Erlent

Hvar er kúlan mín?

Óli Tynes skrifar
Ég elska golfleikara. Með frönskum.
Ég elska golfleikara. Með frönskum.

Þegar kaupsýslumaðurinn Hong Kee Siong sló golfkúlu út í tjörn á golfvelli í Malasíu rölti hann niður að tjörninni til þess að kíkja eftir henni.

Hann taldi sig sjá eitthvað rétt hjá bakkanum og steig út á trjádrumb til þess að sjá betur. Trjádrumburinn reyndist hinsvegar vera fimm metra langur krókódíll sem tók þessum átroðningi illa.

Hann snarsneri sér við og beit Hong í löppina. Hong tók ÞVÍ fremur illa og barði króksa í hausinn af alefli með gulfkylfu sinni.

Króksa brá svo að hann sleppti takinu og skildi þar með þeim. Löppinni á Hong var tjaslað saman með 38 saumsporum.

En það sem honum þótti sárara var að fólki þótti þetta óskaplega fyndið og gamansögur um Hong gengu um alla golfvelli Malasíu.

Hann fór því í mál við golfklúbbinn og nú loks seks árum eftir atburðinn hefur hann fengið plástur á sár sálar sinnar. Eina komma sex milljónir króna í skaðabætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×