Erlent

Kurt Westergaard tilbúinn til að selja mynd sína af Múhameð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kurt Westergaard er reiðubúinn til að selja mynd sína. Mynd/ AFP.
Kurt Westergaard er reiðubúinn til að selja mynd sína. Mynd/ AFP.
Kurt Westergaard er reiðubúinn til að selja alræmda mynd sína af spámanninum Múhameð. Erik Guldager, eigandi Draupnis gallerísins, þar sem mynd Westergaards er geymd, segir að búast megi við því að teikningin verði seld á eina milljón danskra króna, eða um 24 milljónir íslenskar.

„Hún verður vísast til seld áður en árið er á enda. Westergaard hefur þroskast sem listamaður siðan þá og teikningin hefur kannski fest hann í hlutverki sem hann vill ekki vera í," segir Erik Guldager í samtali við fréttastofu Danmarks Radio.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×