Erlent

Staða Grikklands lýsir stríðsástandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forsætisráðherra Grikklands heitir því að grynnka á gríðarlegum skuldum ríkisins. Mynd/ AFP.
Forsætisráðherra Grikklands heitir því að grynnka á gríðarlegum skuldum ríkisins. Mynd/ AFP.
Gríski forsætisráðherrann, George Papandreou, segir að staða ríkissjóðs Grikklands sé eins og að stríðsástand vari.

Hann sagði að verulegar líkur væru á gjaldþroti Grikklands ef ekki væri gripið til umfangsmikilla aðgerða til þess að niðurgreiða skuldir. Þær nema núna 52 þúsund milljörðum íslenskra króna.

Stjórnvöld í Grikklandi hafa heitið því að minnka fjárlagahalla ríkissjóðs úr 12,7% í 8,7% á þessu ári og greiða af skuldunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×