Erlent

Spænskir vísindamenn þróa nýtt HIV ónæmingarefni

Miklar væntingar eru gerðar til nýja bóluefnisins.
Miklar væntingar eru gerðar til nýja bóluefnisins. mynd/AFP
Spænskir vísindamenn hafa lokið tilraunum á nýrri tegund HIV-lyfja. Niðurstöður rannsóknarinnar eru afar jákvæðar og telja vísindamennirnir að lyfið eigi eftir að hjálpa milljónum HIV sjúklinga. 90% af þátttakendum rannsóknarinnar sýndu ofnæmisviðbrögð við HIV vírusnum og 85% héldu viðbrögðunum í heilt ár. Þetta þýðir að lyfið er álíka öflugt og núverandi lyf en möguleikarnir séu þó mun meiri til framtíðar litið. Þetta nýja bóluefni kallast MVA-B og er í raun vírus. Það kennir ofnæmiskerfi sjúklingsins að kljást við skaðlegar HIV-smitaðar frumur. Vísindamennirnir líkja þessu við að sýna frumunum ljósmynd af HIV vírusnum svo að líkaminn þekkji vírusinn í framtíðinni. Fái vísindamennirnir leyfi til að halda áfram rannsóknum sínum telja þeir að HIV verði margfalt hættuminni sjúkdómur í framtíðinni. Þeir telja að á komandi árum verði HIV smit á svipuðum slóðum og að smitast af Herpes.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×