Fleiri fréttir

Tvíburabróðir vill verða forseti Póllands

Jaroslaw Kaczynski hefur tilkynnt að hann hyggist bjóða sig fram í embætti forseta Póllands í stað tvíburabróður síns sem fórst í flugslysi í Rússlandi á dögunum.

Ræðst gegn klerkum í Íran

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Íran hefur ráðist harkalega á klerkastjórnina þar á heimasíðu sinni.

Icelandair flýtir flugi vegna óvissu um öskufall

Icelandair hefur tilkynnt að brottför tveggja fluga félagsins frá Keflavíkurflugvelli á morgun, þriðjudaginn 27. apríl verður flýtt. Ástæðan er sú að nokkur óvissa er um flug til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis á morgun vegna ösku frá Eyjafjallajökli. Þessi breyting hefur ekki áhrif á annað flug Icelandair á morgun.

Einstein litli

Einstein heitir folaldið og er þriggja daga gamalt. Það fæddist í New Hampshire í Bandaríkjunun, Einstein er af smáhestakyni en jafnvel að teknu tilliti til þess verður að segja að hann er óttalegt kríli.

Hawking hræddur við geimverur

Stjarneðlisfræðingurinn og stærðfræðingurinn Stephen Hawking telur mjög líklegt að geimverur séu til en að mannkyninu sé ráðlegast að hafa hægt um sig og vona að þær taki ekki eftir okkur.

Nautið vann -myndband

Einn af þekktustu nautabönum Spánar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að naut sem hann var að berjast við stangaði hann í nárann.

Vilja flytja stafsemina til Íslands

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar mun síðar í vikunni kynna heildræna nútíma og málfrelsis- og upplýsingalöggjöf á ráðstefnu á vegum Evrópuráðsins. Hún er nýkomin af svipaðri ráðstefnu í Bandaríkjunum þar sem fréttamenn frá Frontline og 60 minutes hlustuðu á erindi hennar.

Aukið rennsli í Markarfljóti

Ekki hefur orði vart við öskufall frá gosinu í Eyjafjallajökli í morgun, en rennsli hefur aukist í Markarfljóti, án þess þó að jarðvísindamenn reikni með flóði.

Óttast að verða innlyksa á Íslandi

Hundruð erlendra ferðamanna hafa afbókað gistingu á hótelum borgarinnar í apríl og maí vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Hótelstjórar eru uggandi og segja fólk helst óttast að verða innlyksa hér á landi.

Flug að komast í samt lag

Iceland Express vonast til að flug komist í eðlilegt horf í dag. Framan af degi má þó búast við einhverjum seinkunum, að fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Reiknað er með að allt flug Iceland Express verði svo komið í samt lag frá Keflavík í fyrramálið.

Pilturinn í Reykjanesbæ grunaður um ölvunarakstur

Piltur, sem velti bifreið með þeim afleiðingum að tvær stúlkur létust og ein liggur þungt haldin á gjörgæslu landspítalans, er grunaður um að hafa verið ölvaður þegar hann ók bílnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni sem hún sendi frá sér í dag.

Hrunið og skýrslan krufin í HÍ

Opnir umræðufundir verða í Háskóla Íslands í þessari viku með það fyrir augum að draga lærdóm af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um hrunið og koma með ábendingar um mikilvæg framtíðarverkefni.

Reyndi að blekkja lögreglumenn

Karlmaður var nýverið dæmdur í hálfsárs skilorðsbundið fangelsi og sviptur ökuleyfi í ár fyrir að aka án réttinda og reyna að blekkja lögreglumenn. Maðurinn sem er 33 ára gamall átti að afhenda ökuskírteini sitt þegar hann var sviptur ökuréttindum en það gerði hann hins vegar ekki og bar því við að hafa týnt ökuskírteininu. Þegar lögreglumenn stöðvuðu hann eftir sviptinguna framvísaði hann umræddu ökuskírteini.

Ólafur Ragnar hélt ræðu um jarðhita á heimsþingi

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson flutti í morgun ræðu við setningu Heimsþings um jarðhita (World Geothermal Congress sem haldið er á Bali í Indónesíu en slík þing eru á fimm ára fresti samkvæmt tilkynningu frá forsetaembættinu.

Mikil sorg og áfall fyrir samfélagið

„Það var haldin bænastund í Fjölbrautaskólanum á Suðurnesjum í morgun,“ segir Sigurður Grétar Sigurðsson, prestur í Útskálakirkju í Garði, en önnur stúlkan sem lést sótti þar nám auk stúlkunnar sem liggur nú þungt haldin á gjörgæslu eftir bílslysið í Reykjanesbæ.

Lýst eftir vitnum á Selfossi

Slökkvilið á Selfossi var kallað að verslun Samkaupa við Tryggvagötu á Selfossi í gærmorgun vegna elds í ruslagámi. Skömmu áður en eldurinn uppgötvaðist sást til tveggja ungra svartklæddra manna kasta einhverju í gáminn. Lögreglan biður þá sem veitt geta upplýsingar um málið að hafa samband í síma 480-1010.

Þriðja stúlkan enn í öndunarvél

Stúlka sem flutt var á gjörgæsludeild Landspítalans eftir alvarlegt bílslys á laugardag er enn haldið sofandi í öndunarvél. Líðan hennar er óbreytt, samkvæmt upplýsingum sem fengust frá vakthafandi lækni á deildinni.

Breskum sendiherra sýnt banatilræði

Sendiherra Bretlands í Jemen slapp ómeiddur þegar reynt var að ráða hann af dögum í sjálfsmorðsárás í morgun. Einn maður lést í tilræðinu og er talið að það hafi verið árásarmaðurinn. Sendiherrann var á leið í sendiráðið í höfuðborginni Sanaa þegar sprengjan sprakk. Bretar hafa lokað sendiráði sínu vegna árásarinnar.

Vill meirihlutastjórn með íhaldsmönnum

Leiðtogi Frjálslyndra demókrata í Bretlandi hyggst ræða við Íhaldsflokkinn um myndun nýrrar ríkisstjórnar fái enginn flokkur meirihluta í komandi þingkosningum.

Skjálftahrina í Bárðarbungu

Skjálftahrina varð í Bárðarbungu í norðanverðum Vatnajökli í nótt. Fyrstu vísbendingar sýna að snarpasti skjálftinn hafi verið rúmlega þrír á Richter. Þetta er þekkt skjálftasvæði og telja vísindamenn ekki ástæðu til viðbúnaðar vegna þessa, en fylgst verður með framvindu mála á svæðinu.

Góð kolmunnaveiði suður af Færeyjum

Góð kolmunnaveiði hefur verið suður af Færeyjum og hafa íslensku skipin fengið þar góðan afla. Nokkur þeirra eru á heimleið með fullfermi og nokkur eru við veiðar.

Fögnuðu gullinu og grófu bandaríska fánann

Tveir Kanadamenn hafa verið ákærðir fyrir óviðurkvæmilega hegðun og fyrir að vanhelga bandaríska fánann þegar þeir fögnuð sigri Kanada á Bandaríkjunum í úrslitaleiknum í íshokkí á Ólympíuleikunum fyrr á þessu ári. Þá tóku mennirnir, sem báðir eru á þrítugsaldri, bandaríska fánann niður af fánastöng í Kaliforníu sem reist var til minningar um fórnarlömb hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 og drógu þess í stað kanadíska fánann að húni. Mennirnir eiga yfir höfði sér allt að árs fangelsi verði þeir fundnir sekir af ákærum.

Flogið frá Keflavíkurflugvelli

Icelandair ætlar að flytja tengistöð félagsins frá Glasgow til Keflavíkur upp úr hádegi og verður Akureyrarflugvöllur þá ekki lengur millilandavöllur félagsins. Tvær vélar fara þó þaðan fyrir hádegi. Þrjár vélar frá Glasgow munu hinsvegar lenda á Keflavíkurflugvelli síðdegis.

Talið að 12 hafi látið lífið í Mississippi

Nú er talið að 12 hafi látið lífið og yfir hundrað hafi slasast þegar skýstrókar sem náðu allt að 200 kílómetrahraða á klukkustund fóru yfir Mississippi í Bandaríkjunum um helgina.

Engar fregnir hafa borist af öskufalli

Gosið í Eyjafjallajökli er enn í gangi en heldur minni drunur heyrðust frá því niður á Hvolsvöll í nótt en verið hefur. Engar fregnir hafa borist af öskufalli í nótt, en í fyrrinótt varð þess vart, meðal annars á Selfossi.

Olíuflekkur ógnar lífríki við strendur Bandaríkjanna

Olía úr rúmlega eitt þúsund tunnum rennur nú út Mexíkóflóa skammt frá Bandaríkjunum eftir að olíuborpallur olíufyrirtækisins BP sprakk og sökk í síðustu viku. Ellefu starfsmanna er enn leitað en þeir eru taldir af.

Erfðir skýri nikótínfíkn

Erfðaeiginleikar kunna að skýra það að sumir ánetjast nikótínfíkn meira en aðrir og eiga erfiðara með að hætta að reykja. Þetta er niðurstaða þriggja rannsókna og birt er í vefútgáfu vísindatímaritsins Nature Genetics.

Komu flugvéla seinkað í nótt vegna óvissu

Tvær vélar frá Icelandair komu til Akureyrar frá Glasgow í nótt og eru báðar farnar út aftur. Komu þeirra seinkaði í nótt vegna óvissu um ösku í lofti. Þá er vél væntanleg frá Glasgow laust fyrir klukkan tíu. Millilandaflug félagsins verður áfram á milli Akureyrar og Glasgow í dag og allt Ameríkuflugið fer beint á milli Bandaríkjanna og Glasgow.

Farþegaflug milli Íraks og Bretlands

Farþegaþota flaug í gær í fyrsta sinn í tvo áratugi milli Íraks og Bretlands. Eldgosið í Eyjafjallajökli olli því að fresta þurfti fluginu um níu daga.

Stórsigur hægrimanna í Ungverjalandi

Hægriflokkurinn Fidesz vann stórsigur í seinni umferð þingkosninganna í Ungverjalandi sem fóru fram í gær. Sósísalistaflokkurinn sem hefur haft meirihluta á ungverska þinginu síðustu átta ár galt afhroð og fékk einungis rúmlega 15% atkvæða. Hægriflokkurinn fékk aftur á móti tvo þriðju þingsæta og því er ljóst að hann getur knúið í gegn róttækar breytingar við stjórn landsins.

Lífeyrissjóðir meta hvort stefna þurfi bönkunum

„Auðvitað er fullt af fólki að kanna réttarstöðu sína og ég viðurkenni það ósköp vel að ég er að kanna réttarstöðu mína.“ Þetta segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor við viðskiptafræðideild við Háskóla Íslands. Hann segir menn verða að vanda sig í þessum málum og hann sé að hugsa sinn gang.

Landnámsdýr gleðja börnin

„Það er mikilvægt að gefa börnum færi á návist við dýrin, sérlega ungviðið. Þetta er einn af þeim þáttum sem mun framvegis gera lífið litríkara hér í Reykjanesbæ,“ sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, þegar lítill húsdýragarður var opnaður í Víkingaheimum í Innri-Njarðvík á laugardag.

Viktor Orban aftur til valda

„Við getum lofað því að við munum reyna að standa undir þessu trausti,“ sagði Lajos Kosa, einn forystumanna hægri- og miðjuflokksins Fidesz, sem tryggði sér meira en tvo þriðju þingsæta í seinni umferð þingkosninga í Ungverjalandi í gær.

Má biðja afsökunar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á miðstjórnarfundi flokksins á laugardag að Framsóknarflokkurinn hefði átt að „sporna við geggjuninni“ í aðdraganda bankahrunsins.

Rauðstakkar búa sig undir ný átök

Rauðstakkar í Taílandi bjuggu sig í gær undir átök við lögreglu og her, eftir að Abhisit Vejajiva forsætisráðherra hafði hafnað sáttaboði þeirra, sem fólst í því að mótmælum yrði hætt ef þing landsins yrði leyst upp. Mótmælendurnir höfðu lagt undir sig eina götu í Bangkok og hafst þar við í 23 daga. Búist var við að stjórnvöld myndu láta sverfa í stál til að rýma götuna.

Lögreglan rannsakar Gift

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra rannsakar nú málefni Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga og Fjárfestingarfélagsins Giftar ehf. og meðferð stjórnarmanna á fjármunum félaga. Að sögn Björns Hafþórs Guðmundssonar, sveitarstjóra Djúpavogs, er óljóst hversu miklu fé

Gosóróinn svipaður og undanfarna daga

Ekkert sást til gosmökksins úr Eyjafjallajökli í gærdag, hvorki ofan né neðan frá, að sögn sérfræðinga Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Sjá næstu 50 fréttir