Fleiri fréttir

Um 300 sektir á fjórum árum

Eftirlitsmenn Vegagerðarinnar stöðvuðu alls 6.332 ökutæki á árunum 2006 til 2009 til að kanna hvort ökumenn hefðu dælt litaðri vinnuvélaolíu á tankana. Af þeim fjölda reyndust 312 brotlegir, samkvæmt upplýsingum fráVegagerðinni.

Kvarta yfir orðum þingmanns

Stjórnendur sjónvarpsþáttarins Óla á Hrauni á ÍNN, Ólafur Hannesson og Viðar Helgi Guðjohnsen, hafa sent formlega kvörtun til Alþingis vegna ummæla þingmannsins Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur í ræðustól. Þeir fara fram á formlega afsökunarbeiðni frá Steinunni.

Milestone-piltur sakar lögregluna um njósnir

Ásakanir forsvarsmanna vefsíðunnar Wikileaks þess efnis að íslensk lögregla hafi handtekið starfsmann vefsíðunnar og yfirheyrt í 21 klukkustund má rekja til þess þegar piltur á sautjánda ári var gripinn við innbrot í fyrirtækið Málningu í Kópavogi á mánudagskvöld. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var þar á ferð sami piltur og stal gögnum frá Milestone í desember og bauð fjölmiðlum til kaups.

Tryggir Grikkjum svigrúm

AP „Bæði Evrópa og Grikkland koma sterkari út úr þessari kreppu,“ segir George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, ánægður með að leiðtogar sextán Evrópusambandsríkja hafi ákveðið að koma Grikklandi til hjálpar í fjárhagsvandræðunum.

Endurreisnin hér gengið vel

Íslenskir ráðherrar sem funduðu með forsvarsmönnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) lögðu mikla áherslu á að endurskoðun á efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins tefðist ekki vegna Icesave-málsins.

Allawi fékk flest þingsætin

Flokkabandalag Ayads Allawi, fyrrverandi forsætisráðherra Íraks, fékk 91 þingsæti í kosningunum sem haldnar voru 7. mars.

Á fimmta tug látnir eftir sprengjuárásir í Írak

Að minnsta kosti 42 féllu og 65 særðust alvarlega í tveimur sprengjuárásum í Írak í dag. Árásirnar voru gerðar í borginni Khales sem er norðaustur af Bagdad. Fyrri sprengjan sprakk fyrir utan kaffihús og hin skömmu síðar fyrir framan veitingastað.

Fretjálkur í felum

Lögreglan á Norður-Sjálandi er að verða vitlaus á að finna ekki mann sem er haldinn þeirri ónáttúru að biðja hlaupakonur að prumpa á sig.

Samið um starfsemi Ekron út júní

Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur samið við Ekron - atvinnutengda endurhæfingu, um áframhaldandi rekstur úrræða á sviði atvinnutengdrar endurhæfingar en fyrri samningur rann úr gildi um síðustu áramót. Samningurinn gildir út júní á þessu ári.

Besti flokkurinn hefur alla burði til að ná langt

Besti flokkurinn, flokkur Jóns Gnarr, virðist sópa til sín atkvæðum óánægðra kjósenda í borginni. Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands telur að flokkurinn hafa alla burði til að ná langt í komandi kosningum.

Súludansmeyjar segja ný lög vega að atvinnuöryggi þeirra

Tvær íslenskar súludansmeyjar á Goldfinger óttast að ný lög sem banni nektardans vegi að atvinnuöryggi þeirra. Þær fóru að dansa eftir að hafa misst vinnuna og segjast afar ánægðar með starfið. Íslenskum súludansmeyjum mun hafa fjölgað mjög eftir bankahrun.

Áfram lýst eftir 16 ára stúlku

Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Svövu Hrönn Þórarinsdóttur 16 ára til heimilis að Engjavöllum í Hafnarfirði. Svava hvarf frá Götusmiðjunni í Grímsnesi um síðustu helgi. Talið er að sést hafi til hennar í Reykjavík og jafnvel á Akureyri í vikunni.

Stjórnvöld njósnuðu ekki um forsvarsmenn Wikileaks

Dómsmálaráðherra kannast ekki við að íslensk stjórnvöld hafi njósnað um forsvarsmenn Wikileaks síðunnar á meðan þeir voru staddir hér á landi. Hún telur að málið sé byggt á misskilningi.

Leiðréttingaleið bankanna órökrétt

Fólk með yfirveðsett heimili sem þiggur 110% leiðréttingarleið bankanna gæti þurft að greiða hundruð þúsunda króna á mánuði í skatta af niðurfellingunni verði hugmyndir stjórnvalda um skattlagningu afskrifta að veruleika. Órökrétt að hjálpa fólki fyrst upp á núllið, til að skatturinn keyri það svo aftur niður fyrir núllið segir Pétur Blöndal þingmaður sjálfstæðismanna.

Aukinnar bjartsýni gætir eftir fundinn með Strauss Kahn

Ríkisstjórnin bindur vonir við að önnur endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsáætlun Íslands geti farið fram í næsta mánuði án þess að lausn liggi fyrir í Icesave málinu. Aukinnar bjartsýni gætir eftir fund ráðherra með framkvæmdastjóra sjóðsins í dag

Veðurspá fyrir Fimmvörðuháls um helgina

Veðurstofa Íslands hefur gert veðurspá fyrir Fimmvörðuháls í ljósi þess að fjöldi fólks hefur hugsað sér að fara á svæðið um helgina. Spáin verður endurskoðuð á morgun og eða eftir þörfum.

Kristinn leiðir Framsókn í Reykjanesbæ

Kristinn Jakobsson, viðskiptafræðingur, skipta fyrsta sætið á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ vegna sveitarstjórnarkosninganna í lok maí. Framboðslisti flokksins var samþykktur á fundi Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í bæjarfélaginu í gærkvöldi.

Þingmenn sýni meiri ábyrgð í störfum sínum

Miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands átelur harðlega það ábyrgðarleysi sem stjórnmálamenn hafa sýnt undanfarið ár með þeim vinnubrögðum sem þeir hafa viðhaft. Alvarlegt ástand efnahags- og atvinnumála fari enn versnandi.

Grikkjum hjálpað -með semingi

Það er ekki hægt að segja að það beinlínis drjúpi smjör af strái í samkomulaginu sem Evrópusambandið náði um aðstoð við Grikkland.

Fjöldi fólks á leið austur að Fimmvörðuhálsi

Töluverð umferð hefur verið á Suðurlandsvegi í austurátt í dag og í morgun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi og lögreglunni á Hvolsvelli. Búist er við því að umferð aukist enn frekar þegar líður á kvöldið.

Neytendastofa varar við áratugagömlum leikföngum

Neytendastofu hefur borist tilkynning um upplýsingaherferð sem framleiðandi Fisher-Price leikfanga hefur ákveðið að hrinda af stað. Upplýsingaherferðin varðar leikföngin „Litla fólkið" sem voru framleidd á árunum 1965 til 1991.

Leggja aukið fé í Nýsköpunarsjóð námsmanna

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri hafa, fyrir hönd ráðuneytisins og Reykjavíkurborgar, ákveðið að leggja aukið fé í Nýsköpunarsjóð

Sjónvarpskona sýknuð af gullfiskadrápi

Fréttakona danska ríkisstjónvarpsins Lisbeth Kölster var í héraðsdómi fundin sek um að hafa brotið dýraverndarlög með tilraun sem hún gerði í fréttaskýringaþætti árið 2004.

Gríðarlegur verðmunur á páskaeggjum

Munur á hæsta og lægsta verði á eggjum frá Nóa Síríus var oftast á bilinu 20-30% og verðmunur á Freyju páskaeggjunum var á bilinu 14% - 17%, þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði málið á föstudag fyrir viku.

Nýr hraunfoss í Hvannárgili

Nýr 200 metra hraunfoss hefur myndast í Hvannárgili. Sjónarvottur sá þetta eftir hádegið í dag. Sjónarvotturinn er á staðnum núna og hefur fylgst með því sem fram fór á gosstöðvunum í morgun.

Hraunfossinn í Hrunagili er storknaður

Hraun er nú hætt að renna niður Hrunagil í eftir að hraunrennslið úr eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi fór að renna í vestur og niður í Hvannárgil. Þetta hefur fréttastofa eftir jarðfræðingi sem staddur er á svæðinu.

Hraunið færðist um 6 metra á klukkutíma - myndir

Hraunið úr gosinu á Fimmvörðuhálsi færðist um 6 metra á klukkutíma, samkvæmt mælingu félaga úr Björgunarfélagi Árborgar sem fóru inn Hraungil í gærkvöldi. Þeir mældu hitan á vatninu í ánni og mældist það 29 gráður.

Hakkari í 20 ára fangelsi

Tölvuhakkari hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að hakka sig inn í tölvur margra stórfyrirtækja.

Menn hafa orðið úti á Fimmvörðuhálsi

Göngumenn um Fimmvörðuháls virðast sumir hverjir alls ekki gera sér grein fyrir aðstæðum á svæðinu eða hvernig nauðsynlegt er að vera útbúinn á svæðinu.

Starfsemi á Reykjavíkurflugvelli með eðlilegum hætti

Flug á Reykjavíkurflugvelli hefur verið með eðlilegum hætti í morgun, segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða. Hún segir að Flugstoðir harmi þann tilhæfulausa hræðsluáróður sem slökkkviliðsstjóri

Staðfest að hraun rennur í Hvannárgil

Flugvél Landhelgisgæslunnar er nú í könnunarflugi yfir eldstöðvunum á Fimmvörðuhálsi. Megin tilgangurinn er að kanna hvort hraun sé farið að renna í vesturátt og í átt að Hvannárgili. Í nótt varð hlaup í Hvanná að sögn Sveins Rúnarssonar lögreglumanns og er það talið benda til þess að hraun fari senn að renna niður í Hvannárgil.

Ekki segja Facebook frá páskafríinu

Póst- og símamálastofnun Noregs hefur varað fólk við því að upplýsa á facebook eða twitter um hvort það verður að heiman um páskana.

Þorskastríðsflugvélum lagt

Breski flugherinn er að leggja síðustu Nimrod eftirlitsflugvélum sínum. Þær hafa verið í notkun síðan 1969 og að sögn flughersins bjargað óteljandi mannslífum.

TF-Sif fann pramma á reki suður af landinu

Eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar fann óþekktan pramma á reki um 60 sjómílur suður af landinu, austan við Vestmannaeyjar, og getur skipum stafað hætta af honum.

Sjúkraliðar skora á heilbrigðisráðherra

Sjúkraliðar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands skora á heilbrigðisráðherra að ganga fram fyrir skjöldu og krefjast þess að stjórnendur virði starfssvið og réttindi sjúkraliða.

Málgagn Vatikansins ver páfa

Vatikanið fordæmir ásakanir þess efnis að Benedikt páfi hafi ekkert aðhafst þegar upp komst um prest í bandaríkjunum sem hafði misnotað 200 heyrnarlausa drengi.

Sá á fund sem finnur - eða ekki

Lögreglan í Ohio í Bandaríkjunum reynir nú að hafa upp á tugum þúsunda dollara sem týndust þegar fullur peningapoki féll út úr peningaflutningabíl á ferð og opnaðist. Seðlarnir fuku um alla götu og ökumenn í öðrum bílum snarstoppuðu og hlupu til og reyndu að týna eins mikið af peningum og hægt var áður en lögregla kom á vettvang.

Eldsneytisverð: Munar ellefu krónum hjá sama félaginu

Olíufélagið Skeljungur dró ti baka þriggja krónu hækkun á bensínlítranum síðdegis í gær, þegar hin félögin fylgdu félaginu ekki eftir með hækkunum. Samkvæmt athugun snemma í morgun var allt að ellefu króna mismunur á bensínverði hjá sama olíufélaginu.

Enn barist við talíbana í Pakistan

Átök halda áfram á milli pakistanskra stjórnarhermanna og skæruliða sem halda til í fjallahéruðum landsins á landamærum Afganistans. Í nótt féllu 21 skæruliði og fimm stjórnarhermenn í átökunum og í gær var 61 skæruliði felldur í miklum loftárásum á sama svæði. Markmið stjórnarinnar í Pakistan er að hrekja Talíbana frá völdum á svæðinu.

Sjá næstu 50 fréttir