Fleiri fréttir Bíða láns í kappi við tímann Gríska stjórnin þarf að fá fjárhagsaðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópuríkjum ekki síðar en 19. maí, en þá eru á gjalddaga afborganir af lánum upp á samtals 11,3 milljónir dala. 26.4.2010 04:00 Gestir í vetur 100 þúsund Á laugardaginn kom 100 þúsundasti gesturinn í Hlíðarfjall ofan Akureyrar á þessum vetri. Þetta var Sigríður Jónsdóttir frá Húsavík, sem þáði að launum vetrarkort fyrir næsta vetur í Hlíðarfjalli og flugfar til Reykjavíkur með Flugfélagi Íslands. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls, veitti henni verðlaunin. 26.4.2010 04:00 Forðuðust að spilla sök Þrátt fyrir að rannsóknarnefnd Alþingis setji fram mikið af upplýsingum um vafasama viðskiptahætti aðaleigenda bankanna og eignarhaldsfélaga þeirra lagði nefndin litla áherslu á að taka skýrslur af þessum sömu aðilum. Þó var áhersla lögð á að ræða við þá um samskipti þeirra við stjórnvöld þar sem störf stjórnvalda voru í brennidepli nefndarinnar. 26.4.2010 03:15 Ákvarðanir forseta útskýrðar George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sendir næsta haust frá sér sjálfsævisögulega bók, þar sem hann skýrir frá tildrögum og forsendum umdeildra ákvarðana sem hann tók á forsetaferli sínum. 26.4.2010 03:15 Tvær látnar eftir bílslys Tvær af stúlkunum þremur sem fluttar voru á gjörgæsludeild Landspítalans í gær eftir alvarlegt bílslys eru látnar, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á deildinni. Sú þriðja er enn á gjörgæsludeildinni. 25.4.2010 21:03 Konur vilja karlmenn sem eiga iPhone Bresk rannsókn sýnir að konur líta karlmenn sem eiga iPhone hýrari augum en karla sem ekki eiga iPhone. Ástæðan er ekki sú að iPhone símarnir eru í sjálfu sér svo kynþokkafullir heldur gefa símareikningarnir það til kynna að mennirnir séu álitlegri en ella. 25.4.2010 20:10 Sala á flugferðum aðeins fjórðungur af því sem var fyrir gos Það sem stefndi í að verða mesta ferðamannasumar í manna minnum er aðeins svipur hjá sjón eftir eldgosið. Salan er aðeins fjórðungur af því sem var fyrir gos. Þetta segir Matthías Imsland forstjóri Iceland Express. Hann vonar þó að hægt verði að lenda á Keflavíkurflugvelli á morgun. 25.4.2010 18:36 Minnt á lokun á Emstruvegi Lögreglan á Hvolsvelli vill minna á að lokað er um Emstruveg og hafa núna verið sett upp sérstök umferðarskilti til að vekja athygli á því. Mjög hart verður tekið á brotum gegn banni við umferð á þessum vegi. 25.4.2010 17:39 Stefna á flug frá Keflavík á morgun Iceland Express stefnir að flugi til og frá Keflavíkurflugvelli á morgun. Fyrirhugað er að fljúga til London, Kaupmannahafnar, Berlínar og Brussel. 25.4.2010 16:53 Kræklingaræktin skilar peningum Kræklingaræktin er loks eftir tíu ára þróunarstarf farin að skila stórum peningum, segja ráðamenn Norðurskeljar í Hrísey, sem flytja nú meira út í hverri viku en þeir gerðu allt árið í fyrra, og hafa ekki undan pöntunum. 25.4.2010 19:40 Enn heyrast drunur úr Eyjafjallajökli Miklar drunur hafa heyrst frá Eyjafjallajökli í allan dag, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. 25.4.2010 16:45 Náttúruverndaverðlaunin afhent í fyrsta sinn Sigrún Helgadóttir, náttúrufræðingur og kennari, hlaut í dag fyrst allra ný Náttúrverndarverðlaun, viðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Umhverfisráðherra afhenti verðlaunin við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í hádeginu. Viðurkenninguna hlaut Sigrún fyrir störf sín í gegnum tíðina í þágu náttúrunnar og fræðslu um hana. 25.4.2010 15:09 Flugsamgöngur enn í lamasessi Enn liggur innanlandsflug hjá Flugfélagi Íslands niðri og er ekki búist við því að það verði neitt flogið í dag. 25.4.2010 14:45 Vilja efla alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík Samfylkingin vill kanna möguleika á eflingu alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar og aðkomu Reykjavíkurborgar að samstarfi um rekstur kvikmyndahúss í miðborginni sem myndi helga sig sögu og sýningum á íslenskum kvikmyndum. Þetta kemur fram í kosningastefnuskrá vegna komandi borgarstjórnarkosninga á Reykjavíkurþingi sem haldið var í Breiðholti í gær. 25.4.2010 14:15 Halldór vildi ekki tjá sig um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi ráðherra, vildi ekki tjá sig um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þegar Vísir náði af honum í dag. 25.4.2010 13:55 Iceland Express flýgur til Kaupmannahafnar og Lundúna Iceland Express flýgur til Kaupmannahafnar og London frá Akureyri núna eftir hádegið. Vélin til Kaupmannahafnar fer klukkan þrjú og vélin til London klukkustund síðar eða klukkan fjögur. Sætaferðir fyrir farþega eru frá BSÍ . 25.4.2010 13:09 Enn takmarkanir á flugumferð Enn eru miklar takmarkanir á flugumferð um landið vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Ekki er hægt að nota Keflavíkurflugvöll fyrir millilandaflug og fer það því enn um flugvellina á Akureyri og á Egilsstöðum. 25.4.2010 12:18 Drunur heyrðust frá Eyjafjallajökli Miklar drunur heyrðust frá Eyjafjallajökli í gærkvöldi, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Hraun rennur nú hægt til norðurs og bræðir ís en ekki er talin flóðahætta á svæðinu. Karen Kjartansdóttir ræddi við jarðfræðing á Veðurstofu Íslands. 25.4.2010 12:08 Vilja skýrari reglur um forsetann Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, telur að forsætisráðuneytið verði að setja nýjar siðareglur um forsetaembættið. Menn verði að gera það upp við sig hvaða hlutverki forsetaembættið eigi að gegna í samfélaginu. 25.4.2010 11:46 Enn í öndunarvélum eftir alvarlegt umferðarslys Stúlkurnar þrjár, sem slösuðust alvarlega í umferðarslysi við Mánatorg norðan Keflavíkur í gærmorgun, eru enn í öndunarvélum á gjörgæsludeild Landspítalans. Stúlkurnar eru á aldrinum 18 til 19 ára. Að sögn læknis á vakt í morgun er líðan þeirra óbreytt frá því í gær. 25.4.2010 09:23 Hátt í hundrað manns ætla að taka þátt í hreinsunarstarfi í dag Nóttin var róleg í grennd við gosstöðvarnar á Eyjafjallajökli. Lögreglan á Hvolsvelli á í dag von á hátt í hundrað manns, félögum björgunarsveita, jeppaklúbbnum 4x4, félögum Fésbókarsíðu og öðrum sem vilja aðstoða við hreinsun og störf á bæjum undir Eyjafjöllum. 25.4.2010 09:17 Gistu fangageymslur eftir að hafa ekið á ljósastaur Fjórir karlmenn gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að bifreið sem þeir voru í var ekið á ljósastaur í Hafnarfirði. Þeir voru allir undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og fundust fíkniefni í bifreið þeirra. Ekki er ljóst hver mannanna fjögurra ók bifreiðinni. Þeir voru handteknir rétt fyrir klukkan hálfsex í morgun og munu lögreglumenn ræða við þá þegar líður á daginn. 25.4.2010 09:13 Segir Grikkjum að óttast ekki AGS Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að Grikkir þurfi ekki að óttast Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. 25.4.2010 08:00 Óttast að Madeleine skyggi á Viktoríu systur sína Tilkynnt var um það í dag að Madeleine svíaprinsessa væri hætt með kærastanum sínum, Jonas Bergstrom. Þetta þykir sæta nokkrum tíðindum enda hafði jafnvel verið búist við því að hjónaleysin myndu ganga upp að altarinu áður en langt um væri liðið. 24.4.2010 21:00 Engin merki um að gosi sé að ljúka Gosmökkur stendur upp frá gígnum í Eyjafjallajökli til suðvesturs upp í 4 kílómetra hæð. Gjóskufall er lítið og ekki hefur frést af öskufalli á láglendi. Gróflega áætlað er vatnsrennsli frá Gígjökli um 100 til 120 rúmmetrar á sekúndu, samkvæmt tilkynningu sem send var frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjórans nú á áttunda tímanum. 24.4.2010 19:51 Mikilvægar vísbendingar um refsiverða háttsemi Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis má finna mikilvægar vísbendingar um umfangsmikla refsiverða háttsemi í rekstri fjármálastofnana og tengdra aðila. Þetta kom meðal annars fram í erindi Sigurðar Tómasar Magnússonar, prófessors við Háskólann í Reykjavík, á ráðstefnu um rannsóknarskýrsluna sem fram fór í HR í dag. 24.4.2010 19:45 Búast við að Keflavíkurflugvöllur verði lokaður fyrri hluta þriðjudags Icelandair hefur sett upp flugáætlun fyrir næsta þriðjudag sem tekur mið af áframhaldandi flugtakmörkunum á Keflavíkurflugvelli vegna ösku frá gosinu í Eyjafjallajökli. Flugáætlun Icelandair þar til síðdegis á þriðjudag verður 24.4.2010 17:17 Einn með allar tölur réttar í lottóinu Einn heppinn lottóspilari var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og er hann tæpum 10,6 milljónum ríkari fyrir vikið. Vinningurinn kom á miða með tölunum 28, 29, 35, 37, 38. Miðinn var seldur í Kolaportinu við Tryggvagötu. Þá var einn spilari með fimm réttar tölur í réttri röð í Jokernum og er hann tveimur milljónum ríkari. 24.4.2010 19:30 Haförn orpinn í beinni útsendingu Haförn er orpinn í beinni útsendingu frá hreiðri úr eyju við innanverðan Breiðafjörð. Ef allt gengur að óskum ætti ungi að skríða úr egginu eftir mánuð eða svo. 24.4.2010 18:57 Lífrænt eldsneyti á Þorvaldseyri í sumar Þrátt fyrir ákvörðun um að gera hlé á búskap um óákveðinn tíma stefnir bóndinn á Þorvaldseyri að því að framleiða lífrænt eldsneyti þar í sumar. 24.4.2010 18:53 Karlmaður handtekinn vegna óláta Karlmaður var handtekinn vegna óláta við Austurvöll, skammt frá veitingastaðnum Kaffi París, seinni partinn í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er maðurinn en í hennar haldi en ekki hafa fengist nánari skýringar um málavöxtu. 24.4.2010 18:04 Auglýst eftir vitnum að alvarlegu umferðarslysi Lögreglan á Suðurnesjum auglýsir eftir vitnum að umferðarslysi sem varð í morgun um klukkan hálfsjö á Hringbraut í Keflavík, nærri Mánatorgi. 24.4.2010 16:34 Krían er komin Fuglaáhugamenn á Hornafirði sáu kríuhóp við Ósland á Höfn í dag. Ragnheiður Gestsdóttir, íbúi á Hornafirði, tilkynnti þetta á facebook-síðu sinni og sagði að þarna væru um tíu kríur. Þetta er fyrsta tilkynningin í ár um kríuna. 24.4.2010 15:57 Vél Icelandair fór í loftið um tvöleytið Flug Icelandair til Glasgow sem áætlað var að færi klukkan eitt í dag fór í loftið rétt eftir klukkan tvö, samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair. 24.4.2010 14:04 Reyna að rýma til fyrir strandaglópa Bresk flugfélög biðja nú farþega sem eiga bókað far um helgina um að fresta heimferð sinni til að skapa pláss fyrir þá farþega sem urðu strandaglópar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. 24.4.2010 13:44 Enn órói í Eyjafjallajökli Órói er enn í Eyjafjallajökli, samkvæmt upplýsingum sérfræðinga Veðurstofu Íslands á fjölmiðlafundi í Skógarhlíð í morgun. Öskuframleiðsla er enn í gangi en gosmökkurinn er undir 3 km hæð og mælist því ekki á ratsjá. 24.4.2010 12:19 Segir mikilvægt að strandveiðar hefjist á tilsettum tíma Jón Bjarnason, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, segir mikilvægt fyrir atvinnulífið á landsbyggðinni að strandveiðar hefjist á tilsettum tíma. Samkvæmt frumvarpi ráðherra eiga strandveiðar að hefjast um næstu mánaðamót en Alþingi á enn eftir að ljúka annarri umræðu um málið. 24.4.2010 12:09 Flutt meðvitundarlaus á gjörgæsludeild Þremenningarnir sem fluttir voru á slysadeild Landspítalans í Fossvogi í morgun hafa allir verið fluttir meðvitundarlausir á gjörgæsludeild, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá vakthafandi lækni á slysadeildinni. 24.4.2010 11:49 Fjórir fluttir á spítala eftir bílveltu Fjórir voru fluttir á spítala eftir að bíll valt við Mánatorg norðan við Keflavík um hálfsjöleytið í morgun. Í bílnum voru þrjár stúlkur og einn piltur. 24.4.2010 09:52 Andrésar andar leikum lýkur í dag Andrésar andar leikunum, sem staðið hafa yfir í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar frá því á miðvikudag, lýkur í dag. 24.4.2010 09:45 Gosmistur yfir höfuðborgarsvæðinu Mistur liggur yfir höfuðborgarsvæðinu nú og segir sérfræðingur frá Veðurstofunni að það sé af völdum gossins í Eyjafjallajökli. Dökkan mökk leggur nú frá eldstöðvunum og einhver öskumyndun er enn til staðar. 24.4.2010 09:37 Innanlandsflug liggur niðri Innanlandsflug mun liggja niðri að minnsta kosti til klukkan hálfeitt í dag, samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands vegna gosmakkarins sem leggur yfir suðvesturhluta landsins. Kannað verður með flug klukkan hálfeitt. 24.4.2010 09:32 Króuðu ökumann af við Álfabakka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu elti ökumann bifreiðar á Reykjanesbrautinni í nótt. 24.4.2010 09:06 Rannsaka þarf sparisjóðina Rannsóknarnefnd Alþingis telur að íslenska sparisjóðakerfið verðskuldi sérstaka athugun en að það sé Alþingis að taka ákvörðun slíka rannsókn. Ríkið tók yfir rekstur Byrs og Sparisjóðs Keflavíkur í fyrrakvöld. 24.4.2010 08:15 Allir þingmenn frá 2008 kunni að víkja Innan Samfylkingarinnar hefur þess verið krafist að allir þeir sem sátu á Alþingi fram að hruni 2008 segi af sér. Ekki er óhugsandi að þetta sé réttmæt krafa og nauðsynlegt sé að verða við henni. Svo segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. 24.4.2010 08:00 Sjá næstu 50 fréttir
Bíða láns í kappi við tímann Gríska stjórnin þarf að fá fjárhagsaðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópuríkjum ekki síðar en 19. maí, en þá eru á gjalddaga afborganir af lánum upp á samtals 11,3 milljónir dala. 26.4.2010 04:00
Gestir í vetur 100 þúsund Á laugardaginn kom 100 þúsundasti gesturinn í Hlíðarfjall ofan Akureyrar á þessum vetri. Þetta var Sigríður Jónsdóttir frá Húsavík, sem þáði að launum vetrarkort fyrir næsta vetur í Hlíðarfjalli og flugfar til Reykjavíkur með Flugfélagi Íslands. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls, veitti henni verðlaunin. 26.4.2010 04:00
Forðuðust að spilla sök Þrátt fyrir að rannsóknarnefnd Alþingis setji fram mikið af upplýsingum um vafasama viðskiptahætti aðaleigenda bankanna og eignarhaldsfélaga þeirra lagði nefndin litla áherslu á að taka skýrslur af þessum sömu aðilum. Þó var áhersla lögð á að ræða við þá um samskipti þeirra við stjórnvöld þar sem störf stjórnvalda voru í brennidepli nefndarinnar. 26.4.2010 03:15
Ákvarðanir forseta útskýrðar George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sendir næsta haust frá sér sjálfsævisögulega bók, þar sem hann skýrir frá tildrögum og forsendum umdeildra ákvarðana sem hann tók á forsetaferli sínum. 26.4.2010 03:15
Tvær látnar eftir bílslys Tvær af stúlkunum þremur sem fluttar voru á gjörgæsludeild Landspítalans í gær eftir alvarlegt bílslys eru látnar, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á deildinni. Sú þriðja er enn á gjörgæsludeildinni. 25.4.2010 21:03
Konur vilja karlmenn sem eiga iPhone Bresk rannsókn sýnir að konur líta karlmenn sem eiga iPhone hýrari augum en karla sem ekki eiga iPhone. Ástæðan er ekki sú að iPhone símarnir eru í sjálfu sér svo kynþokkafullir heldur gefa símareikningarnir það til kynna að mennirnir séu álitlegri en ella. 25.4.2010 20:10
Sala á flugferðum aðeins fjórðungur af því sem var fyrir gos Það sem stefndi í að verða mesta ferðamannasumar í manna minnum er aðeins svipur hjá sjón eftir eldgosið. Salan er aðeins fjórðungur af því sem var fyrir gos. Þetta segir Matthías Imsland forstjóri Iceland Express. Hann vonar þó að hægt verði að lenda á Keflavíkurflugvelli á morgun. 25.4.2010 18:36
Minnt á lokun á Emstruvegi Lögreglan á Hvolsvelli vill minna á að lokað er um Emstruveg og hafa núna verið sett upp sérstök umferðarskilti til að vekja athygli á því. Mjög hart verður tekið á brotum gegn banni við umferð á þessum vegi. 25.4.2010 17:39
Stefna á flug frá Keflavík á morgun Iceland Express stefnir að flugi til og frá Keflavíkurflugvelli á morgun. Fyrirhugað er að fljúga til London, Kaupmannahafnar, Berlínar og Brussel. 25.4.2010 16:53
Kræklingaræktin skilar peningum Kræklingaræktin er loks eftir tíu ára þróunarstarf farin að skila stórum peningum, segja ráðamenn Norðurskeljar í Hrísey, sem flytja nú meira út í hverri viku en þeir gerðu allt árið í fyrra, og hafa ekki undan pöntunum. 25.4.2010 19:40
Enn heyrast drunur úr Eyjafjallajökli Miklar drunur hafa heyrst frá Eyjafjallajökli í allan dag, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. 25.4.2010 16:45
Náttúruverndaverðlaunin afhent í fyrsta sinn Sigrún Helgadóttir, náttúrufræðingur og kennari, hlaut í dag fyrst allra ný Náttúrverndarverðlaun, viðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Umhverfisráðherra afhenti verðlaunin við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í hádeginu. Viðurkenninguna hlaut Sigrún fyrir störf sín í gegnum tíðina í þágu náttúrunnar og fræðslu um hana. 25.4.2010 15:09
Flugsamgöngur enn í lamasessi Enn liggur innanlandsflug hjá Flugfélagi Íslands niðri og er ekki búist við því að það verði neitt flogið í dag. 25.4.2010 14:45
Vilja efla alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík Samfylkingin vill kanna möguleika á eflingu alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar og aðkomu Reykjavíkurborgar að samstarfi um rekstur kvikmyndahúss í miðborginni sem myndi helga sig sögu og sýningum á íslenskum kvikmyndum. Þetta kemur fram í kosningastefnuskrá vegna komandi borgarstjórnarkosninga á Reykjavíkurþingi sem haldið var í Breiðholti í gær. 25.4.2010 14:15
Halldór vildi ekki tjá sig um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi ráðherra, vildi ekki tjá sig um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þegar Vísir náði af honum í dag. 25.4.2010 13:55
Iceland Express flýgur til Kaupmannahafnar og Lundúna Iceland Express flýgur til Kaupmannahafnar og London frá Akureyri núna eftir hádegið. Vélin til Kaupmannahafnar fer klukkan þrjú og vélin til London klukkustund síðar eða klukkan fjögur. Sætaferðir fyrir farþega eru frá BSÍ . 25.4.2010 13:09
Enn takmarkanir á flugumferð Enn eru miklar takmarkanir á flugumferð um landið vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Ekki er hægt að nota Keflavíkurflugvöll fyrir millilandaflug og fer það því enn um flugvellina á Akureyri og á Egilsstöðum. 25.4.2010 12:18
Drunur heyrðust frá Eyjafjallajökli Miklar drunur heyrðust frá Eyjafjallajökli í gærkvöldi, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Hraun rennur nú hægt til norðurs og bræðir ís en ekki er talin flóðahætta á svæðinu. Karen Kjartansdóttir ræddi við jarðfræðing á Veðurstofu Íslands. 25.4.2010 12:08
Vilja skýrari reglur um forsetann Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, telur að forsætisráðuneytið verði að setja nýjar siðareglur um forsetaembættið. Menn verði að gera það upp við sig hvaða hlutverki forsetaembættið eigi að gegna í samfélaginu. 25.4.2010 11:46
Enn í öndunarvélum eftir alvarlegt umferðarslys Stúlkurnar þrjár, sem slösuðust alvarlega í umferðarslysi við Mánatorg norðan Keflavíkur í gærmorgun, eru enn í öndunarvélum á gjörgæsludeild Landspítalans. Stúlkurnar eru á aldrinum 18 til 19 ára. Að sögn læknis á vakt í morgun er líðan þeirra óbreytt frá því í gær. 25.4.2010 09:23
Hátt í hundrað manns ætla að taka þátt í hreinsunarstarfi í dag Nóttin var róleg í grennd við gosstöðvarnar á Eyjafjallajökli. Lögreglan á Hvolsvelli á í dag von á hátt í hundrað manns, félögum björgunarsveita, jeppaklúbbnum 4x4, félögum Fésbókarsíðu og öðrum sem vilja aðstoða við hreinsun og störf á bæjum undir Eyjafjöllum. 25.4.2010 09:17
Gistu fangageymslur eftir að hafa ekið á ljósastaur Fjórir karlmenn gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að bifreið sem þeir voru í var ekið á ljósastaur í Hafnarfirði. Þeir voru allir undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og fundust fíkniefni í bifreið þeirra. Ekki er ljóst hver mannanna fjögurra ók bifreiðinni. Þeir voru handteknir rétt fyrir klukkan hálfsex í morgun og munu lögreglumenn ræða við þá þegar líður á daginn. 25.4.2010 09:13
Segir Grikkjum að óttast ekki AGS Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að Grikkir þurfi ekki að óttast Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. 25.4.2010 08:00
Óttast að Madeleine skyggi á Viktoríu systur sína Tilkynnt var um það í dag að Madeleine svíaprinsessa væri hætt með kærastanum sínum, Jonas Bergstrom. Þetta þykir sæta nokkrum tíðindum enda hafði jafnvel verið búist við því að hjónaleysin myndu ganga upp að altarinu áður en langt um væri liðið. 24.4.2010 21:00
Engin merki um að gosi sé að ljúka Gosmökkur stendur upp frá gígnum í Eyjafjallajökli til suðvesturs upp í 4 kílómetra hæð. Gjóskufall er lítið og ekki hefur frést af öskufalli á láglendi. Gróflega áætlað er vatnsrennsli frá Gígjökli um 100 til 120 rúmmetrar á sekúndu, samkvæmt tilkynningu sem send var frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjórans nú á áttunda tímanum. 24.4.2010 19:51
Mikilvægar vísbendingar um refsiverða háttsemi Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis má finna mikilvægar vísbendingar um umfangsmikla refsiverða háttsemi í rekstri fjármálastofnana og tengdra aðila. Þetta kom meðal annars fram í erindi Sigurðar Tómasar Magnússonar, prófessors við Háskólann í Reykjavík, á ráðstefnu um rannsóknarskýrsluna sem fram fór í HR í dag. 24.4.2010 19:45
Búast við að Keflavíkurflugvöllur verði lokaður fyrri hluta þriðjudags Icelandair hefur sett upp flugáætlun fyrir næsta þriðjudag sem tekur mið af áframhaldandi flugtakmörkunum á Keflavíkurflugvelli vegna ösku frá gosinu í Eyjafjallajökli. Flugáætlun Icelandair þar til síðdegis á þriðjudag verður 24.4.2010 17:17
Einn með allar tölur réttar í lottóinu Einn heppinn lottóspilari var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og er hann tæpum 10,6 milljónum ríkari fyrir vikið. Vinningurinn kom á miða með tölunum 28, 29, 35, 37, 38. Miðinn var seldur í Kolaportinu við Tryggvagötu. Þá var einn spilari með fimm réttar tölur í réttri röð í Jokernum og er hann tveimur milljónum ríkari. 24.4.2010 19:30
Haförn orpinn í beinni útsendingu Haförn er orpinn í beinni útsendingu frá hreiðri úr eyju við innanverðan Breiðafjörð. Ef allt gengur að óskum ætti ungi að skríða úr egginu eftir mánuð eða svo. 24.4.2010 18:57
Lífrænt eldsneyti á Þorvaldseyri í sumar Þrátt fyrir ákvörðun um að gera hlé á búskap um óákveðinn tíma stefnir bóndinn á Þorvaldseyri að því að framleiða lífrænt eldsneyti þar í sumar. 24.4.2010 18:53
Karlmaður handtekinn vegna óláta Karlmaður var handtekinn vegna óláta við Austurvöll, skammt frá veitingastaðnum Kaffi París, seinni partinn í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er maðurinn en í hennar haldi en ekki hafa fengist nánari skýringar um málavöxtu. 24.4.2010 18:04
Auglýst eftir vitnum að alvarlegu umferðarslysi Lögreglan á Suðurnesjum auglýsir eftir vitnum að umferðarslysi sem varð í morgun um klukkan hálfsjö á Hringbraut í Keflavík, nærri Mánatorgi. 24.4.2010 16:34
Krían er komin Fuglaáhugamenn á Hornafirði sáu kríuhóp við Ósland á Höfn í dag. Ragnheiður Gestsdóttir, íbúi á Hornafirði, tilkynnti þetta á facebook-síðu sinni og sagði að þarna væru um tíu kríur. Þetta er fyrsta tilkynningin í ár um kríuna. 24.4.2010 15:57
Vél Icelandair fór í loftið um tvöleytið Flug Icelandair til Glasgow sem áætlað var að færi klukkan eitt í dag fór í loftið rétt eftir klukkan tvö, samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair. 24.4.2010 14:04
Reyna að rýma til fyrir strandaglópa Bresk flugfélög biðja nú farþega sem eiga bókað far um helgina um að fresta heimferð sinni til að skapa pláss fyrir þá farþega sem urðu strandaglópar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. 24.4.2010 13:44
Enn órói í Eyjafjallajökli Órói er enn í Eyjafjallajökli, samkvæmt upplýsingum sérfræðinga Veðurstofu Íslands á fjölmiðlafundi í Skógarhlíð í morgun. Öskuframleiðsla er enn í gangi en gosmökkurinn er undir 3 km hæð og mælist því ekki á ratsjá. 24.4.2010 12:19
Segir mikilvægt að strandveiðar hefjist á tilsettum tíma Jón Bjarnason, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, segir mikilvægt fyrir atvinnulífið á landsbyggðinni að strandveiðar hefjist á tilsettum tíma. Samkvæmt frumvarpi ráðherra eiga strandveiðar að hefjast um næstu mánaðamót en Alþingi á enn eftir að ljúka annarri umræðu um málið. 24.4.2010 12:09
Flutt meðvitundarlaus á gjörgæsludeild Þremenningarnir sem fluttir voru á slysadeild Landspítalans í Fossvogi í morgun hafa allir verið fluttir meðvitundarlausir á gjörgæsludeild, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá vakthafandi lækni á slysadeildinni. 24.4.2010 11:49
Fjórir fluttir á spítala eftir bílveltu Fjórir voru fluttir á spítala eftir að bíll valt við Mánatorg norðan við Keflavík um hálfsjöleytið í morgun. Í bílnum voru þrjár stúlkur og einn piltur. 24.4.2010 09:52
Andrésar andar leikum lýkur í dag Andrésar andar leikunum, sem staðið hafa yfir í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar frá því á miðvikudag, lýkur í dag. 24.4.2010 09:45
Gosmistur yfir höfuðborgarsvæðinu Mistur liggur yfir höfuðborgarsvæðinu nú og segir sérfræðingur frá Veðurstofunni að það sé af völdum gossins í Eyjafjallajökli. Dökkan mökk leggur nú frá eldstöðvunum og einhver öskumyndun er enn til staðar. 24.4.2010 09:37
Innanlandsflug liggur niðri Innanlandsflug mun liggja niðri að minnsta kosti til klukkan hálfeitt í dag, samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands vegna gosmakkarins sem leggur yfir suðvesturhluta landsins. Kannað verður með flug klukkan hálfeitt. 24.4.2010 09:32
Króuðu ökumann af við Álfabakka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu elti ökumann bifreiðar á Reykjanesbrautinni í nótt. 24.4.2010 09:06
Rannsaka þarf sparisjóðina Rannsóknarnefnd Alþingis telur að íslenska sparisjóðakerfið verðskuldi sérstaka athugun en að það sé Alþingis að taka ákvörðun slíka rannsókn. Ríkið tók yfir rekstur Byrs og Sparisjóðs Keflavíkur í fyrrakvöld. 24.4.2010 08:15
Allir þingmenn frá 2008 kunni að víkja Innan Samfylkingarinnar hefur þess verið krafist að allir þeir sem sátu á Alþingi fram að hruni 2008 segi af sér. Ekki er óhugsandi að þetta sé réttmæt krafa og nauðsynlegt sé að verða við henni. Svo segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. 24.4.2010 08:00