Fleiri fréttir

Gera þarf upp á milli krónu og evru

„Fjármálafyrirtæki verða ekki hvítþvegin þótt skipt sé um stjórnendur, eigendur, nafn og kennitölu og ógreiddir reikningar eftirlátnir þrotabúum,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Hann hélt ræðu á ársfundi Seðlabankans í gær. Sama segir hann gilda um Seðlabankann, ekki nægði að endurreisa hann og skipa nýja stjórnendur og fjármagna að nýju. „Gera þarf skýr skil milli fortíðar og framtíðar.”

Engin stjórn á flugumferð yfir gosinu

Mikill áhugi er á gosinu á Fimmvörðuhálsi og þeir sem hafa yfir loftförum að ráða leggja leið sína að gosinu. Stundum hefur mikið kraðak myndast í loftinu þegar tugir véla og þyrlna sveima kringum gíginn og einn flugmaður líkti því við villta vestrið. Engin stjórn er á flugleiðum einstakra flugvéla.

Flugmálastjórn þyrfti sérstaka deild fyrir E.C.A

Ef pólitísk ákvörðun verður tekin um að setja upp regluverk til að skrá orrustuþotur E.C.A. Program í íslenska flugflotann þyrfti Flugmálastjórn, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að koma upp deild með sérfræðingum til að líta eftir starfseminni. Þeir þyrftu fyrst að gangast undir eins árs þjálfun erlendis, í ríki þar sem herþotur eru starfræktar.

Vilja stagbrú yfir Ölfusána

Ný veglína Suðurlandsvegar og tvær útfærslur brúarstæðis yfir Ölfusá er nú í umhverfismati. Vegurinn verður færður norður fyrir Selfoss og ný brú byggð yfir Ölfusá. Tvær leiðir yfir ána eru í skoðun og tvær mismunandi tegundir af brúm.

Ólykt og slysagildrur í ársgömlum rústum

Brunarústir við Klapparstíg 17 hafa staðið óhreyfðar og óvarðar í rúmlega ár. Íbúar í nálægu húsi nota ónýtan húsgrunninn sem sorphaug og börn leika sér á svæðinu. Íbúar hafa ítrekað kvartað til borgaryfirvalda vegna málsins.

Gagnrýnir rammaáætlun

Sigmundur Einarsson jarðfræðingur gerir alvarlegar athugasemdir við rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, en niðurstöður annars áfanga voru kynntar á dögunum. Þar eru mögulegir virkjunarstaðir metnir og þeim gefin einkunn, meðal annars eftir náttúrufari.

Ísraelsstjórn vill byggja

AP Ráðherrar í ríkisstjórn Benjamins Netanjahú lýstu fullum stuðningi við hann í gær, þegar hann kom heim frá Bandaríkjunum. Þar hafði Barack Obama forseti reynt árangurslaust að fá hann til að stöðva áform um byggingar í austurhluta Jerúsalemborgar.

Umferð í grennd við gossvæðið gengur vel

Fjölmargir hafa lagt leið sína að eldstöðvunum í Fimmvörðuhálsi í kvöld, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Leiðin upp Fimmvörðuháls er opin fyrir göngufólk en umferð um Eyjafjallajökul og Þórsmörk er bönnuð. Að sögn lögreglu hefur umferðin um svæðið gengið afar vel og ekkert óvænt komið upp fyrir utan að bíll bilaði skammt frá gönguleiðinni um Fimmvörðuháls. Unnið er að koma bílnum til byggða.

Sigurvegarinn færður niður í fimmta sæti

Bæjarfulltrúinn Erling Ásgeirsson, sem fékk kosningu í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ í byrjun febrúar var færður niður í 5. sæti á fundi fulltrúaráðsins í kvöld. Áslaug Hulda Jónsdóttir sem hafnaði í 5. sæti var færð upp í 1. sætið. Tillaga í þessa veru var borin fram af Erling fyrir hönd þeirra sem hlutu bindandi kosningu í fimm efstu sæti listans, að fram kemur í tilkynningu. Í prófkjörinu röðuðust karlmenn í fjögur efstu sætin.

Baktjaldamakk í Ölfusi - bæjarstjórinn boðar sérframboð

„Það er klíka í baklandi Sjálfstæðisflokksins sem hefur ekki geta sætt sig við að ákveðinn meirihluti ráði. Það er hefð fyrir því að hér reyni ákveðnir höfðingjar úti í bæ að stjórna og þeir hafa greinilega tögl og haldir á þessum tveimur bæjarfulltrúum," segir Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi, sem í dag var sagt upp störfum sem bæjarstjóri. Hann boðar sérframboð í vor ásamt bæjarfulltrúanum Sigríði Láru Ásberg.

20% sjúkrarýma lokað í sumar

Sumarið 2010 verður dregið úr starfsemi Landspítala eins og mögulegt er. Á síðastliðnum árum hefur fjölmörgum legurýmum verið lokað eða breytt í dagrými. Nú eru um 691 legurými til ráðstöfunar á spítalanum auk 50 rýma á sjúkrahóteli. Í sumar verður rúmlega 20% þessara rýma lokað í áföngum á 12 vikna tímabili eða 146. Í fyrra var hlutfalið tæp 13% og 23,5% fyrir tveimur árum.

Ekkert nýtt í tillögum framsóknarmanna

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, segist fagna tillögum Framsóknarflokksins um þjóðarsátt. Aftur á móti sé ekkert nýtt að finna í þeim.

Vorhreinsun hefst í Reykjavík eftir helgi

Vorhreinsun í Reykjavík hefst á mánudag eftir helgi í miðborginni og hverfum borgarinnar í umsjón framkvæmda- og eignasviðs og umhverfis- og samgöngusviðs. Starfsmenn hverfastöðva hefjast þá handa við almenna hreinsun á rusli á opnum svæðum, trjám og trjábeðum í borgarlandinu auk þess sem starfsmenn verða ráðnir tímabundið til starfa vegna verkefnisins. Þetta kemur fram í bókun sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur lögðu fram í borgarráði fyrr í dag.

Framsóknarmenn kynntu tillögur sínar um þjóðarsátt

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður, kynntu í dag fulltrúum annarra flokka og framboða á Alþingi tillögur þingflokksins: „Þjóðarsátt 2010 samstaða um endurreisn“ sem kynnt var í gær.

Meirihlutinn í Ölfusi sprunginn

Tveir bæjarfulltrúar úr meirihluta Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu Ölfusi hafa gengið til liðs við minnihlutann og myndað nýjan meirihluta. Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins.

Hundruð fyrirtæki talin hafa greitt út ólögmætan arð

Grunur leikur á að hundruð fyrirtækja hafi greitt út ólögmætan arð sem nemur nokkrum milljörðum króna á undanförnum árum. Ólögmætar arðgreiðslur verða í flestum tilvikum skattlagðar sem launatekjur og beinist skattlagningin að þeim sem þær fengu. Skattyfirvöld hyggjast skoða arðgreiðslur fimm ár aftur í tímann.

Gríðarlegur áhugi á eldgosinu

Yfir hundrað manns hafa lagt leið sína að eldstöðvunum í Eyjafjallajökli í dag. Unnið er að því að setja upp aðstöðu í Fljótshlíð til að almenningur geti séð gosið þaðan.

Bein útsetning frá eldstöðvunum

Í fréttum Stöðvar 2 sem hefjast innan skamms verður bein útsending frá eldstöðvunum á Fimmvörðuhálsi. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður, er á staðnum og flytur sjónvarpsáhorfendum nýjustu tíðindi og myndir af gosinu. Hægt er að horfa á fréttatímann hér á Vísi.

Samfylkingin boðar til flokksstjórnarfundar

Flokksstjórn Samfylkingarinnar kemur saman næstkomandi laugardag á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Þetta er þriðji flokksstjórnarfundurinn frá kosningunum fyrir tæpu ári.

Lýst eftir stúlku sem hvarf frá Götusmiðjunni

Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Svövu Hrönn Þórarinsdóttur 16 ára til heimilis í Hafnarfirði. Svava hvarf frá Götusmiðjunni í Grímsnesi aðfaranótt föstudagsins 19. mars.

Alþingi fótum treður stjórnarskrána

Stjórnarskráin er fótum troðin af Alþingi, segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður vegna nýlegra laga sem samþykkt hafa verið og frumvarpa sem þingmenn hafa boðað.

Yukk sagði Bush á Haítí -myndband

Forsetarnir fyrrverandi George Bush og Bill Clinton hafa heimsótt Haítí til þess að stappa stálinu í heimamenn og fylgjast með hjálparstarfinu.

Segir slökkviliðsstjóra ekki geta lokað flugvellinum

Árni Birgisson, deildarstjóri yfir björgunarmálum hjá Flugstoðum segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóra á höfuðborgarsvæðinu, ekki hafa neina heimild til þess að loka flugvellinum líkt og hann hótar að gera á morgun. Ástæðan fyrir lokuninni að sögn Jóns Viðars er sú að slökkviliðsmenn á flugvellinum séu of fáir. Nú eru þeir tveir en Jón Viðar segir þá þurfa vera fjóra.

Stækka brjóst kvenna með sprengiefni

Breska leyniþjónustan hefur komist að því að læknar á vegum Al Kaida séu farnir að nota sprengiefni í stað silikons til að stækka brjóst kvenna.

Lóan er komin - sást í hádeginu

Það er staðfest. Fyrsta Lóan er komin en um hádegisbilið í dag heyrðist og sást til heiðlóu við Sílavík á Höfn.

Gosstöðvarnar sjást frá Hellisheiði

Ágætis skyggni er á Suðurlandi í dag og því líklegt að hægt sé að sjá til gossins á Fimmvörðuhálsi víða að. Samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni má Unnarssyni fréttamanni sést til gossins frá Hellisheiðinni. Þá sést á topp Eyjafjallajökuls frá Rangárvöllum.

Svindlarar herja á íslenska Facebook-notendur

Nígeríusvindlararnir alræmdu eru farnir að láta á sér kræla á ný en Hilmar Sigvaldsson fékk bréf frá Benjamin T. Dabrah frá Ghana í gegnum Facebook reikninginn sinn. Benjamin segist hafa undir höndum upplýsingar um háar fjárhæðir á reikningi manns sem ber sama föðurnafn og Hilmar. Sá maður á að hafa látist í jarðskjálfta í Kína og láti eftir sig mikið fé.

Eldur í ruslageymslu í Fannarfelli

Eldur kviknaði í ruslageymslu í Fannarfelli um hálfáttaleytið í morgun. Reyk lagði upp rör ruslatunnugeymslunnar og fór að mestu leyti út um túðu á þakinu. Einhvern reyk lagði inn í stigaganginn að sögn slökkviliðsmanna. Um minniháttar eld reyndist að ræða. Húsnæðið var reykræst en engar skemmdir urðu.

Gosið að kvöldlagi - myndir

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins tók meðfylgjandi myndir á Fimmvörðuhálsi um klukkan níu í gær. Vilhelm fékk far með þyrlu upp á hálsinn en gekk svo til baka. Eldgosið er ekki síður mikilfenglegt að kvöldlagi en í dagsbirtu eins og sjá má.

Ætlar að loka Reykjavíkurflugvelli vegna skorts á slökkviliðsmönnum

„Stjórnsýslukæran frestar ekki réttaráhrifum og því mögulegt að flugvellinum verði lokað komi ekki til úrbóta,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðstjórinn á höfuðborgarsvæðinu en hann hefur sent Flugstoðum bréf þar sem hann tilkynnir þeim að Reykjavíkurflugvelli verði lokað á morgun verði ekki fjölgað í liði slökkviliðsmanna á vellinum.

ECA bauð allt of lága leigu

Hernaðarfyrirtækið ECA programs bauð allt of lága leigu fyrir aðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Ekki stendur til að niðurgreiða starfsemi félagsins þar, af hálfu almennra flugfarþega.

Gylfi hundskammar ríkisstjórnina

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sakar ríkisstjórnina og einkum félagsmálaráðherra um að rjúfa áratuga langa sátt aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um samábyrgð á málefnum vinnumarkaðirins með stofnun Vinnumarkaðsstofnunar sem verður til með sameiningu Vinnumálastofnunar

Vilja banna kennitöluflakk

Þingmenn þriggja flokka lögðu fram á Alþingi í morgun frumvarp til þess að sporna við svokölluðu kennitöluflakki í rekstri fyrirtækja. Í greinagerð með frumvarpinu segir að tilgangur þess sé sá að slá varnagla við því að helstu eigendur og stjórnendur geti í skjóli takmarkaðrar ábyrgðar orðið uppvísir að því að keyra fyrirtæki sín í þrot ítrekað.

Icelandair semur við ÚTÓN um Airwaves hátíðina

Icelandair og Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, ÚTÓN, undirrituðu í dag samstarfssamning um rekstur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves til næstu fimm ára. ÚTÓN hefur samhliða þessu gert samning um að taka við allri starfsemi sem snýr að rekstri hátíðarinnar af fyrri rekstraraðila, Hr. Örlygi.

Wipeout batt enda á ferilinn

Danskur áhættuleikari og leikstjóri meiddist svo illa í dönsku útgáfunni af sjónvarpsþættinum Wipeout að leikferli hans er lokið.

Farþegafjöldi lækkaður um 136

Farþegafjöldi með Herjólfi verður lækkaður um 136 farþega í hverri ferð í sumar. Þá verður skipið látið sigla með minni olíubirgðir en áður, til að rista ekki of djúpt við Landeyjahöfn.

Flugumferðastjórar funda með viðsemjendum í dag

Fundur flugumferðarstjóra og viðsemjenda þeirra, sem eru Flugstoðir og Keflavíkurflugvöllur, hefst hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu. Fyrir tæpum hálfum mánuði frestuðu flugumferðastjórar verkfalli sem boðað hafði verið þar sem til stóð að setja lögbann á það. Flugumferðastjórar hafa ekki boðað til annars verkfalls.

Sjá næstu 50 fréttir