Fleiri fréttir Hjálpa geðsjúkum að ná tökum á lífi sínu Samfélagsgeðteymi tekur formlega til starfa nú um mánaðamótin. Um er að ræða þverfaglegt teymi geðheilbrigðisstarfsmanna og tilheyrir það geðsviði Landspítalans. Markmið teymisins er að minnka þörf á innlögnum og tryggja góðan stuðning og eftirfylgd. Þungamiðjan í þjónustunni er vitjanir í heimahús og að virkja fólk til þátttöku í samfélaginu. Beiðnir um aðstoð eru þegar teknar að berast. 30.3.2010 04:00 Erlend bílalán gætu lækkað um 40 prósent Höfuðstóll bílalána, sem tekin voru í jenum og svissneskum frönkum síðla árs 2007, mun lækka um 36 til 38 prósent fallist eignaleigufyrirtæki á tillögur félagsmálaráðuneytisins um að færa erlend bílalán yfir í íslenskar krónur með 15 prósenta álagi á upphaflegan höfuðstól. 30.3.2010 04:00 Veitingamenn krefjast bóta Veitingamenn í nektargeiranum ætla að krefjast skaðabóta af ríkinu vegna nýrra laga sem banna nektardans. Davíð Steingrímsson, sem rekur Vegas, segir engan vafa á þessu: „Ég hef ekki brotið nein lög eða reglur og hef fjárfest og stólað á að geta rekið staðinn til 2013, þegar gildandi rekstrarleyfi rennur út.“ Nýju lögin taka gildi 1. júlí. 30.3.2010 04:00 Ísfélagið bíður eftir svörum frá Chile Enn ríkir óvissa um afgreiðslu skipasmíðastöðvarinnar ASMAR í Chile á tveimur öflugum skipum til Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Stöðin stórskemmdist í jarðskjálfta 27. febrúar. Forsvarsmenn ASMAR halda því fram að þeir séu ekki bundnir af smíðasamningum skipanna þar sem fyrirsjáanlegar vanefndir á afhendingu skipanna eru til komnar vegna náttúruhamfara. 30.3.2010 03:15 Þingmenn eignist ketti Sigríður Heiðberg, sem sér um Kattholt, segir það vera erfitt að smala köttum. „Ég held að það sé nú hálferfitt. Þeir eru það sjálfstæðir að þeir láta ekki smala sér neitt," sagði Sigríður í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Jóhanna Sigurðardóttir sagði 29.3.2010 21:39 Svava er fundin Svava Hrönn Þórarinsdóttir, sem lögreglan á Selfossi lýsti eftir á fimmtudaginn, fannst á Akureyri í kvöld. Svava hvarf frá Götusmiðjunni í Grímsnesi fyrir tíu dögum. 29.3.2010 21:57 Hraunjaðarinn í Hrunagili á sama stað og fyrir helgi Þótt fyrstu merki sjáist nú um að kraftur eldgossins á Fimmvörðuhálsi fari þverrandi telja vísindamenn að það geti enn staðið í nokkrar vikur. Hraunfossarnir skiptast nú á um að renna ýmist niður Hrunagil eða Hvannárgil en mesta spennan er um hvort hrauneðjan muni síðan ná niður á eyrarnar í Þórsmörk. 29.3.2010 18:50 Dómar hafa fyrnst áður en afplánun gat hafist Dæmi eru um að skortur á rými í fangelsum landsins hafi valdið því að óskilorðsbundnir dómar hafi fyrnst áður en afplánun gat hafist. Ríkisendurskoðun birti skýrslu um fangelsismál í dag. Þar kemur fram að þetta geti dregið úr varnaðaráhrifum refsinga og grafið undan trausti almennings á réttarvörslukerfinu. 29.3.2010 17:10 Forsætisráðherra vakti furðu með tilteknum ummælum Forsætisráðherra vakti óneitanlega furðu ýmissa með tilteknum ummælum á flokkstjórnarfundi í gær, segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG, eftir þingflokksfund sem haldinn var í dag. Hún segir hins vegar að þingmenn flokksins séu brattir og glaðbeittir og engan bilbugur sé á þeim í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. „Við erum alveg heil og óskipt hvað það varðar,“ segir Guðfríður. 29.3.2010 16:45 Svörtu ekkjurnar myrtu í Moskvu Það voru tvær svartar ekkjur sem gerðu árásirnar á háannatíma í neðanjarðarlestarkerfi Moskvuborgar eldsnemma í morgun. 29.3.2010 16:39 Segir Gerry Adams hafa fyrirskipað morð Fyrrverandi foringi í Írska lýðveldishernum segir að Gerry Adams þingmaður og forseti stjórnmálaflokksins Sinn Fein hafi fyrirskipað morðið á ekkju og tíu barna móður sem var skotin til bana í desember árið 1972. 29.3.2010 15:58 Brá þegar að hún heyrði um áform forsætisráðherra Formaður BSRB segir að sér hafi brugðið í gær þegar að hún heyrði áform forsætisráðherra um að sameina 80 ríkisstofnanir. Á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær sagðist Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telja raunhæft að skera niður og sameina allt að 80 ríkisstofnanir á næstu tveimur til þremur árum. 29.3.2010 15:43 Þingflokkur VG fundar enn Fundur þingflokks Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs stendur enn yfir. Hann hófst klukkan tvö í dag. 29.3.2010 15:19 Jóhanna þegar komin með kattasmala -myndband Orð Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra um kattasmölun hafa vakið nokkra athygli og umræðu. 29.3.2010 15:14 Hætt við að rukka fyrir garðaúrgang SORPA hefur ákveðið að fresta áður ákveðinni gjaldtöku á garðaúrgangi. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi félagsins í dag. 29.3.2010 15:12 Sonur Errols Flynn fundinn? Talið er að búið sé að finna jarðneskar leifar fréttaljósmyndarans Sean Flynn, sem var sonur leikarans margfræga Errolls Flynn. 29.3.2010 14:23 Mikill verðmunur milli apóteka á lausasölulyfjum Verðmunur á lausasölulyfjum í apótekum höfuðborgarsvæðisins er allt að 50 prósent. Þetta kemur fram í könnun sem Neytendastofa gerði á verði nokkurra lausasölulyfja. Könnunin var gerð á tímabilinu 26. febrúar - 10. mars s.l. þar sem borið var saman verð á tíu algengum lausasölulyfjum í 31 apóteki á höfuðborgarsvæðinu. 29.3.2010 13:46 Sölvi Sveinsson ráðinn skólastjóri Landakotsskóla Stjórn Landakotsskóla hefur samið við Sölva Sveinsson, fyrrverandi skólameistara Verslunarskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um að hann taki við stöðu skólastjóra frá næsta hausti. 29.3.2010 13:39 Sinnaðist við félagana og stal bílnum þeirra Maður var handtekinn aðfaranótt laugardags fyrir að hafa stolið bifreið sem var við sumarbústað í ofanverðum Biskupstungum. Í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn hafi dvalið í bústaðnum ásamt fleira fólki. Honum sinnaðist við félaga sína og hélt á brott á bifreiðinni sem hafði verið skilin eftir með lykli í kveikjulásnum. 29.3.2010 13:36 Enn lýst eftir Svövu Hrönn Fyrir helgi var lýst eftir Svövu Hrönn Þórarinsdóttur 16 ára til heimilis að Engjavöllum 12 í Hafnarfirði en hún strauk frá Götusmiðjunni fyrir rúmri viku síðan. 29.3.2010 13:18 Fínt færi fyrir norðan Opið er á skíðasvæðunum fyrir Norðan þrátt fyrir að allt sé bráðnað í Bláfjöllum. Í Hlíðarfjalli er opið til klukkan sjö í kvöld og þar er rúmlega 10 gráðu frost, vindur er 4 - 5 metrar á sekúndu og dálítil snjókoma. 29.3.2010 13:14 Mál og menning meðal 12 bestu í heimi Mál og menning við Laugaveg er nefnd meðal tólf bestu bókabúða í heimi á lista sem danska blaðið Berlingske Tidende tók saman. 29.3.2010 12:56 Sameining bráðamóttaka skerðir ekki þjónustu Sameining bráðamóttaka Landspítalans í Fossvogi og á Hringbraut mun ekki lengja tímann sem líður frá því hjartasjúklingur kemur á bráðamóttökuna í Fossvogi uns hann er kominn undir hendur sérfræðinga á Hringbraut. 29.3.2010 12:21 Þingmenn vilja bólusetja gegn leghálskrabba Lögð hefur verið fram þverpólitísk þingsályktunartillaga á Alþingi um að fela heilbrigðisráðherra að hefja undirbúning að bólusetningu allra 12 ára stúlkna gegn HPV smiti og leghálskrabbameini. 29.3.2010 12:18 Kettir gætu kennt þingmönnum ýmislegt Þingflokkur VG hittist á fundi klukkan hálftvö í dag þar sem meðal annars verður rætt um ketti, í kjölfar ummæla forsætisráðherra um kattasmölun. Þingmaður VG segir að kettir séu göfug góð og vitur dýr sem hafi margt til eftirbreytni. 29.3.2010 12:08 Eldgosið í rénun Fyrstu merki um að eldgosið á Fimmvörðuhálsi sé í rénun sjást nú. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að á síðustu tveimur dögum dreggið úr virkni um 20-25 prósent, mest frá miðnætti í nótt. 29.3.2010 12:04 Ekkert ferðaveður á Fimmvörðuhálsi Ekkert ferðaveður er í grennd við gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Þar er hvasst og mikið frost og samsvarar vindkælingin uppi á hálsinum 28 stiga frosti. Heldur minni kraftur var í gosinu en í fyrrinótt og nóttina þar á undan, en eigi að síður er þar mikil virkni og hraun fossar niður í tvö gil. 29.3.2010 11:20 Búið að finna afturhluta kóresku korvettunnar Búið er að finna á hafsbotni afturhluta af suður-kóresku korvettunni Cheonan sem sökk síðastliðinn föstudag eftir mikla sprengingu. 29.3.2010 10:50 Tólf ákærðir fyrir hnífstungu Tólf unglingar verða í dag ákærðir fyrir aðild sína að morði á Viktoríu lestarstöðinni í London. Sofyen Belamúadden var stunginn margsinnis þegar tvær unglingaklíkur bárust á banaspjót í lestarstöðinni á föstudaginn var á háannatíma. Lögreglan hefur nú kært 12 unglinga á aldrinum 16 - 17 ára fyrir aðild sína að málinu og dómari tekur kæruna fyrir síðar í dag. 29.3.2010 10:23 Ísraelar hafa áhyggjur af ímynd sinni Ný skoðanakönnun sýnir að Ísraelar hafa nokkrar áhyggjur af ímynd þjóðarinnar. 29.3.2010 10:15 Fótspor á tunglinu friðuð Fornleifafræðingar í Kaliforníu hafa friðlýst lendingarstað Apollo 11 geimfarsins sem flutti fyrstu mennina til tungslins árið 1969. 29.3.2010 10:01 Golfstraumurinn er ekki að hægja á sér Golfstraumurinn, hafstraumurinn sem gerir Ísland byggilegt, er ekki að hægja á sér. Þetta eru niðurstöður bandarískra vísindamanna sem nýttu sér gerfitungl til þess að mæla hafstraumana. 29.3.2010 09:59 Íbúafundur í Ólafsvík Verkalýðsfélag Snæfelllinga og Snæfellsbær boða í sameiningu til almenns íbúafundar í Klifi í Ólafsvík í kvöld til að ræða þá alvarlegu stöðu, sem upp er komin í atvinnumálum í sveitarfélaginu. 29.3.2010 09:01 Enn leitað að Suður-kóreskum sjóliðum Fjögur bandarísk herskip aðstoða nú Suður-Kóreska flotann við að finna tugi sjóliða sem enn er saknað eftir að Suður-Kóreskt herskip sprakk og sökk á föstudaginn var. 29.3.2010 09:00 Fjallað um hreinlæti og sótthreinsum í HÍ Elizabeth Scott, dósent við Simmons College í Boston, Massachusetts, flytur í dag fyrirlestur um stefnur og strauma á sviði hreinlætis og sótthreinsunar á heimilum í Háskóla Íslands klukkan tólf. 29.3.2010 08:58 Engir Íslendingar um borð í lestunum Engir Íslendingar voru á ferð í neðanjarðarlestarstöðvunum í Moskvu þar sem tvær konur sprengdu sig í loft upp í morgun. Þetta segir Bjarni Sigtryggsson sendiráðsritari í Moskvu í samtali við fréttastofu. 29.3.2010 08:26 Sinueldur í Mosfellsbæ Kveikt var í sinu í grennd við Skálatúnsheimilið í Mosfellsbæ uppúr klukkan eitt í nótt. Slökkviliðið var hvatt á vettvang og lauk slökkvistarfi á tæpri klukkustund. Engin mannvirki voru í hættu þar sem eldurinn logaði á milli akvegs og göngustígs. 29.3.2010 08:07 NATO þyrla hrapaði í Afganistan Fjórtán eru slasaðir eftir að herþyrla á vegum NATO hrapaði í Suður-Afganistan í nótt. Enginn lést þegar þyrlan hrapaði en allir um borð voru fluttir slasaðir á sjúkrahús. 29.3.2010 07:54 Bílvelta á Akureyri Ökumaður slapp ómeiddur þegar jepplingur rann til og valt á hliðina í Gilinu á Akureyri í gærkvöldi. Ökumaður missti stjórn á bílnum í snjó og hálku, en skafrenningur og vetrarfæri er nú á Akureyri og þar í grennd. 29.3.2010 07:52 Ferðamenn aðstoðaðir á Fimmvörðuhálsi í nótt Björgunarsveitarmen aðstoðuðu síðustu ferðamennina á Fimmvörðuhálsi niður til byggða á þriðja tímanum í nótt, en þá var orðið mjög hvasst og kalt á svæðinu. 29.3.2010 07:01 Tugir látnir í sjálfsmorðsprengingum í Moskvu Að minnsta kosti 37 eru látnir eftir að tvær konur sprengdu sig í loft upp í neðanjarðarlestarkerfi Moskvu með skömmu millibili í morgun. Fyrri sprengjan sprakk á Lubyanka lestarstöðinni sem er nærri höfuðstöðvum rússnesku leyniþjónustunnar. 29.3.2010 06:59 Árstöf vegna Icesave kostar 50 milljarða Tafir á framkvæmdum vegna stóriðju valda því að landsframleiðsla mun dragast saman í ár miðað við í fyrra. Þetta kemur fram í útreikningum hagfræðinga Alþýðusambands Íslands fyrir Fréttablaðið. Frekari tafir munu orsaka minni landsframleiðslu sem hleypur á milljarðatugum. 29.3.2010 06:00 Rússar fækka tímabeltum Rússland, AP Rússar hafa fækkað tímabeltum landsins úr 11 niður í níu. Dmitrí Medvedev forseti gaf út tilskipun um þetta og tóku breytingarnar gildi í gærmorgun, þegar flestir Rússar flýttu klukkunni yfir í sumartíma. 29.3.2010 05:30 Stjórnlagaþing kosið í október? Formaður allsherjarnefndar Alþingis stefnir að því að ljúka afgreiðslu frumvarps um stjórnlagaþing upp úr páskum. Lög verði sett fyrir sumarhlé Alþingis og kosið til stjórnlagaþings í október á þessu ári. 29.3.2010 05:00 Reynir á styrk Berlusconis Ítalía, AP Ítalir bíða spenntir eftir fyrstu úrslitum sveitarstjórnarkosninga, sem birt verða í kvöld. Þá kemur í ljós hvort vinsældir Silvio Berlusconis hafa dalað í kjölfar hneykslismála og versnandi efnahagsástands. 29.3.2010 04:30 Sjá næstu 50 fréttir
Hjálpa geðsjúkum að ná tökum á lífi sínu Samfélagsgeðteymi tekur formlega til starfa nú um mánaðamótin. Um er að ræða þverfaglegt teymi geðheilbrigðisstarfsmanna og tilheyrir það geðsviði Landspítalans. Markmið teymisins er að minnka þörf á innlögnum og tryggja góðan stuðning og eftirfylgd. Þungamiðjan í þjónustunni er vitjanir í heimahús og að virkja fólk til þátttöku í samfélaginu. Beiðnir um aðstoð eru þegar teknar að berast. 30.3.2010 04:00
Erlend bílalán gætu lækkað um 40 prósent Höfuðstóll bílalána, sem tekin voru í jenum og svissneskum frönkum síðla árs 2007, mun lækka um 36 til 38 prósent fallist eignaleigufyrirtæki á tillögur félagsmálaráðuneytisins um að færa erlend bílalán yfir í íslenskar krónur með 15 prósenta álagi á upphaflegan höfuðstól. 30.3.2010 04:00
Veitingamenn krefjast bóta Veitingamenn í nektargeiranum ætla að krefjast skaðabóta af ríkinu vegna nýrra laga sem banna nektardans. Davíð Steingrímsson, sem rekur Vegas, segir engan vafa á þessu: „Ég hef ekki brotið nein lög eða reglur og hef fjárfest og stólað á að geta rekið staðinn til 2013, þegar gildandi rekstrarleyfi rennur út.“ Nýju lögin taka gildi 1. júlí. 30.3.2010 04:00
Ísfélagið bíður eftir svörum frá Chile Enn ríkir óvissa um afgreiðslu skipasmíðastöðvarinnar ASMAR í Chile á tveimur öflugum skipum til Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Stöðin stórskemmdist í jarðskjálfta 27. febrúar. Forsvarsmenn ASMAR halda því fram að þeir séu ekki bundnir af smíðasamningum skipanna þar sem fyrirsjáanlegar vanefndir á afhendingu skipanna eru til komnar vegna náttúruhamfara. 30.3.2010 03:15
Þingmenn eignist ketti Sigríður Heiðberg, sem sér um Kattholt, segir það vera erfitt að smala köttum. „Ég held að það sé nú hálferfitt. Þeir eru það sjálfstæðir að þeir láta ekki smala sér neitt," sagði Sigríður í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Jóhanna Sigurðardóttir sagði 29.3.2010 21:39
Svava er fundin Svava Hrönn Þórarinsdóttir, sem lögreglan á Selfossi lýsti eftir á fimmtudaginn, fannst á Akureyri í kvöld. Svava hvarf frá Götusmiðjunni í Grímsnesi fyrir tíu dögum. 29.3.2010 21:57
Hraunjaðarinn í Hrunagili á sama stað og fyrir helgi Þótt fyrstu merki sjáist nú um að kraftur eldgossins á Fimmvörðuhálsi fari þverrandi telja vísindamenn að það geti enn staðið í nokkrar vikur. Hraunfossarnir skiptast nú á um að renna ýmist niður Hrunagil eða Hvannárgil en mesta spennan er um hvort hrauneðjan muni síðan ná niður á eyrarnar í Þórsmörk. 29.3.2010 18:50
Dómar hafa fyrnst áður en afplánun gat hafist Dæmi eru um að skortur á rými í fangelsum landsins hafi valdið því að óskilorðsbundnir dómar hafi fyrnst áður en afplánun gat hafist. Ríkisendurskoðun birti skýrslu um fangelsismál í dag. Þar kemur fram að þetta geti dregið úr varnaðaráhrifum refsinga og grafið undan trausti almennings á réttarvörslukerfinu. 29.3.2010 17:10
Forsætisráðherra vakti furðu með tilteknum ummælum Forsætisráðherra vakti óneitanlega furðu ýmissa með tilteknum ummælum á flokkstjórnarfundi í gær, segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG, eftir þingflokksfund sem haldinn var í dag. Hún segir hins vegar að þingmenn flokksins séu brattir og glaðbeittir og engan bilbugur sé á þeim í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. „Við erum alveg heil og óskipt hvað það varðar,“ segir Guðfríður. 29.3.2010 16:45
Svörtu ekkjurnar myrtu í Moskvu Það voru tvær svartar ekkjur sem gerðu árásirnar á háannatíma í neðanjarðarlestarkerfi Moskvuborgar eldsnemma í morgun. 29.3.2010 16:39
Segir Gerry Adams hafa fyrirskipað morð Fyrrverandi foringi í Írska lýðveldishernum segir að Gerry Adams þingmaður og forseti stjórnmálaflokksins Sinn Fein hafi fyrirskipað morðið á ekkju og tíu barna móður sem var skotin til bana í desember árið 1972. 29.3.2010 15:58
Brá þegar að hún heyrði um áform forsætisráðherra Formaður BSRB segir að sér hafi brugðið í gær þegar að hún heyrði áform forsætisráðherra um að sameina 80 ríkisstofnanir. Á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær sagðist Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telja raunhæft að skera niður og sameina allt að 80 ríkisstofnanir á næstu tveimur til þremur árum. 29.3.2010 15:43
Þingflokkur VG fundar enn Fundur þingflokks Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs stendur enn yfir. Hann hófst klukkan tvö í dag. 29.3.2010 15:19
Jóhanna þegar komin með kattasmala -myndband Orð Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra um kattasmölun hafa vakið nokkra athygli og umræðu. 29.3.2010 15:14
Hætt við að rukka fyrir garðaúrgang SORPA hefur ákveðið að fresta áður ákveðinni gjaldtöku á garðaúrgangi. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi félagsins í dag. 29.3.2010 15:12
Sonur Errols Flynn fundinn? Talið er að búið sé að finna jarðneskar leifar fréttaljósmyndarans Sean Flynn, sem var sonur leikarans margfræga Errolls Flynn. 29.3.2010 14:23
Mikill verðmunur milli apóteka á lausasölulyfjum Verðmunur á lausasölulyfjum í apótekum höfuðborgarsvæðisins er allt að 50 prósent. Þetta kemur fram í könnun sem Neytendastofa gerði á verði nokkurra lausasölulyfja. Könnunin var gerð á tímabilinu 26. febrúar - 10. mars s.l. þar sem borið var saman verð á tíu algengum lausasölulyfjum í 31 apóteki á höfuðborgarsvæðinu. 29.3.2010 13:46
Sölvi Sveinsson ráðinn skólastjóri Landakotsskóla Stjórn Landakotsskóla hefur samið við Sölva Sveinsson, fyrrverandi skólameistara Verslunarskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um að hann taki við stöðu skólastjóra frá næsta hausti. 29.3.2010 13:39
Sinnaðist við félagana og stal bílnum þeirra Maður var handtekinn aðfaranótt laugardags fyrir að hafa stolið bifreið sem var við sumarbústað í ofanverðum Biskupstungum. Í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn hafi dvalið í bústaðnum ásamt fleira fólki. Honum sinnaðist við félaga sína og hélt á brott á bifreiðinni sem hafði verið skilin eftir með lykli í kveikjulásnum. 29.3.2010 13:36
Enn lýst eftir Svövu Hrönn Fyrir helgi var lýst eftir Svövu Hrönn Þórarinsdóttur 16 ára til heimilis að Engjavöllum 12 í Hafnarfirði en hún strauk frá Götusmiðjunni fyrir rúmri viku síðan. 29.3.2010 13:18
Fínt færi fyrir norðan Opið er á skíðasvæðunum fyrir Norðan þrátt fyrir að allt sé bráðnað í Bláfjöllum. Í Hlíðarfjalli er opið til klukkan sjö í kvöld og þar er rúmlega 10 gráðu frost, vindur er 4 - 5 metrar á sekúndu og dálítil snjókoma. 29.3.2010 13:14
Mál og menning meðal 12 bestu í heimi Mál og menning við Laugaveg er nefnd meðal tólf bestu bókabúða í heimi á lista sem danska blaðið Berlingske Tidende tók saman. 29.3.2010 12:56
Sameining bráðamóttaka skerðir ekki þjónustu Sameining bráðamóttaka Landspítalans í Fossvogi og á Hringbraut mun ekki lengja tímann sem líður frá því hjartasjúklingur kemur á bráðamóttökuna í Fossvogi uns hann er kominn undir hendur sérfræðinga á Hringbraut. 29.3.2010 12:21
Þingmenn vilja bólusetja gegn leghálskrabba Lögð hefur verið fram þverpólitísk þingsályktunartillaga á Alþingi um að fela heilbrigðisráðherra að hefja undirbúning að bólusetningu allra 12 ára stúlkna gegn HPV smiti og leghálskrabbameini. 29.3.2010 12:18
Kettir gætu kennt þingmönnum ýmislegt Þingflokkur VG hittist á fundi klukkan hálftvö í dag þar sem meðal annars verður rætt um ketti, í kjölfar ummæla forsætisráðherra um kattasmölun. Þingmaður VG segir að kettir séu göfug góð og vitur dýr sem hafi margt til eftirbreytni. 29.3.2010 12:08
Eldgosið í rénun Fyrstu merki um að eldgosið á Fimmvörðuhálsi sé í rénun sjást nú. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að á síðustu tveimur dögum dreggið úr virkni um 20-25 prósent, mest frá miðnætti í nótt. 29.3.2010 12:04
Ekkert ferðaveður á Fimmvörðuhálsi Ekkert ferðaveður er í grennd við gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Þar er hvasst og mikið frost og samsvarar vindkælingin uppi á hálsinum 28 stiga frosti. Heldur minni kraftur var í gosinu en í fyrrinótt og nóttina þar á undan, en eigi að síður er þar mikil virkni og hraun fossar niður í tvö gil. 29.3.2010 11:20
Búið að finna afturhluta kóresku korvettunnar Búið er að finna á hafsbotni afturhluta af suður-kóresku korvettunni Cheonan sem sökk síðastliðinn föstudag eftir mikla sprengingu. 29.3.2010 10:50
Tólf ákærðir fyrir hnífstungu Tólf unglingar verða í dag ákærðir fyrir aðild sína að morði á Viktoríu lestarstöðinni í London. Sofyen Belamúadden var stunginn margsinnis þegar tvær unglingaklíkur bárust á banaspjót í lestarstöðinni á föstudaginn var á háannatíma. Lögreglan hefur nú kært 12 unglinga á aldrinum 16 - 17 ára fyrir aðild sína að málinu og dómari tekur kæruna fyrir síðar í dag. 29.3.2010 10:23
Ísraelar hafa áhyggjur af ímynd sinni Ný skoðanakönnun sýnir að Ísraelar hafa nokkrar áhyggjur af ímynd þjóðarinnar. 29.3.2010 10:15
Fótspor á tunglinu friðuð Fornleifafræðingar í Kaliforníu hafa friðlýst lendingarstað Apollo 11 geimfarsins sem flutti fyrstu mennina til tungslins árið 1969. 29.3.2010 10:01
Golfstraumurinn er ekki að hægja á sér Golfstraumurinn, hafstraumurinn sem gerir Ísland byggilegt, er ekki að hægja á sér. Þetta eru niðurstöður bandarískra vísindamanna sem nýttu sér gerfitungl til þess að mæla hafstraumana. 29.3.2010 09:59
Íbúafundur í Ólafsvík Verkalýðsfélag Snæfelllinga og Snæfellsbær boða í sameiningu til almenns íbúafundar í Klifi í Ólafsvík í kvöld til að ræða þá alvarlegu stöðu, sem upp er komin í atvinnumálum í sveitarfélaginu. 29.3.2010 09:01
Enn leitað að Suður-kóreskum sjóliðum Fjögur bandarísk herskip aðstoða nú Suður-Kóreska flotann við að finna tugi sjóliða sem enn er saknað eftir að Suður-Kóreskt herskip sprakk og sökk á föstudaginn var. 29.3.2010 09:00
Fjallað um hreinlæti og sótthreinsum í HÍ Elizabeth Scott, dósent við Simmons College í Boston, Massachusetts, flytur í dag fyrirlestur um stefnur og strauma á sviði hreinlætis og sótthreinsunar á heimilum í Háskóla Íslands klukkan tólf. 29.3.2010 08:58
Engir Íslendingar um borð í lestunum Engir Íslendingar voru á ferð í neðanjarðarlestarstöðvunum í Moskvu þar sem tvær konur sprengdu sig í loft upp í morgun. Þetta segir Bjarni Sigtryggsson sendiráðsritari í Moskvu í samtali við fréttastofu. 29.3.2010 08:26
Sinueldur í Mosfellsbæ Kveikt var í sinu í grennd við Skálatúnsheimilið í Mosfellsbæ uppúr klukkan eitt í nótt. Slökkviliðið var hvatt á vettvang og lauk slökkvistarfi á tæpri klukkustund. Engin mannvirki voru í hættu þar sem eldurinn logaði á milli akvegs og göngustígs. 29.3.2010 08:07
NATO þyrla hrapaði í Afganistan Fjórtán eru slasaðir eftir að herþyrla á vegum NATO hrapaði í Suður-Afganistan í nótt. Enginn lést þegar þyrlan hrapaði en allir um borð voru fluttir slasaðir á sjúkrahús. 29.3.2010 07:54
Bílvelta á Akureyri Ökumaður slapp ómeiddur þegar jepplingur rann til og valt á hliðina í Gilinu á Akureyri í gærkvöldi. Ökumaður missti stjórn á bílnum í snjó og hálku, en skafrenningur og vetrarfæri er nú á Akureyri og þar í grennd. 29.3.2010 07:52
Ferðamenn aðstoðaðir á Fimmvörðuhálsi í nótt Björgunarsveitarmen aðstoðuðu síðustu ferðamennina á Fimmvörðuhálsi niður til byggða á þriðja tímanum í nótt, en þá var orðið mjög hvasst og kalt á svæðinu. 29.3.2010 07:01
Tugir látnir í sjálfsmorðsprengingum í Moskvu Að minnsta kosti 37 eru látnir eftir að tvær konur sprengdu sig í loft upp í neðanjarðarlestarkerfi Moskvu með skömmu millibili í morgun. Fyrri sprengjan sprakk á Lubyanka lestarstöðinni sem er nærri höfuðstöðvum rússnesku leyniþjónustunnar. 29.3.2010 06:59
Árstöf vegna Icesave kostar 50 milljarða Tafir á framkvæmdum vegna stóriðju valda því að landsframleiðsla mun dragast saman í ár miðað við í fyrra. Þetta kemur fram í útreikningum hagfræðinga Alþýðusambands Íslands fyrir Fréttablaðið. Frekari tafir munu orsaka minni landsframleiðslu sem hleypur á milljarðatugum. 29.3.2010 06:00
Rússar fækka tímabeltum Rússland, AP Rússar hafa fækkað tímabeltum landsins úr 11 niður í níu. Dmitrí Medvedev forseti gaf út tilskipun um þetta og tóku breytingarnar gildi í gærmorgun, þegar flestir Rússar flýttu klukkunni yfir í sumartíma. 29.3.2010 05:30
Stjórnlagaþing kosið í október? Formaður allsherjarnefndar Alþingis stefnir að því að ljúka afgreiðslu frumvarps um stjórnlagaþing upp úr páskum. Lög verði sett fyrir sumarhlé Alþingis og kosið til stjórnlagaþings í október á þessu ári. 29.3.2010 05:00
Reynir á styrk Berlusconis Ítalía, AP Ítalir bíða spenntir eftir fyrstu úrslitum sveitarstjórnarkosninga, sem birt verða í kvöld. Þá kemur í ljós hvort vinsældir Silvio Berlusconis hafa dalað í kjölfar hneykslismála og versnandi efnahagsástands. 29.3.2010 04:30