæmdarstjóri Olweusar-áætlunarinnar á Íslandi hefur áhyggjur af vaxandi einelti á suðurnesjum og kallaði meðal annars fræðslustjóra á sinn fund í vor. Hann segir þó mikla faglega vinnu hafa farið í gang í grunnskólanum í Sandgerði, eftir að ellefu ára drengur sem var fórnarlamb eineltis svipti sig lífi. 28.9.2011 20:00
Sprengingar trufluðu ekki arnarvarp - sumarbústaðir meiri ógn en vegir Haförn kom upp unga á miðju framkvæmdasvæði á Barðaströnd í fyrrasumar á sama tíma og sprengingar stóðu sem hæst nálægt hreiðrinu. Forstöðumaður Náttúrufræðistofu Vestfjarða segir erni ekki hræðast bíla jafnmikið og gangandi fólk. Sumarbústaðir séu mun verri á arnarsvæðum heldur en vegir. 28.9.2011 19:30