Erlent

Fastur í skíðalyftu í sex tíma

Það var kalt á toppnum þar sem maðurinn þurfti að hýrast klukkutímum saman.
Það var kalt á toppnum þar sem maðurinn þurfti að hýrast klukkutímum saman. MYND/AP

Þýskur skíðamaður liggur nú á sjúkrahúsi í Austurríki með ofkælingu eftir að hann festist í skíðalyftu í austurrísku Ölpunum í nótt. Maðurinn hafði farið í lyftuna á toppi fjallsins tuttugu mínútum eftir að skíðasvæðinu var lokað til þess að komast niður af fjallinu.

Lyftan var enn í gangi vegna viðhalds en nokkrum mínútum síðar stöðvaðist hún og skíðagarpurinn því strand. Starfsmenn svæðisins héldu heim á leið og þurfti maðurinn að hýrast í stólnum í sex tíma.

Björgunarsveitarmaður á snjósleða fann loks manninn eftir að vinur hans hafði tilkynnt um að hann hafði ekki skilað sér heim um kvöldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×