Erlent

15 daga gamalli stúlku bjargað á Haítí

Þessi 26 ára gamla kona var ein af þeim heppnu í gær.
Þessi 26 ára gamla kona var ein af þeim heppnu í gær. MYND/AP
Björgunarsveitum á Haítí tókst að bjarga þremur úr rústum bygginga í gær, en fólkið hefur verið innilokað í viku, án vatns og matar. Eldri konu var bjargað úr rústum kirkju í gær og skömmu síðar náðu björgunarmenn til 25 ára gamallar konu sem grafin var í rústum verslunarmiðstöðvar.

Mesta kraftaverk gærdagsins varð þó þegar Elisabeth Jossant fannst á lífi en stúlkan er aðeins 15 daga gömul og hefur því eytt helmingnum af sinni stuttu ævi grafin í rústunum. Verið var að rífa niður heimili stúlkunnar þegar hún fannst í vöggu sinni algjörlega ómeidd.

Vaggan var á annari hæð húss sem hrundi gjörsamlega til grunna. Móðir hennar lifði hörmungarnar einnig af og segir að um kraftaverk sé að ræða. Til þessa hefur tekist að bjarga um nítíu manns úr rústunum og búið er að grafa um 70 þúsund lík. Talskona Sameinuðu þjóðanna segir að enn sé von fyrir þá sem enn eru á lífi í rústunum þótt hún dvíni með hverri klukkustundinni.

Vél frá Icelan Express hélt áleiðis til Haítí snemma í morgun til þess að sækja íslensku Alþjóðabjörgunarsveitina og er sveitin væntanleg til Íslands annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×