Fleiri fréttir

Vinsamlegur fundur með samgönguráðherra

„Þetta var vinsamlegur fundur. Við ræddum við ráðherrann og upplýstum hann um stöðu mála. Nú ræða fulltrúar Icelandair við hann,“ segir Kristján Kristinsson, formaður samninganefndar flugvirkja, sem fundaði með Kristjáni Möller, samgönguráðherra fyrr í dag um stöðu mála í kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Icelandair. Verkfall þeirra hefst næstkomandi mánudag hafi samningar ekki tekist.

Lýst eftir 15 ára gamalli stúlku

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Natalíu Rós Jósepsdóttur. Natalía strauk frá meðferðarheimilinu Stuðlum í gær ásamt tveimur öðrum stúlkum.

BSRB: Hótanir stjórnvalda mjög alvarlegar

Stjórn BSRB lítur það mjög alvarlegum augum að stjórnvöld skuli hafa haft uppi hótanir um að grípa inn í kjaradeilu flugumferðarstjóra með lagasetningu á löglega boðaðar verkfallsaðgerðir og brjóta þar með á grundvallarréttindum launafólks. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á stjórnarfundi BSRB í dag.

Flugfreyjurnar farnar

Síðasta tilraun til þess að miðla málum í kjaradeilu flugfreyja hjá British Airways runnu út í sandinn í dag. Þriggja daga verkfall hefst því á miðnætti.

Rafmagn komið á í Kópavogi

Viðgerð er lokið og rafmagn komið á eftir að bilun varð í háspennukerfi Orkuveitu Reykjavíkur í hádeginu sem olli rafmagnsleysi í hluta Kóra og Þinga í Kópavogi. Svokölluð Lögbergslína var úti og því var rafmagnslaust í Lækjarbotnum og þar um kring.

Flugvirkjar funda með samgönguráðherra

Samninganefnd Flugvirkjafélags Íslands settist klukkan tvö á fund í samgönguráðuneytinu með Kristjáni Möller, samgönguráðherra, til að fara yfir stöðuna í kjaradeilu félagsmanna sinna er starfa hjá Icelandair. Verkfall þeirra hefst næstkomandi mánudag hafi samningar ekki tekist.

Varasamt að fara í Bláa lónið

Danskur verkalýðsforkólfur á í nokkrum vanda eftir heimsókn í Bláa lónið á Íslandi. Danskir fjölmiðlar hafa upplýst um það sem þeir kalla lúxuslíf Sörens Fibigere Olesen.

Hvar er kúlan mín?

Þegar kaupsýslumaðurinn Hong Kee Siong sló golfkúlu út í tjörn á golfvelli í Malasíu rölti hann niður að tjörninni til þess að kíkja eftir henni.

Kennir hollenskum hommum um fjöldamorðin í Bosníu

Fyrrverandi hershöfðingi í Bandaríkjaher segir að Hollendingum hafi mistekist að koma í veg fyrir fjöldamorðin í Srebrenica á sínum tíma vegna þess að her landsins hafi veikst við það að hommum var hleypt í herinn. John Sheehan, sem meðal annars starfaði hjá NATO í Evrópu, lét þessi orð falla á fundi hjá hernum þar sem rætt var um hvort yfirlýstum hommum verði leyft að ganga í herinn. Ummælin hafa vakið mikla athygli og Hollendingar segja hershöfðingjann rugla.

Spara 100 milljónir í lyfjakostnað á tveimur mánuðum

Eitt hundrað milljónir króna hafa sparast í lyfjamálum á Landspítala á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2010 miðað við sömu mánuði árið áður. Þetta kemur fram í pistli Björns Zoëga, forstjóra á heimasíðu, spítalans.

Steinunn Valdís: Minntist aldrei á Geira í Goldfinger

„Líklega þarf nú að nefna fólk á nafn til að það geti kært aðra fyrir meiðyrði,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis, en Ásgeir Davíðsson, eigandi nektardansstaðarins Goldfinger, íhugar að kæra hana eftir að hún lét þau orð falla að nektardansstaðir hýstu oft mansal og skipulagða glæpastarfsemi.

Rafmagnslaust í hluta Kópavogs

Fyrir stundu varð bilun í háspennukerfi Orkuveitunnar sem veldur rafmagnsleysi í hluta Kóra og Þinga í Kópavogi. Svokölluð Lögbergslína er úti og því rafmagnslaust í Lækjarbotnum og þar um kring. Viðgerð er hafin og verður lokið svo fljótt sem unnt er, að fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur.

Frosin hindber innkölluð vegna gruns um nóróvírus

Aðföng hafa ákveðið að innkalla Euro Shopper hindber í 500 gramma pokum. Ákvörðun um þetta var tekin eftir að nóróvírus greindist í vörunni í Svíþjóð. Varan var í dreifingu í verslunum Bónus, Hagkaupa og 10-11 og hefur verið tekin úr sölu.

Líklegt að Jóna fái að afplána heima

Góðar líkur eru á því að Jóna Denný Sveinsdóttir, sem hefur verið í haldi lögreglunnar í Perú eftir að hún var tekinn með tvö kíló af kókaíni, geti afplánað refsidóm hér á Íslandi.

Tjáir sig ekki um lögbann á verkfall flugvirkja

Kristján L. Möller, samgönguráðherra, gefur ekkert uppi um hvort til greina komið að setja lög á verkfall flugvirkja sem hefjast á næst komandi mánudag hafi samningar ekki tekist. En flugvirkjar felldu nýgerðan kjarasamning sinn um mánaðamótin.

Ekkert samkomulag um makrílveiðar

Ekki náðist samkomulag um skiptingu heildarafla úr markílstofninum, á fundi strandríkja, sem lauk í Noregi í gær. Önnur ríki, sem eiga hagsmuna að gæta, reyna að afneita þeirri staðreynd að makríllinn er farinn að veiðast í stórum stíl við Íslandsstrendur.

Stjórnvöld gefa út handbók um kynjaða fjárlagagerð

Fjármálaráðuneytið hefur gefið út handbók undir yfirskriftinni „Kynjuð fjárlagagerð: handbók um framkvæmd“ sem ætlað er að varpa ljósi á aðferðafræði kynjaðrar fjárlagagerðar og vera þeim sem að fjárlagagerðinni koma til halds og traust. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð rík áhersla á kynjajafnrétti og er kynjuð fjárlagagerð ein leið að því marki, að fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.

Óttast að dóphagnaður fari í fyrirtækjakaup

Greiningardeild Ríkislögreglustjóra telur að hagnaði af fíkniefnaviðskiptum verði í auknum mæli varið til fjárfestinga þar sem verð áfasteignum, fyrirtækjum og ýmsum lausamunum hafi fallið mikið eftir bankahrunið.

Íbúar ánægðir með nýtt fimleikahús í Norðlingaholti

Hverfisráð Árbæjar fagnar samþykkt borgarráðs Reykjavíkur frá í gær að gengið verði til samninga um afnot af svokölluðu Mest-húsi í Norðlingaholti til að koma upp aðstöðu fyrir fimleika, aðrar íþróttir og frístundastarf fyrir börn og unglinga í austurhluta borgarinnar.

Bjarni vill ríkisstjórnina burt

Formaður Sjálfstæðisflokksins vill að ríkisstjórnin fari frá völdum. Hann segir að hún ráði ekki verkefnið sem hún eigi að sinna og þvælist bara fyrir. Nýleg skoðanakönnun sýni það.

Handtökur talíbana spilla viðræðum

Fyrrverandi erindreki Sameinuðu þjóðanna í Afganistan hefur harðlega gagnrýnt handtökur pakistanskra yfirvalda á háttsettum talíbönum. Norðmaðurinn Kai Eide segir í viðtali við BBC að handtökur undanfarinna vikna á háttsettum talíbönum hafi gjörsamlega eyðilagt allar samskiptaleiðir Sameinuðu þjóðanna við talíbana og spillt fyrir friðarviðræðum sem hafnar hefðu verið.

Enginn handtekinn vegna spellvirkja

Engin hefur enn verið handtekinn eða yfirheyrður vegna spellvirkjanna, sem unnin voru á fjarskiptamöstrunum í grennd við Veðurstofuna í fyrrinótt. Lögreglan leggur mikla áherslu á að upplýsa málið og er meðal annars að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum á bensínstöðvum, en bensín var í flöskunum tveimur, sem fundust ósprungnar á vettvangi.

Loftárásir á Gaza

Ísraelar gerðu í nótt árásir á Gaza ströndinni en áður hafði eldflaugum verið skotið á landnemabyggð í nágrenninu. Í eldflaugaárásinni lést ísraelskur bóndi en að sögn Hamas slösuðust þrír í loftárásunum.

Reynt að koma í veg fyrir verkfall

Samningaviðræður hófust á ný í gær á milli yfirmanna British Airways og starfsmanna fyrirtækisins. Viðræðurnar halda áfram í dag en yfirvofandi er verkfall sem gæti lamað félagið að mestu leyti.

Drambið leiddi til dauðarefsingar

Morðingin og áhugalögfræðingurinn Paul Powell var tekinn af lífi í Virginíu í Bandaríkjunum í gær. Powell drap unga konu og nauðgaði systur hennar árið 1999. Hann var handtekinn og fór saksóknarinn fram á dauðarefsingu. Dómarinn hafnaði því en dæmdi hann í fangelsi þess í stað.

Lokuðust inn í bankahvelfingu B5

Fimm menn lokuðust inni í bankahvelfingu í húsakynnum veitingastaðarins B-5 við Bankastræti í Reykjavík, þar sem Verslunarbankinn sálugi var til húsa á sínum tíma. Það var um þrjú leitið í nótt sem hurðin féll að stöfum og hrökk í lás. Fjórum tímum síðar sluppu þeir úr prísundinni.

Fundað í flugvirkjadeilu í dag

Flugvirkjar hjá Icelandair hafa verið boðaðir til samningafundar við vinnuveitendur hjá ríkissáttasemjara klukkan hálf ellefu, en ekkert mun hafa þokast í samkomulagsátt á sex klukkustunda löngum fundi deilenda í gær.

Hollendingar stoppa ekki aðildarviðræður

Hollendingar ætla ekki að koma í veg fyrir að Íslendingar geti hafið aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta var haft eftir hollenska utanríkisráðherranum í gær.

Fylgi stjórnarflokka fellur

Sjálfstæðisflokkurinn er á ný langstærsti stjórnmálaflokkur landsins, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi.

Niðurskurður krefst aðkomu siðfræðinga

„Næstu niðurskurðarskref, vegna ársins 2011, verða miklum mun erfiðari en það sem við höfum séð hingað til,“ sagði Álfheiður Ingadóttir í erindi á ráðstefnu um heilbrigðismál í gær og bætti við: „Þau munu krefjast mjög stífrar forgangsröðunar um það hverjir eiga að fá tiltekna þjónustu og hverjir ekki.“

Útflutningur á hval kærður til Interpol

Alþjóða dýraverndunarsjóðurinn (IFAW) hefur kært útflutning á hvalaafurðum frá Íslandi til þriggja landa til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), Alþjóðalögreglunnar (Interpol) og Alþjóða tollastofnunarinnar.

Fljótandi amfetamín fannst í farangrinum

Tveir menn sitja nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við innflutning nær eins lítra af fljótandi amfetamíni til landsins. Samkvæmt útreikningum sem gerðir hafa verið hefði efnið skilað tæpum sex kílóum af amfetamíni í neyslupakkningar á götuna, að því er upplýsingar Fréttablaðsins herma.

Nauðgaði og átti barnaklám

Ríkissaksóknari hefur ákært fésbókarmanninn svokallaða fyrir ýmis brot, þar á meðal gróf kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum, sem hann komst í kynni við á Facebook.

Urgur er í stjórnarliðum vegna E.C.A.

„Þetta er algjörlega forkastanlegt," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um hugmyndir um hernaðarfyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. Samflokksmenn hennar, Björgvin G. Sigurðsson og Róbert Marshall, hafa lýst sig fylgjandi hugmyndinni.

Formannsskipti og málefnastarf

Landsþing Frjálslynda flokksins verður sett á Hótel Cabin í Reykjavík síðdegis. Um hundrað eru skráðir til þingsins sem ber yfirskriftina: Þjóðin þarf heiðarleika og réttlæti á erfiðum tímum.

Var með 600 grömm af kókaíni innvortis

Sextugur karlmaður situr nú í gæsluvarðhaldi til 7. apríl eftir að hann var handtekinn við komuna til landsins í síðustu viku með rúmlega 600 grömm af kókaíni innvortis.

Tali skýrar um álversstækkun

Bæjarráð Hafnar­fjarðar telur Alcan á Íslandi enn ekki hafa skýrt nægilega vel vilja sinn vegna áformaðrar endurtekningar á íbúakosningu um stækkun álversins í Straumsvík.

Tilbúin í kosningar í maí

Framboðslisti Vinstri grænna í Reykjavík var samþykktur samhljóða á félagsfundi í gær. Efstu sex sætin réðust í forvali sem fram fór í byrjun febrúar. Kosið verður 29. maí.

Fundu stera og amfetamín

Lögreglan lagði hald á talsvert magn fíkniefna í Kópavogi og Hafnarfirði í fyrrakvöld. Í fjölbýlishúsi í Kópavogi fann lögregla um 300 grömm af maríjúana. Einn íbúanna, karlmaður á þrítugsaldri, játaði aðild sína að málinu.

Bretar taka þátt í hersýningu

Rússnesk stjórnvöld hafa boðið breskum, frönskum og bandarískum hermönnum að taka þátt í hátíðahöldum á Rauða torginu í Moskvu 9. maí, þegar 65 ár verða liðin frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar.

Þrír í fangelsi fyrir skiltisstuld

Þrír Pólverjar, sem tóku þátt í að ræna skiltinu af hliði útrýmingarbúða nasista í Auschwitz, hafa verið dæmdir í 18 til 30 mánaða fangelsi. Tveir þeirra eru bræður.

Kjósa um sameiningu um helgina

Íbúar Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps í Eyjafirði kjósa á laugardag um hvort sameina skuli sveitarfélögin tvö.

Skýrslan gæti tafið Icesave

Ekki hefur enn verið boðaður fundur samninganefnda Íslands, Bretlands og Hollands um Icesave, en nefndirnar hafa ekki hist síðan 5. mars, daginn fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Fulltrúar nefndanna hafa þó átt í samskiptum sín á milli.

Vonbrigði með lagasetninguna

Samtök evrópskra flugumferðarstjóra hafa lýst yfir vonbrigðum með þau áform ríkis­stjórnarinnar að setja lög gegn hugsanlegu verkfalli flugumferðarstjóra. Í bréfi sem samtökin sendu forsætisráðherra er fullyrt að þetta brjóti gegn Evrópusáttmála um mannréttindi og minnt á að verkfallsréttur sé verndaður af alþjóðlegum lögum.

Sjá næstu 50 fréttir