Svartur vetur framundan Lillý Valgerður Pétursdóttir. skrifar 29. september 2011 18:30 Verkefnaskortur og samdráttur varð til þess að Skipti, móðurfélag Símans og Skjásins, og Íslenskir aðalverktakar tilkynntu um fjöldauppsagnir í dag. Forseti Alþýðusambands Íslands hefur áhyggjur af atvinnuástandinu á komandi vetri. Á meðal þeirra fyrirtækja sem ákveðið hafa að grípa til fjöldauppsagna í þessum mánuði eru Skipti, móðurfélag Símans og Skjásins, sem sagði upp fjörtíu og fimm manns í dag. Forstjórinn segir uppsagnirnar lið í hagræðingaraðgerðum fyrirtækisins. Rekstarumhverfi fyrirtækisins sé erfitt líkt og annarra fyrirtækja hér á landi. „Það er bara einfaldlega þannig að það er engin aukning í eftirspurn, það er minnkun. Til dæmis eins og á fjarskiptamarkaði. Fjarskiptamarkaður hefur farið minnkandi á síðustu árum á sama tíma og samkeppni hefur aukist og þess vegna hefur arðsemi félaganna minnkað. Það er bara staðreynd," segir Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta. Þá sögðu tilkynntu Íslenskir aðalverktakar í dag að fyrirtækið hafi sagt upp fjörtíu starfsmönnum í september. Ástæðan er sögð vera verkefnaskortur og fyrirsjáanlegur samdráttur í framkvæmdum í vetur. Á annað hundrað manns hafa misst vinnuna í fjöldauppsögnum í mánuðinum. Fyrr í mánuðinum sagði Arion banki upp fimmtíu og sjö starfsmönnum. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, hefur áhyggjur af atvinnulífinu á komandi vetri. „Hann leggst frekar illa í okkur. Þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi minnkað hér um svona hábjargræðistímann, þá eru horfurnar inn í veturinn frekar dökkar. Við erum að sjá það í þessum hópuppsögnum að fyrirtækin eru svona að stilla sig af og gera ráð fyrir talsvert minni vinnuaflsnotkun. Auðvitað mun það birtast okkur sem aukið atvinnuleysi ef ekkert annað ferð í gang," segir Gylfi. Gylfi segir fjárfestingar á Íslandi í sögulegri lægð. Við gerð nýrra kjarasamninga hafi verið gert samkomulag við stjórnvöld um að stuðla að því að auka fjárfestingar. Gagnrýnivert sé að mánuðir hafi liðið án þess að fjárfestingaráætlun eða efnahagsáætlun hafi birst. „Það eru klárlega fyrirheit stjórnvalda. Sem allavega ennþá hafa ekki séð dagsins ljós og er mikilvægt hins vegar að stjórnvöld sýni meiri festu í því að byggja hér upp og koma hér hlutum í gang. Það er enginn annar sem ber þá ábyrgð heldur en ríkisstjórnin að koma þessum hlutum áfram," segir Gylfi að lokum. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Verkefnaskortur og samdráttur varð til þess að Skipti, móðurfélag Símans og Skjásins, og Íslenskir aðalverktakar tilkynntu um fjöldauppsagnir í dag. Forseti Alþýðusambands Íslands hefur áhyggjur af atvinnuástandinu á komandi vetri. Á meðal þeirra fyrirtækja sem ákveðið hafa að grípa til fjöldauppsagna í þessum mánuði eru Skipti, móðurfélag Símans og Skjásins, sem sagði upp fjörtíu og fimm manns í dag. Forstjórinn segir uppsagnirnar lið í hagræðingaraðgerðum fyrirtækisins. Rekstarumhverfi fyrirtækisins sé erfitt líkt og annarra fyrirtækja hér á landi. „Það er bara einfaldlega þannig að það er engin aukning í eftirspurn, það er minnkun. Til dæmis eins og á fjarskiptamarkaði. Fjarskiptamarkaður hefur farið minnkandi á síðustu árum á sama tíma og samkeppni hefur aukist og þess vegna hefur arðsemi félaganna minnkað. Það er bara staðreynd," segir Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta. Þá sögðu tilkynntu Íslenskir aðalverktakar í dag að fyrirtækið hafi sagt upp fjörtíu starfsmönnum í september. Ástæðan er sögð vera verkefnaskortur og fyrirsjáanlegur samdráttur í framkvæmdum í vetur. Á annað hundrað manns hafa misst vinnuna í fjöldauppsögnum í mánuðinum. Fyrr í mánuðinum sagði Arion banki upp fimmtíu og sjö starfsmönnum. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, hefur áhyggjur af atvinnulífinu á komandi vetri. „Hann leggst frekar illa í okkur. Þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi minnkað hér um svona hábjargræðistímann, þá eru horfurnar inn í veturinn frekar dökkar. Við erum að sjá það í þessum hópuppsögnum að fyrirtækin eru svona að stilla sig af og gera ráð fyrir talsvert minni vinnuaflsnotkun. Auðvitað mun það birtast okkur sem aukið atvinnuleysi ef ekkert annað ferð í gang," segir Gylfi. Gylfi segir fjárfestingar á Íslandi í sögulegri lægð. Við gerð nýrra kjarasamninga hafi verið gert samkomulag við stjórnvöld um að stuðla að því að auka fjárfestingar. Gagnrýnivert sé að mánuðir hafi liðið án þess að fjárfestingaráætlun eða efnahagsáætlun hafi birst. „Það eru klárlega fyrirheit stjórnvalda. Sem allavega ennþá hafa ekki séð dagsins ljós og er mikilvægt hins vegar að stjórnvöld sýni meiri festu í því að byggja hér upp og koma hér hlutum í gang. Það er enginn annar sem ber þá ábyrgð heldur en ríkisstjórnin að koma þessum hlutum áfram," segir Gylfi að lokum.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira