Allir þingmenn frá 2008 kunni að víkja 24. apríl 2010 08:00 Uppgjör Steinunnar Valdísar Steinunn skilaði skattstjóra bókhaldi sínu árið 2007 „sem þótt mjög skrítið á þeim tíma“. Hún telur að fleiri frambjóðendur en hún mættu opna bókhald sitt. Mynd/rósa Innan Samfylkingarinnar hefur þess verið krafist að allir þeir sem sátu á Alþingi fram að hruni 2008 segi af sér. Ekki er óhugsandi að þetta sé réttmæt krafa og nauðsynlegt sé að verða við henni. Svo segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Ef störf umbótanefndarinnar leiða til þeirrar niðurstöðu að menn hafi brugðist á þessum tíma, þá hljóta allir að fara," segir hún og vísar til nýskipaðrar sextán manna nefndar, sem er meðal annarra stýrt af Jóni Ólafssyni heimspekingi. Nefndin á að „leiða skoðun og umræðu um störf, stefnu, innri starfshætti og ábyrgð Samfylkingarinnar í aðdraganda bankahrunsins". Steinunn bendir á það að Samfylkingin þurfi að horfast í augu við fortíð sína og þær ákvarðanir sem teknar voru. „Samfylkingin sem flokkur ákvað að standa fyrir galopnum prófkjörum 2006 og var sem flokkur afskaplega ánægð með hversu mikið var auglýst í þeim, því það auglýsti flokkinn um leið. Það er þessi sameiginlega ábyrgð flokksins sem ég er að kalla eftir," segir Steinunn Valdís. Sjálf hafi hún alltaf verið andsnúin opnum prófkjörum, enda séu þau ekki holl stjórnmálasamtökum. Steinunn hefur sjálf verið gagnrýnd fyrir að hafa safnað miklu fé í prófkjörsbaráttu sinni árið 2006 og fólk hefur safnast saman við heimili hennar til að krefjast þess að hún segi af sér. „Ég hef ekkert að fela. Ég skilaði þessu bókhaldi árið 2007 á minni eigin kennitölu til skattsins, sem þótti mjög skrítið á þeim tíma. Ég skilaði öllum fylgiskjölunum og skatturinn fór yfir hverja einustu kvittun án athugasemda. Nú er svo komið að fólk telur sig þess umkomið að tala um mútugreiðslur, að ég hafi stungið þessum peningum í eigin vasa," segir Steinunn Valdís. Henni þætti rétt að fleiri frambjóðendur opnuðu bókhald sitt. - kóþ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Innan Samfylkingarinnar hefur þess verið krafist að allir þeir sem sátu á Alþingi fram að hruni 2008 segi af sér. Ekki er óhugsandi að þetta sé réttmæt krafa og nauðsynlegt sé að verða við henni. Svo segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Ef störf umbótanefndarinnar leiða til þeirrar niðurstöðu að menn hafi brugðist á þessum tíma, þá hljóta allir að fara," segir hún og vísar til nýskipaðrar sextán manna nefndar, sem er meðal annarra stýrt af Jóni Ólafssyni heimspekingi. Nefndin á að „leiða skoðun og umræðu um störf, stefnu, innri starfshætti og ábyrgð Samfylkingarinnar í aðdraganda bankahrunsins". Steinunn bendir á það að Samfylkingin þurfi að horfast í augu við fortíð sína og þær ákvarðanir sem teknar voru. „Samfylkingin sem flokkur ákvað að standa fyrir galopnum prófkjörum 2006 og var sem flokkur afskaplega ánægð með hversu mikið var auglýst í þeim, því það auglýsti flokkinn um leið. Það er þessi sameiginlega ábyrgð flokksins sem ég er að kalla eftir," segir Steinunn Valdís. Sjálf hafi hún alltaf verið andsnúin opnum prófkjörum, enda séu þau ekki holl stjórnmálasamtökum. Steinunn hefur sjálf verið gagnrýnd fyrir að hafa safnað miklu fé í prófkjörsbaráttu sinni árið 2006 og fólk hefur safnast saman við heimili hennar til að krefjast þess að hún segi af sér. „Ég hef ekkert að fela. Ég skilaði þessu bókhaldi árið 2007 á minni eigin kennitölu til skattsins, sem þótti mjög skrítið á þeim tíma. Ég skilaði öllum fylgiskjölunum og skatturinn fór yfir hverja einustu kvittun án athugasemda. Nú er svo komið að fólk telur sig þess umkomið að tala um mútugreiðslur, að ég hafi stungið þessum peningum í eigin vasa," segir Steinunn Valdís. Henni þætti rétt að fleiri frambjóðendur opnuðu bókhald sitt. - kóþ
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira