Erlent

Evran styrkist í kjölfar samþykktar um björgunarsjóð

Björgunarsjóðirnir eru samþykktir en sérfræðingar telja það vera skammgóðann vermi.
Björgunarsjóðirnir eru samþykktir en sérfræðingar telja það vera skammgóðann vermi.
Evran styrktist gegn dollaranum eftir að Angela Merkel og kristilegir demókratar í Þýskalandi samþykktu að stækka björgunarsjóði evrusvæðanna fyrr í dag. Aukið fjármagn í sjóðina gerir evruríkjunum sautján færi á að aðstoða ríki innan sambandssins enn frekar. Mun líklegra er nú að mögulegt sé að aðstoða Grikkland enn frekar á komandi mánuðum en mikil óvissa hefur ríkt í þar síðustu vikur. En fjárfestar og sérfræðingar eru þó varkárir í yfirlýsingum sínum. Enn á eftir að útlista aðgerðaráætlun hvað varðar vandamálið í Grikklandi og sífellt meiri hætta er á að hrunið dreifist til nærliggjandi landa, Ítalíu og Spánar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×