Erlent

Hraðskreiðustu lestir heims teknar í gagnið

Kínverjar hafa tekið í notkun hraðskreiðustu lestar í heiminum. Lestin nær 193 kílómetra hraða aðeins einni mínútu eftir að hún hefur lagt af stað. Meðalhraðinn er 354 kílómetrar á klukkustund og við prófanir náði lestin mest 402 kílómetra hraða á klukkustund.

Væri lestin á Bretlandseyjum tæki ferðin frá London til Edinborgar í Skotlandi aðeins þrjá tíma fram og til baka. Slík ferð tæki í dag um ellefu klukkustundir með venjulegri lest. Lestarnar eru teknar í gagnið rétt í þann mund sem Kínverjar fagna nýju ári en það er mikill ferðamannatími þar í landi.

Um fimm milljónir Kínverja ferðast með lestum á hverjum einasta degi um það leyti sem nýja árið gengur í garð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×