Andlát: Jón Hnefill Aðalsteinsson 3. mars 2010 10:24 MYND/Anton Brink Jón Hnefill Aðalsteinsson andaðist í dag, 2. mars 2010, 82 ára að aldri, á heimili sínu að Dalbraut 27 í Reykjavík. Jón Hnefill var fyrstur Íslendinga prófessor í þjóðfræði og eftir hann liggja mörg rit, greinar og fyrirlestrar um efnið auk ritsmíða um skáldleg efni og trúarleg, en hann var einnig guðfræðingur. Jón Hnefill fæddist 29. mars 1927 að Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, sonur Ingibjargar Jónsdóttur húsmóður og Aðalsteins Jónssonar bónda. Hann var kvæntur Svövu Jakobsdóttur rithöfundi, en hún lést árið 2004. Barn þeirra er Jakob S. leikhúsfræðingur, en börn Jóns fyrir hjónaband eru Kristján Jóhann, dósent í íslenskum bókmenntum við HÍ og Örlygur Hnefill lögmaður. Jón Hnefill var stúdent frá MA árið 1948, lauk fil.kand. prófi í trúarbragðasögu, trúarlífssálfræði og heimspeki frá Stokkhólmsháskóla 1958, því næst cand.theol. frá HÍ 1960, fil.lic. í þjóðfræði frá Uppsalaháskóla 1966 og fil.dr. frá sama skóla 1979. Árið 1983 til 1984 var hann Honorary Research Fellow við University College í London. Starfsferill hans var að sama skapi fjölbreyttur. Hann var um skeið blaðamaður á Morgunblaðinu, sóknarprestur í Eskifjarðarprestakalli, skólastjóri Iðnskólans á Eskifirði og kennari við unglingaskólann þar, gagnfræðaskólakennari í Reykjavík og menntaskólakennari í MH, stundakennari við guðfræðideild HÍ auk heimspekideildar og félagsvísindadeildar, stundakennari við Tækniskóla Íslands, Leiklistarskóla Íslands og Þroskaþjálfaskóla Íslands, dósent í þjóðfræði við HÍ og loks prófessor. Hann lét enn fremur félagsstörf til sín taka, bæði í námi og á starfsvettangi sínum en einnig í stjórnmálum, fulltrúi Vöku í Stúdentaráði HÍ og formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi, formaður Þjóðfræðafélags Íslendinga, Sagnfræðingafélags Íslands, Félags menntaskólakennara og Hins íslenska kennarafélags, og sat í stjórn norrænna samtaka kennara og Átthagasamtaka Héraðsmanna, svo að það helsta sé nefnt. Meðal rita Jóns Hnefils má nefna Kristnitökuna á Íslandi 1971, Under the Cloak, doktorsritgerð hans, 1978, og Þjóðtrú og þjóðfræði 1985, en auk þess annaðist hann, einn eða í félagi við aðra, fjölda þýðinga úr erlendum tungum, t.a.m. á Frelsinu eftir John Stuart Mill. Síðasta rit Jóns Hnefils var "Hið mystíska X", er kom út á síðasta ári. Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Sjá meira
Jón Hnefill Aðalsteinsson andaðist í dag, 2. mars 2010, 82 ára að aldri, á heimili sínu að Dalbraut 27 í Reykjavík. Jón Hnefill var fyrstur Íslendinga prófessor í þjóðfræði og eftir hann liggja mörg rit, greinar og fyrirlestrar um efnið auk ritsmíða um skáldleg efni og trúarleg, en hann var einnig guðfræðingur. Jón Hnefill fæddist 29. mars 1927 að Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, sonur Ingibjargar Jónsdóttur húsmóður og Aðalsteins Jónssonar bónda. Hann var kvæntur Svövu Jakobsdóttur rithöfundi, en hún lést árið 2004. Barn þeirra er Jakob S. leikhúsfræðingur, en börn Jóns fyrir hjónaband eru Kristján Jóhann, dósent í íslenskum bókmenntum við HÍ og Örlygur Hnefill lögmaður. Jón Hnefill var stúdent frá MA árið 1948, lauk fil.kand. prófi í trúarbragðasögu, trúarlífssálfræði og heimspeki frá Stokkhólmsháskóla 1958, því næst cand.theol. frá HÍ 1960, fil.lic. í þjóðfræði frá Uppsalaháskóla 1966 og fil.dr. frá sama skóla 1979. Árið 1983 til 1984 var hann Honorary Research Fellow við University College í London. Starfsferill hans var að sama skapi fjölbreyttur. Hann var um skeið blaðamaður á Morgunblaðinu, sóknarprestur í Eskifjarðarprestakalli, skólastjóri Iðnskólans á Eskifirði og kennari við unglingaskólann þar, gagnfræðaskólakennari í Reykjavík og menntaskólakennari í MH, stundakennari við guðfræðideild HÍ auk heimspekideildar og félagsvísindadeildar, stundakennari við Tækniskóla Íslands, Leiklistarskóla Íslands og Þroskaþjálfaskóla Íslands, dósent í þjóðfræði við HÍ og loks prófessor. Hann lét enn fremur félagsstörf til sín taka, bæði í námi og á starfsvettangi sínum en einnig í stjórnmálum, fulltrúi Vöku í Stúdentaráði HÍ og formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi, formaður Þjóðfræðafélags Íslendinga, Sagnfræðingafélags Íslands, Félags menntaskólakennara og Hins íslenska kennarafélags, og sat í stjórn norrænna samtaka kennara og Átthagasamtaka Héraðsmanna, svo að það helsta sé nefnt. Meðal rita Jóns Hnefils má nefna Kristnitökuna á Íslandi 1971, Under the Cloak, doktorsritgerð hans, 1978, og Þjóðtrú og þjóðfræði 1985, en auk þess annaðist hann, einn eða í félagi við aðra, fjölda þýðinga úr erlendum tungum, t.a.m. á Frelsinu eftir John Stuart Mill. Síðasta rit Jóns Hnefils var "Hið mystíska X", er kom út á síðasta ári.
Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Sjá meira