Fleiri fréttir Styrkveiting til GR í uppnámi Styrkveiting til Golfklúbbs Reykjavíkur er í uppnámi eftir að borgarráð var upplýst í dag um að klúbburinn hefði síðustu þrjú ár þegið 210 milljónir króna frá borginni til ákveðinna framkvæmda en notað hátt í helming fjárins til að lækka yfirdrátt og aðrar skuldir. Málið er nú í höndum innri endurskoðunar borgarinnar. 8.4.2010 19:00 Nokkur innbrot tilkynnt til lögreglunnar Nokkur innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Meðal annars var tölvuskjá stolið úr húsi á Seltjarnarnesi og úr í íbúð í vesturbænum hurfu skartgripir, tölva og sparibaukur. 8.4.2010 17:46 Er Whitney tævanskur strákur? -myndband Dómarar í söngvakeppni á Taiwan urðu sem þrumu lostnir þegar þarlendur strákur með moppuhaus hóf upp raust sína og söng I Will Always Love You. 8.4.2010 16:24 Segjast hafa gætt varúðar þegar þeir kveiktu í dekkjum Arctic Trucks, sem hefur aðstoðað aðstandendur breska sjónvarpsþáttarins Top Gear, segja að fyllsta öryggis hafi verið gætt þegar þeir létu kvikna í dekki á jeppabifreið í hraunjaðri eldgosins á Fimmvörðuhálsi. Lögreglan á Hvolsvelli gagnrýndi þá félaga harðlega fyrir uppátækið og minntu á að aðstæður væru lífshættulegar við eldgosið. 8.4.2010 16:08 Aurskriða gróf 200 manns Að minnsta kosti 200 manns grófust undir aurskriðu í fátækrahverfi í Rio de Janeiro í Brasilíu í dag. Þeim er ekki hugað líf. 8.4.2010 14:58 Sakborningar gagnrýna fjölmiðla harðlega Þrír sakborningar af níu, sem hafa verið ákærðir fyrir að ryðjast inn í Alþingishúsið í desember á síðasta ári, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir gagnrýna meðal annars fjölmiðla, lýðræði, vald og fleira. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun en málinu var áður vísað frá þegar í ljós kom að einn starfsmanna þingsins og lagði fram bótakröfu var hálf systir ríkissaksóknara. 8.4.2010 14:51 Löðrungaði tíu mánaða barn Breskur faðir hefur verið dæmdur til þess að greiða tíu mánaða gömlum syni sínum tíuþúsund krónur í skaðabætur fyrir að gefa honum löðrung. 8.4.2010 14:20 Vekja athygli ríkisstjórnar Norðulanda á mikilvægi ferðaþjónustunnar Samtök starfsfólks í ferðaþjónustugreinum á Norðurlöndum, NU HRCT, sendu í gær opið bréf til ríkisstjórna Norðurlandanna þar sem vakin er athygli á mikilvægi ferðaþjónustunnar og bent á að Norðurlöndum ber að nota þau tækifæri sem þau ráða yfir til að grípa til öflugrar markaðssetningar Norðurlanda á sameiginlegum ferðamarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. 8.4.2010 14:06 Tópasmálið: „Hafi orðið mistök þá leiðréttum við þau“ „Það er leiðinlegt ef þau keyptu útrunna vöru, en annað þarf að skoða þetta mál betur,“ segir Pétur Smárason, rekstrastjóri Snælandsvideo, en Vísir greindi frá því í morgun að 12 ára piltur braut í sér tönn eftir að hafa fengið sér Tópas úr versluninni sem reyndist löngu útrunnið. 8.4.2010 13:44 Fólk nálægt hættulegum gufusprengingum Hættulegar gufusprengingar eru á gosstöðvunum þar sem hraunið steypist niður í Hvannárgil og hefur fjöldi fólks verið þar nærri. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að áfram gjósi af krafti úr sprungunni sem opnaðist fyrir rúmri viku og þaðan sé mikið hraunrennsli. 8.4.2010 12:47 Stöðva ferðir vanbúins fólks Lögreglumenn frá Hvolsvelli eru nú á leið til eldstöðvanna á Fimmvörðuhálsi, til að stöðva ferðir vanbúins fólks, sem mun vera á leiðinni þangað. Engir björgunarsveitarmenn eru nú á vettvangi og getur ferðafólk því ekki stólað á nærveru þeirra. 8.4.2010 12:16 Kviknaði í dekkjum Top Gear-jeppa á hrauninu Lögreglan á Hvolsvelli er mjög óhress með framferði manna, sem reyndu í gær að aka jeppa ofan á nýja hrauninu. Jarðvísindamaður býst við að þetta geti orðið spaugilegt sjónvarpsefni. Eftir því sem næst verður komist var um ræða leiðangursmenn Top Gear sjónvarpsþáttarins hjá BBC en þeir fóru upp að gosstöðvunum í fyrradag á sex jeppum á vegum Arctic Trucks og tveimur snjóbílum. Sveinn Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, lítur þetta alvarlegum augum og segir að engin leyfi hafi verið gefin fyrir því að aka á hrauninu. Slíkt sé bannað og skipti engu máli hver eigi í hlut. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur varð vitni að því þegar Top Gear-leiðangurinn reyndi að komast upp á hraunið og segir hann það hafa verið spaugilegt. Það hafi gengið ósköp illa, en þeir hafi þó ekki þorað að moka úr barðinu til að komast betur upp á heitt hraunið. Bjóst Magnús Tumi við að þetta yrði skemmtilegt sjónvarpsefni. Samkvæmt Ríkisútvarpinu kviknaði í tveimur dekkjum á jeppanum þegar upp á hraunið var komið og sneru þeir jeppamenn þá við. 8.4.2010 12:13 Opnun fangelsis í Bitru frestað Ekkert verður af opnun fangelsins í Bitru í Flóahreppi dag, líkt og til stóð þar sem ekki hefur verið gengið frá skipulagsmálum að fullu. Síðustu daga hafa menn verið að gera allt klárt fyrir opnun fangelsisins en þar var áður kvennafangelsi til margra ára. 8.4.2010 12:03 Vísindamenn gengu yfir nýja hraunið Tveir jarðvísindamenn gengu í gær yfir nýju hrauntunguna, sem lokar hinni vinsælu gönguleið um Fimmvörðuháls. Þeir gengu ofan á storknaðri skán með hjálp hitamyndavélar en glóandi kvika sást sumsstaðar undir á eins til tveggja metra dýpi. Engu að síður eru ferðamenn byrjaðir að ganga þarna yfir . 8.4.2010 12:01 Framleiðslan að mestu komin á forræði bankanna „Beint frá banka á betur við en: beint frá bónda, þegar fólk borðar egg og beikon,“ segir formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Þar vísar hann til þess að gengdarlaus offjárfesting í kjúklinga-og svínakjötsframleiðslu, með viðeigandi tapi og afskriftum, hafi leitt til þess að þessi framleiðsla sé nú að mestu komin á forræði bankanna. 8.4.2010 11:59 Þroskahamlaður drengur braut tönn á löngu útrunnu Tópasi „Við keyptum tópaspakkann fyrir þremur dögum síðan,“ segir verkamaðurinn Sverrir Bergmann Egilsson en hann varð fyrir því óláni að kaupa útrunninn tópaspakka í versluninni Snælandsvídeo í Setbergi. Í ljós kom að pakkinn rann út í maí á síðasta ári. En það sem verra var, þá fékk tólf ára sonur Sverris sér tópas áður en þau uppgvötuðu að pakkinn væri útrunninn. 8.4.2010 11:18 Obama fær ekki draumabílinn Barack Obama forseti Bandaríkjanna er valdamesti maður heims. Hann fær þó ekki að kaupa þann bíl sem hann langar mest í. 8.4.2010 11:14 Þjófagengi létu greipar sópa á Suðurnesjum Þjófagengi braust inn í tölvuverslun í Keflavík seint í gærkvöldi, stal þar sjö tölvum, og lét svo greipar sópa um bíla í Sandgerði. 8.4.2010 10:41 Steingrímur Ari: Áminning Álfheiðar stangast á við lög Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að fyrirhuguð áminning heilbrigðisráðherra styðjist hvorki við lög né málefnaleg sjónarmið. 8.4.2010 09:53 Berrassaðir um borð í flugvélarnar? Bandaríska flugfélagið Spirit Airlines hefur tekið upp á því að taka gjald fyrir handfarangur sem er settur í geymslu fyrir ofan sæti. 8.4.2010 09:52 Indriði hættur að aðstoða Steingrím Indriði H. Þorláksson er hættur sem aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Hann mun sinna ýmsum sérverkefnum í fjármálaráðuneytinu á næstu mánuðum. Huginn Freyr Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks VG og aðstoðarmaður Svavars Gestssonar í Icesaveviðræðunum, hefur tekið við sem aðstoðarmaður Steingríms. 8.4.2010 09:40 Gos gæti hafist á ný Gos í gossprungunni þar sem gosið hófst hefur dottið niður, en það getur auðveldlega hafist þar á ný og ber fólki að sýna varúð þegar náttúruöflin eru annars vegar segir í tilkynningu frá almannavörnum. 8.4.2010 09:24 Farþegi yfirbugaður í flugvél á leið til Denver Bandarísk yfirvöld höfðu mikinn viðbúnað í gærkvöldi þegar óttast var að farþegi um borð í innanlandsflugvél á leið til Denver ætlaði að granda flugvélinni með sprengiefni földu í skósólum sínum. Tvær F-16 orrustuflugvélar fylgdu faraþegavélinni en um borð voru 157 farþegar. 8.4.2010 08:36 Íhaldsflokkurinn nær ekki meirihluta Breski Íhaldsflokkurinn sjö prósentustiga forskot á Verkamannaflokkinn samkvæmt skoðanakönnum sem dagblaðið Times birtir í dag. Samkvæmt henni fengi hvorugur flokkanna meirihluta. 8.4.2010 08:02 Stálu áfengi Brotist var inn í veitingahús í miðborginni í nótt og þaðan stolið einhverju af áfengi. Það skýrist í dag hversu mikið það var. Þjófurinn eða þjófarnir komust undan og eru þeir ófundnir. 8.4.2010 07:58 Braust úr fangelsi til að stela sígarettum Karlmaður hlaut í gær 20 ára fangelsisdóm fyrir að brjótast úr fangelsi í Gergoríu í Bandaríkjunum í fyrrahaust þar sem hann sat inni fyrir minniháttar brot. 8.4.2010 07:56 Undirrita samkomulag um fækkun kjarnorkuvopna Rússar og Bandríkjamenn undirrita í dag samning um fækkun kjarnorkuvopna. Bandaríkjaforseti segir að um merkasta afvopnunarsamning í tvo áratugi sé að ræða. 8.4.2010 07:54 Fjölmenni við gosstöðvarnar Nokkrir ferðamenn reyndu í gærkvöldi að komast alveg að fyrri gígnum á Fimmvörðuhálsi, þar sem gosið er hjaðnað, en lögreglan á Hvolsvelli bægði þeim frá. Lögreglan ítrekar að að fólk haldi sig í að minnstakosti kílómetra fjarlægð frá gosstöðvunum, líka frá eldri goskatlinum. Þá varar hún við vatnavöxtum í Hvanná og Krossá í Þórsmörk og gufusprengingum í Ytra-Hvannagili. Í gærkvöldi var fjölmenni við gosstöðvarnar á að minnstakosti hundrað bílum og stóð umferð langt fram á nótt. 8.4.2010 07:13 Brennuvargar kveiktu í bílum og gámum Brennuvargar voru á ferð á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt og eru þeir ófundnir. Fyrst var kveikt í tveimur bílum við Trönuhraun í Hafnarfirði og eru þeir ónýtir eftir það. Um klukkan eitt í nótt var svo kveikt í tveimur ruslagámum, öðrum við Höfðatorg í grennd við turninn þar, og í hinum við Höfðatún, þar skammt frá. Það tók slökkviliðsmann heila klukkustund að slökkva í öðrum gámnum. 8.4.2010 07:11 Neyðarástandi lýst yfir í Tælandi Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherra Tælands, hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu. Undanfarnar vikur hafa stjórnarandstæðingar krafist þess að ríkisstjórnin fari frá völdum og að boðað verði til kosninga svo að milljarðamæringurinn Thaksin Shinawatra sem var steypt af stóli sem forsætisráðherra fyrir fjórum árum geti tekið aftur við völdum í landinu. 8.4.2010 07:09 Bráðabirgðastjórn í Kirgisistan Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Kirgisistan segjast hafa myndað bráðabirgðastjórn í landinu og að forseti landsins hafi flúið höfuðborgina. Upp úr sauð í fyrradag þegar óeirðir brutust út í landinu þegar tilkynnt var gríðarmikla hækkun á rafmagnsverði. Ríkisstjórnin hefur jafnframt verið sökuð um langvarandi spillingu. 8.4.2010 07:04 Talið ólíklegt að það snjói meira í vetur „Þetta er ekki einu sinni síðbúið páskhret þetta er bara falleg motta sem verður horfin í síðasta lagi á morgun,“ sagði Hjörtur Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, þegar Fréttablaðið hafði samband í gær og spurði um 8.4.2010 07:00 Yfir 110 látnir eftir flóðin í Brasilíu Yfir 110 eru látnir og meira 4000 eru heimilislausir eftir flóð og fjölmargar aurskriður Rio de Janeiro héraði í Brasilíu en þar hefur verið úrhellisrigning undanfarna daga. Yfirvöld telja að tala látinna muni hækka á næstu dögum. 8.4.2010 06:59 Útflutningur styrkir evrulönd Enginn hagvöxtur mældist á evrusvæðinu á síðasta fjórðungi síðasta árs, samkvæmt upplýsingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins (ESB). 8.4.2010 06:00 Þjóðin geti sent inn hugmyndir Líklegt er að Þingvallanefnd efni á þessu ári til hugmyndasamkeppni um uppbyggingu í þjóðgarðinum. Rætt er um að gefa allri þjóðinni tillögurétt í samkeppninni þar sem friðlandið í heild sinni yrði viðfangsefnið. 8.4.2010 06:00 Sveiflaði kjöthnífi og heimtaði róandi lyf „Hann sagði að hann vildi ekki drepa neinn en yrði að fá róandi lyf og mundi sætta sig við tvær töflur," segir Sigurður Viðar Viggósson sem vaknaði snemma í gærmorgun við að ungur fíkill, vopnaður hnífi, var kominn inn í herbergið hans í leit að lyfjum. 8.4.2010 06:00 Rannsókn hafin á slysinu að Fjallabaki Rannsókn er hafin á tildrögum þess að tvennt beið bana á Fjallabaki norðan Mýrdalsjökuls í fyrradag. Lögreglan á Hvolsvelli fer með rannsóknina og nýtur liðsinnis rannsóknardeildar lögreglunnar á Selfossi. 8.4.2010 05:00 Gosáhugamenn streyma um vegina Umferð um Hvolsvöll var tvöfalt meiri um nýafstaðna páska en árið áður. Umferðarmælir vestan við Hvolsvöll sýndi 11.999 ferðir frá skírdegi til annars í páskum í fyrra. Í ár voru ferðirnar þessa fimm daga 25.979, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. 8.4.2010 04:00 Leikskólabörn í grunnskólann Leikskóli verður í Engidalsskóla í Hafnarfirði frá næsta hausti ef tillaga þess efnis verður ofan á eftir umræðu sem nú fer fram um skólastarfið í norðurbæ Hafnarfjarðar. Efstu bekkirnir í Engidalsskóla, sem nú nær upp í sjöunda bekk, myndu þá flytjast yfir í Víðistaðaskóla sem nær frá fyrsta upp í tíunda bekk. 8.4.2010 04:00 Eigendurnir tilgreindir sérstaklega Breyta á lögum um embætti sérstaks saksóknara, samkvæmt frumvarpi dómsmála- og mannréttindaráðherra. Markmiðið er að skilgreina verksvið saksóknarans með skýrari hætti en nú er. 8.4.2010 03:15 Fyrsti atvinnulífsprófessorinn Sigurður Tómas Magnússon lögfræðingur hefur tekið við stöðu atvinnulífsprófessors við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 8.4.2010 03:15 Tveir bílar urðu alelda í Hafnarfirði Tveir bílar sem stóðu í porti við Trönuhraun 5 í Hafnarfirði urðu alelda í kvöld. Slökkviliðið telur líklegt að kveikt hafi verið í þeim. Tilkynning um eldinn barst laust eftir klukkan átta. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og er slökkvistarfi lokið. Ekki liggur fyrir af hvaða gerð bílarnir voru. 7.4.2010 20:40 Beltin björguðu ökumanni flutningabíls Beltin björguðu ökumanni vöruflutningabíls sem valt út af veginum í Kömbunum um hálfsexleytið í dag, segir lögreglumaður hjá lögreglunni á Selfossi. Talið er að farmur sem var í bílnum hafi kastast til með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en líklegt má teljast að hann hefði kastast út úr bílnum ef hann hefði ekki verið í beltum. 7.4.2010 19:38 Þyrla Gæslunnar sótti veikan sjómann Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um sjöleytið í kvöld vegna manns með hjartverk um borð í línubát. Báturinn var að veiðum um 18 sjómílur vestur af Garðsskaga. 7.4.2010 23:07 Flugvelli lokað í Berlín vegna sprengju Tegel flugvelli í Berlín var lokað um skamma stund í dag eftir að nokkurra hundruða kílóa þung sprengja fannst þar. Á meðan gat engin flugvél farið á loft og engin mátti lenda. Allar leiðir voru lokaðar. Samkvæmt fréttum AP fréttastofunnar var um að ræða sprengju frá Seinni heimsstyrjöld. 7.4.2010 22:17 Sjá næstu 50 fréttir
Styrkveiting til GR í uppnámi Styrkveiting til Golfklúbbs Reykjavíkur er í uppnámi eftir að borgarráð var upplýst í dag um að klúbburinn hefði síðustu þrjú ár þegið 210 milljónir króna frá borginni til ákveðinna framkvæmda en notað hátt í helming fjárins til að lækka yfirdrátt og aðrar skuldir. Málið er nú í höndum innri endurskoðunar borgarinnar. 8.4.2010 19:00
Nokkur innbrot tilkynnt til lögreglunnar Nokkur innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Meðal annars var tölvuskjá stolið úr húsi á Seltjarnarnesi og úr í íbúð í vesturbænum hurfu skartgripir, tölva og sparibaukur. 8.4.2010 17:46
Er Whitney tævanskur strákur? -myndband Dómarar í söngvakeppni á Taiwan urðu sem þrumu lostnir þegar þarlendur strákur með moppuhaus hóf upp raust sína og söng I Will Always Love You. 8.4.2010 16:24
Segjast hafa gætt varúðar þegar þeir kveiktu í dekkjum Arctic Trucks, sem hefur aðstoðað aðstandendur breska sjónvarpsþáttarins Top Gear, segja að fyllsta öryggis hafi verið gætt þegar þeir létu kvikna í dekki á jeppabifreið í hraunjaðri eldgosins á Fimmvörðuhálsi. Lögreglan á Hvolsvelli gagnrýndi þá félaga harðlega fyrir uppátækið og minntu á að aðstæður væru lífshættulegar við eldgosið. 8.4.2010 16:08
Aurskriða gróf 200 manns Að minnsta kosti 200 manns grófust undir aurskriðu í fátækrahverfi í Rio de Janeiro í Brasilíu í dag. Þeim er ekki hugað líf. 8.4.2010 14:58
Sakborningar gagnrýna fjölmiðla harðlega Þrír sakborningar af níu, sem hafa verið ákærðir fyrir að ryðjast inn í Alþingishúsið í desember á síðasta ári, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir gagnrýna meðal annars fjölmiðla, lýðræði, vald og fleira. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun en málinu var áður vísað frá þegar í ljós kom að einn starfsmanna þingsins og lagði fram bótakröfu var hálf systir ríkissaksóknara. 8.4.2010 14:51
Löðrungaði tíu mánaða barn Breskur faðir hefur verið dæmdur til þess að greiða tíu mánaða gömlum syni sínum tíuþúsund krónur í skaðabætur fyrir að gefa honum löðrung. 8.4.2010 14:20
Vekja athygli ríkisstjórnar Norðulanda á mikilvægi ferðaþjónustunnar Samtök starfsfólks í ferðaþjónustugreinum á Norðurlöndum, NU HRCT, sendu í gær opið bréf til ríkisstjórna Norðurlandanna þar sem vakin er athygli á mikilvægi ferðaþjónustunnar og bent á að Norðurlöndum ber að nota þau tækifæri sem þau ráða yfir til að grípa til öflugrar markaðssetningar Norðurlanda á sameiginlegum ferðamarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. 8.4.2010 14:06
Tópasmálið: „Hafi orðið mistök þá leiðréttum við þau“ „Það er leiðinlegt ef þau keyptu útrunna vöru, en annað þarf að skoða þetta mál betur,“ segir Pétur Smárason, rekstrastjóri Snælandsvideo, en Vísir greindi frá því í morgun að 12 ára piltur braut í sér tönn eftir að hafa fengið sér Tópas úr versluninni sem reyndist löngu útrunnið. 8.4.2010 13:44
Fólk nálægt hættulegum gufusprengingum Hættulegar gufusprengingar eru á gosstöðvunum þar sem hraunið steypist niður í Hvannárgil og hefur fjöldi fólks verið þar nærri. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að áfram gjósi af krafti úr sprungunni sem opnaðist fyrir rúmri viku og þaðan sé mikið hraunrennsli. 8.4.2010 12:47
Stöðva ferðir vanbúins fólks Lögreglumenn frá Hvolsvelli eru nú á leið til eldstöðvanna á Fimmvörðuhálsi, til að stöðva ferðir vanbúins fólks, sem mun vera á leiðinni þangað. Engir björgunarsveitarmenn eru nú á vettvangi og getur ferðafólk því ekki stólað á nærveru þeirra. 8.4.2010 12:16
Kviknaði í dekkjum Top Gear-jeppa á hrauninu Lögreglan á Hvolsvelli er mjög óhress með framferði manna, sem reyndu í gær að aka jeppa ofan á nýja hrauninu. Jarðvísindamaður býst við að þetta geti orðið spaugilegt sjónvarpsefni. Eftir því sem næst verður komist var um ræða leiðangursmenn Top Gear sjónvarpsþáttarins hjá BBC en þeir fóru upp að gosstöðvunum í fyrradag á sex jeppum á vegum Arctic Trucks og tveimur snjóbílum. Sveinn Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, lítur þetta alvarlegum augum og segir að engin leyfi hafi verið gefin fyrir því að aka á hrauninu. Slíkt sé bannað og skipti engu máli hver eigi í hlut. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur varð vitni að því þegar Top Gear-leiðangurinn reyndi að komast upp á hraunið og segir hann það hafa verið spaugilegt. Það hafi gengið ósköp illa, en þeir hafi þó ekki þorað að moka úr barðinu til að komast betur upp á heitt hraunið. Bjóst Magnús Tumi við að þetta yrði skemmtilegt sjónvarpsefni. Samkvæmt Ríkisútvarpinu kviknaði í tveimur dekkjum á jeppanum þegar upp á hraunið var komið og sneru þeir jeppamenn þá við. 8.4.2010 12:13
Opnun fangelsis í Bitru frestað Ekkert verður af opnun fangelsins í Bitru í Flóahreppi dag, líkt og til stóð þar sem ekki hefur verið gengið frá skipulagsmálum að fullu. Síðustu daga hafa menn verið að gera allt klárt fyrir opnun fangelsisins en þar var áður kvennafangelsi til margra ára. 8.4.2010 12:03
Vísindamenn gengu yfir nýja hraunið Tveir jarðvísindamenn gengu í gær yfir nýju hrauntunguna, sem lokar hinni vinsælu gönguleið um Fimmvörðuháls. Þeir gengu ofan á storknaðri skán með hjálp hitamyndavélar en glóandi kvika sást sumsstaðar undir á eins til tveggja metra dýpi. Engu að síður eru ferðamenn byrjaðir að ganga þarna yfir . 8.4.2010 12:01
Framleiðslan að mestu komin á forræði bankanna „Beint frá banka á betur við en: beint frá bónda, þegar fólk borðar egg og beikon,“ segir formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Þar vísar hann til þess að gengdarlaus offjárfesting í kjúklinga-og svínakjötsframleiðslu, með viðeigandi tapi og afskriftum, hafi leitt til þess að þessi framleiðsla sé nú að mestu komin á forræði bankanna. 8.4.2010 11:59
Þroskahamlaður drengur braut tönn á löngu útrunnu Tópasi „Við keyptum tópaspakkann fyrir þremur dögum síðan,“ segir verkamaðurinn Sverrir Bergmann Egilsson en hann varð fyrir því óláni að kaupa útrunninn tópaspakka í versluninni Snælandsvídeo í Setbergi. Í ljós kom að pakkinn rann út í maí á síðasta ári. En það sem verra var, þá fékk tólf ára sonur Sverris sér tópas áður en þau uppgvötuðu að pakkinn væri útrunninn. 8.4.2010 11:18
Obama fær ekki draumabílinn Barack Obama forseti Bandaríkjanna er valdamesti maður heims. Hann fær þó ekki að kaupa þann bíl sem hann langar mest í. 8.4.2010 11:14
Þjófagengi létu greipar sópa á Suðurnesjum Þjófagengi braust inn í tölvuverslun í Keflavík seint í gærkvöldi, stal þar sjö tölvum, og lét svo greipar sópa um bíla í Sandgerði. 8.4.2010 10:41
Steingrímur Ari: Áminning Álfheiðar stangast á við lög Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að fyrirhuguð áminning heilbrigðisráðherra styðjist hvorki við lög né málefnaleg sjónarmið. 8.4.2010 09:53
Berrassaðir um borð í flugvélarnar? Bandaríska flugfélagið Spirit Airlines hefur tekið upp á því að taka gjald fyrir handfarangur sem er settur í geymslu fyrir ofan sæti. 8.4.2010 09:52
Indriði hættur að aðstoða Steingrím Indriði H. Þorláksson er hættur sem aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Hann mun sinna ýmsum sérverkefnum í fjármálaráðuneytinu á næstu mánuðum. Huginn Freyr Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks VG og aðstoðarmaður Svavars Gestssonar í Icesaveviðræðunum, hefur tekið við sem aðstoðarmaður Steingríms. 8.4.2010 09:40
Gos gæti hafist á ný Gos í gossprungunni þar sem gosið hófst hefur dottið niður, en það getur auðveldlega hafist þar á ný og ber fólki að sýna varúð þegar náttúruöflin eru annars vegar segir í tilkynningu frá almannavörnum. 8.4.2010 09:24
Farþegi yfirbugaður í flugvél á leið til Denver Bandarísk yfirvöld höfðu mikinn viðbúnað í gærkvöldi þegar óttast var að farþegi um borð í innanlandsflugvél á leið til Denver ætlaði að granda flugvélinni með sprengiefni földu í skósólum sínum. Tvær F-16 orrustuflugvélar fylgdu faraþegavélinni en um borð voru 157 farþegar. 8.4.2010 08:36
Íhaldsflokkurinn nær ekki meirihluta Breski Íhaldsflokkurinn sjö prósentustiga forskot á Verkamannaflokkinn samkvæmt skoðanakönnum sem dagblaðið Times birtir í dag. Samkvæmt henni fengi hvorugur flokkanna meirihluta. 8.4.2010 08:02
Stálu áfengi Brotist var inn í veitingahús í miðborginni í nótt og þaðan stolið einhverju af áfengi. Það skýrist í dag hversu mikið það var. Þjófurinn eða þjófarnir komust undan og eru þeir ófundnir. 8.4.2010 07:58
Braust úr fangelsi til að stela sígarettum Karlmaður hlaut í gær 20 ára fangelsisdóm fyrir að brjótast úr fangelsi í Gergoríu í Bandaríkjunum í fyrrahaust þar sem hann sat inni fyrir minniháttar brot. 8.4.2010 07:56
Undirrita samkomulag um fækkun kjarnorkuvopna Rússar og Bandríkjamenn undirrita í dag samning um fækkun kjarnorkuvopna. Bandaríkjaforseti segir að um merkasta afvopnunarsamning í tvo áratugi sé að ræða. 8.4.2010 07:54
Fjölmenni við gosstöðvarnar Nokkrir ferðamenn reyndu í gærkvöldi að komast alveg að fyrri gígnum á Fimmvörðuhálsi, þar sem gosið er hjaðnað, en lögreglan á Hvolsvelli bægði þeim frá. Lögreglan ítrekar að að fólk haldi sig í að minnstakosti kílómetra fjarlægð frá gosstöðvunum, líka frá eldri goskatlinum. Þá varar hún við vatnavöxtum í Hvanná og Krossá í Þórsmörk og gufusprengingum í Ytra-Hvannagili. Í gærkvöldi var fjölmenni við gosstöðvarnar á að minnstakosti hundrað bílum og stóð umferð langt fram á nótt. 8.4.2010 07:13
Brennuvargar kveiktu í bílum og gámum Brennuvargar voru á ferð á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt og eru þeir ófundnir. Fyrst var kveikt í tveimur bílum við Trönuhraun í Hafnarfirði og eru þeir ónýtir eftir það. Um klukkan eitt í nótt var svo kveikt í tveimur ruslagámum, öðrum við Höfðatorg í grennd við turninn þar, og í hinum við Höfðatún, þar skammt frá. Það tók slökkviliðsmann heila klukkustund að slökkva í öðrum gámnum. 8.4.2010 07:11
Neyðarástandi lýst yfir í Tælandi Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherra Tælands, hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu. Undanfarnar vikur hafa stjórnarandstæðingar krafist þess að ríkisstjórnin fari frá völdum og að boðað verði til kosninga svo að milljarðamæringurinn Thaksin Shinawatra sem var steypt af stóli sem forsætisráðherra fyrir fjórum árum geti tekið aftur við völdum í landinu. 8.4.2010 07:09
Bráðabirgðastjórn í Kirgisistan Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Kirgisistan segjast hafa myndað bráðabirgðastjórn í landinu og að forseti landsins hafi flúið höfuðborgina. Upp úr sauð í fyrradag þegar óeirðir brutust út í landinu þegar tilkynnt var gríðarmikla hækkun á rafmagnsverði. Ríkisstjórnin hefur jafnframt verið sökuð um langvarandi spillingu. 8.4.2010 07:04
Talið ólíklegt að það snjói meira í vetur „Þetta er ekki einu sinni síðbúið páskhret þetta er bara falleg motta sem verður horfin í síðasta lagi á morgun,“ sagði Hjörtur Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, þegar Fréttablaðið hafði samband í gær og spurði um 8.4.2010 07:00
Yfir 110 látnir eftir flóðin í Brasilíu Yfir 110 eru látnir og meira 4000 eru heimilislausir eftir flóð og fjölmargar aurskriður Rio de Janeiro héraði í Brasilíu en þar hefur verið úrhellisrigning undanfarna daga. Yfirvöld telja að tala látinna muni hækka á næstu dögum. 8.4.2010 06:59
Útflutningur styrkir evrulönd Enginn hagvöxtur mældist á evrusvæðinu á síðasta fjórðungi síðasta árs, samkvæmt upplýsingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins (ESB). 8.4.2010 06:00
Þjóðin geti sent inn hugmyndir Líklegt er að Þingvallanefnd efni á þessu ári til hugmyndasamkeppni um uppbyggingu í þjóðgarðinum. Rætt er um að gefa allri þjóðinni tillögurétt í samkeppninni þar sem friðlandið í heild sinni yrði viðfangsefnið. 8.4.2010 06:00
Sveiflaði kjöthnífi og heimtaði róandi lyf „Hann sagði að hann vildi ekki drepa neinn en yrði að fá róandi lyf og mundi sætta sig við tvær töflur," segir Sigurður Viðar Viggósson sem vaknaði snemma í gærmorgun við að ungur fíkill, vopnaður hnífi, var kominn inn í herbergið hans í leit að lyfjum. 8.4.2010 06:00
Rannsókn hafin á slysinu að Fjallabaki Rannsókn er hafin á tildrögum þess að tvennt beið bana á Fjallabaki norðan Mýrdalsjökuls í fyrradag. Lögreglan á Hvolsvelli fer með rannsóknina og nýtur liðsinnis rannsóknardeildar lögreglunnar á Selfossi. 8.4.2010 05:00
Gosáhugamenn streyma um vegina Umferð um Hvolsvöll var tvöfalt meiri um nýafstaðna páska en árið áður. Umferðarmælir vestan við Hvolsvöll sýndi 11.999 ferðir frá skírdegi til annars í páskum í fyrra. Í ár voru ferðirnar þessa fimm daga 25.979, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. 8.4.2010 04:00
Leikskólabörn í grunnskólann Leikskóli verður í Engidalsskóla í Hafnarfirði frá næsta hausti ef tillaga þess efnis verður ofan á eftir umræðu sem nú fer fram um skólastarfið í norðurbæ Hafnarfjarðar. Efstu bekkirnir í Engidalsskóla, sem nú nær upp í sjöunda bekk, myndu þá flytjast yfir í Víðistaðaskóla sem nær frá fyrsta upp í tíunda bekk. 8.4.2010 04:00
Eigendurnir tilgreindir sérstaklega Breyta á lögum um embætti sérstaks saksóknara, samkvæmt frumvarpi dómsmála- og mannréttindaráðherra. Markmiðið er að skilgreina verksvið saksóknarans með skýrari hætti en nú er. 8.4.2010 03:15
Fyrsti atvinnulífsprófessorinn Sigurður Tómas Magnússon lögfræðingur hefur tekið við stöðu atvinnulífsprófessors við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 8.4.2010 03:15
Tveir bílar urðu alelda í Hafnarfirði Tveir bílar sem stóðu í porti við Trönuhraun 5 í Hafnarfirði urðu alelda í kvöld. Slökkviliðið telur líklegt að kveikt hafi verið í þeim. Tilkynning um eldinn barst laust eftir klukkan átta. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og er slökkvistarfi lokið. Ekki liggur fyrir af hvaða gerð bílarnir voru. 7.4.2010 20:40
Beltin björguðu ökumanni flutningabíls Beltin björguðu ökumanni vöruflutningabíls sem valt út af veginum í Kömbunum um hálfsexleytið í dag, segir lögreglumaður hjá lögreglunni á Selfossi. Talið er að farmur sem var í bílnum hafi kastast til með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en líklegt má teljast að hann hefði kastast út úr bílnum ef hann hefði ekki verið í beltum. 7.4.2010 19:38
Þyrla Gæslunnar sótti veikan sjómann Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um sjöleytið í kvöld vegna manns með hjartverk um borð í línubát. Báturinn var að veiðum um 18 sjómílur vestur af Garðsskaga. 7.4.2010 23:07
Flugvelli lokað í Berlín vegna sprengju Tegel flugvelli í Berlín var lokað um skamma stund í dag eftir að nokkurra hundruða kílóa þung sprengja fannst þar. Á meðan gat engin flugvél farið á loft og engin mátti lenda. Allar leiðir voru lokaðar. Samkvæmt fréttum AP fréttastofunnar var um að ræða sprengju frá Seinni heimsstyrjöld. 7.4.2010 22:17