Fleiri fréttir

Össur farinn til Þýskalands

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hélt til Þýskalands í morgun til fundar við þarlenda ráðamenn. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu mun Össur meðal annars funda með Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, um Icesave, Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Össur snýr aftur heim á morgun.

Enn fundað í London

Samninganefnd Íslands í Icesave málinu fundar með Bretum í Lundúnum í dag. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir það í gær að nefndin legði fram nýtt tilboð í málinu.

Segir morðingja Bulgers eiga heima í fangelsi

Móðir James litla Bulgers, sem var aðeins tveggja ára gamall þegar að hann var myrtur í Liverpool árið 1993, segir að morðingi hans sé kominn á þann stað þar sem hann eigi helst heima.

Ætlaði að stökkva fram af brú

Kona á þrítugsaldri stillti sér upp á brú á mótum Miklubrautar og Hringbrautar í Reykjavík í morgun og hugðist kasta sér fram af.

Ramos kveður klakann á föstudag

Brasilíski lýtalæknirinn Hosmany Ramos sem setið hefur í varðhaldi hér á landi frá því í ágúst á síðasta ári er loks á heimleið. Hann mun fljúga áleiðis til Brasilíu á föstudaginn kemur að sögn Smára Sigurðssonar hjá Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. Brasilískir lögreglumenn sem munu fylgja honum koma til landsins í kvöld.

Andlát: Jón Hnefill Aðalsteinsson

Jón Hnefill Aðalsteinsson andaðist í dag, 2. mars 2010, 82 ára að aldri, á heimili sínu að Dalbraut 27 í Reykjavík. Jón Hnefill var fyrstur Íslendinga prófessor í þjóðfræði og eftir hann liggja mörg rit, greinar og fyrirlestrar um efnið auk ritsmíða um skáldleg efni og trúarleg, en hann var einnig guðfræðingur.

Fleiri konur en karlar kusu

Kosningaþátttaka kvenna var meiri en karla í síðustu alþingiskosningum. Um 85,8% kvenna kusu en um 84,5% karla. Þetta kemur fram í nýjum Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Þar segir að í alþingiskosningunum sem fram fóru þann 25 apríl í fyrra hafi 227. 843 verið á kjörskrá. Af þeim hafi 193.975 greitt atkvæði en það nemur 85,1% atkvæða.

Saksóknari efnahagsbrota vill í dómarastólinn

Helgi Magnús Gunnarsson, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, er á meðal umsækjenda um stöðu héraðsdómara. Nöfn umsækjenda voru birt í gær en í tilkynningu kemur fram að 37 sóttu um embættin.

Innbrotsþjófur á hjóli

Brotist var inn í veitingastað í miðborginni undir morgun og komst þjófurinn undan á reiðhjóli. Lögregla hafði hinsvegar uppi á honum nokkru síðar og er nú verið að yfirheyra hann.-

Peningum handa hungruðum varið í striðsrekstur

Komið hefur í ljós að milljónum bandaríkjadala, sem átti að verja til hjálpar hungruðum heimi í Eþíópíu um miðjan níunda áratug síðustu aldar, var varið í vopnakaup. Þetta fullyrðir fréttastofa BBC.

Campbell sleppur við kæru

Lögreglan í New York segir að bílstjóri ofurfyrirsætunnar Naomi Campbell ætli ekki að kæra hana þrátt fyrir að hafa sakað hana um að lemja sig.

Töluvert tjón í eldsvoða í Hveragerði

Töluvert tjón varð þegar eldur kviknaði í þúsund fermetra iðnaðarhúsnæði í Hveragerði um eitt leitið í nótt. Öryggisvörður, sem átti leið hjá, fann reykjarlykt frá húsinu og kallaði á slökkvilið og var húsið fullt af reyk þegar það kom á vettvang og mikill hiti var orðinn þar innandyra.

Ráðist á leigubílstjóra

Ráðist var á leigubílstjóra í austurborginni undir morgun og gerð tilraun til að ræna hann. Bílstjórinn slapp nær ómeiddur og gat gefið greinagóða lýsingu á árásarmanninum, sem leiddi til þess að hann var handtekinn skömmu síðar. Hann á afbrotaferil að baki.

Clinton kom færandi hendi til Chile

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, færði stjórnvöldum í Chile 25 gervihnattasíma að gjöf í örstuttri heimsókn sinni til landsins í gær. Hún hét jafnframt enn frekari stuðningi við landið.

Morðingi Bulgers litla aftur í steininn

Jon Venables, sem dæmdur var fyrir að myrða hinn tveggja ára gamla James Bulger árið 1993, hefur verið handtekinn að nýju. Hann er grunaður um að hafa rofið skilorð.

Barnaverndayfirvöld hafa afskipti af börnum Jacksons

Barnaverndayfirvöld í Los Angeles ætla að kanna aðstæður hjá fjölskyldu Michaels Jacksons heitins. Grunur leikur á að Jaafar Jackson, þrettán ára bróðursonur Michaels, hafi ógnað sonum Michaels með rafbyssu í síðustu viku.

Þrjár úðamyndir í undirgöng

Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að úða með úðabrúsum á vegg í undirgöngum undir Miklubraut við Lönguhlíð í Reykjavík.

Reynt að funda um nýjan samning í dag

Bretar og Hollendingar fóru í gær yfir tilboð Íslendinga um nýja lausn á Icesave. Tveir fundir voru með íslensku sendinefndinni sem er ytra. Hún er þar enn og er reiknað með frekari samtölum í dag. Óvíst er hvort um formlega fundi verður að ræða. Ákvörðun um heimför nefndarinnar bíður viðbragðanna.

Segir KFC vera kærkomna viðbót í bæinn

Skipulagsnefnd Akureyrar frestaði afgreiðslu erindis þar sem farið var fram á lóð til handa skyndibitastaðnum KFC í bænum vegna þess að ónógar upplýsingar fylgdu erindinu. Í yfirlýsingu sem Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri Akureyrar, sendi Fréttablaðinu kemur jafnframt fram að skipulagsstjóra bæjarins hafi verið falið að afla frekari upplýsinga.

Kallar skilanefndir fyrir

Efnahags- og skattanefnd Alþingis hyggst kalla skilanefndir bankanna til fundar við sig á föstudag og ræða samskipti þeirra við skattrannsóknarstjóra.

Vill setja skuldsett félög í þrot

„Við tryggjum ekki atvinnu og velferð í landinu nema við hættum að tipla á tánum í kringum kröfuhafa og útrásarvíkinga," sagði Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, í umræðum á Alþingi í gær.

Allt fullt af síld í Grundarfirði

Allt er nú fullt af síld í Grundarfirði, að sögn vestlenska fréttablaðsins Skessuhorns. Telja heimildarmenn blaðsins að allt að hálf milljón tonn af síld sé þar að finna.

Ölvaður á hesti hrækti á löggu

Ríkissaksóknari hefur ákært rúmlega tvítugan mann fyrir að vera drukkinn á hesti og hrækja síðan á lögregluvarðstjóra.

Áhrif á íslenska heilbrigðiskerfið metin

Meta þarf hvort og þá hvaða áhrif starfsemi einkarekins spítala á Ásbrú (gamla varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli) hefur á íslenska heilbrigðiskerfið. Þetta segir Geir Gunnlaugsson landlæknir.

Leita botnfisks á 600 stöðum

Vorrall Hafrannsóknastofnunar, eins og stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum er jafnan kölluð, hófst síðustu helgina í febrúar og stendur yfir næstu þrjár vikurnar. Fimm skip taka þátt í verkefninu: þrjú togskip auk rannsóknaskipa Hafró. Alls verður togað á um 600 stöðvum vítt og breitt á landgrunninu á 20 til 500 metra dýpi.

Starfsmönnum deildarinnar ekki fjölgað

Aðeins var brugðist við einni af fjórum ábendingum sem Ríkisendurskoðun gerði vegna starfsemi efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra (RLS) í stjórnsýsluúttekt árið 2006, samkvæmt eftirfylgni stofnunarinnar sem upplýst var um í gær.

Sjálfstraust atvinnulausra byggt upp

Virkir og óvirkir atvinnuleitendur eru leiddir saman í nýju verkefni Rauða krossins sem ber heitið Félagsvinir atvinnuleitenda. Markmið verkefnisins er að virkja þá sem hafa verið atvinnulausir lengi.

Þarf ekki að skerða þjónustu

Strætó bs. hagnaðist um 296 milljónir króna á síðasta ári eftir fjármagnsliði. Verulegur viðsnúningur hefur orðið á neikvæðri stöðu eigin fjár, samkvæmt tilkynningu á vef fyrirtækisins.

Flóðbylgjur skullu á strandbyggðunum

Svo virðist sem dregið hafi verulega úr gripdeildum í Concepcion í Chile, næststærstu borg landsins, en hún varð einna verst úti í jarðskjálftanum á laugardag.

Domus og hótel áfram óafgreitt

Afgreiðslu leyfa fyrir tvær umdeildar framkvæmdir á Heilsuverndarreitnum við Barónsstíg og Egilsgötu var frestað á síðasta fundi skipulagsráðs Reykjavíkur.

Fékk fjórar milljónir í framlög vegna prófkjörs

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk alls fjórar milljónir og 250 þúsund krónur í framlög vegna prófkjörs fyrir alþingiskosningarnar 2007, þar af hálfa milljón króna frá Baugi Group ehf. Önnur framlög lögaðila námu 2.750.000 krónum, undir hálfri milljón hvert og eitt. Ein milljón kom frá einstaklingum. Ragnheiður reiddi svo fram tæpar 2,5 milljónir úr eigin vasa.

Kosið um breytingu á lögum

Í fyrsta skipti á lýðveldistímanum gefst þjóðinni færi á að kjósa um tiltekið mál í beinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Málið sem liggur fyrir er hvort lög um breytingar á lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave taki gildi.

Umfjöllun erlendis skilar ferðamönnum

Alls komu 3.600 gestir í Upplýsingamiðstöð ferðamanna vikuna 14. til 20. febrúar síðastliðinn. Þetta er um 25 prósent fjölgun miðað við venjulega febrúarviku samkvæmt upplýsingum frá Höfuðborgarstofu.

Ísland sett í öndvegi í Mílanó

Ljósmyndir frá Íslandi prýða nú eina fjölförnustu göngugötu Mílanóborgar, Corso Vittorio Emanuele. Ljósmyndasýningin var opnuð á Íslandsdegi í Mílanó síðastliðinn föstudag, af þeim Kristjáni L. Möller samgönguráðherra og Massimiliano Orsatti, yfirmanni markaðs- og ferðamála borgarinnar.

Eftirlitsnefnd sveitarfélaga fær upplýsingar

Frumvarp sem veitir eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga skýra heimild til að kalla eftir ársfjórðungslegum reikningsskilum frá sveitarfélögum var samþykkt í ríkisstjórn í gær.

Icesave varðar við lög og rétt

„Icesave-deilan varðar lög og rétt,“ segir í tilkynningu nýrra samtaka sem nefnast Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave.

Ekki þvælast fyrir framkvæmdum

Þingmenn stjórnarandstöðunnar hentu á lofti yfirlýsingu stjórnarþingmannsins Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Samfylkingu, um að atvinnuleysið í landinu væri „áfellisdómur yfir stjórnvöldum þessa lands“.

Of langt liðið frá skjálftanum

Alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður ekki send á skjálftasvæðið í Chile. Ástæðan er sú að of langt er liðið frá skjálftanum og fjarlægðir miklar, samkvæmt tilkynningu á heimasíðu Landsbjargar.

Segir fjöldamorð uppspuna

Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, segir að fjöldamorðin í Srebrenica og 44 mánaða umsátur um borgina Sarajevo séu einber uppspuni. Allur málatilbúnaður á hendur sér vegna stríðsglæpa sé byggður á fölsunum.

52.000 króna útgjöld á ári

Venjuleg fjölskylda þarf 100.000 króna heildartekjur til að standa undir hækkunum á bensínverði undanfarið ár. Þetta staðhæfði Ásbjörn Óttarsson, Sjálfstæðisflokki, á Alþingi í gær.

Sjá næstu 50 fréttir