Erlent

Hafið þið séð sjóræningjann Störtberger?

Óli Tynes skrifar
Klaus var mikilúðlegur kall.
Klaus var mikilúðlegur kall.

Hauskúpunni af frægasta sjóræningja Þjóðverja frá miðöldum hefur verið stolið úr sögusafni Hamborgar. Klaus Störtberger var hálshöggvinn ásam þrjátíu skipverjum sínum í Hamborg árið 1400.

Höfuð þeirra voru negld á stólpa við innsiglinguna í höfnina í Hamborg, öðrum til viðvörunar. Störtberger stundað sjórán sín aðallega á Eystrasalti og Norðursjó.

Hauskúpunni var stolið níunda janúar en safnið kaus að skýra ekki frá því fyrr en núna, vegna rannsóknarhagsmuna. Það hafa hinsvegar engar vísbendingar fundist um hvað hafi orðið um hana.

Sögusafnið hefur heitið verlegum verðlaunum hverjum þeim sem getur gefið upplýsingar um hinn horfna sjóræningja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×