Innlent

Vilja efla alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dagur B. Eggertsson leiðir Samfylkinguna í komandi borgarstjórnarkosningum. Mynd/ Valgarður.
Dagur B. Eggertsson leiðir Samfylkinguna í komandi borgarstjórnarkosningum. Mynd/ Valgarður.
Samfylkingin vill kanna möguleika á eflingu alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar og aðkomu Reykjavíkurborgar að samstarfi um rekstur kvikmyndahúss í miðborginni sem myndi helga sig sögu og sýningum á íslenskum kvikmyndum. Þetta kemur fram í kosningastefnuskrá vegna komandi borgarstjórnarkosninga á Reykjavíkurþingi sem haldið var í Breiðholti í gær.

Þá vill Samfylkingin að kannaður verði fýsileiki og sóknarfæri fyrir úthlutun lóðar fyrir alhliða kvikmyndaver í borgarlandinu. Samfylkingarfólk segir að atvinnumál sé algjört forgangsmál á næsta kjörtímabili og til að standa undir velferð og lífskjörum þurfi að tryggja 3,5% meðalhagvöxt í Reykjavík næsta kjörtímabil




Fleiri fréttir

Sjá meira


×