Fleiri fréttir

Tveir fluttir á spítala eftir árekstur

Tveir einstaklingar voru fluttir á spítala eftir árekstur upp í Gerðubergi fyrir stundu. Slökkviliðið mætti á vettvang í en í fyrstu var talið að það þyrfti að klippa þá út úr bílunum. Það reyndist þó ekki nauðsynlegt.

Hetjudáð Halla - dönsuðum af gleði

Sigrún Hreinsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, segir hóp jarðeðlisfræðinga standa í mikilli þakkarskuld við Harald Ása Lárusson. Haraldur bjargaði GPS mælingartæki hópsins með því að hanga utan í þyrlu í morgun og veiða það upp úr flóðinu.

Almannavarnir meta stöðuna

Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, segir að almannavarnir og vísindamenn muni á símafundi klukkan fimm fara yfir stöðuna og taka ákvörðun um framhald rýmingar á svæðinu. Um 700 manns þurftu að yfirgefa heimili sín vegna gossins í nótt, en það er svipað og þegar gos hófst á Fimmvörðuhálsi 20. mars síðastliðinn.

Hlaupið í rénun

Hlaupið úr Eyjafjallajökli er í rénun þessa stundina, bæði Markarfljótsmegin og Svaðbælisármegin. Lögreglan á Hvolsvelli gerir ráð fyrir því að jarðvísindamenn og fulltrúar frá almannavörnum muni fljúga yfir svæðið innan skamms og meta stöðuna.

Magnað myndskeið af flóðinu

Friðrik Þór Halldórsson myndatökumaður Stöðvar 2 flaug með þyrlu yfir gossvæðið í dag og náði þessum mögnuðu myndum þegar flóðið steypist niður af jöklinum norðanmegin og út í lónið við Gígjökul.

Áhugi erlendra fjölmiðla á gosinu gríðarlegur

Fjölmiðlarnir leggja flestir áherslu á að 800 hundruð manns hafi þurft að flýja eldgosið og að þetta sé miklu stærra og alvarlegra gos en það sem hefur fjarað út á fimmvörðuhálsi.

Eldur í skipi slökktur

Slökkviliðið er búið að slökkva eld í skipi sem lá við bryggju nærri Óseyrarbraut í Hafnarfirði nú í kvöld. Slökkvilið frá tveimur slökkviliðstöðum var kallað á vettvang í ljósi aðstæðna. Mikill reykur var í skipinu neðanþilja og þurftu þrjú svokölluð gengi af reykköfurum að leita uppruna eldsins.

Ármann Kr, Ólafsson: Engar skuldir afskrifaðar

Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segir allar skuldir sem hann beri og minnst var á rannsóknarskýrslu Alþingi séu á hans eigin nafni. Þá segir hann engar skuldir hafa verið afskrifaðar.

Mikill samhugur í sveitinni

Í vettvangsstöðinni á Hvolsvelli er ekki bara verið að skipuleggja neyðaraðgerðir vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Þar er björgunarsveitarmönnum einnig gefið að borða og þar geta menn lagt sig þegar þreytan fer að segja til sín.

Steingrímur upplifði magnaða lífsreynslu

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra var staddur nærri Markafljótsbrú þegar vatnsflaumurinn kom að brúnni. Hann segir að það hafi verið magnað að upplifa þetta. Sem betur fer hafi brúin bjargast. „Þetta var mikill flaumur á meðan þetta kom og fór nokkuð hátt undir brúna um tíma,“ segir Steingrímur. Hann sagði að það hafi skipt máli að rjúfa veginn því með því hefði tekist að minnka álagið á brúna.

Tugir hafast við í hjálparstöðvunum

Tugir manna hafast við í fjöldahjálparstöðvum Rauða kross Íslands í grennd við Eyjafjallajökul. Vegna eldgossins virkaði Rauði krossinn neyðarvarnarkerfi sitt og opnað í nótt starfsstöðvar í grunnskólanum á Hvolsvelli, Varmahlíð, Heimalandi og Drangshlíð.

Barinn í klessu -myndband

Alríkislögreglan í Baltimore rannsakar barsmíðar lögreglu á námsmanni sem var ásamt drukknum félögum sínum að fagna sigri í hafnaboltaleik hinn þriðja mars síðastliðinn.

Allt að hundrað gætu sloppið við fangelsisvist

Fyrirsjáanlegt er að verði ekkert að gert til að fjölga fangarýmum í landinu munu dómar fyrnast vegna plássleysis, að mati dómsmála- og mannréttindaráðherra. 14 dómar kunna að fyrnast í ár og á næsta ári sökum plássleysis. Á árunum 2012 og 2013 má búast við því að um 100 dómar fyrnist. Þetta kemur fram í svari Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannréttindaráðherra, við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um plássleysi í fangelsum og fésektir.

Vigdís verður áttræð á morgun

Vigdís Finnbogadóttir verður sæmd heiðursdoktorsnafnbót hjá Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda við Hugvísindasvið Háskóla Íslands í tilefni af áttræðisafmæli hennar á morgun.

Einsog við sögðum fyrir fjörutíu árum...

Dómstóll í Bandaríkjunum hefur skipað skólayfirvöldum til sveitar í Missisippi að hlýða fjörutíu ára gamalli tilskipun Bandaríkjaþings um að hætta að aðskilja kynþætti í skólum.

Senda út Good Morning America frá Eyjafjallajökli

Þáttastjórnendur hins geysivinsæla bandaríska morgunþáttar Good Morning America eru væntanlegir hingað til lands en til stendur að senda út hluta þáttarins á mánudaginn kemur frá Eyjafjallajökli. Þættinum er stjórnað af þeim Robin Roberts og George Stephanopoulos og er hann á dagkskrá á hverjum virkum degi á ABC sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum.

Rafmagn komið á Grandasvæði

Fyrr í dag varð háspennubilun á Grandasvæði og voru nokkrar götur þar rafmagnslausar en þar er rafmagn komið aftur á, að fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitunni.

Ekki talið að Landeyjahöfn muni skemmast

Að svo stöddu er ekki gert ráð fyrir teljandi skemmdum á mannvirkjum í og við Landeyjahöfn en til að svo yrði þyrftu að verða náttúrhamfarir á borð við Skeiðarárhlaup. „Hinsvegar er ljóst að lagerinn í Markarfljóti, um 50 þúsund rúmmetrar af efni, muni rýrna. Einnig má búast við að flóðvarnargarðarnir ofarlega í fljótinu geti skemmst,“ segir á heimasíðu Siglingastofnunar Íslands.

Nýja brúin heil - gamla fór á kaf

Vatn rennur nú undir brúna við Markarfljót og framhjá henni en brúin stendur heil, segir Kjartan Þorkelsson sýslumaður á Hvolsvelli. Hann segir að skarð hafi verið rofið í veginn til þess að taka þungann af brúnni. Auðveldara sé að laga vegi en brú. Kjartan segir vatnsrennslið ekki vera enn að aukast heldur sé komið jafnvægi á það.

Í lagi með rafmagn og drykkjarvatn í Eyjum

Vestmannaeyingar hafa verið uggandi um rafmagn og vatn eftir að gos hófst í Eyjafjallajökli og hlaup hófst í Markarfljóti. Drykkjarvatn eyjarskeggja kemur með leiðslu úr Stóru-Mörk og liggur leiðslan undir Markafljót og er grafin á fimm metra dýpi undir árbotninum.

Gríðarlegt mannfall í Mexíkó

Nærri 23 þúsund manns hafa fallið í baráttu stjórnvalda við eiturlyfjahringi í Mexíkó á síðastliðnum fjórum árum.

Ólafur og Dorrit mæta í afmælið til Danadrottningar

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú hafa þegið boð Margrétar Danadrottningar um að taka á morgun og á föstudaginn þátt í hátíðarhöldum í Kaupmannahöfn í tilefni af 70 ára afmæli drottningar.

Mun stærra gos en á Fimmvörðuhálsi - myndskeið

Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir gosið nú vera mun stærra en gosið á Fimmvörðuhálsi. Fréttamaður slóst í för með vísindamönnum og landhelgisgæslunni í morgun og flaug yfir svæðið.

Síðast gaus í tvö ár

Lítið er vitað um gossögu Eyjafjallajökuls og er einungis vitað um tvö gos á sögulegum tíma í jöklinum. Það fyrra varð árið 1612 og það seinna 1821 til 1823. Gosið sem hófst 20. mars á Fimmvörðuhálsi var austan við jökulinn.

Rafmagnslaust á Grandasvæði

Fyrr í dag varð háspennubilun á Grandasvæði og eru nokkrar götur / slóðir þar rafmagnslausar. Unnið er að viðgerð og búist við að rafmagn komist á fljótlega.

Kolaskipstjóri handtekinn í Ástralíu

Ástralska lögreglan hefur handtekið skipstjórann og stýrimann á kínverska kolaflutningaskipinu sem strandaði á kóralrifinu mikla hinn þriðja þessa mánaðar.

Gosið bræðir jökulinn hratt

Rögnvaldur Ólafsson, stjórnandi í samhæfingarmiðstöð almannavarna, segir að gosið sé margfalt stærra en gosið á Fimmvörðuhálsi og að vísindamenn telji að gossprungan sé um tveir kílómetrar að lengd. Hún liggur norður-vestur. Það flæðir bæði til norðurs og suðurs ofan af jöklinum en sínu meira til norðurs, að sögn Rögnvalds.

Flóðið komið að nýju Markarfljótsbrúnni

Flóðið úr norðurhlíð Eyjafjallajökuls hefur nú náð að nýju Markarfljótsbrúnni. Sveinn Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli segir að það hafi verið komið að brúnni rétt eftir klukkan tólf. Brúin heldur enn að sögn Sveins en tvö rof voru gerð í þjóðveginn til þess að létta álagið á brúnni.

Bannað að fljúga yfir stóran hluta landsins

Bannað er að fljúga um stóran hluta landsins vegna hættu sem gæti stafað af öskufalli. Svæðið er miðað við ríkjandi vindáttir og allt eins líklegt a það geti breyst. Eins og sést á meðfylgjandi mynd frá Flugstoðum er gula svæðið í flughæð 35 þúsund fet og yfir græna frá 20 þúsund upp í 35 þúsund fetum og rauða er undir 20 fetum.

Forsætisráðherra í samhæfingarmiðstöðinni

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er stödd í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð að kynna sér stöðu mála þar. Ásamt henni eru þau Ragna Árnadóttir og Steingrímur J. Sigfússon á staðnum.

Óttast ekki um bæinn - enn um sinn

Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri óttast um tún sín og ræktarlönd en flóð úr suðurhlíðum Eyjafjallajökuls er komið niður undir þjóðveg. Flóðið kom niður jökulinn og fór aðallega í Svaðbælisá að sögn Þorvalds. Á skammri stundu hljóp vatnið niður fyrir þjóðveginn og varnargarðar umhverfis bæjinn eru við það að bresta.

Gera skarð í hringveginn til að bjarga Markarfljótsbrú

Unnið er að því að gera skarð í þjóðveginn skammt frá Markarfljótsbrú. Dofri Eysteinsson, framkvæmdastjóri Suðurverks, segir að þetta sé gert til að reyna að verja Markafljótsbrú fyrir hlaupinu sem nú kemur niður vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

Flóð byrjað að renna niður suðurhlíðar jökulsins

Vatnsrennsli frá Gígjökli er enn vaxandi. Göngubrúin er alveg farin og fylgir flóðinu í átt til sjávar, samkvæmt upplýsingum frá almannavarnadeild lögreglunnar. Flóð er að byrja koma niður suðurhlíðar Eyjafjallajökuls segir bóndinn á Þorvaldseyri í samtali við lögregluna og Jón Ársæll Þórðarsson tekur undir það.

Gosið hefur áhrif á flug

Gosið í Eyjafjallajökli mun hafa áhrif á millilandaflug en flug til og frá Íslandi mun þó ekki liggja niðri. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða, segir að miðað við veðurspár mun öskusvæðið ná alla leið til Noregs. Flugleið Icelandair til Noregs muni breytast en flugið ekki falla niður.

Jarðskjálfti upp á 3,5 í Vatnajökli

Jarðskjálfti upp á 3,5 á Richter mældist í Vatnajökli laust eftir klukkan 10 í dag samkvæmt sjálfvirkri mælingu Veðurstofunnar. Það á eftir að yfirfara niðurstöðurnar. Upptök skjálftans virðast vera um 2,6 kílómetrum austnorðustur af Grímsfjalli.

Ekki afsökun heldur afneitun

"Þetta er ekki afsökun heldur afneitun," segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands um bréf Björgólfs Thor Björgólfssonar sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Í bréfinu segist Björgólfur biðjast afsökunar.

Búist við stórflóði

Það er búist við stóru flóði úr Gígjökli, segir Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, í samtali við Vísi.

Myndir af gosstöðinni

Hér má sjá myndir úr vefmyndavél sem staðsett er á Dufþaksbraut á Hvolsvelli. Nú er talið fullvíst að gos sé hafi í Eyjafjallajökli sem eigi upptök sín í miðbungu jökulsins.

Vatnavextir við Gígjökul halda áfram

Vatnshæð við Gígjökul fer áfram vaxandi og hefur hún nú hækkað án afláts um 125 sentimetra frá því gosið hófst að því er sérfræðingur Veðurstofunnar segir. Fyrir framan Gígjökul er lón sem hækkar stöðugt í og eru vatnavextir þegar hafnir í Markarfljóti.

Gufustrókarnir í 12-14 þúsund fet

„Ég er að fylgjast með gosinu í beinni," segir Jón Ársæll Þórðarson fjölmiðlamaður sem staddur er á Stóru Borg undir Eyjafjöllum.

Blaðamönnum snúið við nærri Moshvoli

Blaðamönnum var snúið við um kílómeter frá Moshvoli vegna umbrotanna í Eyjafjallajökli. Blaðamenn hafa fylgst grannt með umbrotunum en hætta fylgir gosi af þessu tagi. Fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis var á leiðinni inn í Þórsmörk í fylgd með lögreglunni. Lögreglumennirnir tóku hins vegar enga áhættu og sneru þeim við.

Gríðarleg aukning á vatnsmagni

Gríðarleg aukning á vatnsmagni hefur mælst við Gígjökul og má segja að þar sé komið flóð. Vatnsmagn hefur aukist um 20-30 sentimetra síðarn rétt fyrir sjö.

Sjá næstu 50 fréttir