Fleiri fréttir

100 milljarðar í Helguvík

Framkvæmdir við álver í Helguvík standa undir 100 milljörðum af þeirri 265 milljarða króna fjárfestingu í raforkumannvirkjum og orkufrekum iðnaði, sem stefnt er að í ár og næstu þrjú ár.

Saga mistaka og fordóma

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra bað heyrnarlausa afsökunar á langri sögu „mistaka, fordóma og forræðishyggju“ sem einkennt hefði viðhorf stjórnvalda til heyrnarlausra um áratugaskeið.

Enn óvissa með útgáfu skýrslu

Allsendis er óvíst hvort skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kemur út í þessum mánuði. Upphaflega átti hún að koma út 1. febrúar, en því var frestað og sagt að hún kæmi út fyrir mánaðamótin.

Aukið aðgengi fyrir borgarbúa

Skipa á sérstakan starfshóp til að skilgreina hlutverk Höfða í framtíðinni. Er þetta gert í kjölfar endurbóta á húsinu eftir brunann sem þar varð í september síðastliðnum. Talið er nauðsynlegt að endurskoða notkun Höfða og huga almennt að húsinu og umhverfi þess eins og segir í tillögu frá forsætisnefnd sem borgarráð samþykkti. „Sérstaklega hefur verið rætt um mikilvægi þess að opna húsið enn frekar fyrir almenningi,“ segir í tillögunni. Formaður starfshópsins verður Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar. - gar

Starfsmönnum LSH fækkar

Starfsmönnum á Landspítalanum hefur fækkað um 350 á síðustu misserum og eru þeir nú 4.600 talsins. Á síðasta ári fækkaði dagvinnustöðugildum á spítalanum um 202 og eru nú 3.650 alls.

Skorað á Natóher að hlífa borgurum

Afganistan, AP Öldungar í þorpinu Marjah í Helmand-héraði í Afganistan skora á hersveitir Natóríkjanna að hlífa almennum borgurum þegar stór árás verður gerð á þorpið.

Frjálslyndir fá styrk frá borg

Reykjavíkurborg greiðir hér eftir Frjálslynda flokknum árlegan styrk en ekki Borgarmálafélagi F-lista Ólafs F. Magnússonar, sem var kjörinn fulltrúi F-lista, framboðs frjálslyndra og fleiri.

Síbrotamaður í gæslu dæmdur

Karlmaður sem situr í gæsluvarðhaldi vegna síbrota hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, þar af tvo á skilorði, fyrir fjölmarga þjófnaði, húsbrot, eignaspjöll, líkamsárás og fleiri sakir.

Enn í kór eftir tæp áttatíu ár

Hafnfirðingurinn og söngfuglinn Páll Þorleifsson fagnar hundrað ára afmæli í dag. Páll, sem þekktur er í Hafnarfirði sem húsvörður í Flensborg, hefur sungið samfleytt með kórum í 77 ár, fyrst á Héraðsskólanum á Laugarvatni en frá 1933 með karlakórnum Þröstum í Hafnarfirði.

Kaþólskir biðja með vúdúfólki

Haítí, AP Leiðtogar beggja opinberu trúarbragðanna á Haítí, biskup kaþólskra og æðstiprestur vúdú­manna, báðir hvítklæddir, tóku þátt í sameiginlegri bænastund með prestum mótmælenda í höfuðborginni Port-au-Prince í gær.

Borgin kallar á fyllri skýringar

Skipulagsráð Reykjavíkur frestaði á fundi á miðvikudag að afgreiða fyrirspurn Álftavatns ehf. um það hvort leyft yrði að innrétta hótel í Heilsuverndarstöðinni á Barónsstíg. Ráðið vill að Álftavatn leggi fram nánari gögn, meðal annars greinargerð vegna reksturs hótels þar sem fram komi á hvaða hátt þurfi að breyta húsinu og hver fjöldi hótelherbergja verður.

Dapurt á gulldepluveiðum

„Það má sennilega best orða þetta með því að segja að það er ákaflega rólegt yfir þessum veiðum. Við drögum trollið allan daginn og megum þakka fyrir að ná 100 tonna afla. Í gær fengum við reyndar ekki nema 60 tonn og það er ekki viðunandi árangur,“ sagði Arnþór Hjörleifsson, skipstjóri á Lundey NS, í viðtali á heimasíðu HB Granda.

Jafnar sig eftir hjartaþræðingu

Bandaríkin, AP Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er sagður vera við góða heilsu eftir að hafa þurft að gangast undir hjartaþræðingu á sjúkrahúsi í New York.

Bíleigandi sýknaður af kröfum Lýsingar

Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing tapaði í dag máli í héraðsdómi sem það höfðaði gegn viðskiptavini sem gert hafði kaupleigusamning við fyrirtækið. Samningurinn að hluta til í erlendri mynt með gengistryggingu og krafðist Lýsing þess að maðurinn greiddi fyrirtækinu rúmar 466 þúsund krónur auk dráttarvaxta en stefndi taldi að samningurinn sem gerður var í upphafi hafi verið ólögmætur.

Þrír létust í skotárás í háskólanum í Alabama

Þrír létust og einn særðist í skotárás sem gerð var í háskólanum í Alabama í Bandaríkjunum í kvöld. Þetta er enn ein skotárásin af þessum toga í landinu síðustu misserin en í þessu tilviki var árásarmaðurinn kona. Lögregla náði henni á lífi og er hún í varðhaldi að því er lögreglustjórinn í Huntsville borg segir. Ekki er ljóst hvað konunni gekk til.

Fjölmenni á stofnfundi Sjálfstæðra Íslendinga

Fjölmenni var á stofnfundi Sjálfstæðra Evrópumanna í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Á heimasíðu hinna nýstofnuðu samtaka segir að færri hafi komist að en vildu og eru stofnfélagar um 200.

Stórsókn hafin í Afganistan

Hermenn NATO ríkjanna hafa hafið stórsókn gegn Talíbönum í Afganistan. Sóknin er sú fyrsta sem fyrirskipuð er í landinu frá því Barack Obama Bandaríkjaforseti bætti 30 þúsund hermönnum við í landinu í desember í fyrra. Um 4500 landgönguliðar, 1500 afganskir hermenn og 300 bandarískir hermenn taka þátt í sókninni sem hófst í Marjah í Helmand héraði.

Lést í sleðaslysi í Vancouver

Keppandi frá Georgíu í sleðakeppni á Ólympíuleikunum í Vancouver sem hefjast í nótt lést á æfingu í dag.

Stúlka féll sex metra og lenti á bíl

Lítil telpa, þriggja til fjögurra ára gömul, féll eina sex metra út um glugga á húsi í Þingholtunum á sjötta tímanum í kvöld. Að sögn lögreglu lenti hún á bifreið sem stóð fyrir neðan gluggan og hefur sennilega tekið af henni mesta fallið. Hún mun vera í rannsókn á slysadeild en að sögn lögreglu virtist hún hafa sloppið ótrúlega vel miðað við hve hátt fall var um að ræða.

Kennedy veldið á enda runnið

Ein frægasta og valdamesta fjölskylda Bandaríkjanna er ekki svipur hjá sjón frá því sem var en margir frægustu stjórnmálamenn landsins hafa verið af því slekkti og þar er frægastur John F. Kennedy fyrrverandi forseti sem myrtur var árið 1963. Patrick Kennedy, sonur Edwards Kennedys sem lést á dögunum, mun tilkynna á sunnudag að hann ætli sér ekki að sækjast eftir endurkjöri í fulltrúadeild Bandaríkjaþings þar sem hann hefur átt sæti.

Jóhanna: Óþolandi að útrásarvíkingar fái sérstaka meðferð

Forsætisráðherra segir að stóreignamenn sem stóðu að útrásinni og sæti rannsókn, ættu að sýna sóma sinn í að halda sig til hlés þar til rannsókn á orsökum efnahagshrunsins sé lokið. Það sé óþolandi ef þeir fái sérstaka meðhöndlun í bankakerfinu með stórfelldum afskriftum en haldi samt fyrirtækjum sínum.

Kreppa áfram spýti ríkisstjórnin ekki í lófana

Mikið atvinnuleysi, léleg lífskjör og versnandi velferðarkerfi verða hlutskipti Íslendinga um langa framtíð nema ríkisstjórnin spýti í lófana, segja Samtök atvinnulífsins. Þau gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir dugleysi og rangar ákvarðanir og segja að fimm prósenta árlegan hagvöxt þurfi til að vinna þjóðina út úr kreppunni.

Icesave-viðræður hefjast eftir helgi

Samningaviðræður við Breta og Hollendinga vegna Icesave hefjast í næstu viku. Leiðtogar stjórnarflokkanna vonast til að þær geti tekið skamman tíma. Forsætisráðherra segir ólíðandi að endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum dragist á langinn vegna Icesave og þeim skilaboðum hafi verið vandlega komið áleiðis til Breta, Hollendinga og Evrópusambandsins.

Yfirdrifnar aðgerðir hjá lögreglunni í Tækniskólanum

Menntamálaráðherra segir aðgerðir lögreglunnar í Tækniskólanum í gær, þar sem leitað var að fíkniefnum með aðstoð hunda, yfirdrifnar og ekki eigi að ala á ótta í forvarnarstarfi. Hún ætlar að taka málið upp við stjórnendur framhaldsskólanna en aðfarir sem þessar hafa viðgengist í framhaldsskólakerfinu.

Tugmilljónagreiðslur án útboðs

Stuðningsmaður Gunnars I. Birgissonar fyrrverandi bæjarstjóra Kópavogs, sem gegnir starfi skoðunarmanns reikninga bæjarins fyrir hönd Sjálfstæðismanna, fékk rúmlega sjötíu milljónir króna frá bænum fyrir ýmis hönnunar-og eftirlitsstörf á árunum 2003 til 2008. Ekkert þessara verka var boðið út.

Ja.is besti íslenski vefurinn

Ja.is var valinn besti íslenski vefurinn á Íslensku vefverðlaunum sem Samtök vefiðnaðarins stóðu fyrir í dag. Katrín Júlísdóttir, Iðnaðarráðherra afhenti verðlaunin við athöfn sem haldin var í Hugmyndahúsi háskólanna og voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi vefi í 10 flokkum. Í tilkynningu frá samtökunum segir að alls hafi borist yfir 100 tilnefningar til verðlaunanna að þessu sinni, en þetta er í níunda skipti sem Íslensku Vefverðlaunin eru haldin.

Skorað á Birnu bankastjóra að mæta á Austurvöll

Samtökin Nýtt Ísland skora á Birnu Einarsdóttir bankastjóra að mæta og taka til máls á tíunda kröfufundi vetrarins Austurvelli á morgun. Í tilkynningu frá samtökunum segir að þau hafi sótt Birnu heim í Íslandsbanka í vikulegum bílalána mótmælum síðastliðinn þriðjudag.

Handtekin fyrir að stelast í þvottavél

Karl og kona voru í gær handtekin fyrir að þvo þvott. Ástæða afskipta lögreglu af þvottafólkinu var sú að þau voru við iðju sína í ókunnugu húsi og án heimildar húsráðanda.

Þjóðfundur á Sauðárkróki

Þjóðfundur verður haldinn á morgun, laugardaginn 13. febrúar, í Fjölbrautaskóla Norð-Vesturlands á Sauðárkróki.

Húsleitir í Lúxemborg - enn verið að yfirheyra starfsmenn

Um fjörtíu lögregluþjónar í Lúxemborg leituðu í bankanum Banque Havilland sem áður var Kaupþing í Lúxemborg. Húsleitirnar, sem hafa staðið í nokkra daga, voru gríðarlega umfangsmiklar en sérstakur saksóknari auk fjögurra fulltrúa embættisins tóku einnig þátt í leitinni.

Rauði krossinn sendir fleiri hjálparstarfsmenn til Haítí

Sex íslenskir hjálparstarfsmenn eru á leið til Haíti nú um helgina að beiðni Alþjóða Rauða krossins. Mánuður er nú liðinn frá því jarðskjálftinn mikli reið þar yfir, og hefur Alþjóða Rauði krossinn hækkað neyðarbeiðni sína úr 12 milljörðum íslenskra króna í 25 milljarða.

Utanríkisráðherra hittir nýjan stækkunarstjóra ESB

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Stefan Füle, sem tók í vikunni við stöðu framkvæmdastjóra stækkunarmála í nýrri framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Þetta kom fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Kínverjar hundelta Dalai Lama

Kínverjar hafa ítrekað andstöðu sína við að Barack Obama hitti Dalai Lama þegar trúarleiðtogi Tíbeta kemur til Bandaríkjanna í þessum mánuði.

Ungir vinstri grænir mótmæla niðurskurði geðlyfja

Stjórn Ungra vinstri grænna hefur sent frá sér ályktun þar sem fyrirhugaðri skerðingu á niðurgreiðslu geðlyfja er mótmælt og lýsir félagið jafnframt yfir þungum áhyggjum vegna þeirra afleiðinga sem það kann að hafa í för með sér.

Stefnir í harðann prófkjörsslag í Kópavogi

Bæjarstjóri Kópavogs, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi flokksins hafa sent frá sér stuðningsyfirlýsingu þar sem þau segjast styðja Ármann Kr. Ólafsson til forystu í prófkjöri Sjálfstæðismanna sem verður haldið 20. febrúar.

Staða Icesave-viðræðna skýr í lok næstu viku

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að það sé óeðlilegt að þeir sem sæti rannsókn sérstaks saksóknara fái fyrirgreiðslur og afskriftir áður en niðurstaða fæst í rannsókn viðkomandi mála. Þá sagði hún einnig á fundinum að Icesave-málið ætti að vera orðið skýrt í lok næstu viku.

Prófessor strunsaði út úr viðtali á Útvarpi Sögu

„Ég var sko ekkert dónaleg við hann,“ segir Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, en hagfræðiprófessorinn Þórólfur Matthíasson gekk út úr viðtali hjá henni í morgun eftir að hún krafði hann svara varðandi Icesave.

Sjá næstu 50 fréttir