Innlent

Sóttu veikan mann frá Vestmannaeyjum

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út. Mynd/ HAG
Landhelgisgæslunni barst rétt fyrir klukkan eitt í dag beiðni, í gegnum Neyðarlínuna, frá lækni í Vestmannaeyjum um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna manns sem slasaðist alvarlega í bænum. Vegna þoku er ekki hægt að lenda flugvél í Eyjum. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið kl. 12:57 og lenti í Vestmannaeyjum rétt fyrir klukkan tvö. Flogið var með mannin rakleiðis á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann fékk aðhlynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×