Erlent

Barnaverndayfirvöld hafa afskipti af börnum Jacksons

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eldri sonur Michaels Jackson ásamt systur sinni. Mynd/ AFP.
Eldri sonur Michaels Jackson ásamt systur sinni. Mynd/ AFP.
Barnaverndayfirvöld í Los Angeles ætla að kanna aðstæður hjá fjölskyldu Michaels Jacksons heitins. Grunur leikur á að Jaafar Jackson, þrettán ára bróðursonur Michaels, hafi ógnað sonum Michaels með rafbyssu í síðustu viku.

Eftir því sem slúðurblaðið TMZ greinir frá er talið að Jaafar hafi miðað rafbyssunni að báðum sonum Michaels með byssunni. Í yfirlýsingu sem amma barnanna sendi fjölmiðlum segir að Jaafar hafi keypt byssuna á Internetinu. Hann hafi hins vegar ekki miðað henni að hinum krökkunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×