Innlent

Vegagerðin varar við slæmu ferðaveðri

Vegna slæms veðurútlits má búast við slæmu ferðaveðri á Norður og Norðausturlandi í dag og í nótt. Vegagerðin biður vegfarendur því að um að kanna færð og veður áður en lagt er af stað.

Á Suðurlandi er hálka á Hellisheiði, í Þrengslum og í uppsveitum Árnessýslu. Hálkublettir er á Sandskeiði og víða á suðurlandi. Á Vesturlandi er hálka og skafrenningur á Holtavörðuheiði. Hálkublettir eru á Bröttubrekku. Hálka á Vatnaleiði og snjóþekja og éljagangur á Fróðárheiði. Hálka og hálkublettir eru á flestum öðrum leiðum.

Þá er hálka og éljagangur á Vestfjörðum á flestum leiðum í kringum Ísafjörð. Hálkublettir og éljagangur er á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Hálka og éljagangur er á Hálfdáni, Mikladal og Kleifaheiði. Hálkublettir á flestum öðrum leiðum.

Á Norðurlandi vestra er víða hálka, hálkublettir, snjóþekja og éljagangur. Á Norðaurlandi eystra er hálka og éljagangur á Öxnadalsheiði. Hálka, hálkublettir og éljagangur er á flestum öðrum leiðum. Á Austurlandi er hálka á Möðrudalsöræfum, Vatnsskarði eystra og Fjarðarheiði. Hálkublettir eru á flestum öðrum leiðum. Á Suðausturlandi eru hálkublettir á flestum leiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×