Innlent

Náttúruverndaverðlaunin afhent í fyrsta sinn

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afhenti verðlaunin. Það var Þóra Hirst sem tók við þeim fyrir hönd Prentsmiðjunnar Odda.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afhenti verðlaunin. Það var Þóra Hirst sem tók við þeim fyrir hönd Prentsmiðjunnar Odda.
Sigrún Helgadóttir, náttúrufræðingur og kennari, hlaut í dag fyrst allra ný Náttúrverndarverðlaun, viðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Umhverfisráðherra afhenti verðlaunin við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í hádeginu. Viðurkenninguna hlaut Sigrún fyrir störf sín í gegnum tíðina í þágu náttúrunnar og fræðslu um hana.

Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, til fyrirtækja og stofnanna, fékk Prentsmiðjan Oddi að þessu sinni, með þeim rökstuðningi að umhverfismál hafi ávallt skipað stóran sess í rekstri fyrirtækisins og eigendur þess hafi ávallt leitast við að fara vel með hráefni og draga úr umhverfisáhrifum rekstrarins á skilvirkan hátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×