Erlent

Clinton kom færandi hendi til Chile

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hillary Clinton var ekki tómhent við komuna til Chile. Mynd/ AFP.
Hillary Clinton var ekki tómhent við komuna til Chile. Mynd/ AFP.
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, færði stjórnvöldum í Chile 25 gervihnattasíma að gjöf í örstuttri heimsókn sinni til landsins í gær. Hún hét jafnframt enn frekari stuðningi við landið.

Clinton kom ekki nærri þeim svæðum sem urðu verst úti í skjálftanum á laugardaginn heldur varði hún mestum tíma heimsóknar sinnar á flugvellinum.

Símasamband fór úr skorðum í skjálftanum og því er ljóst að gervihnattasímar koma sér vel þar sem fastlínusímar og venjulegir farsímar virka ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×