Innlent

Íslendingur tekur þátt í starfi SÞ á Komoróeyjum

Freysteinn Sigmundsson
Freysteinn Sigmundsson
Jarðfræðingurinn Freysteinn Sigmundsson, er nú staddur á Komoróeyjum í sundinu milli Madagaskar og Afríku þar sem hann tekur þátt í að meta hættur af eldvirkni og viðbrögð við þeim.

Freysteinn er einn meðlima sem Slysavarnafélagið Landsbjörg leggur til í UNDAC en það er viðbragðsteymi Sameinuðu þjóðanna sem metur áhrif hamfara og samhæfir viðbrögð alþjóðasamfélagsins við þeim.

Slysavarnafélagið Landsbjörg, í samvinnu við utanríkisráðuneytið, er virkur þátttakandi í teyminu og á undanförnum árum hafa nokkrir meðlimir félagsins hlotið sérstaka þjálfun til að starfa í þessum hópi og farið í leiðangra á hans vegum í kjölfar náttúruhamfara.

Nú tekur Slysavarnafélagið Landsbjörg í fyrsta sinn þátt í UNDAC leiðangri þar sem á að undirbúa samfélag fyrir náttúruhamfarir áður en þær gerast. Slíkt er gert í fátækum löndum þar sem Sameinuðu þjóðirnar eru með hjálparstarf, samkvæmt beiðni frá yfirvöldum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×