Hitti Ben Stiller: Þetta var bara geðveikt Boði Logason skrifar 16. september 2011 16:19 Ben Stiller og Dagný Ósk í Stykkishólmi í morgun. Hún segir að leikarinn hafi alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá sér og því hafi verið rosalega gaman að hitta á hann í dag. Mynd úr einkasafni „Þetta var mjög skemmtilegt og bara „made my day" og alla mína daga núna," segir Dagný Ósk Hermannsdóttir, heimavinnandi húsmóðir á Stykkishólmi, sem hitti á stórleikarann Ben Stiller fyrr í dag. Stiller hefur verið hér á landi í nokkra daga og hefur spurst til hans í Hörpunni og Austurlandi meðal annars. Hann er hér á landi til að skoða tökustaði fyrir kvikmynd sem hann er með í undirbúningi. „Ég var beðin um að koma með lykil til þess að opna Gamla apótekið og ég vissi nákvæmlega ekki neitt fyrir hvern ég var að fara opna. Svo koma þarna tveir menn og annar þeirra kynnti sig og sagðist heita Jeff og svo kynnti hann Ben Stiller og ég bara: Þú ert að djóka í mér? Hann var bara mættur í Hólminn," segir hún.Minnsta málið að taka mynd Dagný Ósk segir að leikarinn hafi verið mjög viðkunnalegur og spjallað heilmikið við sig. Hann hafi ekki verið með neina stjörnustæla þrátt fyrir að vera heimsfrægur grínleikari. „Ég hélt að það myndi verða eitthvað svoleiðis en neibb, það er ekki til í honum. Við spjölluðum svolítið saman og hann sagði mér hvað hann væri að fara gera hérna," segir hún. Hún fékk að taka mynd af sér með leikaranum og þegar þrettán ára sonur hennar hafi frétt af því hafi hann fengið líka mynd af sér með honum. „Það var bara minnsta málið." Hún segist hafa séð frétt þess efnis að hann væri hér á landi en ekkert spáð í því meira. Því hafi það komið á óvart að sjá hann í dag. „Nei nei, Ben Stiller bara við höfnina í Stykkishólmi og Dagný litla bara: Já sæll. Þetta var bara geðveikt," segir hún kímin og tekur fram að það hafi komið sér á óvart hversu lítill hann er. „Hann var eiginlega bara jafnstór og ég, ég hélt hann væri stærri."„Easy" gæi Uppáhaldsmyndir Dagnýjar Óskar sem Stiller leikur í eru Zoolander, Night at the Museum og Meet the Fockers. „Mér finnst myndirnar hans æði og hann hefur alltaf verið í uppáhaldi, hann er svo fyndinn og skemmtilegur," segir hún. Spurð að því hvort hann hafi ekki sagt einhverja brandara segir hún: „Nei, veistu hann var svo rólegur, mjög „easy" gæi og svo elskulegur." Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
„Þetta var mjög skemmtilegt og bara „made my day" og alla mína daga núna," segir Dagný Ósk Hermannsdóttir, heimavinnandi húsmóðir á Stykkishólmi, sem hitti á stórleikarann Ben Stiller fyrr í dag. Stiller hefur verið hér á landi í nokkra daga og hefur spurst til hans í Hörpunni og Austurlandi meðal annars. Hann er hér á landi til að skoða tökustaði fyrir kvikmynd sem hann er með í undirbúningi. „Ég var beðin um að koma með lykil til þess að opna Gamla apótekið og ég vissi nákvæmlega ekki neitt fyrir hvern ég var að fara opna. Svo koma þarna tveir menn og annar þeirra kynnti sig og sagðist heita Jeff og svo kynnti hann Ben Stiller og ég bara: Þú ert að djóka í mér? Hann var bara mættur í Hólminn," segir hún.Minnsta málið að taka mynd Dagný Ósk segir að leikarinn hafi verið mjög viðkunnalegur og spjallað heilmikið við sig. Hann hafi ekki verið með neina stjörnustæla þrátt fyrir að vera heimsfrægur grínleikari. „Ég hélt að það myndi verða eitthvað svoleiðis en neibb, það er ekki til í honum. Við spjölluðum svolítið saman og hann sagði mér hvað hann væri að fara gera hérna," segir hún. Hún fékk að taka mynd af sér með leikaranum og þegar þrettán ára sonur hennar hafi frétt af því hafi hann fengið líka mynd af sér með honum. „Það var bara minnsta málið." Hún segist hafa séð frétt þess efnis að hann væri hér á landi en ekkert spáð í því meira. Því hafi það komið á óvart að sjá hann í dag. „Nei nei, Ben Stiller bara við höfnina í Stykkishólmi og Dagný litla bara: Já sæll. Þetta var bara geðveikt," segir hún kímin og tekur fram að það hafi komið sér á óvart hversu lítill hann er. „Hann var eiginlega bara jafnstór og ég, ég hélt hann væri stærri."„Easy" gæi Uppáhaldsmyndir Dagnýjar Óskar sem Stiller leikur í eru Zoolander, Night at the Museum og Meet the Fockers. „Mér finnst myndirnar hans æði og hann hefur alltaf verið í uppáhaldi, hann er svo fyndinn og skemmtilegur," segir hún. Spurð að því hvort hann hafi ekki sagt einhverja brandara segir hún: „Nei, veistu hann var svo rólegur, mjög „easy" gæi og svo elskulegur."
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira