Sjómenn í vondu formi - áhöfn missti samanlagt einn mann 29. september 2011 22:00 Sjómenn vinna mikla erfiðisvinnu en gætu verið í betra formi. Mynd Hari Forvarnarverkefni sem ætlað er að bæta heilsu íslenskra sjómanna hefur skilað góðum árangri með því að fækka veikindardögum og lækka slysatíðni. Forvarnarfulltrúi segir mikla þörf á slíkri íhlutun þar sem stéttin sé almennt illa á sig komin. Sonja Sif Jóhannsdóttir hefur unnið að því í fimm ár að bæta andlega og líkamlega heilsu íslenskra sjómanna, fyrst í gegnum meistaraprófsverkefni sitt í íþrótta- og heilsufræði og síðan sem forvarnarfulltrúi hjá Tryggingamiðstöðinni. „Heilsa sjómanna er nefnilega alls ekki nógu góð,“ segir Sonja Sif og bætir við: „Ef við hugum að einstaklingunum þá eru þeir heilt yfir alltof þungir, með alltof hátt kólesteról, of háan blóðþrýsting og þrekið er mjög slakt, ég verð bara að segja það, og það er það sem við höfum að markmiði að bæta,“ segir Sonja Sif. Sonja vinnur enga venjulega skrifstofuvinnu, því hún fylgir sjómönnum á haf út og kynnist þannig lífi þeirra um borð. Og hún hefur meðal annars komist að því að það er erfitt að hlaupa á hlaupabrettinu úti á sjó. „Þannig að við tókum frekar inn hjól, þrekstiga og annað slíkt því ég legg mikið upp úr því að þeir hreyfi sig með þessari vinnu sem þeir eru í,“ segir Sonja. Sonja leggur einnig mikla áherslu á mataræðið um borð og hefur unnið náið með sjókokkum til að bæta þar úr. Vinnan hefur þegar skilað árangri. „Við töpuðum á einni áhöfninni á sex mánuðum 150 kg, við göntuðumst með það að einn maður hafi farið fyrir borð.“ Breytingar á mataræði og hreyfingu hafa svo haft áframhaldandi jákvæð áhrif. Sjómennirnir sem Sonja hefur unnið með segjast sofa betur og nokkrir þeirra eru hættir að reykja svo dæmi séu tekin. Þá segir hún fyrirtækin njóta góðs af bættri heilsu sjómanna með fækkun veikindadaga og slysa. „Dýrmætasta auðlindin er starfsmennirnir. Fyrirtækin eru að sjá gífurlega fækkun í slysum og bara eitt lítið dæmi sem við erum búin að vera að vinna með markvisst síðastliðin þrjú ár, þar minnkaði slysum og veikindum úr 53% niður í 13% og það eru einmitt tölurnar sem við viljum sjá,“ segir Sonja að lokum. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Forvarnarverkefni sem ætlað er að bæta heilsu íslenskra sjómanna hefur skilað góðum árangri með því að fækka veikindardögum og lækka slysatíðni. Forvarnarfulltrúi segir mikla þörf á slíkri íhlutun þar sem stéttin sé almennt illa á sig komin. Sonja Sif Jóhannsdóttir hefur unnið að því í fimm ár að bæta andlega og líkamlega heilsu íslenskra sjómanna, fyrst í gegnum meistaraprófsverkefni sitt í íþrótta- og heilsufræði og síðan sem forvarnarfulltrúi hjá Tryggingamiðstöðinni. „Heilsa sjómanna er nefnilega alls ekki nógu góð,“ segir Sonja Sif og bætir við: „Ef við hugum að einstaklingunum þá eru þeir heilt yfir alltof þungir, með alltof hátt kólesteról, of háan blóðþrýsting og þrekið er mjög slakt, ég verð bara að segja það, og það er það sem við höfum að markmiði að bæta,“ segir Sonja Sif. Sonja vinnur enga venjulega skrifstofuvinnu, því hún fylgir sjómönnum á haf út og kynnist þannig lífi þeirra um borð. Og hún hefur meðal annars komist að því að það er erfitt að hlaupa á hlaupabrettinu úti á sjó. „Þannig að við tókum frekar inn hjól, þrekstiga og annað slíkt því ég legg mikið upp úr því að þeir hreyfi sig með þessari vinnu sem þeir eru í,“ segir Sonja. Sonja leggur einnig mikla áherslu á mataræðið um borð og hefur unnið náið með sjókokkum til að bæta þar úr. Vinnan hefur þegar skilað árangri. „Við töpuðum á einni áhöfninni á sex mánuðum 150 kg, við göntuðumst með það að einn maður hafi farið fyrir borð.“ Breytingar á mataræði og hreyfingu hafa svo haft áframhaldandi jákvæð áhrif. Sjómennirnir sem Sonja hefur unnið með segjast sofa betur og nokkrir þeirra eru hættir að reykja svo dæmi séu tekin. Þá segir hún fyrirtækin njóta góðs af bættri heilsu sjómanna með fækkun veikindadaga og slysa. „Dýrmætasta auðlindin er starfsmennirnir. Fyrirtækin eru að sjá gífurlega fækkun í slysum og bara eitt lítið dæmi sem við erum búin að vera að vinna með markvisst síðastliðin þrjú ár, þar minnkaði slysum og veikindum úr 53% niður í 13% og það eru einmitt tölurnar sem við viljum sjá,“ segir Sonja að lokum.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira